Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HVANNABEIT hefur áhrif á bragðgæði lambakjöts að því er fram kemur í rannsókn Matís. Samkvæmt mati sérþjálfaðs hóps á Matís reyndust hvannalömbin hafa meiri kryddlykt og -bragð en lömb í hefðbundnu beitarlandi höfðu meira lambakjötsbragð. Verkefnið er að frumkvæði Höllu Steinólfsdóttur og Guð- mundar Gíslasonar sauðfjár- bænda í Ytri-Fagradal á Skarðs- strönd. Þau ólu upp ákveðinn fjölda lamba í beitarhólfi sem bjó yfir hvönn. Til samanburðar var öðrum lömbum komið fyrir í út- hagabeit og á ræktuðu landi. Markmiðið var að rækta upp hvönn til að beita lömbum á fyrir slátrun og hefja framleiðslu á lambakjöti sem byggðist á þessari aðferð. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir Meira bragð Einar K. Guðfinnsson gæðir sér á hvannalambi á Vox. Bragðgott hvannalamb MANNRÉTTINDANEFND borg- arinnar hefur samþykkt að setja á laggirnar starfshóp sem ætlað er að kynna sér öryggismál á og við skemmtistaði borgarinnar og koma með tillögur sem sporna gegn kynferðisofbeldi. Hópurinn skal leita samstarfs og álits hlut- aðeigandi aðila og skila nið- urstöðum 15. nóvember. Í framhaldi af þessari sam- þykkt mun mannréttindanefndin kalla til samstarfs við starfshóp- inn, sem skipa þrír pólitískir fulltrúar, fulltrúa frá lög- reglustjóraembætti höfuðborg- arsvæðisins, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Sambandi veitinga- og gistihúsaeiganda, segir í fréttatilkynningu. Gegn ofbeldi á skemmtistöðum ÚT er komin bókin Troubled Waters. Cod War, Fishing Disputes, and Britain’s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948-1964. Höf- undur er Guðni Th. Jóhannesson, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík. Útgefandi er North Atlantic Fisheries History Association og er bókin 11. hefti í ritröðinni Studia Atlantica. Bókin er að stofni til dokt- orsritgerð höfundar sem var varin við Queen Mary University of Lond- on, árið 2003. Í bókinni er fjallað um fiskveiði- og landhelgisdeilur Bretlands á Norður-Atlantshafi og í Barentshafi. Árin 1948-64 áttu Bretar í slíkum deilum við Norð- menn, Íslendinga, Sovétmenn og Dani. Styrkur úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar gerði útgáfu bók- arinnar mögulega. Hún er til sölu hjá Sögufélagi. Þorskastríð Breta á bók Guðni Th. Jóhannesson Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „HVAÐ er að dómskerfinu hér á landi? Að milda refsinguna? Er ekki allt í lagi? Mjög alvarlegt og sérlega hrottalegt ofbeldi. Hvað er eiginlega til refsilækkunar?“ Þannig skrifar Birna Dís Vil- bertsdóttir á bloggsíðu sinni í gær en bloggheimar bókstaflega loguðu eftir að Fréttavefur Morgunblaðs- ins, mbl.is, birti frétt um að Hæsti- réttur Íslands hefði mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karl- manni sem nauðgaði konu á hrotta- fenginn hátt á síðasta ári. Bloggarar velta því m.a. margir fyrir sér hvernig geti staðið á því að maðurinn, sem dæmdur var fyr- ir fleiri brot í Hæstarétti en héraði, fái engu að síður mildari dóm og konan lægri miskabætur. „Skil ég þetta rétt?“ spyr Oddný Ósk Sig- urbergsdóttir á sinni bloggsíðu. „Héraðsdómur taldi ekki sannað að munnmök hefðu átt sér stað, en dæmdi manninn í 4 ára fangelsi fyrir nauðgun og ofbeldi. Einnig átti hann að greiða konunni 1,2 milljónir í bætur. Hæstiréttur taldi hins vegar hægt að sanna að munnmök hefðu einnig átt sér stað. En dæmdi hann í 3 og ½ árs fang- elsi. Einnig á hann aðeins að greiða konunni eina milljón í skaðabætur. Hæstiréttur bætti við sökina en dró úr refsingunni!“ Svanhvít Ljósbjörg Guðmunds- dóttir blaðamaður er ein þeirra sem velta fyrir sér hvað geti mögu- lega valdið þessu. „Ætli það hafi eitthvað truflað [dómarana] að fórnarlambið hafi verið komið heim með nauðgaranum, því eins og flestir vita þá megum við konur ekki skipta um skoðun í kynferð- ismálum. Við megum ekki vera til í knús og kelerí en neita samförum. Er ástæðan ekki sú að þegar „kviknar á“ karlmönnum þá geta þeir ekki slökkt á sér aftur, eða álíka fornaldarleg ástæða. Verst að lögin okkar (og dómarar greini- lega) eru jafn fornaldarleg!“ Refsiramminn sextán ár Margir eru á því að dómurinn sem maðurinn fékk sé langt frá því að vera eðlilegur miðað við brot mannsins. Pálmi Freyr Óskarsson, veðurathugunarmaður á Stórhöfða, skrifar m.a.: „Það vantar „aðeins“ 12 ár og hálft ár í viðbót til þess að hann fái fulla hámarksrefsingu, sem er 16 ár fyrir nauðgun. Og er einhverra hluta vegna aldrei beitt til fullnustu vegna einhverrar jafn- réttisreglu … eða eitthvað álíka.“ Anna Lilja, Kópavogsbúi og menntaskólanemi, skrifar á svip- uðum nótum. „Ég er búin að fá mig fullsadda af þessu ruddalega of- beldi, ég segi hingað og ekki lengra!“ skrifar hún. „Af hverju var dómurinn fyrir þetta mjög al- varlega og sérstaklega hrottalega brot mildaður fyrir Hæstarétti? […] Svo finnst manni fjögur ár ekki bæta upp fyrir hryllinginn sem konan hefur þurft að þola og mun þurfa að takast á við um ókomna tíð.“ Dómar hafa þyngst Dómar Hæstaréttar yfir kyn- ferðisbrotamönnum hafa þyngst á undanförnum árum. Fangelsisrefs- ing fyrir nauðgun er nú að með- altali um tvö ár en var eitt ár fyrir um áratug. Í 194. gr. almennra hegningar- laga segir m.a.: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólög- mætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.“ Dómur féll í Hæstarétti í fyrra- dag en málið dæmdu hæstarétt- ardómararnir Gunnlaugur Claes- sen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigur- björnsson og Ólafur Börkur Þor- valdsson. Bloggheimar loga eftir að Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir nauðgara „Hvað er að dóms- kerfinu hér á landi?“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nauðgun Hæstiréttur dæmdi Americo Luis Da Silva Concalves í 3½ árs fangelsi fyrir að hafa þröngvað konu með ofbeldi til samræðis. 13. september Jóna Á. Gísladóttir skrifar: Eiginkonan eða dóttirin? Ég get ekki að mér gert að velta því fyrir mér hvað myndi gerast ef ein- hver hár herra þyrfti að horfa upp á konu sína eða dóttur ganga í gegnum samskonar lífsreynslu og þessi kona hefur þurft að gera og mun aldrei verða söm aftur. Ætli það myndi eitthvað gerast í þessum málum á Íslandi? Ætli refsiramminn myndi líta öðruvísi út? Ætli það yrði settur á laggirnar heppilegur staður til að vista svona geðsjúka ofbeldismenn? Af hverju skilja karlmenn ekki hversu hræðilegur glæpur nauðgun er? Meira: http://jonaa.blog.is 13. september Vilborg G. Hansen Fordæmi í hina áttina Því að milda dóminn og lækka skaðabæturnar? Hvað er að? Af hverju setur Hæstiréttur ekki frek- ar fordæmi í hina áttina og þyngir refsingar og hækk- ar skaðabætur vegna nauðgunar sem er verknaður sem hefur áhrif á fórnalambið út lífið. Sumir vildu jafnvel deyja eftir slíka þol- raun og þá má nú vart sjá á milli morðs og nauðgunar sem ég kýs að kalla sálarmorð. Ég á bara ekki orð, það er skömm að þessu. Meira: villagunn.blog.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.