Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 21 viðunandi aðsókn. Það á bæði við um Poseidon- slysið og Pearl Harbor. x x x Mun meiri óvissafylgir því að gera myndir, sem teljast mitt á milli þess að vera dýr- ar og ódýrar. Í greininni er myndin Góði Þjóð- verjinn eða The Good German tekin sem dæmi. Það kostaði 32 milljónir dollara að gera myndina og telst það lít- ið fé. Leikstjórinn, Ste- ven Soderbergh, telst fyrsta flokks og aðal- leikararnir, George Clooney og Cate Blanchett, ekki af lakara taginu. En áhorfendur létu á sér standa. Tekjur af myndinni voru sex milljónir doll- ara. x x x Niðurstaða greinarinnar er aðódýrum og meðaldýrum mynd- um fylgi mest áhætta. Ástæðan sé sú að það kosti peninga að búa til pen- inga og því eigi ekki að spara heldur skrúfa frá krananum og láta milljón- irnar flæða. Stundum vekur furðuað menn skuli vera tilbúnir að leggja nokk- ur hundruð milljónir dollara í að gera eina kvikmynd og vaknar þá spurningin hvað myndi gerast ef enginn keypti sig inn á myndina. Í blaðinu Kultur Spiegel, sem fylgir Der Spiegel, í þessum mánuði kemur fram að reyndin er sú að þegar stórmynd- irnar eru annars vegar er áhættan engin. x x x Hvort sem um er aðræða myndina Transformers, sem fjallar um vélmenni úr geimnum, sem breytast í bíla, og kostaði jafn- mikið og Boeing 787 (150 milljónir dollara), eða Spider-Man 3, sem fjallar um teiknimyndapersónu með krafta og spunahæfileika kóngulóar og kostaði svipað og Airbus 380 (260 milljónir dollara), má bóka gróða. x x x Meira að segja myndir, sem á sín-um tíma var sagt að hefðu fengið skell, enduðu með því að fá       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Ingvar Gíslason yrkir í sumarlok: Þó blómi jarðar bregði lit ei bila rætur Sumarlokum gef ég gætur, Gerast langar ágústnætur. Hugann fanga fagurhreinar fannabungur. Maður fetar mel og klungur, Myrkar bíða jökulsprungur. Og Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd: Senn hér góðu sumri frá sveiflar tímans alda. Haustið síðan opnar á andann dimma og kalda. Þá Ingólfur Ómar Ármannsson: Sölnað gras og sorfið barð snævi þaktir tindar haustið er að ganga í garð gnauða svalir vindar. Rósberg G. Snædal orti á sínum tíma hringhendu að hausti: Einn ég sveima undir haust öllum gleymi kvíða. Læt ég heiminn hömlulaust huga dreyminn líða. Og vert er að rifja upp haustvísu Maríu Bjarnadóttur Sýruparti: Eins og kvakar einstök lóa angurværum haustsins róm. Sendi ég út um auða móa angurljóð í húmsins tóm. VÍSNAHORNIÐ Hagmælska að hausti pebl@mbl.is GÆTIR þú hugsað þér að skríða upp eftir lóðréttum vegg líkt og kónguló eða eðla? Slíkt verður mögulegt í framtíðinni ef marka má frétt sem birtist á heimasíðu Berlingske Tidende. Lítil hár valda því að kóngulær og eðlur geta límt sig við fleti. Rannsóknir hafa sýnt að gekko- eðlan ræður við mörghundruðfalda líkamsþyngd sína. Eðlan getur líka skriðið upp eftir veggjum og hang- ið með hausinn niður undan púss- uðu gleri. Vísindamenn reyna nú að líkja eftir slíkri hegðun með því að skapa eins konar kóngulóarbúning fyrir menn. Niðurstöður þeirra hingað til benda til að slíkt eigi að vera hægt. Prófessor Nicola Pugno frá fjöl- tæknideild háskólans í Torinu á Ítalíu er í öllu falli búin að reikna út hvernig búa megi til slíkan klif- urgalla úr efni sem er nægjanlega límkennt til þess arna. Galdurinn liggur í örlitlum rör- um úr kolefni, einskonar sívaln- ingum í örstærð. Þessir þræðir eru ofursterkir og hægt að raða þeim upp í fleiri lög svo þeir verði eins og hár, sem eiga að virka á svipaðan hátt og hár kóngulóarinnar og eðl- unnar. Könguló Ekki svo vitlaust hönnuð með tilliti til veggjaklifurs. Kónguló- armaðurinn á næsta leiti Morgunblaðið/Jim Smart Orlando Vacation Home Seminar When: September 8. and 9. from 12.00-18.00. Where: Hotel Loftleiðir. Please join Meredith Mahn and Garðatorg this weekend to learn more about buying a home in Florida. For more information, call Þórhallur, 896-8232. www.LIVINFL.com Domus Pro Real Estate Maitland Florida 32751 (321) 438-5566 www.sagamedica.is Njóttu lífsins me› Angelicu Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl! Angelica er íslensk náttúruafur› úr ætihvönn sem færir flér tvenns konar virkni í sömu vöru. fiú fær› aukna orku og sjaldnar kvef. Í ætihvönn er fjöldi hollustuefna sem styrkja forvarnir og bæta heilsuna. Angelica jurtaveig hefur sta›i› Íslendingum til bo›a frá 2002 og nú bætist vi› n‡r valkostur, Anglica töflur. fiú tekur a›eins eina töflu á dag og pakkinn endist flér í 2 mánu›i. E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 3 9 9 Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.