Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 8

Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 8
8 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HVANNABEIT hefur áhrif á bragðgæði lambakjöts að því er fram kemur í rannsókn Matís. Samkvæmt mati sérþjálfaðs hóps á Matís reyndust hvannalömbin hafa meiri kryddlykt og -bragð en lömb í hefðbundnu beitarlandi höfðu meira lambakjötsbragð. Verkefnið er að frumkvæði Höllu Steinólfsdóttur og Guð- mundar Gíslasonar sauðfjár- bænda í Ytri-Fagradal á Skarðs- strönd. Þau ólu upp ákveðinn fjölda lamba í beitarhólfi sem bjó yfir hvönn. Til samanburðar var öðrum lömbum komið fyrir í út- hagabeit og á ræktuðu landi. Markmiðið var að rækta upp hvönn til að beita lömbum á fyrir slátrun og hefja framleiðslu á lambakjöti sem byggðist á þessari aðferð. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir Meira bragð Einar K. Guðfinnsson gæðir sér á hvannalambi á Vox. Bragðgott hvannalamb MANNRÉTTINDANEFND borg- arinnar hefur samþykkt að setja á laggirnar starfshóp sem ætlað er að kynna sér öryggismál á og við skemmtistaði borgarinnar og koma með tillögur sem sporna gegn kynferðisofbeldi. Hópurinn skal leita samstarfs og álits hlut- aðeigandi aðila og skila nið- urstöðum 15. nóvember. Í framhaldi af þessari sam- þykkt mun mannréttindanefndin kalla til samstarfs við starfshóp- inn, sem skipa þrír pólitískir fulltrúar, fulltrúa frá lög- reglustjóraembætti höfuðborg- arsvæðisins, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Sambandi veitinga- og gistihúsaeiganda, segir í fréttatilkynningu. Gegn ofbeldi á skemmtistöðum ÚT er komin bókin Troubled Waters. Cod War, Fishing Disputes, and Britain’s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948-1964. Höf- undur er Guðni Th. Jóhannesson, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík. Útgefandi er North Atlantic Fisheries History Association og er bókin 11. hefti í ritröðinni Studia Atlantica. Bókin er að stofni til dokt- orsritgerð höfundar sem var varin við Queen Mary University of Lond- on, árið 2003. Í bókinni er fjallað um fiskveiði- og landhelgisdeilur Bretlands á Norður-Atlantshafi og í Barentshafi. Árin 1948-64 áttu Bretar í slíkum deilum við Norð- menn, Íslendinga, Sovétmenn og Dani. Styrkur úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar gerði útgáfu bók- arinnar mögulega. Hún er til sölu hjá Sögufélagi. Þorskastríð Breta á bók Guðni Th. Jóhannesson Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „HVAÐ er að dómskerfinu hér á landi? Að milda refsinguna? Er ekki allt í lagi? Mjög alvarlegt og sérlega hrottalegt ofbeldi. Hvað er eiginlega til refsilækkunar?“ Þannig skrifar Birna Dís Vil- bertsdóttir á bloggsíðu sinni í gær en bloggheimar bókstaflega loguðu eftir að Fréttavefur Morgunblaðs- ins, mbl.is, birti frétt um að Hæsti- réttur Íslands hefði mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karl- manni sem nauðgaði konu á hrotta- fenginn hátt á síðasta ári. Bloggarar velta því m.a. margir fyrir sér hvernig geti staðið á því að maðurinn, sem dæmdur var fyr- ir fleiri brot í Hæstarétti en héraði, fái engu að síður mildari dóm og konan lægri miskabætur. „Skil ég þetta rétt?“ spyr Oddný Ósk Sig- urbergsdóttir á sinni bloggsíðu. „Héraðsdómur taldi ekki sannað að munnmök hefðu átt sér stað, en dæmdi manninn í 4 ára fangelsi fyrir nauðgun og ofbeldi. Einnig átti hann að greiða konunni 1,2 milljónir í bætur. Hæstiréttur taldi hins vegar hægt að sanna að munnmök hefðu einnig átt sér stað. En dæmdi hann í 3 og ½ árs fang- elsi. Einnig á hann aðeins að greiða konunni eina milljón í skaðabætur. Hæstiréttur bætti við sökina en dró úr refsingunni!“ Svanhvít Ljósbjörg Guðmunds- dóttir blaðamaður er ein þeirra sem velta fyrir sér hvað geti mögu- lega valdið þessu. „Ætli það hafi eitthvað truflað [dómarana] að fórnarlambið hafi verið komið heim með nauðgaranum, því eins og flestir vita þá megum við konur ekki skipta um skoðun í kynferð- ismálum. Við megum ekki vera til í knús og kelerí en neita samförum. Er ástæðan ekki sú að þegar „kviknar á“ karlmönnum þá geta þeir ekki slökkt á sér aftur, eða álíka fornaldarleg ástæða. Verst að lögin okkar (og dómarar greini- lega) eru jafn fornaldarleg!“ Refsiramminn sextán ár Margir eru á því að dómurinn sem maðurinn fékk sé langt frá því að vera eðlilegur miðað við brot mannsins. Pálmi Freyr Óskarsson, veðurathugunarmaður á Stórhöfða, skrifar m.a.: „Það vantar „aðeins“ 12 ár og hálft ár í viðbót til þess að hann fái fulla hámarksrefsingu, sem er 16 ár fyrir nauðgun. Og er einhverra hluta vegna aldrei beitt til fullnustu vegna einhverrar jafn- réttisreglu … eða eitthvað álíka.“ Anna Lilja, Kópavogsbúi og menntaskólanemi, skrifar á svip- uðum nótum. „Ég er búin að fá mig fullsadda af þessu ruddalega of- beldi, ég segi hingað og ekki lengra!“ skrifar hún. „Af hverju var dómurinn fyrir þetta mjög al- varlega og sérstaklega hrottalega brot mildaður fyrir Hæstarétti? […] Svo finnst manni fjögur ár ekki bæta upp fyrir hryllinginn sem konan hefur þurft að þola og mun þurfa að takast á við um ókomna tíð.“ Dómar hafa þyngst Dómar Hæstaréttar yfir kyn- ferðisbrotamönnum hafa þyngst á undanförnum árum. Fangelsisrefs- ing fyrir nauðgun er nú að með- altali um tvö ár en var eitt ár fyrir um áratug. Í 194. gr. almennra hegningar- laga segir m.a.: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólög- mætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.“ Dómur féll í Hæstarétti í fyrra- dag en málið dæmdu hæstarétt- ardómararnir Gunnlaugur Claes- sen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigur- björnsson og Ólafur Börkur Þor- valdsson. Bloggheimar loga eftir að Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir nauðgara „Hvað er að dóms- kerfinu hér á landi?“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nauðgun Hæstiréttur dæmdi Americo Luis Da Silva Concalves í 3½ árs fangelsi fyrir að hafa þröngvað konu með ofbeldi til samræðis. 13. september Jóna Á. Gísladóttir skrifar: Eiginkonan eða dóttirin? Ég get ekki að mér gert að velta því fyrir mér hvað myndi gerast ef ein- hver hár herra þyrfti að horfa upp á konu sína eða dóttur ganga í gegnum samskonar lífsreynslu og þessi kona hefur þurft að gera og mun aldrei verða söm aftur. Ætli það myndi eitthvað gerast í þessum málum á Íslandi? Ætli refsiramminn myndi líta öðruvísi út? Ætli það yrði settur á laggirnar heppilegur staður til að vista svona geðsjúka ofbeldismenn? Af hverju skilja karlmenn ekki hversu hræðilegur glæpur nauðgun er? Meira: http://jonaa.blog.is 13. september Vilborg G. Hansen Fordæmi í hina áttina Því að milda dóminn og lækka skaðabæturnar? Hvað er að? Af hverju setur Hæstiréttur ekki frek- ar fordæmi í hina áttina og þyngir refsingar og hækk- ar skaðabætur vegna nauðgunar sem er verknaður sem hefur áhrif á fórnalambið út lífið. Sumir vildu jafnvel deyja eftir slíka þol- raun og þá má nú vart sjá á milli morðs og nauðgunar sem ég kýs að kalla sálarmorð. Ég á bara ekki orð, það er skömm að þessu. Meira: villagunn.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.