Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NOKKRIR einstaklingar hafa vísvitandi mistúlkað og snúið út úr orðum borgarstjóra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, um starfsemi Vín- búðarinnar í Austur- stræti. Undirritaður bjó í 101 Reykjavík í 27 ár og hefur und- anfarin ár haft starfs- aðstöðu í Póst- hússtræti. Oft á dag fer ég á milli skrifstofu minnar og bílageymslu Ráðhússins og tel ég mig því hafa nokkuð góða yfirsýn af því ófremdarástandi sem ríkir í miðborg Reykjavíkur yfir sum- artímann. Kaldur bjór Sem kunnugt er leitar drykkju- fólk gjarnan í miðborgina. Svo hef- ur verið um langa tíð og kannast ef- laust margir við uppnefnið „Hafnarstrætisróni“. Nú er öldin önnur því í miðborginni eru ekki aðeins drykkjusjúklingar heldur einnig fíkniefnasjúklingar og jafn- vel fólk sem á við geðræn vandamál að stríða og er bókstaflega á göt- unni. Tilvera drykkjusjúklingsins gengur út á að stoppa vegfarendur og biðja um peninga. Hér áður fyrr var keypt flaska af rakspíra en nú tekur enga stund að fá peninga fyr- ir einum bjór sem kostar innan við 200 kr. Drykkjusjúklingarnir, og aðrir sem svipað er ástatt um, sitja því fyrir fólki í miðborginni og sníkja peninga og fara svo í Vínbúð- ina og kaupa sér bjór sem er seldur þar í stykkjatali. En ýmsir aðrir nýta sér einnig þjónustu Vínbúð- arinnar. Í sumar mátti sjá talsvert af fólki, aðallega ungu fólki, sem kaus fremur að versla í Vínbúðinni og fá þar bjórinn á tæpar 200 kr. í stað þess að fara á veitingahús þar sem bjórinn kostar um 600 kr. Iðulega var nokkur ami af drykkjulátum þessa fólks. Ofbeldi og nið- urlæging Erlendir ferðamenn, er heimsækja Reykja- vík, dveljast fyrst og fremst í miðborginni, ekki í öðrum hverfum borgarinnar. Ég hef, af og til, orðið vitni að árásum á erlenda ferða- menn og aðra þá er um miðborgina fara. Ég vil nefna hér fjögur lítil dæmi: Í sumar sem leið réðst ungur maður, í annarlegu ástandi, á dönsk eldri hjón og vildi endilega ræða við þau á dönsku. Þau reyndu að forða sér en þá greip maðurinn í öxl kon- unnar með þeim afleiðingum að hún meiddist. Nú, í byrjun ágúst, varð ég vitni að því að tveir drykkju- menn veittust að tveimur konum, sennilega frá Bretlandi, og báðu þær um peninga. Annar mannanna, sem var mjög drukkinn, hafði í frammi ógnandi tilburði, gekk aft- urábak fyrir framan konurnar og reyndi að króa þær af. Þær rétt sluppu inn í Landsbanka Íslands þar sem öryggisvörður stöðvaði för mannanna. Skömmu eftir 17. júní, um hábjartan dag, var mikið af fólki á Austurvelli; flestir voru er- lendir ferðamenn. Þá bar að mjög ölvaðan ungan mann, í slæmu ásig- komulagi, sem gerði sér lítið fyrir og kastaði vatni í blómabeð skammt frá styttunni af Jóni Sigurðssyni. Einn góðviðrisdag í lok júlí komu tveir drykkjumenn gangandi eftir Austurstræti og var annar reikull í spori. Þegar hann var kominn á móts við veitingahúsið Apótekið varð honum óglatt og kastaði upp á gangstéttina. Viljum við hafa þetta svona? Úrbætur Að mínu mati þarf að grípa til róttækra aðgerða til að tryggja ör- yggi þeirra er fara um miðborg Reykjavíkur. Það tel ég best gert með eftirfarandi aðgerðum: Frá 1. júní til 1. september verði í það minnsta tveir lögreglumenn á vakt allan daginn í miðborginni. Mikilvægt er að lögreglan hafi fær- anlega starfsstöð í miðborginni. Í París er lögreglan með sérstakar bifreiðar eða húsbíla þar sem þeir hafa aðstöðu. Nauðsynlegt er að opnað verði athvarf fyrir drykkjusjúklinga og aðra vímuefnasjúklinga í miðborg- inni eða nágrenni hennar þar sem þeir geta dvalið að degi til, þó svo að þeir séu undir áhrifum. Margt af þessu ógæfusama fólki hefur hvergi höfði sínu að að halla að degi til. Þá tel ég að full þörf sé á að fé- lagsráðgjafar eða starfsmenn vel- ferðarsviðs fari í könnunarferðir um miðborgina því talsvert er af fólki þar, sem á við alvarleg félagsleg og andleg vandamál að stríða, sem þarf að aðstoða á annan hátt en að handtaka það og setja í fanga- geymslu. Eins og borgarstjóri nefnir í Morgunblaðinu 17. ágúst sl. væri heppilegt að Vínbúðin í Austur- stræti yrði flutt. Vínbúð hefur verið flutt af minna tilefni. Lengi vel var Vínbúð við Lindargötu. Væri ekki upplagt að flytja Vínbúðina þangað aftur því nú er komin fjölmenn íbúðabyggð á því svæði? Kaldar staðreyndir um miðborg Reykjavíkur Sigmar B. Hauksson skrifar um drykkjulæti í miðbæ Reykjavíkur »Rétt er að flytja Vín-búðina í Austur- stræti. Vínbúð hefur verið flutt af minna til- efni. Sigmar B.Hauksson Höfundur er verkefnisstjóri Heilsuborgarinnar Reykjavík, SPA City Reykjavík. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Að kvöldi 1. september. Ekki síðan í júní þegar ég, konan mín og Bush vorum að skoða dá- semdir Rómaborgar hef ég verið í svo góðu skapi. Ástæðan. Fyrsta Eurovision-danskeppnin og hún sýnd í íslenska sjónvarpinu (RÚV) á kristilegum tíma. Mér fannst úrslitin réttlát, hefði þó viljað hafa Danina ofar. Ég er líka ofsa ánægður með Stöð 2 að sýna So you think you can dance og það á þeim tíma sem börn mega horfa. Framför það. Nú vona ég bara að RÚV komi með þáttinn Dancing with the stars og allt í lagi þótt það verði gamall þáttur. Dans frá því í fyrra stendur fyrir sínu í dag. Nú vantar mig danshús í Reykja- vík, en líklega verða yfirvöld að laga ástandið í borginni áður en ég þori út um helgar, nema með fjölmenni. Annars held ég að þetta ástand lagist ekki fyrr en agi á heimilum og skólum hefur verið bættur. Grunn- skólakennarar eiga að vera geðl- urður, en samt halda uppi aga. Það gengur ekki. Eitthvað var verið að laga agavald stjórnenda, en það er ekki nóg – hinn almenni kennari þarf að fá meira agavald. Ég veit um allnokkra kennara sem hafa gefist upp á kennslu jafnvel eftir áratuga starf. Ég hlakka til að fá að kenna dans einn vetur enn og miðla öðrum af þeirri dásemd sem dansinn er. Með danskveðju, HEIÐAR ÁSTVALDSSON danskennari. Ég er í góðu skapi Frá Heiðari Ástvaldssyni ÞAÐ var ógleymanlegt öllum sem urðu vitni að því í sum- arbyrjun í Reykjavík þegar franska Risessan fékk sér göngu- túr um miðbæinn ásamt pabba sínum, þeim geðvonda gaur. Sjaldan eða aldrei hefur Reykjavík verið notuð sem umgjörð um jafn furðulegan og stórskemmtilegan listviðburð sem náði að snerta alla sem til sáu, unga sem aldna. Ég náði til dæmis af- ar góðu augn- sambandi við Risess- una og sá ekki betur en að hún hefði blikk- að mig kankvíslega... Hvað voru þau að segja? Risessan hafði um sig hirð þjóna sem gáfu skipanir í allar áttir af mikilli röggsemi, enda í nógu að snúast við að sinna marg- víslegum þörfum hennar hátignar. Þannig varð til dæmis uppi fótur og fit þegar hún ákvað skyndilega, og eins og ekkert væri sjálfsagð- ara, að setjast á hækjur sér á ein- um helgasta stað borgarinnar, Austurvelli, og kasta af sér ansi mörgum lítrum af risessuvatni. Meðal þeirra sem urðu vitni að þessum ósköpum var bráðmynd- arlegur hópur leikskólakrakka sem hrópuðu „Oj, hún er að pissa á götuna!“ Aðrir voru agndofa, en síðan heyrðust nokkrir, kannski aðeins eldri, kvarta yfir því að skilja ekki hvað þjónarnir voru að segja, fannst alveg ómögulegt að skilja ekki tungumál Risess- unnar, frönsku. Skemmtilegt mál Þessi börn, og raunar fólk á öllum aldri, geta auðveld- lega leyst þennan vanda og búið sig undir það að hitta Risessuna aftur ein- hvers staðar úti í heimi, eða risafíl sem sami listaflokkur, Ro- yal de luxe, hefur látið útbúa. Ein- föld og þægileg leið til að kynna sér tungumál hennar og þann menningarheim sem hefur getið hana af sér, frönsku og franska menningu, er að skrá sig frönsku- námskeið hjá Alliance française, þar sem hægt er að velja úr fjölda valkosta, allt frá kvöldnám- skeiðum fyrir fullorðna byrjendur og lengra komna til barna- námskeiða á laugardögum þar sem kennslan er sambland af leik og námi. Spennandi og fjölbreyttur menningarheimur Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu fjölbreytt og spennandi frönsk menning er, nú þegar myndarlegri menning- arkynningu Frakka er nýlokið hér á landi. Einmitt nú er síðan alveg gráupplagt fyrir þá sem lítið eða ekkert þekkja til hennar og langar að vita meira að kynna sér þá kosti sem í boði eru í Alliance française (sjá vefsíðu félagsins: af.is), s.s. fyrirlestrar, vínsmökk- unarkvöld, matarkvöld, kvik- myndahátíð, tónleikar o.fl. sem kynnt verður á næstunni. Þannig gefst öllum, ekki bara þeim sem tala frönsku, tækifæri til að fá innsýn í menningarheim Frakka, sem ól af sér risafeðginin sem við sáum í vor, en líka margt fleira skrýtið og skemmtilegt, gamalt og nýtt, sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga að kynnast. Tungumál og menning Risessunnar Friðrik Rafnsson mælir með því að allir kynni sér frönsku og franska menningu » Börnunum fannst al-veg ómögulegt að skilja ekki tungumál Risessunnar, frönsku. En það er auðvelt að bæta úr því. Friðrik Rafnsson Höfundur er forseti Alliance française Það er margt orðagjálfrið. Eitt er „fagleg innheimta“. Það snýst mestan part um skrifstofur með tilgerðarlegar heimasíður þar sem eru myndir af flottum sófum en engu fólki. Sumum þessara skrif- stofa hefur tekist að komast inn á fyr- irtæki og stofnanir undir því yfirskini að þær séu svo góðar við skuldarana, kurt- eisi og háttsemi sé þeirra aðal. Þær eru öðruvísi en gam- aldags lögfræðistofur sem senda inn- heimtubréf þegar skuldin hefur legið ógreidd í þrjú ár, og sem alltaf er hægt að semja við. Faglegu innheimtustofurnar fitna því meir sem fólk er skuldseigara. Ég lenti í einni slíkri um daginn. Hún heitir Moment- um. Leikskóli, sem ég starfa fyrir, keypti þvottavél, sem ekki er í frásögur færandi. Ég greiði reikninga fyrir leik- skólann. Þegar ég var að greiða reikninga á netinu fyrir skólann, en var ekki með pappírsreikn- ingana við höndina, geymdi ég reikning frá Momentum vegna þess að ég kannaðist ekki við neina skuld við Momentum. Ég hringdi síðan í Momentum til að grennslast fyrir um greiðsluseð- ilinn frá þeim og þá fékk ég þá skýringu að þetta væri vegna skuldar við Eirvík vegna þvotta- vélar. Momentum sér sem sagt um að innheimta reikningana fyrir Eirvík. Þetta mun kallast „frum- innheimta“. Ég greiddi reikninginn sex dög- um eftir eindaga. Upphæð reikn- ingsins var 118.300 kr. Kostnaður við að greiða þennan reikning sex dögum eftir eindaga var 5.989 kr. Einu sinni voru menn úthróp- aðir á torgum fyrir okur. Var ekki einhver okrari sem tapaði ærunni á 8. áratugnum? Hámarksdráttarvextir sam- kvæmt auglýsingu Seðlabanka Ís- lands eru 25%. Eirvík hefði því verið í fullum rétti til að rukka leikskólann um 81 kr. á dag þessa sex daga, en þess í stað þurfti hann að greiða 998 kr. á dag. Það er rúmlega tólffaldur munur. Ég hringdi í skrifstofu Moment- um og spurði hvort þau væru ekki almennileg. Hvað svona ætti eig- inlega að þýða. Einhver jakki sem varð til svars talaði um bréf og kostnað við það, gott ef hann vitnaði ekki í refsi- ákvæði einhverra laga. Í staðinn fyrir venjulega okrara eru komnar skrifstofur sem stunda „faglega innheimtu“ og líta þannig til að daginn eftir eindaga sé rukk- unin orðin að inn- heimtumáli. Og þá er þeim allt frjálst. Geta rukkað það sem þeim sýnist. Það eina sem stoppar þessa græðgi er hugmyndaflugið. Momentum hefur látið sér detta í hug fimm leiðir til að hafa fé af fólki: Seðilgjald, áminning, ítrekun, að- vörun og lokaaðvörun. Í hvert skipti leggst upphæð á skuldina sem faglega inn- heimtufyrirtækið fær í sinn hlut. Starfsfólk leikskólans er ánægt með þvottavélina sem keypt var hjá Eirvík og þjónustu fyrirtæk- isins. Eirvík ákvað hins vegar, í þakklætisskyni við kaupandann, að veita Momentum veiðileyfi á hann. Hagsmunir Momentum eru að allir greiði eftir eindaga. Þá geta þeir farið af stað og hnitað hringi yfir skuldurunum, og sleikt út um. Svo kætast þeir í hvert sinn sem tekst að teygja málið fram yfir áminningu, ítrekum, að- vörum og lokaaðvörun. Ég skora á fólk sem fær greiðsluseðla frá Momentum að greiða þá ekki, en hafa þess í stað upp á reikningsnúmeri fyrirtæk- isins sem verslað var við og milli- færa upphæðina þangað. Gammar nútímans Kjartan Valgarðsson er ekki ánægður með það sem hann kallar skrifstofur sem stunda „faglega innheimtu“ Kjartan Valgarðsson »Einu sinnivoru menn úthrópaðir á torgum fyrir ok- ur. Var ekki ein- hver okrari sem tapaði ærunni á 8. áratugnum? Höfundur er bókhaldari og býr í Mósambík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.