Morgunblaðið - 11.09.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 31
Lýst er eftir umsóknum um styrki frá
Menningaráætlun
Evrópusambandsins
Bókaútgefendur geta sótt um styrki til þýðinga
á evrópskum bókmenntum.
Umsóknafrestur um þýðingastyrki rennur út
1. október nk.
Þá eru veittir eru styrkir til evrópskra sam-
starfsverkefna á sviði menningar og lista
(sjónlista, sviðslista, menningararfs og bók-
mennta). Gerð er krafa um samstarf a.m.k.
þriggja landa. Frestur til að sækja um rennur út
31. október nk.
Nánari upplýsingar að finna á www.evropu-
menning.is og hjá Upplýsingaþjónustu Menn-
ingaráætlunar ESB, Túngötu 14, 101 Reykjavík,
sími 562 6388, tölvupóstur:
info@evropumenning.is.
Fundir/Mannfagnaðir
Hin kanadíska Laurie
Bertram flytur erindið í
samkomusal Hallveigar-
staða við Túngötu.
Utanríkisráðuneytið
styrkti komu hennar til
landsins.
Elin Salome Halldorsson
sat á löggjafarþingi St.
George umdæmis í
Manitobafylki í Kanada á
árunum 1936-1941. Hún
barðist m.a. fyrir aukinni
þátttöku kvenna í stjórn-
málum en mætti mótstöðu m.a. frá samfélagi
Vestur-Íslendinga í Manitoba.
Fundurinn fer fram á ensku.
Veitingar verða í lok fundarins.
Erindi um Vestur-Íslendinginn
Elinu Salome Halldorsson
(1887-1970)
miðvikudaginn 12. september kl. 16:30
Elin Salome Halldorsson 1887-1970.
Styrkir
Raðauglýsingar 569 1100
Eftir Jóhann A. Kristjánsson
FJÓRÐA umferð heimsbikarmótsins í
torfæruakstri fór fram í Skien í Noregi
sunnudaginn 2. september en þar voru
þá sjö Íslendingar mættir til leiks, sex í
flokki sérútbúinna og einn í flokkir
breyttra götubíla.
Sérútbúinn Trúðurinn valt
Keppnin fór vel af stað hjá Íslending-
unum og gekk þeim ágætlega megnið af
keppninni og það svo að þegar kom að
síðustu brautinni voru Íslendingar í sex
af átta efstu sætunum. Síðasta brautin
reyndist þeim hins vegar erfið. Margir
þeirra lentu þar út úr braut og sumir
með stæl í loftköstum og veltum. Gunnar
Gunnarsson á Trúðnum leiddi keppnina
þegar kom að síðustu brautinni en sigur-
inn rann úr greipum hans þegar Trúður-
inn valt í þröngum skorningum sem aka
þurfti niður. Norðmaðurinn Finn Erik
Løberg hafði verið fast á hælum Gunnars
og varð velta Gunnars til þess að Finn
Erik náði að sigra en Gunnar varð að
sætta sig við þriðja sætið.
Margir Íslendinganna sýndu snilldar-
takta í akstrinum og má þar nefna Ólaf
Braga Jónsson frá Egilsstöðum og Leó
Viðar Björnsson sem virðist vera búinn
að ná góðum tökum á bíl sínum, Iron-
Maiden. Leó Viðar keyrði af miklu ör-
yggi báða dagana og náði þriðja sætinu í
3. umferð heimsbikarmótsins, sem ekin
var í Skien á laugardeginum. Árangur
Eyjólfs Skúlasonar er einnig mjög at-
hyglisverður en Eyjólfur notaði sama
dekkjabúnað og götubílarnir verða að
nota en tókst þrátt fyrir það að blanda
sér í toppbaráttu keppnanna.
Daníel G. Ingimundarson á Green
Thunder átti erfiða keppnishelgi en hann
brenndi gat á tvo stimpla í vél Grænu
þrumunnar á laugardeginum. Honum
tókst að verða sér úti um keppnisstimpla
og stangir á laugardagskvöldi. Daníel og
aðstoðarmenn hans eyddu allri aðfara-
nótt sunnudagsins í sandgryfjunum við
að taka vélina upp. Ekki höfðu allir trú á
að viðgerðin myndi endast þar sem að-
stæðurnar voru erfiðar í sandinum og
auk þess var skemmd í vélarblokkinni.
En vélin hélt og Daníel náði 8. sætinu
sem verður að teljast gott hjá manni sem
átt hefur svefnlausa nótt fyrir erfiða
keppni.
Finn Erik Løberg leiðir heimsbikar-
keppnina með 32 stig og þátttöku í fjór-
um umferðum þegar tvær umferðir eru
eftir en Gunnar Gunnarsson er sá Íslend-
ingur sem næst honum kemur. Er Gunn-
ar með 16 stig í 5. sæti en Gunnar hefur
einungis tekið þátt í tveimur umferðun-
um af fjórum sem búið er að aka. Tvær
síðustu umferðirnar verða eknar á Hellu,
helgina 22. og 23. september, og verður
Finn Erik meðal keppenda þar, ásamt
sex öðrum skandinavískum keppendum.
Það verður því á brattann að sækja fyrir
Gunnar og þungur róður hjá honum að
ná heimsbikartitlinum frá Finn Erik Lø-
berg.
Einn Íslendingur í flokki
breyttra götubíla
Bjarki Reynisson var eini Íslendingur-
inn sem keppti í flokki breyttra götubíla
en Bjarka tókst ekki að blanda sér í topp-
baráttuna þrátt fyrir góðan akstur en
Christian Austad sigraði í flokkinum.
Varð það honum til happs að Finninn
Thomas Nyholm velti Suzuki-jeppa sín-
um í fjórðu brautinni og varð að hætta
keppni.
Þrír skandinavískir götubílar munu
mæta í keppnina á Hellu, Christian Aus-
tad, Geir Haug og Sofia Schollin-Borg
sem er nú þegar búin að tryggja sér
heimsbikarinn eftir frábæran akstur í
keppnunum í Finnlandi og Noregi.
Úrslit keppninnar
Sérútbúinn flokkur
1. Finn Erik Løberg, Racerunner, Nor.
2. Arne Johannessen, Lightfoot, Nor.
3. Gunnar Gunnarsson, Trúðurinn, Ísl.
4. Miikka Kaskinen, Big Willys, Fin.
5. Ólafur Bragi Jónsson, Refurinn, Ísl.
6. Leó Viðar Björnsson, Iron Maiden, Ísl.
7. Eyjólfur Skúlason, Hlébarðinn, Ísl.
8. Daníel G. Ingimundarson, Green Thunder, Ísl.
9. Sigurður Þór Jónsson, Tröllið, Ísl.
10. Roar Johansen, Thunderbolt, Nor.
11. Per Anders Norstadt, T-Rex, Sví.
12. Ulf Drakenheim, Dragon Wagon, Sví.
13. Hans Maki, Insane, Sví.
14. Ole Graversen, The Eagle, Nor.
15. Fredrik Sipuri, Predator, Nor.
16. Ole Geir Gjørvald, Panserwagen, Nor.
Sérútbúnir götubílar
1. Christian Austad, Reloded, Nor.
2. Michael Berg, Rosinen, Dan.
3. Mika Valkonen, Commando, Fin.
4. Sofia Schollin-Borg, Affe, Sví.
5. Thomas Nyholm, Suzuki, Fin.
6. Bjarki Reynisson. Dýrið. Ísl.
7. Harri Kemppi, Jeezuki Looser, Fin.
8. Öystein Dehnes, Fireren, Nor.
9. Janne Bronndal, Nor.
10. Jørn Høydalen, Nor.
Sjö íslenskir keppendur í fjórðu umferð heimsbikarmótsins í
torfæru í Noregi lentu í erfiðleikum í síðustu brautinni
Erfið staða hjá Íslendingum
Missti forystuna Gunnar Gunn-
arsson veltir Trúðnum í loka-
brautinni í Skien.
Sérútbúinn Leó Viðar Björnsson á IronMaiden
hefur náð góðum tökum á bílnum og stóð sig
vel í keppni í Noregi.
Ljósmyndir/JAK
Velta Sigurður Þór Jónsson velti Tröllinu
illilega í lokabrautinni í Skien. Hér ekur
hann niður brekkuna á einu hjóli og berst við
að bjarga sér frá veltunni en án árangurs.