Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 B 9
JAFNRÉTTISFULLTRÚI
Laust er til umsóknar starf jafnréttisfulltrúa
Háskóla Íslands.
Eitt af sex grunngildum í stefnu Háskóla
Íslands 2006-2011 er að Háskóli Íslands
leggi áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð og
að jafnréttis verði gætt á öllum sviðum.
Hlutverk jafnréttisfulltrúa er m.a. að vinna
að framgangi og eftirfylgni við framkvæmd
jafnréttisstefnu Háskóla Íslands. Leitað er
að öflugum einstaklingi til starfa í fjöl-
breyttu og metnaðarfullu starfsumhverfi.
Hæfniskröfur:
- Framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði
jafnréttismála.
- Þekking og reynsla af málaflokknum.
- Menntun á sviði kynjafræða/í kynjafræði
er æskileg.
- Gott vald á framsetningu efnis á rituðu
og mæltu máli.
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði og frumkvæði.
- Skipulagshæfileikar.
Umsóknarfrestur er til 8. okóber nk.
Sjá nánar á www.hi.is/page/storf
og www.starfatorg.is
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið
af jafnréttisáætlun skólans.
Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000
TRÉSMIÐIR
Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS,
Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum
verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa
um 650 manns, víðsvegar um landið
sem og erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem
var stofnað árið 1970 og hefur annast
ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór-
iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð
auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög,
fyrirtæki og einstaklinga.
ÍSTAK óskar eftir að ráða trésmiði til starfa í viðhaldsvinnu
og viðgerðir innanhúss.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
verkstæðisvinnu.
Laus staða
í Norræna húsinu
Bókari 75%
Starfssvið:
Almenn bókhaldsvinna
Hæfniskröfur:
Þekking/reynsla af bókhaldsstörfum
Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til
Norræna hússins, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík
eða í tölvupósti á
Störfin krefjast kunnáttu í íslensku sem og í einu norrænu
máli. Ráðningarnar eru samkvæmt fyrirmælum Norrænu
ráðherranefndarinnar tímabundnar í fjögur ár, með
möguleika á framlengingu í fjögur ár til viðbótar.
Ráðningarskilmálar byggjast á kjarasamningum
hlutaðeigandi stéttarfélaga og lúta íslenskum lögum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Þuríður Helga Kristjánsdóttir á
og í síma 5517032.
Umsóknarfrestur er til 8. október 2007.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
thuridur@nordice.is
thuridur@nordice.is
Skrifstofustarf
Starfssvið:
● Aðstoð við þjónustustjóra.
● Umsjón með trygginga- og tjónamálum.
● Eftirlit með viðhaldi á bifreiðum.
● Símsvörun.
● Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
● Reynsla af trygginga- og tjónamálum æskileg.
● Tölvufærni.
● Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð.
● Færni í mannlegum samskiptum.
● Metnaður til að ná árangri.
Í boði er:
Samkeppnishæf laun - Góður starfsandi - Góð vinnuaðstaða - Traustur vinnuveitandi.
Vinnutími er frá kl. 13:00-17:00 alla virka daga.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Upplýsingar um störfin veitir Svava Þorsteinsdóttir starfsmannastjóri. Vinsamlegast sendið umsóknir og ferilskrár
á svava@formaco.is. Umsóknarfrestur er til 12. október 2007
Formaco ehf var stofnað í október 1997 með það að markmiði að þjónusta byggingariðnaðinn með gæðavöru á hagkvæmu verði. Á árinu 2004
keypti Formaco allan rekstur fyrirtækjanna Idex ehf Reykjavík og Idex A/S Danmörku, með það að markmiði að auka vöruúrval og veita viðskipta-
vinum enn betri þjónustu. Idex hefur boðið upp á breitt úrval byggingarvara og sérhæft sig í sölu á gluggum og hurðum. Í mars 2004 flutti
Formaco í nýtt og glæsilegt húsnæði við Fossaleyni 8 í Reykjavík.
Liðveisla
Starf með fötluðum
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að sinna
liðveislu fyrir fatlaða. Markmið með liðveislu er að rjúfa félagslega
einangrun og aðstoða þann fatlaða við að sinna áhugamálum
sínum.
Liðveisla er bæði fyrir börn og fullorðna og nú bíða nokkrir
einstaklingar eftir að fá liðveislu við hæfi.
Um fjölbreytt hlutastörf er að ræða og vinnutíminn er sveigjanlegur.
Algengast er að liðveisla sé unnin seinnipart dags, á kvöldin eða um
helgar. Störfin henta því vel fyrir námsmenn eða sem aukavinna.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags
Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga.
Áhugasamir hafi samband við Unni Erlu Þóroddsdóttur
félagsráðgjafa hjá Mosfellsbæ í síma 525-6700 eða í tölvupósti
unnure@mos.is
Í samræmi við stefnu Mosfellsbæjar um jafnréttismál eru konur jafnt
sem karlar hvött til að sækja um starfið.
Bílasmiður
Réttingaverkstæði Þórarins óskar eftir að ráða
bifreiðasmið eða vanan réttingamann. Góð kjör
í boði, góð vinnuaðstaða. Uppl. í síma 552 5780
eða 893 7277.
Hvolsskóli
á Hvolsvelli
auglýsir eftir:
bekkjarkennara á yngsta stig,
þroskaþjálfa.
Í Hvolsskóla er einstaklingurinn í brennidepli,
lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og
mikið samstarf kennara. Kjörið tækifæri fyrir
einstaklinga sem eru opnir fyrir nýjungum og
metnaðarfullu skólastarfi.
Sjá nánar á heimasíðu Hvolsskóla
http://hvolsskoli.is og heimasíðu Rangárþings
eystra www.hvolsvollur.is .
Netpóstur hjá skólastjóra er
unnar@hvolsskoli.is.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum
488 4142 og 898 8408.
Skriflegar umsóknir sendist til skólastjóra
Hvolsskóla fyrir 10. september 2007.