Morgunblaðið - 11.09.2007, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EIGANDI þess-
arar sætu kart-
öflu vissi ekki
hvaðan á sig stóð
veðrið þegar hún
tók skyndilega
upp á því að spíra
þar sem hún lá í
körfu á eldhús-
borðinu. Eftir því
sem blaðamaður
kemst næst er
ekki algengt að
sætar kartöflur
spíri hérlendis,
líkt og innlendar
kartöflur.
Raunar eru
sætar kartöflur
óskyldar venju-
legum kartöflum
grasafræðilega séð, þótt báðar séu plönturnar stöngulhnýði, sem mynda
brum út um augu á plöntunni. Þetta segir Sigurgeir Ólafsson, plöntu-
sjúkdómafræðingur hjá Landbúnaðarstofnun. Bendir hann á að sætar
kartöflur eða sætuhnúðar, eins og þær eru líka nefndar, séu rótarhnýði
sætuhnúðjurtarinnar [Ipomoea batatas] sem er klifurjurt af vafnings-
klukkuætt, upprunnin í Mið-Ameríku. Jurtin sé mikið ræktuð við miðbaug
og vaxi því við mun heitari skilyrði en þekkist hér. Bendir hann á að þegar
kartaflan kom til Evrópu hafi menn fyrir þekkt sætu kartöfluna. „Spænska
orðið patatas og enska orðið potato draga þannig nafn sitt annars vegar af
inkanafninu á kartöflum sem er papa og spænska nafninu á þessum sæt-
hnúðum sem er batatas.“
Að vera eða ekki vera kartafla
ANNA Pála
Sverrisdóttir, 24
ára laganemi,
ætlar að gefa
kost á sér sem
formaður Ungra
jafnaðarmanna á
landsþingi sam-
takanna sem
haldið verður í
Reykjavík 6.-7.
október nk.
Anna Pála stundar meistaranám í
lögum við Háskóla Íslands.
Hún hefur starfað sem blaðamað-
ur á Morgunblaðinu undanfarin ár
en vinnur nú lögfræðistörf hjá Per-
sónuvernd meðfram námi.
Hún hefur víðtæka reynslu af fé-
lagsstörfum. Meðal annars sat hún
tvö ár í Háskólaráði HÍ, var oddviti
Röskvu í Stúdentaráði og fulltrúi
SHÍ í stjórn Lánasjóðs íslenskra
námsmanna. Þá stýrði hún ráðstefn-
unni Iceland Model United Nations
og var stofnandi samnefnds félags
auk þess að sitja í stjórn Félags Sam-
einuðu þjóðanna á Íslandi. Hún hef-
ur mikla reynslu af ritstörfum, er í
ritstjórn Vefritsins og vann til ým-
issa verðlauna fyrir skriftir á yngri
árum. Anna Pála starfaði með
Vinstri grænum um tíma en valdi að
ganga til liðs við Samfylkinguna eft-
ir að hafa verið óflokksbundin.
Hún býr nú í Reykjavík en hefur
áður búið m.a. á Blönduósi, Þela-
mörk við Akureyri og Skógum undir
Eyjafjöllum.
Landsþing Ungra jafnaðarmanna
verður haldið á Hallveigarstíg 1 í
Reykjavík. Magnús Már Guðmunds-
son, núverandi formaður hreyfing-
arinnar, hyggst ekki gefa kost á sér
til endurkjörs en hann hefur setið í
stjórn Ungra jafnaðarmanna síðan
2003, þar af sem formaður síðan í
september 2006.
Anna Pála í framboði
fyrir unga jafnaðarmenn
Anna Pála
Sverrisdóttir
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÞRJÚ íslenzk fyrirtæki eru á lista
yfir þau 30 sjávarútvegsfyrirtæki í
heiminum, sem skila mestri fram-
legð. Af þessum þremur fyrirtækj-
um er útkoma HB Granda langbezt,
en fyrirtækið er í öðru sæti á listan-
um, sem tekinn er saman af netmiðl-
inum Intrafish. Miðað er við afkom-
una á fyrri helmingi ársins.
Í fyrsta sæti listans er Pequera
Iquique-Guabaye í Chile með 41,6%
framlegð. HB Grandi er með 35,8% í
öðru sætinu. Alfesca er í 23. sæti
með 1,2% framlegð og Icelandic
Group í 27. sæti með 0,3%.
Afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi
hefur verið mjög mismunandi og fer
það eftir því hvar í kveðjunni þau
eru. Verð á hráefni hefur hækkað
mikið og komið til góða þeim fyr-
irtækjum sem yfir því ráða. Þá hef-
ur afkoma fyrirtækja í fiskimjöli og
lýsi verið mjög góð.
Lítill hagnaður
Sala sjávarafurða gengur mjög
vel þessi misserin. Á fyrri helmingi
þessa árs seldu 30 stærstu fyrirtæk-
in, sem eru skráð á hlutabréfamark-
aði fyrir langleiðina í þúsund millj-
arða króna. Hagnaðurinn varð hins
vegar aðeins 31 milljarður króna eða
aðeins 3%. Aðeins sjö félaganna skil-
uðu tveggja stafa framlegðarpró-
sentu og 20 þeirra voru undir 5%.
Þá voru 11 fyrirtækjanna undir 2%.
Eftirspurn eftir sjávarafurðum
hefur aukizt verulega á árinu að það
kemur fiskveiðifyrirtækjunum helzt
til góða. Aukninguna má helzt rekja
til þess að hollusta ræður nú meiru
en áður í innkaupum fólks. Það er
tilbúið að greiða meira fyrir hollan
mat eins og fiskinn.
Fyrirtæki í útgerð hafa við þessar
aðstæður skilað meiri hagnaði en
aðrir hlekkir í keðjunni sem tengir
auðlindir hafsins við neytendur.
Niðurskurður á aflaheimildum eins
og í þorski og herferð gegn ólögleg-
um veiðum, hefur dregið úr fram-
boði á sama tíma og eftirspurn eftir
hágæða fiski heldur áfram að
aukast. Meira er nú greitt fyrir hrá-
efnið og það hefur komið útgerð-
arfyrirtækjum eins HB Granda og
norska fyrirtækinu Aker Seafoods
til góða.
Hátt verð á mjöli og lýsi
Gífurleg spurn eftir fiskimjöli og
lýsi hefur leitt til sögulegs hámarks í
verði á þessum afurðum. Það hefur
komið fyrirtækjum í Perú og Chile
til góða. Mikil spurn hefur verið eft-
ir fiskimjöli í Kína og nú vilja allir
taka inn lýsi til að bæta heilsuna.
Verð á fiskimjöli hefur reyndar
lækkað lítillega síðustu vikurnar en
er enn mjög hátt og fátt bendir til
lækkunar.
Það eru fyrirtækin sem eru í full-
vinnslunni, sem eiga erfiðara upp-
dráttar. Þeim hefur reynzt erfitt að
koma hækkandi hráefnisverði út í
verð til neytenda. Þetta hefur til
dæmis bitnað á Alfesca, sem hefur
dregið úr vægi reykts lax í fram-
leiðslu sinni. Átta efstu fyrirtækin á
listanum byggja afkomu sína á fisk-
veiðum. Fiskeldisfyrirtækin standa
einnig nokkuð vel, en almennt er af-
koma fullvinnslufyrirtækjanna slök.
Fiskvinnslufyrirtæk-
in standa bezt að vígi
Morgunblaðið/Þorkell
Útvegur Útgerð og frumvinnsla skila mestum hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja. Þar er HB Grandi einna fremstur.
HB Grandi í öðru sæti yfir fiskvinnslufyrirtæki í heiminum
sem skráð eru á hlutabréfamarkaði og skila mestri framlegð
Í HNOTSKURN
»Fyrirtæki í útgerð hafa viðþessar aðstæður skilað
meiri hagnaði en aðrir hlekkir
í keðjunni sem tengir auðlind-
ir hafsins við neytendur.
»Gífurleg spurn eftir fiski-mjöli og lýsi hefur leitt til
sögulegs hámarks í verði á
þessum afurðum.
»Það eru fyrirtækin semeru í fullvinnslunni, sem
eiga erfiðara uppdráttar.
Þeim hefur reynzt erfitt að
koma hækkandi hráefnisverði
út í verð til neytenda.
HANDÞVOTTUR kom almennt
mjög illa út. Sérstaklega í ljósi þess
að krafan er að starfsfólk þvoi sér
alltaf um hendur eftir vinnustopp.
Þetta þýðir í raun að í frystingu er
þetta atriði einungis uppfyllt í 13%
tilvika, í 87% tilfella er handþvottur
ekki fullnægjandi.
Þetta kemur fram í könnun Fiski-
stofu á umgengni og hreinlæti í ís-
lenzkum fiskvinnsluhúsum. Fyrir
söltun er krafan um handþvott upp-
fyllt í 3% tilvika og fyrir ferskan fisk
í 7% tilvika.
Ekki í góðu horfi
Samkvæmt reglum eru reykingar,
neyzla matar og drykkja á tilreiðslu-,
vinnslu-, geymslu- og stoðsvæði í
fiskvinnslu bönnuð. Stór hluti starfs-
fólks hlýðir ekki þessum reglum og
bárust fjölmargar athugasemdir um
að starfsfólk neytti matar og
drykkjar í vinnufatnaði og færi út á
plan í vinnufatnaði til þess að reykja.
Þrif og umgengni í búningsher-
bergjum reyndist ekki nógu góð og
það sama má segja um geymslur.
Töluvert er um, að í frystigeymslum
séu óvarðar afurðir innan um varðar.
Hreinlætismál í umbúðageymslum
voru almennt í ekki nógu góðu horfi
og umgengnismálin sérstaklega.
Handþvotti
ábótavant
$
#
0
%
! 0
1! !
- % % #
0
%
! 0
1! !
- % & ' #
0
%
! 0
1! !
- % (') #
0
%
! 0
1! !
- % 234
5436
4532
235
3
5237
35
73
583
3
36
283
9
9
6
4
7
56
54
:#
56
54
57
5
5
6
4
56
54
57
5
5
6
4
7
54
57
5
5
6
4
7
!
"
!
2
72
7
92
9
2
52
5
2
#$# #$##$##$##$# #$#
;
<!
=&!
>!
#$# #$##$##$##$# #$#
$
?%
% ?%
('
?%
#* 762
962
92
92
998
78
64
92
4
+
,-' -!)&
!55839& !
!$
%
@
# 5
!A"
?% )%)
98
:#0 '3
95
:#1
3
65
:#
0!)%)
!,B!#
#$# #$##$##$##$# #$#
$1 ,+ 2 /
-!)&
!5838& ! %@
# 5
!A
= )&
53& 577
:# %%
C #
') %@ #
%
%
%
& %
ÚR VERINU