Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
„ÖRVHENTUR og ólyginn veð-
urfræðingur óskast, allt að tíföld
laun í boði,“ segir í auglýsingu í
Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þar
auglýsir Valdimar Benediktsson,
verktaki á Egilsstöðum, eftir sjón-
varpsveðurfréttamanni sem treyst-
ir sér til að standa vestanmegin við
Íslandskortið.
„Veðurfræðingar í sjónvarpi
skyggja oft á Austurlandshluta Ís-
landskortsins,“ segir Valdimar og
finnst nóg komið af feluleiknum
með Austurland. „Ég er afskaplega
háður veðri með mína vinnu, búinn
að vera hér á Egilsstöðum í 49 ár
og hef nánast alltaf átt undir veður
að sækja í öllum mínum verkum.
Það skiptir öllu máli hvernig veðr-
ið er fyrir okkur sem erum útivinn-
andi og sérstaklega jarðvinnuverk-
taka. Ég tel að veðurfræðingar séu
að ljúga með þögninni um veð-
urgæði á Inn-Héraði. Það er eins
og eplin séu súr þegar kemur að
því að segja frá veðrinu þar og því
er einfaldlega stundum sleppt.
Gjarnan er hins vegar staglast á
Dalatanga og útnesjum.“
Valdimar segir það fréttnæmt
komi gott veður í Reykjavík en
fréttaefni ef kemur vont veður á
Héraði. „Það er bara aum-
ingjaskapur að við höfum ekki látið
í okkur heyra fyrir löngu út af
þessu. Veðurfræðingar eru ekkert
of góðir til að segja frá veðri á Eg-
ilsstöðum. Oft er sól eða gott veður
á Héraði þótt skýjað sé og þoka á
Austfjörðunum og á móti getur
verið betra á fjörðunum, sér-
staklega í norðaustan vetr-
arveðrum. Þetta er því mín aðferð
til að vekja athygli á málinu; ég
verð sjálfsagt skammaður af veð-
urfréttamönnum, en nú er mál að
linni.“
Búinn að fá nóg
af rétthentum
veðurfræðingum
AUSTURLAND
Neskaupstaður | Nemendum sem
hefja nám við Verkmenntaskóla
Austurlands þennan veturinn hefur
fjölgað frá því í fyrra. Mesta fjölg-
unin hlutfallslega hefur þó orðið á
heimavist Verkmenntaskólans. Sl.
vorönn bjuggu þar sjö nemendur en
nú er vistin nær full, með hartnær
30 nemendur.
Að sögn Þorbjargar Ólafar Jóns-
dóttur, áfangastjóra við VA, er
heildarfjöldi nemenda þetta árið
276 en 260 hófu nám við skólann í
fyrrahaust. Nýnemar eru 90 talsins,
bæði í fyrra og nú. „Nemendurnir
nú skiptast í dagskólanemendur og
fjarnámsnemendur og er stór hluti
fjarnámsnemenda á brautinni að-
stoðarfólk í leik- og grunnskólum,“
segir Þorbjörg. „Þá er einnig tölu-
verður fjöldi nemenda á sjúkraliða-
braut, auk þess sem fjölgað hefur á
verknámsbrautum.“ Hún segir
nemendur á heimavistinni koma
alls staðar að af landinu, m.a. frá
Eskifirði og Keflavík. Fjölgun
þeirra megi e.t.v. skýra með því að
fólki líki vel á heimavistinni og
nemendur af fjörðunum vilji frem-
ur búa á staðnum en ferðast á milli.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Atgangur Frá busavígslu Verkmenntaskóla Austurlands, þar sem nem-
endum fjölgar jafnt og þétt og æ fleiri sækja í að búa á heimavistinni.
Sprenging á
heimavistinni
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Verkkunnátta Smíðað af kappi í
Verkmenntaskóla Austurlands.
Fáskrúðsfjörður | Í sumar hefur
hópur ungs fólks sem kallar sig
Veraldarvini starfað á Fáskrúðsfirði
og víðar í Fjarðabyggð að tiltekt.
Þetta er skólafólk á aldrinum 18
til 30 ára og kemur frá flestum
löndum Evrópu, ásamt Rússlandi
og Suður-Kóreu. Hópurinn hefur
unnið við hreinsun strandlengjunn-
ar beggja vegna Fáskrúðsfjarðar,
undirbúið fyrir sáningu grasfræs,
hreinsað götur og tínt njóla og kerf-
il. Þá hefur mikið verið unnið við
íþróttasvæðið á staðnum og m.a.
lagðar þar nýjar grasþökur á
sparkvöll.
Í samtali við fréttaritara sagði
unga fólkið að allt væri það í sjálf-
boðavinnu, gisti í gamla leikskól-
anum í bænum á vegum sveitarfé-
lagsins og fengi frá því þúsund
krónur á dag fyrir mat og frítt í
sund, auk annarra fríðinda.
Þau segja miklu færri komast að
í sjálfboðaliðastarfið á Íslandi en
vilji. Þetta sé þriðja árið í röð sem
hópur á vegum Veraldarvina kemur
til landsins í sjálfboðaliðastörf að
fegrun og hreinsun í náttúrunni og
við þorp og bæi og hafi í sumar ver-
ið 48 vinnuhópar víðs vegar um
landið, sem hafi talið 500 manns
alls.
Tveir leiðtogar eru með hverjum
hópi og sá Eva Ottósdóttir um hóp-
inn á Fáskrúðsfirði.
Mörg hundruð Ver-
aldarvina leggja lið
Morgunblaðið/Albert Kemp
Rösk Veraldarvinir hafa innt margt viðvikið af hendi á Fáskrúðsfirði.
SIGRÚN Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri
skrifaði undir viljayfirlýsingu um vinabæj-
arsamstarf í Grimsby um helgina. Ætlunin
er að leggja áherslu á samskipti atvinnulífs
og mennta- og rannsóknarstofnana Akur-
eyrar og Grimsby. Þetta kemur fram á
heimasíðu Akureyrarbæjar.
Í heimsókn bæjarstjóra og fylgdarliðs
hennar var fiskmarkaðinn í Grimsby skoð-
aður snemma morguns en meirihluti þess
fisks sem boðinn var upp er íslenskur. Skoð-
aðir voru frumkvöðla- og starfsmenntunar-
miðstöðvar, höfnin í Immingham og merki-
legt safn um sjávarútveg og störf á togurum
um miðbik síðustu aldar. Fjölmörg íslensk
fyrirtæki eru með starfsemi á svæðinu og
hittu Akureyringarnir fulltrúa þeirra fyr-
irtækja og kynntu sér meðal annars starf-
semi Samherja.
Ferðin var í boði sveitarstjórnar North
East Lincolnshire sem samanstendur með-
al annars af bæjunum Grimsby, Clee-
thorpes og Immingham.
Á næstunni verður látið á það reyna
hvort grundvöllur er fyrir samskiptum og ef
svo reynist er stefnt að öflugu vinabæjar-
samstarfi. Reiknað er með að fulltrúar frá
Grimsby komi í heimsókn til Akureyrar á
næsta ári, segir á vef bæjarins.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nóg að gera Sigrún Björk Jakobsdóttir
var mætt í afmæli HA á laugardag; klippir
hér á snæri og afhjúpar listaverk.
Akureyri vina-
bær Grimsby?
ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, telur afar
mikilvægt að íslenskir háskólar og
fyrirtæki vinni saman að því að
fjölga erlendum námsmönnum við
íslenska háskóla. „Að sjálfsögðu
þurfa stjórnvöld að skapa skilyrði
til þess,“ sagði Þorsteinn í ávarpi á
20 ára afmælishátíð HA um
helgina, og bætti við: „Alþjóðavæð-
ingunni verður best svarað með
opnun og þátttöku, en ekki ein-
angrun.“
Þorsteinn segir að þrátt fyrir fá-
menni sé íslenskt samfélag afar
öflugt. „Einstaklingar og fyrirtæki
í landinu hafa sýnt mikla hæfni í að
takast á við þær miklu breytingar í
heimsmálum á undanförnum árum
sem kenndar eru við alþjóðavæð-
ingu. Ég er sannfærður um að hér
skiptir miklu máli að hátt hlutfall
íslensks háskólafólks hefur stund-
að háskólanám erlendis. Það færði
þekkingu heimsins heim.“
Þessi erlendu tengsl íslensks há-
skólafólks skópu mikilvæga for-
sendu fyrir útrás íslensks athafna-
lífs, sagði rektor.
„Hröð uppbygging íslenskra há-
skóla leiðir til þess að sífellt stærri
hluti íslenskra stúdenta stundar nú
allt sitt háskólanám hérlendis sem
hefur bæði kosti og galla í för með
sér. Árið 1986 stunduðu ríflega
50% íslenskra nemenda á há-
skólastigi nám sitt erlendis. Í fyrra
voru það aðeins 15% nemenda á
háskólastigi sem stunduðu nám sitt
erlendis.“
Þorsteinn sagði fulla ástæðu til
að hvetja íslenska námsmenn til
náms erlendis, einkum til fram-
haldsnáms. „En við þurfum áfram
að tryggja að erlend þekking skili
sér hingað. Ég tel að það verði best
gert með þátttöku íslensku háskól-
anna í útrásinni. Við þurfum að al-
þjóðavæða íslenska háskóla mun
meira með því að fjölga erlendum
fræðimönnum og erlendum náms-
mönnum sem hér stunda há-
skólanám, einkum á þeim sviðum
sem hafa sérstöðu. Við þurfum að
virkja og hvetja til alþjóðlegs rann-
sóknarsamstarfs með íslenskri
þátttöku.
Líkt og íslensku nemendurnir
byggðu brýr útrásar með námi á
erlendri grund munu þeir erlendu
námsmenn sem hér stunda nám
tryggja betur samskipti Íslands við
heimaþjóðir.
Ég tel afar mikilvægt að íslensk-
ir háskólar og fyrirtæki vinni sam-
an að því að fjölga erlendum náms-
mönnum við íslenska háskóla. Að
sjálfsögðu þurfa stjórnvöld að
skapa skilyrði til þess.
Alþjóðavæðingunni verður best
svarað með opnun og þátttöku, en
ekki einangrun. Hver segir að ís-
lenskir háskólar geti ekki haslað
sér völl á erlendum vettvangi með
því að taka að sér kennslu þar á
ákveðnum sviðum? Hér á landi hef-
ur byggst upp fræðileg þekking á
mörgum sviðum sem getur laðað til
sín erlenda námsmenn og íslenskir
háskólar geta gert að útflutnings-
vöru, ef svo má að orði komast,“
sagði Þorsteinn Gunnarsson.
Fjölga þarf erlendum nemum
Rektor HA segir afar mikilvægt að háskólar og fyrirtæki starfi saman
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Afmælishátíð Gestir á afmælishátíð HA hlýddu í upphafi á söng Karlakórs Akureyrar - Geysis. Fremst fyrir
miðju eru Þorsteinn Gunnarsson rektor og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
Í HNOTSKURN
»Sigrún Björk Jak-obsdóttir bæjarstjóri
gaf Háskólanum á Ak-
ureyri tvær milljónir króna
að gjöf frá bæjarfélaginu á
laugardaginn í tilefni af-
mælsins.
»Nýtt merki Háskólans áAkureyri var afhjúpað
á afmælishátíðinni. Þrír
grafískir hönnuðir voru
valdir til þess að hanna
merki og varð merki eftir
Atla Hilmarssonar fyrir
valinu.