Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 17 Lærdómur af stærsta fjármálahneyksli sögunnar Málþing haldið á Nordica hóteli fimmtudaginn 20. september kl. 8.00-10.00 Frumkvæði, áræði, snerpa og dugnaður þykja virðingarverðir eiginleikar hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. En eru fjármálamarkaðir þess eðlis að hætta sé á að þessir eiginleikar snúist upp í andhverfu sína og fari að hafa óæskileg áhrif? Að einstaklingum sé ýtt út á ystu nöf þannig að þeir jafnvel knésetji stórfyrirtæki áður en hægt er að taka í taumana? Árið 1995 tapaði Nick Leeson hjá Barings-banka svo miklu fé í áhættusömum viðskiptum að bankinn varð gjaldþrota. Síðustu ár hefur verið stöðugur uppgangur á fjármálamörkuðum á Íslandi og víða um heim. Við þessar aðstæður er ástæða til að staldra við, líta til baka og spyrja: Hver er staðan nú? Getur saga Nick Leesons og Barings-banka endurtekið sig? Hvað getum við lært af reynslunni? Eftir að Nick Leeson afplánaði refsingu sína hefur hann náð hljómgrunni og öðlast virðingu með því að segja sögu sína opinskátt og miðla af reynslu sinni. Hann mun halda erindi á málþingi Icebank þar sem hann rekur hvernig hann gerði 233 ára virta fjármálastofnun gjaldþrota á örfáum vikum. Einnig fjallar hann um hvort svipaðir atburðir geti gerst í nútímafjármálaumhverfi og hvernig megi koma í veg fyrir það. Dagskrá: 8:00 Léttur morgunverður 8:30 Ávarp: Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík Stjórnendur og knattspyrnudómarar Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank Hvað gerist þegar eftirlit bregst? Samanburður á viðskiptum og stjórnmálum Páll Ásgeir Davíðsson, lögfræðingur og sérfræðingur í lagadeild Háskólans í Reykjavík Hvernig Barings-banki varð gjaldþrota og lærdómurinn fyrir fjármálafyrirtæki nútímans Nick Leeson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Barings-banka Umræður og fyrirspurnir 10:00 Fundarlok Fundarstjóri: Agnar Hansson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Icebank Málþingið er haldið á vegum Icebank í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og er enginn aðgangseyrir. Þar sem sætafjöldi er takmarkaður er þess óskað að þátttaka verði tilkynnt á netfangið icebank@icebank.is eða í síma 540 4000 fyrir 19. september. Nánari upplýsingar um málþingið má nálgast á vefsíðu Icebank, www.icebank.is. Getur Barings-málið endurtekið sig? H 2 h ö n n u n koma okkur vel fyrir á mörgum af stærstu lyfjamörkuðum í Evrópu,“ segir Róbert og nefnir þar m.a. Þýskaland, Bretland, Tyrkland, Búlgaríu og Norðurlöndin. Einnig sjái Actavis tækifæri á mörkuðum þar sem hlutdeild samheitalyfja er lítil en í hröðum vexti, s.s. í Frakk- landi, Ítalíu, Portúgal og á Spáni. „Þar höfum við verið að skrá okkar lyf og erum að kynna okkur til sög- unnar. Þá markaðssettum við nýlega okkar fyrstu lyf í Austurríki og Sviss og erum að byggja upp starfsemi okkar þar. Bandaríkjamarkaður er líkt og áður fyrr okkar mikilvægasti markaður og í dag er félagið á meðal sex stærstu á markaðnum.“ Þá er Actavis að skoða kínverska lyfjamarkaðinn en það verður ekki létt verkefni. Miklar væringar munu vera á þeim markaði og mörg dæmi um lyfjafalsanir. Til marks um það var yfirmaður lyfjamála þar í landi nýlega dæmdur til dauða vegna mútugreiðslna! „Það er verið að spá því að kín- verski markaðurinn verði meðal þeirra fimm stærstu í heiminum á næstu þremur eða fjórum árum. Mörg fyrirtæki þar munu fara af markaði því gæðin og gæðakröfurnar hafa ekki verið í samræmi við t.d. markaðina í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Við sjáum því tækifæri í Kína á næstu árum til að auka sölu okkar þar en við höfum einnig skoðað fjöl- mörg fjárfestingartækifæri þar á sviði framleiðslu og þróunar lyfja. Við höfum einnig verið að mjaka okkur inn á japanska markaðinn með krabbameinslyfjum frá Sindan í Rúmeníu,“ segir Róbert, sem reiknar með að Actavis gangi til samstarfs við japönsk fyrirtæki um sölu og dreif- ingu á lyfjum þar í landi. Spurður út í fleiri ný markaðssvæði nefnir Róbert einnig Mið- og Suður-Ameríku. Þar séu Brasilía, Chile og Argentína áhugaverðustu markaðirnir og þeim spáð miklum vexti. Ekki ráðist í stórar yfirtökur Róbert segir að það hafi verið fram- tíðarsýn félagsins allt frá árinu 1999 að byggja upp öflugt alþjóðlegt sam- heitalyfjafyrirtæki. „Það voru í raun bara tveir kostir í stöðunni, annaðhvort að selja fyrir- tækið þar sem við höfðum ekki stærðarhagkvæmnina eða koma Ac- tavis í hóp öflugustu samheitalyfja- fyrirtækjanna á skömmum tíma. Verkefnið fól í sér að koma Actavis inn á alla helstu markaði heims með því að byggja upp sölu- og markaðs- skrifstofur í 40 löndum, byggja upp 20 framleiðslueiningar í 10 löndum, fjölga starfsfólki sem vinnur við þró- un á nýjum lyfjum úr 20 í 1.200 og ná að byggja upp innviði félagsins til að ráða við framtíðarvöxtinn. Samhliða þessu var mikilvægt að byggja upp ímynd félagsins og fyrirtækjamenn- ingu til að tryggja að 11.000 starfs- menn Actavis stefni allir í sömu átt. Verkið var ærið enda koma starfs- menn Actavis í dag frá 40 mismun- andi löndum auk þess sem fyrir- tækjamenning sem þessir einstaklingar voru vanir var gerólík.“ Róbert segir þessa framtíðarsýn hafa skipt verulegu máli því þau fyr- irtæki sem eru í leiðandi stöðu í heim- inum í dag hafa yfir að ráða breiðu úrvali lyfja, hafi lágan framleiðslu- kostnað, stærðarhagkvæmni og dreift sölunet á öllum helstu lyfja- mörkuðum heims. Til þess að koma Actavis í leiðandi stöðu á sínu sviði í heiminum hefur fyrirtækið því ráðist í fjölmargar yfirtökur síðustu árin. „Val okkar á fyrirtækjum hefur gengið út á að styðja við þessa fram- tíðarsýn okkar samhliða að styrkja undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann en frá árinu 1999 hefur Actavis yfirtekið yfir 25 fyrirtæki víðs vegar um heim. Róbert segir nauðsynlegt að styðja við undirliggjandi vöxt með yfirtök- um og að það hafi alltaf verið stefna félagsins. Actavis gerði sem kunnugt er tilraunir til að taka yfir önnur sam- heitalyfjafyrirtæki, eins og Pliva og Merck, en bakkaði út úr þeim áform- um á lokastigum viðræðna og tilboða. Spurður hvort fyrirtækið muni sýna yfirtökum sem þessum áfram áhuga segir Róbert að nú sé ekki rétti tím- inn fyrir stórar yfirtökur þar sem verðmiðarnir á stærri fyrirtækjunum séu mjög háir um þessar mundir. „Ef við hefðum keypt Pliva og Merck á því verði sem þau voru seld á hefði það haft neikvæð áhrif á af- komu Actavis í tvö til þrjú ár á eftir,“ segir Róbert og bendir á að hluta- bréfaverð bandaríska lyfjafyrirtæk- isins Mylan, sem keypti Merck, hafi lækkað um rúmlega 30% frá kaup- unum og kaup Barr á PLIVA á síð- asta ári hafi enn engu skilað til hlut- hafa. „Forstjóri Mylan varð síðan svo frægur að komast í Lex column í Wall Street Journal í grein sem bar yfir- skriftina „The Week’s dummest deal“ eða Heimskasta fjárfesting vik- unnar, eftir að hafa greitt nokkur hundruð milljónum evra meira fyrir félagið en við vorum tilbúnir til. Það var því skynsamleg ákvörðun að draga sig út úr þeim viðræðum. Ef kaupin hefðu hins vegar gengið í gegn á því verði sem við buðum hefði það getað verið mjög áhugavert fyrir félagið og að öllum líkindum hefðum við séð Actavis skráð í erlenda kaup- höll í framhaldinu,“ segir hann. Á næstunni segir Róbert því ekki vera á dagskrá að ráðast í stórar yf- irtökur heldur sé horft til minni og sérhæfðari fyrirtækja, líkt og gert var í Rúmeníu með Sindan. Höfuðstöðvarnar úti um allt Frá árinu 1999 hefur verið gríðarleg- ur vöxtur á Actavis og Róbert getur svo sannarlega litið stoltur yfir farinn veg. Á þessum árum hefur Actavis tekið yfir 25 önnur fyrirtæki og nú er svo komið að fyrirtækið er með um 11 þúsund starfsmenn á sínum vegum í 40 löndum í fimm heimsálfum. Sem samheitalyfjafyrirtæki er Actavis meðal sex stærstu og í hópi 50 stærstu lyfjafyrirtækja heims, þar sem vöxtur Actavis hefur verið hrað- ari en hjá þeim öllum. Af um 11.000 starfsmönnum eru 600 starfsmenn Actavis hér á landi, og fyrirtækið hef- ur nýlega komið sér fyrir í glæsilegri byggingu við Reykjavíkurveginn í Hafnarfirði. Þar eru hinar formlegu höfuðstöðvar og Róbert segir að þannig verði það áfram. Hann lítur hins vegar svo á að orðið „höfuðstöðv- ar“ sé að mörgu leyti orðið úrelt, framkvæmdastjórar Actavis séu í nokkrum löndum og þeir komi mán- aðarlega saman í tvo daga þar sem hentar best hverju sinni. „Formlega erum við enn með höf- uðstöðvar á Íslandi og ætlum að vera hér áfram með okkar skráða lög- heimili,“ segir Róbert Wessman að lokum, tekur saman blöð á borðinu og stokkar þau upp, tilbúinn í næsta verkefni dagsins. bjb@mbl.is » Vöxtur okkar á undanförnum árum hefur veriðævintýralegur. Við höfum vaxið frá því að vera lítið íslenskt félag í að vera í hópi stærstu samheita- lyfjafyrirtækja heims og erum það félag sem hefur vaxið hvað hraðast á okkar sviði síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.