Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 37
Þær fregnir bárust um mán-aðamótin að látinn væri íDanmörku trompetleikarinn
og djassfrömuðurinn Arnvid
Meyer. Hann var enginn venjulegur
djassgaur og þó var það hvorki
trompetleikur hans né hljómsveit-
arstjórn sem gerði hann svo ein-
stakan í djassheiminum; heldur
barátta hans fyrir framgangi þeirr-
ar tónlistar sem var líf hans og
yndi. Við Íslendingar höfum eign-
ast okkar menningarvita sem hafa
lyft grettistaki og fært listmenn-
ingu landsins í hæðir: Ragnar í
Smára og Kristinn E. Andrésson
eru þekktastir, en meira átti djass-
inn Jóni Múla að þakka. Þeir Arn-
vid Meyer voru miklir mátar og
störfuðu m.a. saman í NordJazz.
Þar var Arnvid Meyer potturinn og
pannan, eins og í þeim mörgu djass-
verkefnum sem hann hafði jafnan á
prjónunum, allt frá því að hann
lagði trompetinn að mestu á hilluna
eftir að hafa stjórnað hljómsveit
sem státaði af einleikurum á borð
við Roy Eldridge, Coleman Hawk-
ins og Ben Webster.
Fyrir okkur Íslendinga var Arn-vid gullsjór reynslunnar. Hann
kom aðeins einu sinni hingað mér
vitandi. Það var árið 1995 er hann
var gestur NordJazz á ráðstefnu
þeirra hér og svo fyrstu djasshátíð-
ar landsins: The Jazzvakning Ice-
landair Festival, eins og sú hét af
fjárhagsástæðum. Þá hitti hann,
eins og oftar, sinn gamla vin Gunn-
ar Ormslev. Það er ótrúlegt en satt,
að varðveist hefur upptaka frá
1946, er hljóðrituð var í einhverri
,,radioforretning“ í Hellerup rétt
áður en Ormslev fluttist til Íslands.
Þar leika Meyer og Ormslev með
félögum sínum í síðasta sinn. Hvort
þeir léku saman aftur veit ég ekki,
en mikið þótti Margréti, ekkju
Gunnars, til Arnvids koma, en hann
var jafnan kallaður Bamse í fjöl-
skyldunni.
Arnvid Meyer stofnaði Danskadjasssetrið 1991 og var það til
húsa á heimili hans og konu hans
Karenar í Rønnede á Sjálandi, þar
til fúlir pólitískir vindar gerðu hon-
um ókleift að halda menningarbar-
áttu sinni áfram. Aldrei hef ég hitt
magnaðri djasssafnara en Arnvid
og vin hans Karl Emil Knudsen, en
sjórvöld hafa aldrei sýnt áhuga á
verðmæti aldanna fyrr en of seint.
Þó er gæfunni svo fyrir að þakka að
safn Meyers lendir hjá hinu „kon-
unglega“ í Höfn.
Endalaust gæti ég hlaðið ArnvidMayer lofi, þótt ólíkt hafi ver-
ið í glösum okkar, en eitt er eftir:
Jazzpair-verðlaunin. Þau stofnaði
Arnvid 1989. Þau voru veitt til árs-
ina 2004 og voru þau verðlaun í
djassheiminum sem voru mests
virði fyrir verðlaunahafana: Vel á
þriðja milljón í krónum, plötuút-
gáfa og tónleikaferð. Þau voru hins
vegar aðeins veitt þeim djassleik-
urum sem ekki höfðu notið efna-
hagslegrar velgengni og var það
vel. Ég nefni aðeins nokkra: Muhal
Richard Abrhams, Tommy Flanag-
an og Roy Haynes – og svo hina
norrænu Marlyn Mazur.
Megi veröldin eignast sem flesta
Arnvid Mayer.
Kraftaverkamaður djassins
»Hvort þeir léku sam-an aftur veit ég ekki,
en mikið þótti Margréti,
ekkju Gunnars, til Arn-
vids koma, en hann var
jafnan kallaður Bamse í
fjölskyldunni.
Viðtal Greinarhöfundur á spjalli við Arnvid Meyer.
linnet@simnet.is
AF LISTUM
Vernharður Linnet
LÍK Í ÓSKILUM
Fös 14/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20
Lau 22/9 kl. 20 Sun 23/9 kl. 20
LADDI 6-TUGUR
Sun 16/9 kl. 20 upps. Fim 20/9 kl. 20
Fös 21/9 kl. 20 upps. Lau 29/9 kl. 20
SÖNGLEIKURINN ÁST
Lau 15/9 kl. 20 Þri 18/9 kl. 14
Mið 19/9 kl. 14 Fim 20/9 kl. 14
BELGÍSKA KONGÓ
Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20
Mið 26/9 kl. 20
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Lau 15/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20
KILLER JOE
Fim 13/9 kl. 20 Fim 20/9 kl. 20
DAGUR VONAR
Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20
HAUSTSÝNING Íd
Sun 16/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20
POUL KREBS
Tónleikar fim 13/9 kl. 21 Miðaverð 3.200
HÖRÐUR TORFA
Tónleikar fös 14/9 kl. 19:30 og 22:00
Miðasala 568 8000 - borgarleikhus.is
Norrænarsagnir
FIMMTUDAGINN 13. SEPTEMBER KL. 19.30
gul tónleikaröð í háskólabíói
Hljómsveitarstjóri ::: Esa Heikkilä
Einsöngvari ::: Ágúst Ólafsson
Kór ::: Selkórinn
Kórstjóri ::: Jón Karl Einarsson
Rued Langgaard ::: Sinfónía nr. 5
Carl Nielsen ::: Sögudraumur
Jón Þórarinsson ::: Völuspá
Jean Sibelius ::: Tapiola
545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír
Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is
Bónus-vinningur
23
milljónir
Alltaf á mi›vikudögum!
40
170
210
1. vinningur
MILLJÓNIR
Fá›u flér
mi›a fyrir
kl. 16
í morgun
e›a taktu
séns á
a› missa
af flessu
!
firefaldur pottur
milljónfaldur
vinningur!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
9
6
2
6
Nú er komin upp sú sjaldgæfa staða að þú getur
hugsanlega unnið þrefaldan pott í Víkingalottóinu
og þar að auki allt að 23 milljónir í bónusvinning.
Mundu að allt er þá þrennt er!
firefaldur
pottur 3
Strandgata 50, Hafnarfjörður
Pantanasími 555 2222 og á www.midi.is
Barnasýning ársins 2007
16. sept. sun. kl. 14
23. sept. sun. kl. 14
Aðeins örfáar sýningar!
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali