Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 14

Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 14
14 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF lækkuðu í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 1,49% og er 7.771 stig. Bréf Century Aluminium hækkuðu um 1,19%, bréf 365 hækkuðu um 0,81% og bréf Össurar um 0,4%. Bréf FL Group lækkuðu um 2,99% og bréf Foröya Banka um 2,65%. Gengisvísitala krónunnar hækk- aði um 1,17% í gær og lækkaði gengi krónunnar sem því nemur. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 17,2 milljörðum króna. Gengi Bandaríkja- dals var við lokun markaða 64,34 krónur, gengi evru var 89,24 krónur og gengi breska pundsins var 129,57 krónur. Lækkanir á markaði ● GENGI bréfa Trygginga- miðstöðvarinnar í kauphöll OMX á Íslandi hefur hækkað um 15,6% frá mánaðamótum, samtímis sem úrvalsvísitala kauphallarinnar hef- ur lækkað um 4,9%. Miklar breyt- ingar hafa orðið í hluthafahópi TM á þessu tímabili og ber þar hæst að Glitnir keypti 39,8% hlut í fé- laginu og FL Group eignaðist allt hlutafé í Kjarrhólma, næststærsta hluthafa TM. Gengishækkun TM skýrist að mestu leyti af þessum breytingum en ætla má að hluti hækkunarinnar skýrist af vænt- ingum fjárfesta um að yfirtöku- tilboð í félagið gæti verið vænt- anlegt. TM hækkar mikið ● SYSTURFÉLAG Frumherja hf., Frumherji Invest, hefur eignast 85% hlut í norska félaginu Viking Redn- ingstjeneste, en norska félagið sinnir einkum bílaþjónustu og aðstoð á vegum úti, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Þrír stjórnendur keyptu 15% hlut í félaginu á móti Frumherja. Viking Redningstjeneste er um hálfrar aldar gamalt fyrirtæki og er rúmlega tvisvar sinnum stærra fé- lag en Frumherji, miðað við veltu ársins 2006. Höfuðstöðvar fyrirtæk- isins eru í Ósló og hjá því starfa um 50 manns. Viking verður áfram sjálfstætt félag, rekið undir sama nafni. Í tilkynningunni er haft eftir Orra Vigni Hlöðverssyni, framkvæmda- stjóra Frumherja, að Viking sé álit- legur fjárfestingarkostur en jafn- framt megi hugsa sér að tengja starfsemi Frumherja og Viking að einhverju leyti saman í framtíðinni. Frumherji lagstur í víking til Noregs ALÞÝÐUBANKINN, seðlabanki Kína, tilkynnti í gær að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,27 prósentustig frá og með deginum í dag. Vextir á eins árs innlánum verða 3,87% og vextir á útlánum verða 7,29%. Þetta er í fimmta sinn á þessu ári sem Al- þýðubankinn hækkar vexti sína til þess að reyna að sporna við aukinni þenslu í hagkerfinu. Það hefur hingað til ekki tekist og sem dæmi má nefna að í fyrradag bárust af því fréttir að magn peninga í umferð hefði í ágúst verið 18% hærra en í sama mánuði árið áður. Stýrivöxtum er einmitt ætlað að bíta á þenslunni með því að draga úr magni peninga í umferð og sýnir þetta því augljóslega að Alþýðu- bankinn hefur hingað til ekki haft er- indi sem erfiði. Þá hefur verðbólga í landinu aukist. Enn hækka stýrivextir BLIKUR eru enn á lofti í banda- rísku efnahagslífi og ýttu nýjar töl- ur um minni aukningu í smásölu en spáð var enn á ótta fjárfesta. Smá- sala jókst um 0,3% í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en flestar spár gerðu ráð fyrir 0,5% aukningu sem er sama aukning og varð í júlímán- uði. Ef bílasala er undanskilin þá dróst smásala saman um 0,4% í ágúst. Iðnaðarframleiðsla jókst ein- ungis um 0,2% í ágústmánuði. Bankaráð Seðlabanka Bandaríkj- anna heldur vaxtaákvörðunarfund hinn 18. september næstkomandi og er mikill þrýstingur á að bankinn lækki stýrivexti til þess að lækka lántökukostnað neytenda og um leið hleypa nýju lífi í bandarískt efna- hagslíf. Þrátt fyrir þetta hækkuðu hluta- bréfavísitölur í Bandaríkjunum lít- illega, Dow Jones um 0,13% og Nas- daq um 0,04%. Hlutabréf í Evrópu lækkuðu hins vegar almennt. Breska FTSE-vísitalan lækkaði um 1,17% og þýska DAX-vísitalan um 0,51%. Biðraðir út á götu Viðskiptavinir breska bankans Northern Rock, en bankinn er einn stærsti lánveitandi fasteignalána í Bretlandi, hafa streymt í útibú bankans til þess að taka út fé sitt þrátt fyrir óskir bankans um að þeir haldi ró sinni. Í gær var greint frá því að Englandsbanki ætlaði að koma bankanum til aðstoðar vegna lausafjárskorts, sem rakinn er til kreppunnar á bandarískum fast- eignamarkaði. Náðu biðraðirnar út á götu í útibúum bankans í Newcastle og í fjármálahverfi Lundúna og sam- kvæmt frétt Financial Times tóku viðskiptavinir bankans samtals út um tvo milljarða punda, eða um 260 milljarða króna. Er það um 4% af lausafé Northern Rock. Northen Rock tilkynnti í gær að vegna fjármálakreppunnar myndi hagnaður bankans á árinu væntan- lega verða um hálfur milljarður punda eða um 150 milljónum punda minni en áður var áætlað. Þrýst á um vaxtalækk- un í Bandaríkjunum Viðskiptavinir bresks banka ganga hart að lausafé hans Bið Kona stendur í röð í Lundúnaútibúi Northern Rock-bankans og bíður eftir að geta tekið út sparifé sitt. Milljarðar króna voru teknar út í gær. Reuters ICELANDIC Group og Finnbogi A. Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice- landic Europe, hafa undirritað vilja- yfirlýsingu um kaup Finnboga á 81% hlut Icelandic í Icelandic Holding Germany. Félagið er móðurfélag Pickenpack Hussman & Hahn í Þýskalandi, sem Icelandic keypti á sínum tíma af Finnboga, og Picken- pack Gelmer í Frakklandi. Í frétt til kauphallar segir að Ice- landic fái 21% af heildarhlutafé í fé- laginu fyrir 81% hlutinn í Icelandic Holding Germany og verður hluta- féð síðan selt áfram. Miðað við loka- gengi Icelandic í kauphöll sl. mið- vikudag er kaupverðið því um 3,6 milljarðar króna. Tilgangur sölunn- ar er skv. tilkynningu að skerpa áherslur í rekstri Icelandic Group og grynnka á skuldum félagsins. Velta upp á 22,3 milljarða Árleg framleiðslugeta Pickenpack nemur 700 tonnum af kavíar og um 70.000 tonnum af fiski. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu fer um 65% framleiðslunnar á markað í Þýskalandi og afgangurinn til ann- arra Evrópulanda. Langstærstur hluti vörunnar, eða um 80%, er seld- ur til smásöluaðila. Markaðshlutur Pickenpack á sviði fiskfingra og annarra forunninna fiskrétta í Þýskalandi er um 25%. Velta félagsins árið 2006 nam um 250 milljónum evra, eða um 22,3 milljörðum króna á núvirði. Finnbogi kaupir Picken- pack af Icelandic Europe Morgunblaðið/Sverrir Kaup Aðilar takast í hendur við kaup Icelandic á Pickenpack 2005. ÁSDÍS Halla Bragadóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem for- stjóri BYKO í lok september og við starfi hennar tekur Sigurður Egill Ragnarsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri byggingasviðs BYKO. Ásdís Halla sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa ákveðið að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. „Ég er búin að vera hjá BYKO í tvö og hálft ár. Þetta hefur verið frábært tímabil, uppgangur verið mikill og mörg áhugaverð verkefni í gangi. Staðan er þannig að þau verkefni sem blöstu við, er ég hóf störf, eru komin í mjög góðan far- veg og annaðhvort lokið eða að ljúka. Við þau tímamót finnst mér tímabært að huga að öðrum við- fangsefnum,“ sagði Ásdís Halla, en hún segir ekki ákveðið hvað taki við, það verði þó í atvinnulífinu en ekki stjórnmálum að nýju. Við breytinguna er starfseminni skipt upp og BYKO rekin sem sér eining. Sigurður er því yfir BYKO en Gestur Hjaltason er áfram fram- kvæmdastjóri sérvörusviðs, sem rekur ELKO, Intersport og Hús- gagnahöllina. Sigurður hefur sem fyrr segir verið framkvæmdastjóri bygg- ingasviðs BYKO í mörg ár og starf- að hjá fyrirtækinu frá námslokum, þar áður var hann sumarstarfs- maður í timbursölu og alls eru þetta orðin 34 ár. Sigurður er kvæntur Bryndísi S. Halldórsdóttur og eiga þau þrjá syni. Ásdís Halla Bragadóttir Ásdís Halla hætt í BYKO ♦♦♦ Sigurður Egill Ragnarsson STJÓRN Mosaic Fashions hf. hef- ur farið þess á leit við Kauphöll OMX á Íslandi að hlutabréf félags- ins verði afskráð í kjölfar yfirtöku á félaginu. Yfirtöku Tessera Hold- ing ehf. og samstarfsaðila í Mosaic lauk 7. ágúst sl. og í kjölfar greiðslu í samræmi við skilmála tilboðsins fer Tessera og sam- starfsaðilar með um 99,9% af hlutafé Mosaic. Innlausn útistand- andi hluta stendur nú yfir. Bréf Mosaic afskráð >?% >?%     @ @ >?% %     @ @ A%B  C    @ @  ?     @ @ >?% D >?%E'     @ @              !""#                                                                                %% %  %%%% %%%%%%%%% ! "D!G"# """!E'E!E'' #E#!'$G!DE# "G#!E"$!H " !E%%!EH"!##H   !D%%! "G!G'D ! '#! ''!G'H $! GH!#G' DE$!%#'!%'H $"!'"'!"E D!'GG!#GG !D "! "' ' H!D'D!" % " !#H$!#DH  "! % ! $$ "!GD'!''' #H#!'''  "!HE$!"$%  'D!G H!'''   GIG' %"I'' "GIHD "EI$' "#ID' $GI$' "DIHD '#'I'' $GI#' HIGD %I'H GGI#' "IEH %I"" $'DI'' %%DI'' IE " 'I'' DIHG GHI$' " ID' EDID' "GD I'' 'ID' 'I'' %"I%' "GIGD "EIE' "#I%D $GIHD "%I ' '#EI'' $GI#D GI'D %I D ''I'' "ID' %I"H $ DI'' %H'I'' IE$ ""$I'' DIGE GHIG' " IG' E%I'' GI'' "GGEI'' "ID' %IDD &'    E "# #' EG D#   G $H D$ ' # "  E $  $ " "  #  "      ! E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# $!G!"''# $!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# $!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# $!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# $!G!"''# E!G!"''# ""!H!"''# E!G!"''# #!G!"''# D!G!"''#  !  "   %J %()!   '%J %()! K  %()! *%J %()! J  %  %()! )!% +  ), %-   .L  %J %()!  / %  %()! *    %-  %()!  L% ( %()!  +   0% &0)!!%()! 1+ %()! 2 %()! $ #  % $%D%()!  )L %()!   L%3  +%3M  %   %J %()! N1 % .L  L%J %()!   %()! 4(& %()! 1  + ' %()! O  ' %()! &'  ( P 1% +  +%P %J  %()! + & %()!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.