Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf B ankastjórn Seðlabank- ans hefur lýst því yfir að um leið og forsendur skapast til þess að lækka stýrivexti bank- ans þá verði þeir lækkaðir, en ekki fyrr. Ingimundur Friðriksson seðla- bankastjóri segir að stýrivextirnir hafi sannarlega bitið á verðbólguna. Rangt sé að halda öðru fram. „Ef Seðlabankinn hefði ekki beitt auknu aðhaldi þá er næsta víst að við byggj- um við miklu meiri verðbólgu í dag, og þann usla og óróa sem því fylgdi,“ segir hann. Stýrivextir Seðlabankans hafa ver- ið óbreyttir, 13,3%, frá því í lok síð- asta árs. Alls voru vextirnir hækkaðir sjö sinnum á síðasta ári um samtals 3,3 prósentustig. Frá því í maí árið 2004 hafa vextirnir hins vegar verið hækkaðir nítján sinnum. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, sagði í viðtali við Morgunblaðið í lok síðasta mánaðar, að vaxtaákvarð- anir Seðlabankans væru komnar í hreina sjálfheldu og bankinn sæi aldrei möguleika á að lækka vexti. Fleiri aðilar úr atvinnulífinu hafa tek- ið í svipaðan streng. Ingimundur segist vera algjörlega ósammála þessu. „Verðbólgan var í hámarki, nálægt átta og hálfu pró- senti, síðla sumars í fyrra,“ segir hann „Úr henni hefur dregið hægt og bítandi síðan þá, að vísu hægar en við hefðum kosið, en það er enginn efi í okkar huga að úr henni hefur dregið fyrst og fremst vegna þess aðhalds sem stafar frá peningamálunum. Við erum jafnframt ósammála því sjón- armiði að við séum í einhverri sjálf- heldu og að aldrei verði hægt að lækka hér vexti.“ Breytt og bætt aðferðafræði Að sögn Ingimundar hefur Seðla- bankinn smám saman breytt aðferð- um sínum við spágerð og bætt þær. Hann segir að síðast hafi mikilvægum áfanga í þeim efnum verið náð í mars sl. þegar bankinn hóf að birta stýri- vaxtaferil samhliða verðbólguspá. Það hafi svo verið gert á ný í júlímán- uði síðastliðnum. Þá hafi verið gert ráð fyrir því að Seðlabankinn gæti lækkað stýrivexti sína á fyrri helm- ingi næsta árs, sem sé reyndar seink- un frá spá bankans í mars. Breyting- arnar á framkvæmd peningastefnunnar hafi mælst vel fyrir. Sértaklega hafi birtingu stýri- vaxtaferilsins verið vel tekið og hún haft þau áhrif á væntingar á markaði sem Seðlabankinn sóttist eftir. Þegar greint var frá vaxtaákvörð- un bankastjórnar Seðlabankans í síð- ustu viku var sérstaklega tekið fram að hún sæi enga ástæðu til að hvika frá þeirri spá sem birt var í júlí. Ný verðbólgu- og þjóðhagsspá verður birt í Peningamálum í byrjun nóvem- ber og um leið nýr stýrivaxtaferill. Brýnast að ná jafnvægi Ingimundur segir að túlka megi kröf- ur ýmissa aðila í atvinnulífinu, um að Seðlabankinn hefði fyrir löngu átt að hefja lækkunarferli stýrivaxta, á þann veg að þeir telji að bankinn hefði í raun átt að hleypa í gegn verðbólgu með því að beita ekki peningalegu að- haldi. Ekki sé hægt að hafa hemil á slíkri þróun og skrúfa frá verðbólg- unni og fyrir hana eftir hentugleikum hvað þá verðbólguvæntingum. Fram- vinda síðustu missera sýnir svo ekki verður um villst hve erfitt getur reynst að ná tökum á verðbólgu sem farið hefur úr böndum. „Brýnasta verkefnið í efnahags- stjórninni hér á landi er að ná jafn- vægi í þjóðarbúskapnum og að því þarf að róa öllum árum. Þetta er hagsmunamál allra. Verðbólga er vond. Hún fer illa með efnahag heim- ila sem skulda mikið í verðtryggðum lánum og veldur usla í atvinnurekstri. Auðvitað siglum við vandasama sigl- ingu með gríðarlegan viðskiptahalla og undirliggjandi verðbólgu sem er enn 5-6%, en það knýr á um að jafn- vægi verði náð sem fyrst.“ Hann segir að til að ná árangri í baráttunni við verðbólguna sé þörf á áframhaldandi aðhaldi af hálfu Seðla- bankans. Þá þurfi auðvitað áfram- haldandi aðhald frá þeim sem fari með opinber fjármál, bæði ríkis og sveitarfélaga, og það þurfi líka aðgát á vinnumarkaði. Seðlabankinn hafi lýst því yfir að hann muni bregðast við verðbólguhorfum, hvort sem þær versna eða batna frá því sem verið hefur, og við það verði staðið. „Það sem þarf nú er strangt aðhald á öllum sviðum efnahagsstjórnarinn- ar. Við höfum beitt því í peningamál- um og reyndar vakið athygli á því, nú síðast í síðustu viku, að ákveðnir hnökrar eru enn á miðlunarferlinu sem gera það að verkum að peninga- stefnan skilar sér ekki af fullum þunga, sérstaklega ekki á langa enda skuldabréfamarkaðarins. Þeir hnökr- ar eru fyrst og fremst í fyrirkomulagi fasteignaveðlána. Á því er brýnt að taka til að gera Seðlabankanum kleift að hafa þau áhrif sem hann þarf að hafa. Á meðan vaxtahækkanir slá ekki út á þeim enda markaðarins hækkar fasteignaverðið, eins og það hefur gert undanfarna mánuði.“ Þá hefur Seðlabankinn bent á að það myndi styrkja innlendan skulda- bréfamarkað ef ríkissjóður gæfi meira út af eigin skuldabréfum þótt hann hafi ekki þörf fyrir lánsfé. Af því hlytist einhver beinn kostnaður fyrir ríkissjóð en frá langtímasjónarmiði yrði til virkari innlendur fjármagns- markaður. Ríkissjóður ætti þá einnig greiðari aðgang að þeim markaði ef hann þyrfti á ný á lánsfé að halda. Íbúðalánasjóður endurskoðaður Ingimundur segir Seðlabankann ekki hafa opinbera skoðun á því hvernig réttast sé að breyta hinu opinbera íbúðalánakerfi. „Það sem skiptir hins vegar máli fyrir Seðlabankann er að þær breyt- ingar verði gerðar sem gera peninga- stefnunni kleift að hafa tilætluð áhrif. En það er jafnframt mikilvægt að í því framtíðaríbúðalánakerfi sem hér verður mótað verði líka traustur grunnur undir skuldabréfamarkað- inn. Við höfum bent á þessi atriði í nokkur ár, m.a. í ritum bankans, í um- sögnum til Alþingis og í greinargerð- um til ráðherra. Harla lítið hefur hins vegar gerst. Alþjóðastofnanir hafa einnig bent á að löngu tímabært sé að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. Í því sambandi má sérstaklega vekja athygli á umsögnum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, síðast nú í sumar. Skýrslur sjóðsins sýna að þeir sem þær hafa unnið hafa lagt sig eftir því að kynna sér mjög rækilega fyrir- komulag íbúðalána hér á landi. Við tökum undir ábendingar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í þessum efnum.“ Hann segir Seðlabankann bíða þess að teikn sjáist um að það fari að hægjast um á fasteignamarkaði. Bankinn hefði kosið að slík teikn hefðu nú þegar komið fram. Það yrði ótvírætt til bóta við núverandi að- stæður ef vextir af útlánum Íbúða- lánasjóðs yrðu hækkaðir, líkt og gerst hefur hjá bönkunum. Sjóðurinn fjár- magni sig hins vegar á markaði með ríkisábyrgð til mjög langs tíma og þar hafi ávöxtunin verið lægst, og því hafi hann getað farið hóflegar í vaxta- hækkanir að undanförnu en ella. „Það myndi hins vegar hjálpa okk- ur ef vextir af útlánum Íbúðalána- sjóðs hækkuðu meira en þeir hafa gert, þannig að ávöxtun á skemmri enda verðtryggða skuldabréfamark- aðarins endurspeglaðist betur í útlán- avöxtum sjóðsins. Tilgangur peninga- legs aðhalds er að gera lánsfé dýrara þannig að fjárfestingum og neyslu sé frestað þar til skilyrði hafa breyst.“ Samtök atvinnulífsins hafa lýst áhyggjum af afleiðingum peninga- málastefnu Seðlabankans og telja að hún eigi þátt í þeim óstöðugleika sem verið hefur í efnahagslífinu. Hafa samtökin í þessu sambandi bent á mögulegar breytingar á markmiðum um verðlagsþróun er snúa að verð- bólgumarkmiði Seðlabankans, sem þau telja að geti haft grundvallaráhrif á þróun kjarasamningaviðræðna milli aðila vinnumarkaðarins. Meðal þess sem samtökin hafa lagt til er að verð- bólgumarkmið Seðlabankans miðist við vísitölu neysluverðs án húsnæð- isliðarins, en að undanförnu hefur sá liður staðið fyrir um helming verð- bólgunnar hér á landi. Í annan stað hafa Samtök atvinnulífsins lagt til að horfið verði frá því að ákveða eitt Brýn þörf á áfram Ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands í síðustu viku að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum kom fáum á óvart. Ýmsir hafa hins vegar látið í ljós efasemdir um að vaxtaákvarðan- ir bankans virki. Ingimundur Friðriksson seðla- bankastjóri vísar þessu alfarið á bug og segir þvert móti að árangurinn hafi komið skýrt fram í hjöðnun verðbólgunnar. Grétar Júníus Guð- mundsson ræddi meðal annars við hann um stýri- vextina, óróann á fjármálamörkuðum og krónuna. Bankastjóri Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri hefur langa og farsæla reynslu úr bankaheiminum. Hann svarar í vi sem heyrst hafa að undanförnu um stefnu og hlutverk Seðlabankans, m.a. frá forsvarsmönnnum Samtaka atvinnulífsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.