Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 33
hlutavelta
dagbok@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-
16.30. Jóga kl. 9 og kl. 19. Postulínsmálun
kl. 13. Leshópur kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun,
vefnaður, almenn handavinna, fótaað-
gerð, morgunkaffi, dagblöð, hádeg-
isverður, vefnaður, línudans, boccia, kaffi.
Vefnaðarnámskeið byrjar í dag, uppl. í s.
535-2760.
Dalbraut 18-20 | Opin vinnustofa kl. 9-
12. Félagsvist í dag kl. 14. Allir velkomnir.
Ferðaklúbbur eldri borgara | Haustlita-
ferð 21. sept., Þingvöllur-Lundarreykjadal-
ur-Húsafellsskógur-Hraunfossar-
Hvítársíða, kvöldverður, dans og
skemmtiatriði. Allir eldri borgarar vel-
komnir. Uppl. og skráning í s. 892-3011.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Farið verður í Þverárrétt í Borg-
arfirði mánudag 17. september. Brottför
frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15.
Deildartunguhver skoðaður. Kjöt og kjöt-
súpa á Mótel Venus. Skráning og uppl. í
félagsmiðstöðvunum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl.
13. Opið hús laugard. 15. sept. kl. 14 þar
sem félagsstarfið í vetur verður kynnt.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05 og kl. 9.55. Gler- og postulínsmálun
kl. 9.30. Handavinna kl. 10, leiðbeinandi
við til kl. 17. Jóga kl. 10.40. Róleg leikfimi
kl. 13. Ganga kl. 14. Bossía kl. 14. Jóga á
dýnum kl. 17. Stólajóga kl. 17.50. Fræðslu-
erindi Glóðar frestað til 18. sept. kl. 20.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9
vefnaður. Kl. 9.15 jóga. Kl. 9.30 mynd-
l.hópur. Kl. 10 ganga. Kl. 11 leikfimi. Kl.
11.40 hádegisverður. Kl. 13 bútasaumur.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Leshringur hefst í dag í bókasafninu kl.
10.30. Karlaleikfimi í Ásgarði kl. 13. Boccia
í Ásgarði kl. 14, spilað í kirkjunni kl. 13.
Vatnsleikfimi í Mýri kl. 14. Lokað í Garða-
bergi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30
vinnustofur opnar, m.a. kl. 9 glerskurður
og perlusaumur. Kl. 10.30 létt ganga um
nágrennið. Kl. 13 hefst postulínsnámskeið.
Miðvikudaginn 3. okt. kl. 10 byrja dans-
æfingar í samvinnu við FÁÍA, allir vel-
komnir. Uppl. á staðnum og s. 575-7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 handavinna.
Kl. 9-12 glerskurður. Kl. 9-11 hjúkr-
unarfræðingur. Kl. 10-11 Boccia. Kl. 11-12
leikfimi. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 13-
16 glerbræðsla. Kl. 12.15 Bónusbíllinn. Kl.
15-15.30 kaffi.
Hraunsel | Félagsmiðst. opnuð kl. 9. Leik-
fimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30. Brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur hjá
Sigrúnu kl. 9-13. Jóga kl. 9-11, Björg F.
Helgistund kl. 13.30 hjá séra Ólafi Jó-
hannssyni. Myndlist hjá Ágústu kl. 13.30-
16.30. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Skraut-
skrift, ókeypis tölvuleiðbeiningar fram að
áramótum, blómaskreytingar, postulín,
framsögn, bókmenntir, magadans, klaust-
ursaumur, skapandi skrif, leikfimi, ætt-
fræði o.s.frv. Líttu inn. S. 568-3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unstund með Þórdísi og Kristínu frá Há-
teigskirkju kl. 10.30. Handverks- og bóka-
stofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Norðurbrún 1 | Myndlist kl. 9-12, postulín
kl. 13-16, opin handavinnustofa kl. 13-16.
Opin smíðastofa kl. 9-16.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9-16 myndmennt. Kl.
10.15-11.45 enska. Kl. 11.45-12.45 hádeg-
isverður. Kl. 13.30-14.30 leshópur. Kl. 13-
14 spurt og spjallað/myndbandasýning.
Kl. 13-16 bútasaumur. Kl. 13-16 frjáls spil.
Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, handavinna kl. 9, hárgreiðslu- og
fótaaðg.stofur opnaðar kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, upplestur
kl. 12.30, félagsvist kl. 14. Allir velkomnir.
Erum að skrá í námskeið uppl. í síma 411-
9450.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og
samvera, kl. 12 Bónusbíllinn, Kl. 16.45
bókabíllinn.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja | Foreldramorgunn kl. 10-
12. Samvera foreldra með ung börn.
Spjall, fræðsla og samvera. STN (starf
með 6-9 ára börnum) kl. 15-16. TTT (starf
með 10-12 ára börnum) kl. 16-17.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl.
17.30.
Digraneskirkja | Æskulýðsstarf Meme
fyrir 9.-10. bekk kl. 19.30-21.30.
www.digraneskirkja.is.
Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl.
20.30. Beðið verður m.a. fyrir innsendum
bænarefnum sem hægt er að senda á ke-
fas@kefas.is eða með því að hringja í
síma kirkjunnar. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja | Farið verður í hina ár-
legu haustferð í dag. Lagt verður af stað
frá Grafarvogskirkju kl. 10, komið verður
til baka um kl. 17.30. Farið verður um
Borgarfjörð að Fossatúni og þar verður
snæddur hádegisverður. Helgistund verð-
ur svo á Borg á Mýrum.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12-
12.30. Léttar veitingar gegn vægu gjaldi
kl. 12.30 í safnaðarheimili.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf
fyrir eldri borgara þriðjudaga og föstu-
daga kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og
spjall.
Laugarneskirkja | Kl. 20 kvöldsöngur í
kirkjunni. Þorvaldur Halldórsson syngur,
Gunnar Gunnarsson leikur á píanó og
sóknarprestur fer með guðsorð og bæn.
Kl. 20.30 trúfræðsla sr. Bjarna: Gæði ná-
inna tengsla, Tólf spora hópar koma sam-
an.
Óháði söfnuðurinn | Kynningarkvöld á
alfa 1 verður í safnaðarheimili Óháða
safnaðarins við Háteigsveg í kvöld og
hefst með sameiginlegri máltíð kl. 19. Allir
eru velkomnir á þessi frumfræðslu-
námskeið í kristindóminum.
Vídalínskirkja Garðasókn | Ath.: Vetr-
ardagskráin er hafin. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12. Súpa og brauð á vægu verði kl.
12.30. Opið fyrir alla. Spilað frá kl. 13 til 16,
vist, brids og lomber, púttgræjur á staðn-
um. Kaffi kl. 14.45. Akstur fyrir þá sem
vilja, uppl. í s. 895-0169. Allir velkomnir.
Hlutavelta | Þessar duglegu vinkonur, Vala, Alexandra, Eva Rut og
Arnheiður Björg, söfnuðu alls kr. 4.200 krónum sem þær afhentu Rauða
krossi Íslands fyrir nokkru. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir
dugnaðinn og munu peningarnir koma að góðum notum í starfinu með
börnum í sunnanverðri Afríku.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 11. september, 254. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.)
Réttað verður í Þórkötlustað-arrétt í Grindavík næstkom-andi laugardag, og verður lífog fjör í bænum.
Björn Haraldsson er bóndi í Auðs-
holti, og hlakkar mikið til helgarinnar:
„Réttirnar eru mikill hátíðisdagur
Grindvíkinga og nærsveitarmanna, en
Þórkötlustaðarétt er eina réttin á
Reykjanesi sem enn er í notkun,“ segir
Björn og bætir við að réttað hefur verið
á Þórkötlustöðum í meira en 400 ár.
„Safnið kemur til réttarinnar milli kl.
10 og 11 á laugardeginum, en gamanið
hefst fyrir alvöru kl. 13 þegar byrjað er
að draga í dilka, sem tekur um tvo
tíma,“ útskýrir Björn.
Mikil upplifun
Að sögn Björns er mikil upplifun að
fylgjast með réttunum. „Lykt af fé og
gróðri fyllir vitin, og skapar hálf-
ævintýralegan ljóma. Það er von á að
nikkan verði þanin, tekið í nefið, og
bæði ungir og aldnir hafa gaman af öllu
fjörinu,“ segir hann. „Við tökum vel á
móti gestum í Auðsholti, og verður m.a.
boðið upp á súpu í tilefni dagsins, og
haldin sýning á listaverkum Ingibjarg-
ar Styrgerðar Haraldsdóttur í tjaldi
sem reist verður við bæinn, en hún hef-
ur hér vinnuaðstöðu.“
Margt að sjá í Grindavík
Björn segir margt fleira að sjá og
gera í Grindavík, og getur heimsókn í
Þórkötlustaðarétt verið byrjunin á
skemmtilegum og fræðandi degi:
„Fyrst má nefna Saltfisksetrið, sem við
erum ákaflega stolt af, en safnið er opið
frá 13 til 18 á laugardag. Í Grindavík
eru líka afbragðsgóðir veitingastaðir,
ágætis sundlaug og rómaður golf-
völlur,“ segir Björn. „Þá er ekki langt
að fara í Bláa lónið, eða jafnvel til
Krísuvíkur eða Reykjanesvita sem
gaman er að skoða.“
Fræðast má nánar um þjónustu í
Grindavík á síðunni www.grindavik.is.
Þórkötlustaðarétt má finna með því
að aka inn í Grindavík og beygja við
verslunarmiðstöðina í átt til Krísuvík-
ur. Er réttin um tvo km utan við bæinn.
Hátíð | Húllumhæ á laugardag þegar réttað verður í Grindavík
Fjör í Þórkötlustaðarétt
Björn Haralds-
son fæddist í
Reykjavík 1943.
Hann lærði hús-
gagnasmíði og
nam við Harry
Luneberg School
of Seamanship í
Bandaríkjunum.
Björn starfaði sem
smiður, og á árunum 1965-1970 sem
sjómaður og sigldi mest á Kyrrahafs-
svæðinu. Frá árinu 1970 hefur Björn
rekið verslunina Báruna í Grindavík
en hann var einnig meðhjálpari við
Grindavíkurkirkju í áratug. Í vor var
Björn kosinn í bæjarstjórn Grindavík-
ur sem fulltrúi Frjálslyndra. Björn er
kvæntur Guðnýju Hallgrímsdóttur
verslunarmanni og eiga þau fjögur
börn og átta barnabörn.
Tónlist
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar |
Eyjaskeggjar. Hlíf Sigurjónsdóttir
fiðla og Julia MacLaine selló.
Sónata fyrir fiðlu og selló eftir
Maurice Ravel, Boat People –
nýtt verk eftir bandaríska tón-
skáldið James Blachly. Frumflutt
verður „GRÍMA“, dúó fyrir fiðlu
og selló eftir Jónas Tómasson.
Skálholtskirkja | Kl. 20. Kamm-
erkór Háskólans í Varsjá, Collegi-
um Musicum, mun flytja allt frá
kantötum barokktímans yfir í nú-
tímaleg örverk. Andrzej Borzym
stjórnar kórnum sem er bland-
aður og skipaður 27 reyndum
söngvurum.
Frístundir og námskeið
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Uno-spil í
kvöld í Hátúni 12. Allir velkomnir.
Fellibylurinn
Felix gerði mik-
inn usla í Hond-
úras. Á myndinni
má sjá stúlku
stíga upp á pall-
bíl sem flytur
íbúa frá miklu
flóðasvæði í út-
jaðri San Pedro
Sula, bæjar í
norðausturhluta
landsins.
Flóð í
Hond-
úras
AP
FRÉTTIR
EURES, evrópsk vinnumiðlun sem rekin er á vegum Vinnumála-
stofnunar stendur fyrir kynningu á náms- og starfstækifærum er-
lendis í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, 12. september, kl. 12-18.
Kynningin er hluti af samevrópsku verkefni; European Job Days
2007, með yfir 500 viðburðum víðsvegar í Evrópu. Tilgangurinn er að
vekja athygli á þeim fjölbreyttu möguleikum sem í boði eru á sameig-
inlegum vinnumarkaði Evrópska efnahagssvæðisins og skapa vett-
vang þar sem hægt er að fræðast um og fá ráðgjöf um flest það sem
viðkemur námi og störfum erlendis.
EURES ráðgjafar frá Spáni, Danmörku, Noregi, Frakklandi,
Bretlandi, Þýskalandi og Svíþjóð munu kynna atvinnutækifæri í sín-
um löndum og vera til ráðgjafar.
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins kynnir nám erlendis, tækifæri til
starfsþjálfunar á vegum Leonardo verða kynnt, Norræna félagið
leiðbeinir um flutninga milli Norðurlandanna, Nordjobb, skiptinema-
samtökin AFS og fleiri aðilar kynna starfsemi sína.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Störf og nám erlendis
FÉLAG íslenskra flugmanna
(FÍA) sendi frá sér eftirfarandi
yfirlýsingu á sunnudag vegna
ágreinings um forgang flug-
manna að störfum á flugvélar
sem eru í eigu Icelandair Group.
„Stjórnendur Icelandair Group
bera fulla ábyrgð á þeim töfum
sem geta orðið á flugi félagsins
næstu daga. Félag íslenskra at-
vinnuflugmanna hefur ítrekað
reynt að ná samkomulagi við Ice-
landair, án árangurs.
Í ljósi þeirrar deilu sem nú
stendur yfir á milli Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna og
stjórnenda Icelandair Group,
þykir forsvarsmönnum FÍA rétt
að undirstrika eftirfarandi atriði:
Undanfarna mánuði hafa for-
svarsmenn FÍA reynt að ná sam-
komulagi við stjórnendur Ice-
landair Group í tengslum við
forgangsréttarákvæði í kjara-
samningum flugmanna við félag-
ið. Deilan snýst fyrst og fremst
um að á sama tíma og 49 íslensk-
um flugmönnum hefur verið sagt
upp störfum hjá Icelandair, not-
færir móðurfyrirtækið sér leigu-
flugmenn til þess að manna flug-
vélar í rekstri á vegum
fyrirtækisins. Með þessu fyrir-
komulagi er gerð gróf aðför að
réttindum íslensks launafólks og
félagsmönnum FÍA, sem hafa
lagt allt kapp á að styðja við bakið
á Icelandair Group í sinni útrás
undanfarin ár.
Flugmenn gera engar óeðlileg-
ar kröfur sem hindra útrás fé-
lagsins. Deilan snýst um að Loft-
leiðir náðu í leiguverkefni fyrir
flugvélategund sem okkar menn
hafa réttindi á. Í stað þess að flug-
menn Icelandair manni það verk-
efni, eins og önnur álíka, var tekin
sú stefna að færa það lettnesku
dótturfyrirtæki.
Fordæmi eru fyrir að fé-
lagsmenn FÍA gangi fyrir í stöð-
ur hjá dótturfélögum Icelandair
Group, áður Flugleiðum hf. Allt
tal um að vísa málinu í félagsdóm
er til þess eins að drepa því á
dreif.
Á sama tíma og Icelandair Gro-
up kýs að hunsa gerða samninga
vilja flugmenn félagsins eingöngu
uppfylla gerða samninga í einu og
öllu. FÍA harmar að þetta hafi
valdið farþegum óþægindum en
ítrekar að ábyrgðin hvílir öll á
herðum stjórnenda Icelandair
Group sem virðast stóla á að flug-
menn mæti til vinnu í fríum og/
eða sumarleyfum.
FÍA hefur ítrekað reynt að
mæta árstíðasveiflum og rekstr-
arbreytingum félagsins með
miklum skilningi, en tilraunir til
þess að fara á svig við gerða
samninga verða ekki undir nein-
um kringumstæðum liðnar. Þess-
um skilaboðum hefur verið komið
á framfæri við forsvarsmenn Ice-
landair Group. Boltinn er hjá
þeim.“
Yfirlýsing frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna
Boltinn er hjá
Icelandair Group
NÁMSKEIÐ um MS-sjúkdóm-
inn fyrir nýgreint fólk með MS
(grein. frá 3 m. til 3 ár) verður
haldið í húsi MS-félags Íslands
á Sléttuvegi 5 í Reykjavík og
hefst hinn 19. sept. kl. 17 næst-
komandi.
Fræðsluerindi flytja: tauga-
sérfræðingur, félagsráðgjafi,
iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur
og sjúkraþjálfari. Upplýsingar
gefur Margrét félagsráðgjafi í
s. 897-0923 eða Ingdís í s. 568-
8620.
Námskeið fyrir ný-
greint fólk með MS