Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 15 LOFTLEIÐIR Icelandic, dótt- urfélag Icelandair Group, hefur samið við ríkisflugfélagið Air Niugini (AN) frá Papúa Nýju Gíneu um leigu á einni Boeing 757-200 þotu til eins árs. Andvirði samningsins er að lágmarki um 850 milljónir króna, að því er seg- ir í tilkynningu. Boeing 757-200 þota Loftleiða Icelandic verður í höfuðborginni Port Moresby næsta árið og verð- ur flogið af íslenskum flug- mönnum. Vélin verður meðal annars í áætlunarflugi til Nadí á Fíjíeyjum en þar er nýjasti áfanga- staður Air Niugini. Stefna félags- ins miðar að því að kynna Port Moresby sem tengivöll fyrir Asíu- áfangastaði sína við Fíjí, Salómonseyjar og aðrar Kyrra- hafseyjar í grennd við Papúa Nýju Gíneu. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, segir þennan samn- ing í samræmi við stefnu félagsins um útrás í alþjóðlegu leiguflugi auk þess sem hann skapi ný at- vinnutækifæri fyrir íslenska flug- menn. Íslendingar fljúga í Papúa Nýju Gíneu Tekist í hendur Trevor Jellie, Daniel Wonma og David Tohi frá AN, Guðni Hreinsson og Halldór Halldórsson frá LL auk Scotty Fairbairns frá AN. STJÓRN Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, VSV, hefur óskað eftir því við kauphöll OMX á Íslandi að hlutabréf félagsins verði afskráð. Stjórnin samdi ályktun þessa efnis á fimmtudag. Helstu ástæður þess að óskað er eftir afskráningu eru að stjórn Vinnslustöðvarinnar telur að félagið uppfylli ekki lengur skráningarskil- yrði kauphallarinnar um fjölda hlut- hafa og dreifða eignaraðild, auk þess sem velta með hlutabréf félags- ins sé lítil og ekki útlit fyrir að hún muni aukast. Þá telur stjórn VSV að vegna beins og óbeins kostnaðar vegna skráningar á skipulögðum verkbréfamarkaði þjóni hún litlum tilgangi fyrir hluthafa félagsins. Sem kunnugt er runnu yfirtöku- tilraunir á félaginu út í sandinn á dögunum, bæði hjá Eyjamönnum ehf. og Stillu, eignarhaldsfélagi tengdum Guðmundi Kristjánssyni í Brimi og hans fjölskyldu. Eyjamenn ehf. eiga nú ríflega 50% hlut í VSV og Stilla og tengdir aðilar eiga um 32%. Afskrán- ing á VSV ALLT hlutafé í útboði orkufyrirtæk- isins Enex var selt og umframeftir- spurnin fjórföld sú upphæð sem var í boði. Safnaði fé- lagið alls tveimur milljörðum króna í útboðinu, en til- gangur þess var að fjármagna fjárfestingar Enex á sviði jarð- varma í Banda- ríkjunum, Þýska- landi, Kína og Slóvakíu. Capa- cent var ráðgjafi fyrirtækisins í út- boðinu og sá m.a. um gerð sölulýs- ingar og kynningarefnis og skipulagningu kynningarfunda. Að sögn Lárusar Elíassonar, for- stjóra Enex, var aukningin eingöngu meðal núverandi hluthafa, sem nær allir tóku sinn hlut. Lítil breyting verði á hlutföllum stærstu eigenda, sem eru Geysir Green Energy, Reykjavík Energy Invest og Lands- virkjun. Lárus segir frekari hlutafjáreign ekki hafa verið ákveðna, en stefnt sé að skráningu félagsins á hlutabréfa- markað árið 2009. Enex á aðild að virkjunum og ráðgjafarverkefnum um allan heim, m.a. í Bandaríkjun- um, El Salvador, Kína, Þýskalandi, Ungverjalandi og Slóvakíu. Bréf Enex eftirsótt Lárus Elíasson STJÓRN Hands Holding hefur ákveðið að hætta við sölu á upplýs- ingatæknifyrirtækinu Opin kerfi Group, en fyrr á árinu var Straumi- Burðarási falið að kanna möguleika á sölu fyrirtækisins. Aðalsteinn Valdimarsson, stjórn- arformaður Hands Holding, segir við Morgunblaðið að mikill áhugi hafi verið á fyrirtækinu og þónokk- ur tilboð borist. Það hafi hins vegar verið mat stjórnar að þau endur- spegluðu ekki þá möguleika og vaxtartækifæri sem felast í Opnum kerfum. „Því var ákveðið að halda áfram á þeirri braut að vinna að frekari vexti og uppgangi félagsins í stað þess að selja,“ segir Aðalsteinn. Opin kerfi Group er með starf- semi á Íslandi, Svíþjóð og Dan- mörku. Heildarvelta félagsins á þessu ári er áætluð um 13 millj- arðar króna og EBITDA-hagnaður um 400 milljónir króna, sem er 50% vöxtur frá árinu 2006. Opin kerfi ekki seld ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.