Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvöföldun á sex árum  Kostnaður við S-merkt lyf hefur hækkað um 19,2% á þessu ári  Mikil aukning er á notkun gigtarlyfja en þau hafa bætt verulega líðan mikið veikra sjúklinga HORFUR eru á að kostnaður Land- spítala vegna S-merktra lyfja verði rúmlega tveir milljarðar kr. á þessu ári en þessi kostnaður nam um milljarði fyrir sex árum. Jókst hann um 19,2% á fyrstu sex mánuðum þessa árs í samanburði við fyrri helming síðasta árs. Vilhelmína Haraldsdóttir, sviðsstjóri lækninga, lyflækningasviði II, segir óraunhæft að gera ráð fyrir að kostnaðurinn hækki í takt við önnur rekstrarút- gjöld Landspítala en þau hafa að jafnaði hækkað um 3,5% síðustu ár. Svokölluð S-merkt lyf eru nýjustu og dýrustu lyf sem gefin eru á sjúkrahúsinu sjálfu. Það er því oft lítil sem engin samkeppni hvað varðar innkaup á þessum lyfjum. Þessi kostnaðarliður var áður hjá Tryggingastofnun ríkisins en árið 2001 var bæði fagleg og fjárhagsleg umsýsla þessara lyfja færð yfir til spítalans. Þá nam þessi kostnaður um einum milljarði króna en er í dag kominn yfir tvo milljarða. Sá lyfja- flokkur sem hækkað hefur mest á þessu ári er sérhæfð lyf til ónæm- isbælingar en kostnaður við þau hef- ur hækkað um 47%. Var hann um 260 milljónir kr. á fyrra helmingi þessa árs. Vilhelmína sagði, að þessi lyfjaflokkur væri tiltölulega nýr. Framleiðsla lyfjanna, sem væri mjög flókin, byggðist á líftækni og lyfin því mjög dýr. Væru þau að- allega notuð við mjög erfiðum gigt- arsjúkdómum eins og liðagigt. Þau hefðu skilað góðum árangri og gerðu fólki með þennan sjúkdóm fært að stunda lengur vinnu en það hafði annars getað. Notkun þeirra hefði því aukist verulega. Vilhelmína sagði að flestir sjúklingar, sem fengju þessi lyf, legðust ekki inn á spítalann, heldur fengju þau á dag- og göngudeildum. Kostnaður vegna S-merktra krabbameinslyfja hefur einnig auk- ist og sagði Vilhelmína að það sama ætti við þar og um gigtarlyfin; um væri að ræða ný og dýr lyf. Óraunhæf áætlun um kostnað Vilhelmína sagði að öll ný S- merkt lyf færu í gegnum ákveðið ferli áður en ákvörðun væri tekin um að hefja notkun þeirra. Læknar þyrftu að semja leiðbeiningar um notkun þeirra. Lagt væri mat á hvaða ávinningur væri af þeim um- fram önnur lyf. Tekið væri tillit til kostnaðar við lyfin og litið væri til þess sem aðrar þjóðir væru að gera varðandi notkun á þessum nýju lyfj- um. Endanleg ákvörðun um hvort þau yrðu tekin í notkun væri síðan í höndum framkvæmdastjóra lækn- inga. Vilhelmína sagði að kostnaður við þessi lyf væri vissulega mikill og vaxandi. Það væri hins vegar óraun- hæft að gera ráð fyrir að kostnaður- inn hækkaði í takt við önnur rek- starútgjöld. Um væri að ræða lyf sem oft stuðla að mikilli framför í meðhöndlun alvarlega veikra sjúk- linga og notkun á þeim geti oft á tíð- um leitt til sparnaðar annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Nauðsynlegt er þó að gæta fyllstu hagkvæmni í notkun þeirra. Það er mikilvægt að Íslendingar geti verið áfram í hópi þjóða sem standa sig hvað best á þessu sviði.                       !"  #    ""  !  !$   %!&  '  ""  ! ( )%*( * &#&"  ( + ,&   - #  '  .          ! "   "" #"       /   /  / HEIMSMEISTARALIÐ Salaskóla í skólaskák mun næstkomandi mið- vikudag halda til Namibíu, en Þró- unarsamvinnustofnun Íslands hefur í samstarfi við Skáksamband Íslands og Hrókinn staðið fyrir skákverk- efni meðal grunnskólabarna í Nami- bíu síðustu þrjú árin. Það er stofn- unin og Kópavogsbær sem bjóða ungmennunum út. Skáksveit Salaskóla vann í sumar heimsmeistaratitil í flokki 14 ára og yngri á alþjóðlegu móti grunn- skólaliða sem haldið var í Tékklandi. Í sigurliðinu voru Jóhanna Björg Jó- hannsdóttir, Patrekur Maron Magn- ússon, Páll Andrason, Guðmundur Kristinn Lee og Birkir Karl Sigurðs- son, öll á aldrinum 11-14 ára. Hóp- urinn fer allur í ferðina, ásamt far- arstjórunum Hrannari Baldurssyni og Tómasi Rasmus. Mun íslenska sveitin tefla við aðra grunnskólanemendur auk þess að taka þátt í tveimur meistaramótum ungmenna. Annars vegar er um að ræða keppni skólaliða og hins vegar einstaklingskeppni. Mótin eru bæði haldin í höfuðborginni, Windhoek. Íslensku ungmennin koma einnig til með að ferðast töluvert um landið og heimsækja m.a. skóla frum- byggja, San-fólksins, í grennd við bæinn Grootfontein. Taka þátt í tveimur mótum Morgunblaðið/Frikki Spenningur Nokkur þeirra ungmenna sem fara til Namibíu á næstunni, ásamt fararstjórum og Sighvati Björg- vinssyni framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs. Heimsmeistaraliði Salaskóla í skólaskák boðið til Namibíu Eftir Steinunni Ásmundsdóttir steinunn@mbl.is FORMAÐUR og framkvæmdastjóri AFLS – starfsgreinafélags, funda í dag með Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra. Félagið leggur þar fram tillögur um náið samráð og samvinnu Vinnumálastofnunar og félagsins á félagssvæði AFLS. Stjórn AFLS segir í yfirlýsingu frá í gær að verði ekki gripið tafarlaust til harðra aðgerða í vinnu- staðaeftirliti af hálfu Vinnumálastofnunar, muni fé- lagið grípa til allra þeirra aðferða sem það telur skila árangri til að berjast gegn félagslegum und- irboðum. AFL hefur sakað Vinnumálastofnun um að vera með innantómar hótanir og vísar þar til þess er Vinnumálastofnun ætlaði að stöðva starfsemi tveggja undirverktaka við Hraunaveitu Kára- hnjúkavirkjunar sl. fimmtudag, en hvarf frá því á síðustu stundu og gaf lengri frest til úrbóta. Stjórn AFLS ákvað í gær að halda áfram undirbúningi að aðgerðum gegn fyrirtækjum sem hafa erlent verka- fólk í vinnu og ekki hafa fullnægt reglum um skrán- ingu og/eða óljóst er um kjör og réttindi starfsfólks. Breyta verði verklagsreglum þar sem sýnt þyki að verklagsreglur þær sem sátt hefur verið um milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, m.a. um hlutverk Vinnumálastofnunar, dugi vart lengur. Lögð á ráðin um aðgerðir Um það hvort félagið hyggist efna til beinna að- gerða, svo sem truflunar á starfsemi fyrirtækjanna tveggja við Hraunaveitu, segir Sverrir Mar Al- bertsson, framkvæmdastjóri AFLS það hafa komið til tals. „Það er mikill baráttuhugur í fólki á Austur- landi og okkar félagsmenn vilja aðgerðir. Atvinnu- rekendur hér hafa einnig látið í sér heyra.“ Hann segir stuðning Starfsgreinasambandsins vísan þrátt fyrir orð Kristjáns Gunnarssonar, formanns sambandsins, um að nú þurfi að bera klæði á vopnin í deilum Vinnumálastofnunar og AFLS. Menn úr Alþýðusambandsforystunni séu væntanlegir til fé- lagsmálaráðherra í dag og á morgun, svo sem Guð- mundur Gunnarsson og Grétar Þorsteinsson og skilaboðin því mjög skýr. Sverrir vill að Vinnumála- stofnun ráði starfsmann til viðbótar þeim tveimur fulltrúum stofnunarinnar sem fyrir starfa á Austur- landi. Verði það vinnustaðafulltrúi sem starfi náið með AFLI og með umboð Vinnumálastofnunar til skýrra aðgerða gagnvart fyrirtækjum sem brjóti gegn réttindum starfsmanna sinna. Þeir eigi að vera skráðir, hafa kennitölu, tryggingar, ráðning- arsamninga og vera í það minnsta á lágmarkstöxt- um eins og lög og reglur kveða á um. Á fundi stjórnar AFLs í gær var tilkynningu fé- lagsmálaráðherra um hertar aðgerðir í eftirliti með vinnu erlends launafólks fagnað. Vilja nánari samvinnu og samráð Í HNOTSKURN »AFL Starfsgreinafélag hefur gagnrýntmeinta linkind Vinnumálastofnunar gagnvart óskráðum fyrirtækjum og starfs- mönnum þeirra harkalega. »AFL hugar að beinum aðgerðum gegntveimur undirverktökum við Hrauna- veitu Kárahnjúkavirkjunar. Umhverfisráðu- neytið hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Heil- brigðisnefndar Vesturlands að endurnýja starfs- leyfi Laugafisks á Akranesi. Ráðu- neytið telur hins vegar vegar laga- skilyrði bresta fyrir því að hægt sé að stöðva starf- semi fyrirtækisins eins og kærendur kröfðust. Kærendur sætta sig ekki við lyktarmengun frá fyrirtækinu. Deilan stóð um hvernig standa ætti að endurnýjun starfsleyfis, en fyrirtækið fékk leyfi til fjögurra ára. Ráðuneytið taldi að við útgáfu nýs starfsleyfis hefði ekki verið gætt hagsmuna þeirra sem búa í grennd- inni. Fyrirtækið hefur sótt um und- anþágu frá starfsleyfi og hefur ráðu- neytið fallist á það þar til ný ákvörðun heilbrigðisnefndar um starfsleyfi liggur fyrir. Starfsleyfi Laugafisks fellt úr gildi Leyfi Fær Lauga- fiskur starfsleyfi? ORKUVEITA Reykjavíkur telur nauðsynlegt að draga úr umferð bíla í Heiðmörk. Orkuveitan, sem hefur umsjón með Heiðmörk, lét loka hliði við Hraunslóð í sumar. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin í samráði við borgina, lögreglu og Skógrækt- arfélag Reykjavíkur. Eiríkur sagði að mikið hefði verið um að fólk hefði verið að aka í gegn- um Heiðmörk. Stórir bílar hefðu einnig nýtt þennan veg í tengslum við framkvæmdir, en óhapp varð á svæðinu í vor þar sem olía lak niður í jarðveg. Heiðmörk er varnsvernd- arsvæði höfuðborgarbúa. Eiríkur sagði að ræddar hefðu verið hugmyndir um að fjölga að- keyrslum að Heiðmörk, en jafnframt að banna alla bílaumferð innan hennar. Engin ákvörðun lægi fyrir um þetta. Takmarka um- ferð í Heiðmörk TÖLUVERT hefur verið af seiðum út frá Kaffivagninum við Granda- garð að undanförnu. Sigurður Þór Jónsson, fiskifræðingur og sér- fræðingur í ufsa hjá Hafrann- sóknastofnuninni, segir þetta ekki koma á óvart, því nánast árlega sjá- ist ufsaseiði í einhverju magni í höfnum vítt og breitt um landið. Sigurður Þór Jónsson segir að Hafró hafi ekki rannsakað ufsaseiði í höfnum sérstaklega í nokkur ár. Í raun sé ufsinn lítið rannsakaður miðað við þorskinn sem allt hverfist gjarnan um enda hafi litlu verið ráðstafað til rannsókna á ufsa. Sé ufsi nú í höfninni megi gera því skóna að um sé að ræða klak frá því í vor. Ufsinn hrygnir í febrúar, fyrstur þorskfiska. Sigurður Þór segir að seiðin geti sótt í úrgang úr fisk- vinnslu en væntanlega sé lítið eftir af slíkum úrgangi vegna hreins- unar hafna. Hins vegar sé það í eðli ufsans að sækja í fjöruna og það geti verið skýring á seiðatorfum í höfnum. Að sögn Sigurðar er ufsastofninn í þokkalegu ástandi í kjölfar góðra nýliðunarárganga frá 2000 og 2002 auk þess sem tekist hafi að draga úr sókn. Í vor hafi sérfræðingar Hafró þó lagt til að dregið yrði úr sókn vegna slakrar útkomu í ralli. Mælt hafi verið með 60 þúsund tonna aflamarki en útgefið afla- mark er 75 þúsund tonn. Kvótinn var 80 þúsund tonn á nýliðnu fisk- veiðiári. Seiði í torfum við Grandagarð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.