Morgunblaðið - 11.09.2007, Side 11

Morgunblaðið - 11.09.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 11 FRÉTTIR UM 48% Íslendinga segjast hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu en 33% eru andvíg. Þetta kemur fram í könnun Capacent fyrir Sam- tök iðnaðarins. Í samskonar könn- un sem gerð var í febrúar voru 43% aðspurðra hlynnt aðild en 34% and- víg. Óákveðnum hefur fækkað milli kannana. Capacent Gallup gerir reglulega kannanir fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf landsmanna til Evrópu- mála. Sú síðasta í röðinni var gerð dagana 15. til 27. ágúst. Í könnuninni var einnig spurt hvort viðkomandi væru andvígir eða hlynntir því að taka upp aðild- arviðræður við Evrópusambandið. Sögðust 58,6% vera hlynntir því en 26,4% voru andvígir. Fram kemur á vefsvæði Samtaka iðnaðarins, að meirihluti sé fyrir því meðal stuðningsmanna fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna, að taka upp aðildarviðræður við ESB. Þannig séu 63% stuðningsmanna Framsóknarflokksins hlynnt við- ræðum en 28% andvíg. 50% stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins séu hlynnt viðræðum en 33% andvíg. 80% stuðningsmanna Samfylking- arinnar séu hlynnt ESB-viðræðum en 11% andvíg og 52% stuðnings- manna Vinstri grænna vilji við- ræður en 36% séu andvíg. Könnunin var gerð 15. til 27. ágúst. Úrtakið var 1.350 manns á öllu landinu á aldrinum 16-75 ára en svarhlutfall var 62%. Fleiri hlynntir aðild að ESB SAMKVÆMT bráðabirgðatölum frá SAM var mjólkurinnlegg í sam- lög innan þeirra raða rúmlega 123,6 milljónir lítra á nýliðnu verð- lagsári, sem lauk 31. ágúst sl. Sé innvigtun til Mjólku ehf. bætt við, má gera ráð fyrir að heildarmjólk- urframleiðslan hafi verið um 125 milljónir lítra, sem er met. Fara þarf nærri 30 ár aftur í tímann til að finna viðlíka framleiðslu, en á almanaksárinu 1978 losaði fram- leiðslan 120 milljónir lítra. Þetta kemur fram á vef Landsambands kúabænda. Met í fram- leiðslu á mjólk BÍLL brann til kaldra kola eftir að eldur kom upp í honum við Þórð- arsveig í Grafarholti. Tilkynnt var um brunann á fimmta tímanum í gærmorgun og fór slökkvilið á stað- inn. Auk bílsins sem brann skemmdist bíll sem stóð skammt frá mikið í eld- inum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki skapaðist þó frekari hætta vegna eldsvoðans, að sögn lögreglu. Talið er að eldsupptök megi rekja til bilunar í rafkerfi bílsins. Brann til kaldra kola í Grafarvogi Ljósmynd/Gunnar Jónsson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu þurfti að hafa afskipti af ellefu ökumönnum vegna ölvunar um ný- liðna helgi. Það er ívið minna en venjulega þar sem á milli 6 og 9 ökumenn eru teknir hverja nótt um helgi. Að þessu voru sex ökumenn stöðvaðir á laugardag, fjórir á sunnudag og einn aðfaranótt mánu- dags. Níu voru teknir í Reykjavík og tveir í Hafnarfirði. Af þeim voru níu karlmenn á aldrinum 20-48 ára og tvær konur; á þrítugs- og fimm- tugsaldri. Um helgina voru einnig þrír teknir fyrir að aka undir áhrif- um fíkniefna, þ.e. tveir karlmenn og ein kona. Ellefu ölvaðir undir stýri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.