Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF lækkuðu í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 1,49% og er 7.771 stig. Bréf Century Aluminium hækkuðu um 1,19%, bréf 365 hækkuðu um 0,81% og bréf Össurar um 0,4%. Bréf FL Group lækkuðu um 2,99% og bréf Foröya Banka um 2,65%. Gengisvísitala krónunnar hækk- aði um 1,17% í gær og lækkaði gengi krónunnar sem því nemur. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 17,2 milljörðum króna. Gengi Bandaríkja- dals var við lokun markaða 64,34 krónur, gengi evru var 89,24 krónur og gengi breska pundsins var 129,57 krónur. Lækkanir á markaði ● GENGI bréfa Trygginga- miðstöðvarinnar í kauphöll OMX á Íslandi hefur hækkað um 15,6% frá mánaðamótum, samtímis sem úrvalsvísitala kauphallarinnar hef- ur lækkað um 4,9%. Miklar breyt- ingar hafa orðið í hluthafahópi TM á þessu tímabili og ber þar hæst að Glitnir keypti 39,8% hlut í fé- laginu og FL Group eignaðist allt hlutafé í Kjarrhólma, næststærsta hluthafa TM. Gengishækkun TM skýrist að mestu leyti af þessum breytingum en ætla má að hluti hækkunarinnar skýrist af vænt- ingum fjárfesta um að yfirtöku- tilboð í félagið gæti verið vænt- anlegt. TM hækkar mikið ● SYSTURFÉLAG Frumherja hf., Frumherji Invest, hefur eignast 85% hlut í norska félaginu Viking Redn- ingstjeneste, en norska félagið sinnir einkum bílaþjónustu og aðstoð á vegum úti, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Þrír stjórnendur keyptu 15% hlut í félaginu á móti Frumherja. Viking Redningstjeneste er um hálfrar aldar gamalt fyrirtæki og er rúmlega tvisvar sinnum stærra fé- lag en Frumherji, miðað við veltu ársins 2006. Höfuðstöðvar fyrirtæk- isins eru í Ósló og hjá því starfa um 50 manns. Viking verður áfram sjálfstætt félag, rekið undir sama nafni. Í tilkynningunni er haft eftir Orra Vigni Hlöðverssyni, framkvæmda- stjóra Frumherja, að Viking sé álit- legur fjárfestingarkostur en jafn- framt megi hugsa sér að tengja starfsemi Frumherja og Viking að einhverju leyti saman í framtíðinni. Frumherji lagstur í víking til Noregs ALÞÝÐUBANKINN, seðlabanki Kína, tilkynnti í gær að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,27 prósentustig frá og með deginum í dag. Vextir á eins árs innlánum verða 3,87% og vextir á útlánum verða 7,29%. Þetta er í fimmta sinn á þessu ári sem Al- þýðubankinn hækkar vexti sína til þess að reyna að sporna við aukinni þenslu í hagkerfinu. Það hefur hingað til ekki tekist og sem dæmi má nefna að í fyrradag bárust af því fréttir að magn peninga í umferð hefði í ágúst verið 18% hærra en í sama mánuði árið áður. Stýrivöxtum er einmitt ætlað að bíta á þenslunni með því að draga úr magni peninga í umferð og sýnir þetta því augljóslega að Alþýðu- bankinn hefur hingað til ekki haft er- indi sem erfiði. Þá hefur verðbólga í landinu aukist. Enn hækka stýrivextir BLIKUR eru enn á lofti í banda- rísku efnahagslífi og ýttu nýjar töl- ur um minni aukningu í smásölu en spáð var enn á ótta fjárfesta. Smá- sala jókst um 0,3% í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en flestar spár gerðu ráð fyrir 0,5% aukningu sem er sama aukning og varð í júlímán- uði. Ef bílasala er undanskilin þá dróst smásala saman um 0,4% í ágúst. Iðnaðarframleiðsla jókst ein- ungis um 0,2% í ágústmánuði. Bankaráð Seðlabanka Bandaríkj- anna heldur vaxtaákvörðunarfund hinn 18. september næstkomandi og er mikill þrýstingur á að bankinn lækki stýrivexti til þess að lækka lántökukostnað neytenda og um leið hleypa nýju lífi í bandarískt efna- hagslíf. Þrátt fyrir þetta hækkuðu hluta- bréfavísitölur í Bandaríkjunum lít- illega, Dow Jones um 0,13% og Nas- daq um 0,04%. Hlutabréf í Evrópu lækkuðu hins vegar almennt. Breska FTSE-vísitalan lækkaði um 1,17% og þýska DAX-vísitalan um 0,51%. Biðraðir út á götu Viðskiptavinir breska bankans Northern Rock, en bankinn er einn stærsti lánveitandi fasteignalána í Bretlandi, hafa streymt í útibú bankans til þess að taka út fé sitt þrátt fyrir óskir bankans um að þeir haldi ró sinni. Í gær var greint frá því að Englandsbanki ætlaði að koma bankanum til aðstoðar vegna lausafjárskorts, sem rakinn er til kreppunnar á bandarískum fast- eignamarkaði. Náðu biðraðirnar út á götu í útibúum bankans í Newcastle og í fjármálahverfi Lundúna og sam- kvæmt frétt Financial Times tóku viðskiptavinir bankans samtals út um tvo milljarða punda, eða um 260 milljarða króna. Er það um 4% af lausafé Northern Rock. Northen Rock tilkynnti í gær að vegna fjármálakreppunnar myndi hagnaður bankans á árinu væntan- lega verða um hálfur milljarður punda eða um 150 milljónum punda minni en áður var áætlað. Þrýst á um vaxtalækk- un í Bandaríkjunum Viðskiptavinir bresks banka ganga hart að lausafé hans Bið Kona stendur í röð í Lundúnaútibúi Northern Rock-bankans og bíður eftir að geta tekið út sparifé sitt. Milljarðar króna voru teknar út í gær. Reuters ICELANDIC Group og Finnbogi A. Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice- landic Europe, hafa undirritað vilja- yfirlýsingu um kaup Finnboga á 81% hlut Icelandic í Icelandic Holding Germany. Félagið er móðurfélag Pickenpack Hussman & Hahn í Þýskalandi, sem Icelandic keypti á sínum tíma af Finnboga, og Picken- pack Gelmer í Frakklandi. Í frétt til kauphallar segir að Ice- landic fái 21% af heildarhlutafé í fé- laginu fyrir 81% hlutinn í Icelandic Holding Germany og verður hluta- féð síðan selt áfram. Miðað við loka- gengi Icelandic í kauphöll sl. mið- vikudag er kaupverðið því um 3,6 milljarðar króna. Tilgangur sölunn- ar er skv. tilkynningu að skerpa áherslur í rekstri Icelandic Group og grynnka á skuldum félagsins. Velta upp á 22,3 milljarða Árleg framleiðslugeta Pickenpack nemur 700 tonnum af kavíar og um 70.000 tonnum af fiski. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu fer um 65% framleiðslunnar á markað í Þýskalandi og afgangurinn til ann- arra Evrópulanda. Langstærstur hluti vörunnar, eða um 80%, er seld- ur til smásöluaðila. Markaðshlutur Pickenpack á sviði fiskfingra og annarra forunninna fiskrétta í Þýskalandi er um 25%. Velta félagsins árið 2006 nam um 250 milljónum evra, eða um 22,3 milljörðum króna á núvirði. Finnbogi kaupir Picken- pack af Icelandic Europe Morgunblaðið/Sverrir Kaup Aðilar takast í hendur við kaup Icelandic á Pickenpack 2005. ÁSDÍS Halla Bragadóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem for- stjóri BYKO í lok september og við starfi hennar tekur Sigurður Egill Ragnarsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri byggingasviðs BYKO. Ásdís Halla sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa ákveðið að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. „Ég er búin að vera hjá BYKO í tvö og hálft ár. Þetta hefur verið frábært tímabil, uppgangur verið mikill og mörg áhugaverð verkefni í gangi. Staðan er þannig að þau verkefni sem blöstu við, er ég hóf störf, eru komin í mjög góðan far- veg og annaðhvort lokið eða að ljúka. Við þau tímamót finnst mér tímabært að huga að öðrum við- fangsefnum,“ sagði Ásdís Halla, en hún segir ekki ákveðið hvað taki við, það verði þó í atvinnulífinu en ekki stjórnmálum að nýju. Við breytinguna er starfseminni skipt upp og BYKO rekin sem sér eining. Sigurður er því yfir BYKO en Gestur Hjaltason er áfram fram- kvæmdastjóri sérvörusviðs, sem rekur ELKO, Intersport og Hús- gagnahöllina. Sigurður hefur sem fyrr segir verið framkvæmdastjóri bygg- ingasviðs BYKO í mörg ár og starf- að hjá fyrirtækinu frá námslokum, þar áður var hann sumarstarfs- maður í timbursölu og alls eru þetta orðin 34 ár. Sigurður er kvæntur Bryndísi S. Halldórsdóttur og eiga þau þrjá syni. Ásdís Halla Bragadóttir Ásdís Halla hætt í BYKO ♦♦♦ Sigurður Egill Ragnarsson STJÓRN Mosaic Fashions hf. hef- ur farið þess á leit við Kauphöll OMX á Íslandi að hlutabréf félags- ins verði afskráð í kjölfar yfirtöku á félaginu. Yfirtöku Tessera Hold- ing ehf. og samstarfsaðila í Mosaic lauk 7. ágúst sl. og í kjölfar greiðslu í samræmi við skilmála tilboðsins fer Tessera og sam- starfsaðilar með um 99,9% af hlutafé Mosaic. Innlausn útistand- andi hluta stendur nú yfir. Bréf Mosaic afskráð >?% >?%     @ @ >?% %     @ @ A%B  C    @ @  ?     @ @ >?% D >?%E'     @ @              !""#                                                                                %% %  %%%% %%%%%%%%% ! "D!G"# """!E'E!E'' #E#!'$G!DE# "G#!E"$!H " !E%%!EH"!##H   !D%%! "G!G'D ! '#! ''!G'H $! GH!#G' DE$!%#'!%'H $"!'"'!"E D!'GG!#GG !D "! "' ' H!D'D!" % " !#H$!#DH  "! % ! $$ "!GD'!''' #H#!'''  "!HE$!"$%  'D!G H!'''   GIG' %"I'' "GIHD "EI$' "#ID' $GI$' "DIHD '#'I'' $GI#' HIGD %I'H GGI#' "IEH %I"" $'DI'' %%DI'' IE " 'I'' DIHG GHI$' " ID' EDID' "GD I'' 'ID' 'I'' %"I%' "GIGD "EIE' "#I%D $GIHD "%I ' '#EI'' $GI#D GI'D %I D ''I'' "ID' %I"H $ DI'' %H'I'' IE$ ""$I'' DIGE GHIG' " IG' E%I'' GI'' "GGEI'' "ID' %IDD &'    E "# #' EG D#   G $H D$ ' # "  E $  $ " "  #  "      ! E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# $!G!"''# $!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# $!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# $!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# E!G!"''# $!G!"''# E!G!"''# ""!H!"''# E!G!"''# #!G!"''# D!G!"''#  !  "   %J %()!   '%J %()! K  %()! *%J %()! J  %  %()! )!% +  ), %-   .L  %J %()!  / %  %()! *    %-  %()!  L% ( %()!  +   0% &0)!!%()! 1+ %()! 2 %()! $ #  % $%D%()!  )L %()!   L%3  +%3M  %   %J %()! N1 % .L  L%J %()!   %()! 4(& %()! 1  + ' %()! O  ' %()! &'  ( P 1% +  +%P %J  %()! + & %()!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.