Morgunblaðið - 11.09.2007, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Andrés ReynirKristjánsson
fæddist í Reykjavík
hinn 24. febrúar
1931. Hann lést á
Landsspítalanum 3l.
ágúst síðastliðinn.
Andrés var sonur
hjónanna Guðrúnar
Andrésdóttur hús-
freyju, f. í Reykjavík
11.10. 1901, d. 20.2.
1980 og Christians
August Otto Korn-
erup-Hansen fram-
kvæmdastjóra, f. í
Hróarskeldu í Danmörku 9.4.
1902, d. í Reykjavík 3.2. 1965.
Systkini Andésar eru Kristín Edda
Kornerup-Hansen, f. 5.12. 1932 og
Viðar Kornerup-Hansen f. 21.6.
1934.
Andrés Reynir kvæntist Dóru
Gígju Þórhallsdóttur, f. í Reykja-
vík 26.7. 1933. Hjónavígsludag-
urinn var 28.2. 1956, en daginn eft-
ir héldu brúðhjónin til
Kaupmannahafnar til nokkurra
mánaða dvalar, þar sem Andrés
Reynir kynnti sér raftækjasölu
o.fl. Foreldrar Dóru Gígju voru
Bergþóra Einarsdóttir húsfreyja,
f. í Garðhúsum í Grindavík 27.4.
1908, d. í Reykjavík 1.10. 1989 og
Þórhallur Þorgilsson magister í
rómönskum tungu-
málum og bókavörð-
ur, f. í Knarrarhöfn,
Hvammssveit í Döl-
um 4.4. 1903, d. í
Reykjavík 23.7.
1958. Börn þeirra
Dóru og Andrésar
Reynis eru: 1) Guð-
rún bankafulltrúi f.
26.9. 1956. 2) Þór-
hallur framkvæmda-
stjóri, f. 2.10. 1958,
kvæntur Sigríði
Thorsteinsson kenn-
ara og húsfreyju.
Börn þeirra eru Dóra Gígja nemi,
f. 10.2. 1984, sambýlismaður Atli
Sævar Guðmundsson f. 3.1. 1980,
og Ragnar, f. 6.3. 1987. 3) Kristján
Ottó húsasmíðameistari og fram-
kvæmdastjóri, f. 27.12. 1959.
Eftir stúdentspróf í Verslunar-
skóla Íslands 1951 settist Andrés
Reynir í Háskóla Íslands og lauk
prófum í forspjallsvísindum, bók-
færslu, þjóðhagfræði og almennri
lögfræði. Hann hætti námi 1954 og
hóf störf við verksmiðju og heild-
verslun föður síns, Fönix, þar sem
hann gegndi síðar forstjórastarfi á
árunum 1963-1986.
Útför Andrésar Reynis verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Andrés Reynir Kristjánsson er
látinn. Góður vinur og traustur fjöl-
skyldumaður hefur hafið ferðina
sem okkur hinum kemur alltaf jafn
mikið á óvart og einkum er velt fyr-
ir sér á stundum sem þessum og
bollalagt hvað muni eiginlega taka
við – ef eitthvað.
Sjálfur vil ég helst trúa því að
eitthvað meira hangi á spýtunni og
ætla að halda fast í þá trú þar til
hún verður sönnuð eða afsönnuð op-
inberlega í eitt skipti fyrir öll. Ég er
nefnilega heilmikið fyrir það sem
sannara reynist í þessu sem öðru.
Andrés Reynir var sómamaður
og þó að ég viti ekki gjörla hver af-
staða hans til eilífðarmálanna var
hef ég lúmskan grun um að við höf-
um verið nokkuð sammála hvað það
varðar. Við kynntumst fyrir margt
löngu þegar leiðir þeirra Dóru syst-
ur minnar lágu saman, en þau hafa
púslað saman ævispilið allt frá því
þau gengu í hjónaband í febrúar
1956.
Það er því góð hálf öld síðan ungu
brúðhjónin Dóra og Andrés Reynir
stigu á skipsfjöl í Reykjavíkurhöfn
daginn eftir brúðkaupið og héldu til
Kaupmannahafnar til nokkurra
mánaða dvalar. Andrés nýtti tím-
ann til að kynna sér nokkur þeirra
fyrirtækja sem í framhaldi urðu
helstu viðskiptavinir fyrirtækisins
Fönix, þar sem Andrés Reynir varð
síðan forstjóri um árabil.
„Hann hafði glampa í augum,
svona hálfgerðan kátínu- og stríðn-
isglampa,“ sagði nákominn ættingi
við mig á dögunum. Þetta var alveg
rétt, ég mundi eftir glampanum,
sérlega á góðum stundum þegar
fjölskyldan og vinir komu saman.
Andrés Reynir var þá gjarnan
hrókur alls fagnaðar og tók lagið
með öðrum ef svo bar undir.
Ég minntist á vini. Það er ekki
hægt að segja nokkur orð um Andr-
és Reyni nema geta vinahópsins úr
Verslunarskólanum. Þetta voru
nokkrir gamlir skólafélagar úr
Versló sem hittust reglulega áratug
eftir áratug og héldu miklu sam-
bandi, enda þótt hópurinn hefði að
sjálfsögðu dreifst í ýmsar stöður
þjóðfélagsins með árunum eins og
gengur. Það var einstakt að fylgjast
með þeirri tryggð.
En einn góðan veðurdag kom
áfallið. Hjartað bilaði. Fyrst var
hægt að laga – svo var það ekki
mögulegt lengur. „Glampinn í aug-
unum minnkaði – og hvarf,“ heyrði
ég sagt. Það var komið að kveðju-
stund. Fallegri kveðjustund þar
sem nánasta fjölskylda var saman
komin.
Aðrir munu vafalaust rita nánar
um ævi Andrésar Reynis og störf
en við Svanhildur kveðjum hér góð-
an og traustan vin með þessum fáu
orðum. Við vottum börnunum, sem
nú eru auðvitað fullorðið fólk, Guð-
rúnu, Þórhalli og fjölskyldu hans og
Kristjáni Ottó – og að sjálfsögðu
Dóru systur minni innilegustu hlut-
tekningu.
Ólafur Gaukur.
Aðeins fáum einstaklingum er
það gefið að geta átt sér drauma og
látið þá rætast – eða sett sér ákveð-
in takmörk og náð þeim með elju
sinni, hæfni og dugnaði. Slíkir ein-
staklingar vinna oft að sínum hug-
aðarefnum án brambolts og margra
orða, en allt í einu hefur draumur
þeirra ræst eða takmarkinu verið
náð.
Einn í þessum fámenna hópi var
Andrés Reynir Kristjánsson, hálf-
danskur að ætt en þó ósvikinn Ís-
lendingur með ást á sviðum, blóð-
mör, lifrarpylsu og jafnvel hákarli,
en naut þess einnig að fá síld og
kaldan bjór með ensku knattspyrn-
unni á laugardögum og svínasteik á
danskan máta á stórhátíðum
Á skólaárum sínum sýndi Andrés
Reynir fyrst frumkvöðulshæfileika
sína er hann setti fram hugmynd
um blaðakiosk útifyrir bókabúð Sig-
fúsar Eymundsson í Austurstræti.
Sú hugmynd sló í gegn og malaði
gull. Síðan tók hann að huga að
uppbyggingu fjölskyldufyrirtækis-
ins Fönix og þar rættust allir hans
draumar og takmörk náðust. Næst
byggði hann einskonar ættaróðal á
Tómasarhaga. Loks komu bygging-
arnar í Hátúni, sem rúma vöxt fjöl-
skyldufyrirtækisins um langa fram-
tíð, ásamt glæsilegu húsnæði fyrir
fjölskylduna auk annarra bygginga.
Hátún 6 verður minnisvarði um
Andrés Reyni um ókomin ár. Alls-
staðar þar sem Andrés Reynir kom
að verki skipulagði hann nánast allt
í smáatriðum fyrir arkitektana eða
þá sem fullgera áttu verkið. Skipu-
lagið allt og nákvæmnin var aðdá-
unarverð og snyrtimennskan ofar
öllu.
Andrés Reynir valdi sér eigin-
konu af sömu nákvæmni og ein-
kenndi hann í öðru og það val hans
varð upphafið að okkar kynnum.
Dóra Gígja Þórhallsdóttir og Anna
heitin Bjarnason, kona mín, voru
óaðskiljanlegar vinkonur allt frá því
að þær sátu saman í barnaskóla til
dánardags Önnu 1998. Samband var
á tímabili haft daglega og allt fram
talið á báða bóga um framgang bús
og barna. Þó við flyttum til Banda-
ríkjanna í áratug dofnaði vináttan
ekki því Dóra heimsótti okkur ár-
lega og Reynir stundum með, Þá,
eins og fyrr og forðum, gerðist
margt skemmtilegt.
Í mínum huga verður Andrés
Reynir ávallt einstakur maður.
Hann var listrænn mjög, eins og t.d.
kom fram í kortaútgáfu hans. Hann
var fagurkeri og naut lista í ríkum
skilningi. Hann unni Reykjavík,
enda alinn upp í Suðurgötunni.
Hann var maður lífsins og gleðinnar
og sérstakur glampi í augum hans
sýndi að stutt var í spaugið og gam-
anmál. Þau hjón kunnu einkar vel
að efna til mannfagnaðar. Skemmti-
legast var þá þegar húsbóndinn tók
fram gítarinn og brá sér í hlutverk
trúbadorsins.
Ég kveð þennan vin minn með
söknuði eftir rúmlega 50 ára
ánægjulega samleið. Hann var
„þéttur á velli, þéttur í lund og þra-
utgóður á raunastund“.
Fjölskylda mín á Íslandi, í
Bandaríkjunum og Svíþjóð vottar
Dóru Gígju og stórfjölskyldunni
dýpstu samúð á þessum tímamót-
um, en minnir á að minningin um
mætan mann mun seint gleymast.
Atli Steinarsson.
Andrés Reynir Kristjánsson er
látinn eftir stutta en harða baráttu
við dauðann. Andrés var frábær
persónuleiki, trygglyndur, traustur
og vinfastur og reyndist mér hið
besta í hvívetna í næstum sjötíu ára
náinni samfylgd. Vinátta okkar
hófst þannig að við bjuggum báðir í
Miðbæ Reykjavíkur. Við tilheyrð-
um sama árgangi og lentum
snemma í sama bekk í Miðbæjar-
skólanum og urðum fljótlega nær
óaðskiljanlegir, urðum heimagang-
ar hvor hjá öðrum og kynntumst
náið fjölskyldum hvor annars. Við
héldum áfram náinni vináttunni
þótt Andrés færi í Verslunarskól-
ann og ég í Menntaskólann. Með
okkur voru löngum tveir aðrir
bekkjarbræður okkar úr barnaskól-
anum.
Starfsvettvangur okkar varð ólík-
ur. En um tíma lágu samt náms-
leiðir okkar þó saman í lagadeild
Háskóla Íslands, sem ekki varði
nema stutt þar til ég hóf í staðinn
læknanám og Andrés gekk til liðs
við Fönix, fyrirtæki föður hans, sem
hann leiddi um marga áratugi þar
til synir hans tóku við rekstrinum.
Í Andrési mættust tveir ólíkir
heimar foreldranna, Ísland og Dan-
mörk. Það olli áreiðanlega á köflum
nokkurri baráttu, en með tímanum
sameinuðust þessir tveir heimar og
urðu báðir Andrési jafn kærir.
Danski heimurinn tengdist ekki síst
viðskiptasamböndum í Danmörku
þar sem menn lærðu fljótlega að
meta mikils mannkosti Andrésar.
Verslunin óx og dafnaði ríkulega í
höndum hans. En Ísland átti samt
forgang í huga hans, ekki síst ríku-
leg tengsl, sem Andrés myndaði við
Borgarfjörð, þaðan sem Guðrún
Andrésdóttir móðir hans átti ættir
að rekja. Eftir sumarlanga dvöl
okkar, nokkurra félaga í Hvítársíðu
myndaði Andrés þar náin bönd og í
Þverárhlíð, bæði við skylda og
óskylda, trygg bönd sem hafa hald-
ist fram á þennan dag. Andrés
tengdist líka mikið bekkjarsystkin-
um sínum í Verslunarskólanum og
hafði hann löngum félagslega for-
ystu þar.
Með tímanum mynduðum við
bekkjarbræðurnir fjórir úr B-
bekknum í Miðbæjarskólanum
traustan hóp og með tímanum bætt-
ust við makar og börn, sem löngum
hafa átt góða samleið með okkur fé-
lögunum. Samkomur hafa um ára-
tuga skeið verið mikilvægur þáttur í
lífi okkar allra og hafa haldist fram
á þennan dag og við veislurnar góðu
bættust stundum brúðkaup, skírnir,
fermingar og hverskonar tyllidagar.
Með tímanum myndaðist jafnmikið
traust milli kynslóðanna og hefur
þar verið hægt að ganga hvarvetna
að stuðningi vísum, ef þurft hefur.
En líklega er enginn vafi á að gest-
risni Andrésar og Dóru okkar Þór-
hallsdóttur hefur löngum haft vinn-
inginn, en þau hafa fengið góða
samkeppni. Gítarar, píanó, söngur
og ljóð frá löndunum í kring, ekki
síst Danmörku, tóku gjarnan yfir-
Andrés Reynir
Kristjánsson
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæru,
ÞORBJARGAR RÖGNU BJÖRNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Eir, 3. hæð, fyrir
umönnun, hlýju og yndislegt viðmót.
Pétur J. Magnússon,
Björn Pétursson,
Magnús Pétursson,
Pétur R. Pétursson, Ólöf A. Þórðardóttir,
Björn Hlynur Pétursson og Alexander Glói Pétursson.
✝
Okkar ástkæri
ARI G. GUÐMUNDSSON,
Krókahrauni 10,
Hafnarfirði,
áður til heimilis að
Húnabraut 28,
Blönduósi,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn
2. september.
Hann verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi,
fimmtudaginn 13. september klukkan 13.00.
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Guðmundur Arason, Inga Birna Tryggvadóttir,
Óskar Eyvindur Arason, Margrét Rósa Grímsdóttir,
Ása L. Aradóttir, Ólafur Arnalds
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, vinsemd og hlýhug við andlát og
útför okkar elskulegu mömmu, ömmu og tengda-
mömmu,
S. ÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR,
Suðurhlíð 38B.
Hugrún Ríkarðsdóttir,
Aðalheiður Ríkarðsdóttir, Höskuldur Höskuldsson,
Surya Mjöll Agha Khan,
Jakob Höskuldsson,
Rakel Sara Höskuldsdóttir,
Lea Ösp Höskuldsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur og sys-
tur,
SÓLRÚN SVERRISDÓTTIR,
Lækjargarði.
Ari G. Öfjörð,
Jóhanna Ósk Öfjörð,
Guðmundur Lárus Öfjörð, Salome Huld Gunnarsdóttir,
Sigurður Hans Arason Öfjörð,
Hafsteinn Birgir Arason Öfjörð,
Ásgeir Arason Öfjörð,
Hugi Rafn Öfjörð,
Emilía Sól Guðmundsdóttir og Patrekur Þór Guðmundsson,
aðrir aðstandendur og ástvinir.
✝
Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra eiginmanns, föðurs, tengdaföðurs, afa og
langafa,
GEORGS ST. SCHEVING
skipstjóra,
Grandavegi 47,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugastaða fyrir alúð og umönnun.
Einnig til Oddfellowstúkunnar Þorgeirs fyrir þeirra vináttu og heiður sem
honum var sýndur.
Anna Hannesdóttir Scheving,
Jóhanna Scheving, Vilberg Margeirsson,
Stefán Georgsson,
Berglind Scheving, Sigurbjörn Vilhjálmsson,
barnabörn og langafadrengir.