Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 15 LOFTLEIÐIR Icelandic, dótt- urfélag Icelandair Group, hefur samið við ríkisflugfélagið Air Niugini (AN) frá Papúa Nýju Gíneu um leigu á einni Boeing 757-200 þotu til eins árs. Andvirði samningsins er að lágmarki um 850 milljónir króna, að því er seg- ir í tilkynningu. Boeing 757-200 þota Loftleiða Icelandic verður í höfuðborginni Port Moresby næsta árið og verð- ur flogið af íslenskum flug- mönnum. Vélin verður meðal annars í áætlunarflugi til Nadí á Fíjíeyjum en þar er nýjasti áfanga- staður Air Niugini. Stefna félags- ins miðar að því að kynna Port Moresby sem tengivöll fyrir Asíu- áfangastaði sína við Fíjí, Salómonseyjar og aðrar Kyrra- hafseyjar í grennd við Papúa Nýju Gíneu. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, segir þennan samn- ing í samræmi við stefnu félagsins um útrás í alþjóðlegu leiguflugi auk þess sem hann skapi ný at- vinnutækifæri fyrir íslenska flug- menn. Íslendingar fljúga í Papúa Nýju Gíneu Tekist í hendur Trevor Jellie, Daniel Wonma og David Tohi frá AN, Guðni Hreinsson og Halldór Halldórsson frá LL auk Scotty Fairbairns frá AN. STJÓRN Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, VSV, hefur óskað eftir því við kauphöll OMX á Íslandi að hlutabréf félagsins verði afskráð. Stjórnin samdi ályktun þessa efnis á fimmtudag. Helstu ástæður þess að óskað er eftir afskráningu eru að stjórn Vinnslustöðvarinnar telur að félagið uppfylli ekki lengur skráningarskil- yrði kauphallarinnar um fjölda hlut- hafa og dreifða eignaraðild, auk þess sem velta með hlutabréf félags- ins sé lítil og ekki útlit fyrir að hún muni aukast. Þá telur stjórn VSV að vegna beins og óbeins kostnaðar vegna skráningar á skipulögðum verkbréfamarkaði þjóni hún litlum tilgangi fyrir hluthafa félagsins. Sem kunnugt er runnu yfirtöku- tilraunir á félaginu út í sandinn á dögunum, bæði hjá Eyjamönnum ehf. og Stillu, eignarhaldsfélagi tengdum Guðmundi Kristjánssyni í Brimi og hans fjölskyldu. Eyjamenn ehf. eiga nú ríflega 50% hlut í VSV og Stilla og tengdir aðilar eiga um 32%. Afskrán- ing á VSV ALLT hlutafé í útboði orkufyrirtæk- isins Enex var selt og umframeftir- spurnin fjórföld sú upphæð sem var í boði. Safnaði fé- lagið alls tveimur milljörðum króna í útboðinu, en til- gangur þess var að fjármagna fjárfestingar Enex á sviði jarð- varma í Banda- ríkjunum, Þýska- landi, Kína og Slóvakíu. Capa- cent var ráðgjafi fyrirtækisins í út- boðinu og sá m.a. um gerð sölulýs- ingar og kynningarefnis og skipulagningu kynningarfunda. Að sögn Lárusar Elíassonar, for- stjóra Enex, var aukningin eingöngu meðal núverandi hluthafa, sem nær allir tóku sinn hlut. Lítil breyting verði á hlutföllum stærstu eigenda, sem eru Geysir Green Energy, Reykjavík Energy Invest og Lands- virkjun. Lárus segir frekari hlutafjáreign ekki hafa verið ákveðna, en stefnt sé að skráningu félagsins á hlutabréfa- markað árið 2009. Enex á aðild að virkjunum og ráðgjafarverkefnum um allan heim, m.a. í Bandaríkjun- um, El Salvador, Kína, Þýskalandi, Ungverjalandi og Slóvakíu. Bréf Enex eftirsótt Lárus Elíasson STJÓRN Hands Holding hefur ákveðið að hætta við sölu á upplýs- ingatæknifyrirtækinu Opin kerfi Group, en fyrr á árinu var Straumi- Burðarási falið að kanna möguleika á sölu fyrirtækisins. Aðalsteinn Valdimarsson, stjórn- arformaður Hands Holding, segir við Morgunblaðið að mikill áhugi hafi verið á fyrirtækinu og þónokk- ur tilboð borist. Það hafi hins vegar verið mat stjórnar að þau endur- spegluðu ekki þá möguleika og vaxtartækifæri sem felast í Opnum kerfum. „Því var ákveðið að halda áfram á þeirri braut að vinna að frekari vexti og uppgangi félagsins í stað þess að selja,“ segir Aðalsteinn. Opin kerfi Group er með starf- semi á Íslandi, Svíþjóð og Dan- mörku. Heildarvelta félagsins á þessu ári er áætluð um 13 millj- arðar króna og EBITDA-hagnaður um 400 milljónir króna, sem er 50% vöxtur frá árinu 2006. Opin kerfi ekki seld ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.