Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 16

Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf R óbert tekur það skýrt fram í upphafi viðtals okkar í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Hafnar- firði að hann sé ekki að fara að yfirgefa Actavis, líkt og sterk- ur orðrómur hefur verið um eftir að hann seldi öll sín bréf í félaginu við yfirtöku Novator. Hann segist ætla að endurfjárfesta í félaginu og að eignarhlutur hans verði 12%, þrefalt meira eignarhlutfall en hann var með áður. Þá munu lykilstjórnendur vera með um 5% til viðbótar. „Þegar maður byggir svona félag upp frá grunni horfir maður eins og stoltur faðir yfir farinn veg. Það er erfitt að slíta sig frá svona fyrirtæki og svolítið eins og barnið manns, að labba burtu frá því. Allir lykilstarfs- menn hafa eytt gríðarlega löngum vinnustundum og miklum kröftum í þetta, og það á einnig við um mig. Þó að markaðsstaða okkar sé góð í dag eigum við enn mikið eftir og næg sóknartækifæri fyrir félagið til frek- ari vaxtar. Verki mínu er því ekki lok- ið og ég hef mikinn metnað fyrir því að halda áfram að stýra félaginu,“ segir Róbert. Orðrómurinn um að hann væri að hætta fékk byr undir báða vængi er fréttist að hann hefði tekið frá tvær hæðir í stóra turninum sem er að rísa við Smáralind, Norðurturninum svo- nefnda. Róbert staðfestir að þessar hæðir séu á hans vegum, eða öllu heldur fjárfestingafélags sem hann hefur stofnað utan um þær fjárfest- ingar sem hann hefur ráðist í per- sónulega, samhliða starfi sínu hjá Ac- tavis undanfarin ár. Mun hann ráða til sín nokkra starfsmenn til að halda utan um þetta fyrir sig en einkum er um að ræða fjárfestingar í fasteign- um. Róbert leggur áherslu á að þetta skarist ekki við störf sín hjá Actavis. „Ég er ekki að hætta hjá Actavis,“ segir Róbert og tekur strax af allan vafa um það, enda kýs hann fremur að fara að snúa talinu að framtíð fyr- irtækisins heldur en sinnar eigin. Reksturinn óbreyttur Hann segir að starfsemi Actavis sé ekki að breytast þó að fyrirtækið fari af hlutabréfamarkaði. Breytingin fel- ur fyrst og fremst í sér breytta eign- araðild, þar sem stærsti hluthafinn, Novator, varð stærri og að sýnileiki Actavis og upplýsingagjöf verður minni en hún hefur verið. „Það er alveg ljóst að áherslur og framtíðarsýn hafa ekki breyst þó að í fyrstu sé það ákveðin breyting að vera ekki lengur almenningshluta- félag. Við erum vön að takast á við breytingar og höfum útskýrt þessa breytingu fyrir okkar starfsmönn- um,“ segir hann. Í nýlegu fréttabréfi til starfs- manna Actavis, sem gefið er út á ensku, er viðtal við þá Róbert og Björgólf Thor Björgólfsson, stjórnar- formann Actavis, með yfirskriftinni „Business as Usual“. Þar er m.a. haft eftir Björgólfi Thor að hann telji Ac- tavis eitt öflugasta lyfjafyrirtækið á markaðnum í dag og að hann bindi miklar vonir við áframhaldandi fjár- festingu sína í félaginu. Gott að spila lokaðan póker Róbert segir ákveðin tækifæri felast í því að vera ekki lengur á hlutabréfa- markaði og að félagið þurfi nú ekki að senda frá sér eins ítarlegar upplýs- ingar og áður. „Okkar iðnaður er í stöðugri mót- un og samkeppnin er gríðarleg. Á síð- ustu árum höfum við verið í hópi þeirra félaga sem hafa tekið virkan þátt í þessari þróun og meðal annars verið í leiðandi hlutverki í kaupum og samþættingu á félögum. Það er mikið horft til okkar verka og ágætt að þurfa ekki að leggja spilin alltaf öll á borðið fyrirfram og spila opinn pók- er. Það er gott að geta spilað lokaðan póker í tilfelli Actavis, sem er í leið- andi hlutverki á markaðinum. Núna getum við haft fullt svigrúm í okkar upplýsingagjöf og erum ekki bundin af reglum markaðarins í þeim efnum. Við sjáum stöðugt fyrirtæki vera að byggja sig upp á svipuðum forsend- um og við, nema að þau eru nokkrum árum á eftir okkur,“ segir Róbert en þetta á sérstaklega við fjölgun lyfja í þróun, lægri kostnað við framleiðslu, samhæfingu vörumerkja og að tryggja sér lykilstöðu á helstu mörk- uðum. Sum fyrirtækin hafa gengið það langt að byggja upp sína ímynd með því að nota markaðsefni frá Ac- tavis. Má nefna dæmi um nýlega aug- lýsingu frá indverska lyfjafyrirtæk- inu Ranbaxy, sem er sláandi lík auglýsingu frá Actavis síðan fyrir nokkrum árum. Allt útlit er hið sama og stendur Actavis í málaferlum við nokkur fyrirtæki af þessum völdum. Mikil vaxtatækifæri Samheitalyfjamarkaðurinn tekur ör- um breytingum og að undanförnu hafa verðlækkanir á mörgum af stærstu mörkuðunum numið allt að 7-12% og mest í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Eftirspurnin er hinsveg- ar að aukast og Róbert segir mörg ónýtt tækifæri vera fyrir hendi. Fyr- irtæki þurfi alltaf að vera á tánum. „Þau fyrirtæki sem hafa staðið í stað, og ekki verið að sækja, hafa ekki náð að auka sína arðsemi. Þetta gerir reksturinn mjög krefjandi og einnig er umhverfi lyfjafyrirtækja talsvert ólíkt öðrum atvinnugreinum. Það má líkja þessu við lekandi fötu, sem stöðugt þarf að láta renna í. Á hverju ári þurfum við að vinna upp verðlækkanir fyrra árs sem nema í ár rúmlega 10 milljörðum króna, auk þess sem við erum að ná yfir 10% vexti,“ segir Róbert og heldur áfram: „Vöxtur okkar á undanförnum ár- um hefur verið ævintýralegur. Við höfum vaxið frá því að vera lítið ís- lenskt félag í að vera í hópi stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims og er- um það félag sem hefur vaxið hvað hraðast á okkar sviði síðustu ár. Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist sjáum við mikið af ónýttum tækifærum sem við ætlum okkur að nýta. Markmið okk- ar er að ná yfir 10% tekjuvexti á ári næstu árin og að tekjur okkar verði yfir tveir milljarðar evra, sem sam- svarar yfir 180 milljörðum króna, ár- ið 2010. Á sama tímabili er stefnt að því að auka arðsemi félagsins mikið. Til að styðja við vaxtarmarkmið okk- ar erum við að koma okkur fyrir á fjölmörgum nýjum mörkuðum og styrkja stöðu okkar þar sem við erum litlir. Við erum til að mynda búnir að Slítur sig ekki frá barninu Eftir að Actavis fór af markaði hafa verið uppi vangaveltur um framtíð fyrirtækisins. Björn Jó- hann Björnsson ræddi við Róbert Wessman for- stjóra um hvert Actavis og hann sjálfur stefndu. Þar er leiðir ekki að skilja. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Forstjóri Róbert Wessman hefur stýrt skútunni hjá Actavis frá árinu 1999 og þó að hún sé farin að róa á önnur mið ætlar að hann að standa áfram við stýrið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.