Morgunblaðið - 30.09.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.09.2007, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Starfssvið Starfssvið Menntunar- og hæfniskröfur • Haldgóð þekking á Microsoft hugbúnaði og stýrikerfum • Áhugi á upplýsingatækni • Reynsla af rekstri og/eða notendahjáp æskileg • Sinna upplýsingakerfum og notendaaðstoð • Fjölbreytt starfssvið, allt frá notendahjálp til uppsetningar/ uppfærslu hug- og vélbúnaðar • Draumastarf fyrir duglegan og metnaðarfullan strafskraft hjá öflugu fyrirtæki Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði verk-, tölvunar- eða kerfisfræði • Reynsla af notkun .NET • Þekking á SQL (Oracle, MS SQL) er kostur • Þekking og reynsla af forritun og/eða þjónusta við viðskipta- hugbúnað fjármálafyrirtækis • Nýsmíði og aðlögunun upplýsingakerfa SP-Fjármögnunar Meginmarkmið SP-Fjármögnunar er að veita viðskiptavinum sínum skjóta og góða þjónustu og bjóða þeim hagstæða valkosti í fjármögnun. SP-Fjármögnun ræður eingöngu fólk með framúrskarandi þjónustulund sem hefur tamið sér öguð og nákvæm vinnubrögð. Fyrirtækið er reyklaus vinnustaður, býður faglegt og traust umhverfi og endalaus tækifæri fyrir lífsglatt og metnaðarfullt starfsfólk. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á www.sp.is. Vilt þú vera með okkur í liði? REKSTRAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILI FORRITARI SP-Fjármögnun óskar eftir því að ráða rekstrar- og þjónustuaðila ásamt forritara í upplýsingatæknideild fyrirtækisins. Óskað er eftir dugmiklum einstaklingum með góða þjónustulund sem hafa tamið sér skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ragnar Þorri Valdimarsson á ragnar@sp.is og skal umsóknum skilað fyrir 12. október n.k. HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN Líkanagerð/ Fjölstofnarannsóknir Hafrannsóknastofnunin óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við líkanagerð. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi, doktorsprófi eða sambærilegu prófi í reikni- fræði, tölfræði eða skyldum raungreinum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í greiningu gagna á sviði líffræði. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsókafrestur er til 20. október 2007. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Skriflegum umsóknum skal skila til Hafrann- sóknastofnunarinnar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, eða í tölvupósti. Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ævarr Steinarsson í síma 575-2097 / 691-8297, netfang bjorn@hafro.is Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf-og fiskirannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starf- seminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar haf- rannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur 5 útibú, tilrauna- eldisstöð í eldi sjávarlífvera, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði 160 starfmenn í þjónustu sinni. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, s: 575 2000. Rafvélavirki/Vélvirki Starfssvið: ● Uppsetning og viðhald m.a. á lyftum, krönum, og aksturshurðum. ● Viðhald á leigutækjum og tækjabúnaði fyrirtækisins. ● Umsjón með varahlutalager og sölulager á sjálfvirknibúnaði. ● Samstarf við þjónustustjóra um uppbyggingu fyrirbyggjandi viðhalds. Hæfniskröfur: ● Sveinspróf í rafvélavirkjun/vélvirkjun skilyrði. ● Reynsla af krönum, lyftum, aksturshurðum og sjálfvirkum hurðum æskileg. ● Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð. ● Færni í mannlegum samskiptum. ● Metnaður til að ná árangri. Í boði er: Samkeppnishæf laun - Góður starfsandi - Góð vinnuaðstaða - Traustur vinnuveitandi Vinnutími er frá kl. 08:00-17:00 alla virka daga. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar um störfin veitir Svava Þorsteinsdóttir starfsmannastjóri. Vinsamlegast sendið umsóknir og ferilskrár á svava@formaco.is. Umsóknarfrestur er til 12. október 2007. Formaco ehf var stofnað í október 1997 með það að markmiði að þjónusta byggingariðnaðinn með gæðavöru á hagkvæmu verði. Á árinu 2004 keypti Formaco allan rekstur fyrirtækjanna Idex ehf Reykjavík og Idex A/S Danmörku, með það að markmiði að auka vöruúrval og veita viðskipta- vinum enn betri þjónustu. Idex hefur boðið upp á breitt úrval byggingarvara og sérhæft sig í sölu á gluggum og hurðum. Í mars 2004 flutti Formaco í nýtt og glæsilegt húsnæði við Fossaleyni 8 í Reykjavík. Bílstjóri Starfssvið: ● Akstur vörubifreiðar fyrirtækisins. ● Afgreiðsla og önnur tilfallandi lagerstörf. Hæfniskröfur: ● Þjónustulipurð, samskiptahæfni og stundvísi. ● Reynsla af lagerstörfum er kostur sem og þekking á byggingavörum. ● Meirapróf (eða gamla bílprófið) skilyrði. ● Lyftararéttindi æskileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.