Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 1
fimmtudagur 13. 9. 2007 viðskipti mbl.is DKK 4,4%* CAD 4,2%* EUR 4,7%* USD 5,4%* GBP 6,5%* ISK 14,4%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyris- reikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar Peningabréf Landsbankans G O TT FÓ LK Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar- sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár- festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. ágúst - 31. ágúst 2007. viðskipti Sjóvá ræður til sín rannsóknarlögreglumann í tryggingarannsóknir » 24 INGIMUNDUR Friðriksson seðlabankastjóri vísar á bug þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á peningamálastefnu Seðlabankans, einkum frá Samtökum atvinnulífsins en ítarlega er rætt við hann í blaðinu í dag. Samtök atvinnulífsins, SA, hafa lýst áhyggjum sínum af afleiðingum peningamálastefnu bankans og telja að hún eigi þátt í þeim óstöðugleika sem verið hefur í efnahagslífinu. Vilja samtökin m.a. að verðbólgu- markmið bankans miðist við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ingimundi Friðrikssyni líst ekki á þessar hugmyndir. „Við teljum að það sé kostur að hafa húsnæðisliðinn inni í verðbólgumælingunni. Hann endurspeglar stóran hluta af fram- færslukostnaði heimilanna og vísi- tala neysluverðs með húsnæðis- kostnaði er stöðugri mælikvarði á verðbólgu en vísitalan án hans. Auk þess er húsnæðisverðið leiðandi vís- bending. Ef það hækkar hratt bend- ir það til vaxandi einkaneyslu síðar. Við viljum því ekki að húsnæðisverð- ið verði tekið út,“ segir hann. Ingimundur telur aðrar hugmynd- ir SA ekki vera til bóta. „Mér finnst mjög varasamt að slaka eitthvað á þeim markmiðum sem við höfum um verðbólgu. Við eigum að geta náð verðbólgumarkmiðinu með skyn- samlegri stefnu og góðu fyrirkomu- lagi á markaði og það er engin ástæða til að slaka eitthvað á þeim kröfum sem þar eru gerðar.“ Óróinn kemur ekki á óvart Í viðtalinu er einnig rætt við Ingi- mund um óróann á fjármálamörkuð- unum og umræðuna um krónu og evru. Hann segir að engin leið sé að segja til um hvort samdráttur sé framundan í alþjóðlegu efnahagslífi. Mál hafi ekki skýrst nægilega til þess. Við því hefði hins vegar mátt búast að breytingar yrðu á mörkuð- um. Því hefði margsinnis verið spáð á alþjóðavettvangi að breytingar yrðu í hinu alþjóðlega umhverfi, og Seðlabankinn hefði einnig vikið að því í ritum sínum. Þær gætu gerst mjög skyndilega. „Óvenju mikið framboð hefur ver- ið á lausafé á alþjóðamörkuðum und- anfarin misseri. Vextir hafa verið í sögulegu lágmarki og þarf sums staðar jafnvel að fara hundrað ár aft- ur í tímann til að finna annað eins. Og áhættusæknin hefur verið gríð- arlega mikil. Á það hefur jafnframt verið bent að áhætta hafi ekki verið verðlögð rétt,“ segir Ingimundur, sem telur ekki séð fyrir endann á óróanum. » 12-13 Vísar gagn- rýni á bug Ingimundur Friðriksson seðlabanka- stjóri telur hugmyndir SA ekki til bóta RÓBERT Wessman, forstjóri Actavis, segist ekki vera á förum frá fyr- irtækinu, þó að hann hafi selt öll sín bréf þegar það fór af markaði við yf- irtöku Novators. Hann ætlar að endurfjárfesta í Actavis, kaupa þar 12% hlut, og lykilstjórnendur munu kaupa 5%. Í ítarlegu viðtali í blaðinu í dag lýsir hann framtíðarsýn fyrirtækisins og næstu verkefnum. » 16-17 Morgunblaðið/Kristinn Stýrir Actavis áfram HEIMSMARKAÐSVERÐ á hveiti hélt áfram að hækka í gær í kjölfar frétta um að ástr- alska hveitiuppskeran yrði minni en vonast var til vegna þurrka. Hafa hveitibirgðir heimsins ekki verið minni í 26 ár, að því er segir í frétt Bloomberg- fréttastofunnar. Mun ástralska uppskeran nema 21 milljón tonna en gert hafði verið ráð fyrir 23 millj- ónum tonna. Þá hefur eftirspurn eftir hveiti frá löndum eins og Ind- landi þrýst verði upp auk þess sem veðurfar hefur skaðað upp- skeru í Kanada, Bandaríkjunum og Evrópu. Er svo komið að skeppan af hveiti kostar nú yfir níu Bandaríkjadali í kauphöll- inni í Chicago og hefur hveiti- verð aldrei verið jafnhátt. » 6 Heimsmarkaðs- verð á hveiti hefur aldrei verið hærra NASDAQ, sem rekur samnefnda kauphöll í Bandaríkjunum og hefur gert yfirtökutilboð í OMX, mun halda aukaaðalfund um mán- aðamótin október-nóvember. Í kjöl- farið verður tekin ákvörðun um hvort tilboð félagsins í OMX verður hækkað. Þetta sagði Bob Greifeld, forstjóri Nasdaq, á fundi í Kaup- mannahöfn í gær. Greifeld hefur látið hafa eftir sér að hann búist við að gengi Nasdaq fari hækkandi og þá hækkar til- boðið sjálfkrafa. Hækkun tilboðs enn ekki ljós

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.