Morgunblaðið - 06.10.2007, Side 51

Morgunblaðið - 06.10.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Þriggja daga keppni í félagsvist hefst 8. október kl. 14. Næst verður spilað 15. og 22. okt. Verðlaun. Bólstaðarhlíð 43 | Haustferð verður farin frá Ból- staðarhlíð 43 miðvikudaginn 10. okt. kl.12.30. Krýsuvíkurleiðin að Strandakirkju, kaffihlaðborð á veitingastaðnum Hafinu bláa. Verð kr. 2.900. Skráning og greiðsla á skrifstofunni í síðasta lagi mánudaginn 8. okt. Uppl. í s. 535-2760. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana- nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Á mánud. og miðvikud. kl. 9-16.30 er tréútskurður og fjölbreytt handa- vinna. Frá kl. 9 á þriðjud. er glerskurður. Á mið- vikud. kl. 10 er dansæfing. Fimmtud. kl. 12.30 myndlist, og á föstud. bókband. Uppl. um starfsemi og þjónustu á staðnum, s. 575-7720 og wwwgerduberg.is. Strætisvagnar 4, 12 og 17. Hæðargarður 31 | Daglegar gönguferðir, Mull- ersæfingar, magadans, almenn leikfimi, Thai Chi og styrktarhópurinn í samvinnu einkaþjálfara hjá World Class í Laugum. S. 568-3132. Kvenfélag Bústaðasóknar | Fundur verður haldinn mánudaginn 8. október kl. 20 í safnaðarheimilinu. Vetrardagskrá kynnt og kaffiveitingar. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverkssýning með fjölbreytilegum munum sem þátttakendur í fé- lagsstarfinu hafa unnið, kynning á starfinu, tónlist og veitingasala. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglu- manna | Vetrarstarfið er hafið. Fyrsti sunnudags- fundur deildarinnar verður á morgun 7. október kl. 10 á Grettisgötu 89, fyrstu hæð. Vitatorg, félagsmiðstöð | Árlegur haustfagnaður verður miðvikudaginn 10. október kl. 17, dans, mat- ur, skemmtiatriði, happdrætti. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu upplýsingar og skráning í síma 411- 9450. Kirkjustarf Grensáskirkja | Fundur verður í safnaðarheimilinu mánudag 8. október kl. 14. Grindavíkurkirkja | Sl. sunnudag var vígt nýtt 25 radda ísl. orgel í Grindavíkurkirkju. Friðrik Vignir Stefánsson organisti heldur tónleika í Grindavík sunnudaginn 7. október nk. kl. 17, þar sem hann leikur verk eftir Bach, Buxtehude, Boëllmann o.fl., á hið nýja orgel. Hallgrímskirkja | Orgelandakt kl. 12. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Háteigskirkja | Erla Guðrún og Páll Ágúst leiða barnaguðsþjónustuna. Organisti Douglas A. Brotc- hie. Prestur Guðbjörg Jóhannesdóttir. Veitingar í safnaðarheimili að messu lokinni. Íslenska Kristskirkjan | Í tilefni 10 ára afmælis kirkjunnar verður fjölskyldusamvera í kirkjunni að Fossaleyni 14, kl. 12. Síðan verður opið hús með hoppukastala, grillað og farið í leiki. Myndir úr sögu kirkjunnar munu prýða veggi. Kl. 20. verður ung- lingasamkoma. Sauðárkrókskirkja | Sunnudagaskóli kl. 11, guðs- þjónusta kl. 14, sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar, organisti Rögnvaldur Valbergsson. 80ára afmæli. BjörnJónsson f.v. prófastur á Akranesi verður áttræður á morgun, sunnudaginn 7. októ- ber. Ennfremur eiga þau hjónin Sjöfn og Björn 50 ára brúðkaupsafmæli. Í tilefni þessara tímamóta verður opið hús og heitt á könnunni í safn- aðarheimilinu Vinaminni, á morgun kl. 16-19. Afþökkuð eru blóm og gjafir en þess í stað vilja þau minna á félagið Þroskahjálp. 70ára afmæli. IngveldurHöskuldsdóttir sem er búsett í Svíþjóð, ætlar ásamt eiginmanni sínum Halldóri Hermannssyni að halda upp á 70 ára afmæli sitt í hópi fjöl- skyldu og vina á veitingahús- inu Tveim fiskum í dag, laug- ardaginn 6. október. 70ára afmæli. Ragnheið-ur Guðmundsdóttir er sjötíu ára í dag og fagnar því brosandi í sólinni. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vef- síðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er laugardagur 6. október, 279. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Hundaræktarfélag Íslandsstendur fyrir Alþjóðlegrihundasýningu um helgina.Sýningin er haldin í Reið- höllinni í Víðidal og verður margt um að vera. Hanna Björk Kristinsdóttir er sýn- ingarstjóri: „Sýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi til þessa, og taka þátt yfir 800 hundar af 82 tegundum,“ segir Hanna Björk, en fimm þaulreyndir dómarar frá Svíþjóð, Finnlandi og Póllandi koma sérstak- lega hingað til lands til að dæma hundana á sýningunni. „Megintil- gangur hundasýninga af þessu tagi er að meta hundana út frá ræktunarmark- miðum hverrar tegundar, og þannig leiðbeina ræktendum í starfi sínu.“ Dagskráin er þétt skipuð báða dag- ana og nær hámarki á sunnudag: „Þá er tekin saman frammistaða hunda á sýningum yfir árið og stigahæstu hund- arnir valdir. Þeir hundar sem náð hafa mestum árangri hljóta viðurkenningu, auk þess sem afreks- og þjónustu- hundar fá sérstaka viðurkenningu,“ segir Hanna Björk, „Einnig verða veittar viðurkenningar bestu sýn- endum í barna- og unglingaflokki, og eiga fjórir stigahæstu möguleika á að taka þátt í norðurlandakeppni ungra sýnenda sem haldin verður í Svíþjóð, auk þess að stigahæsti sýnandinn keppir fyrir Íslands hönd á stærstu hundasýningu heims, Crufts í Eng- landi.“ Fjöldi sölu- og kynningarbása verð- ur á staðnum með ýmis sértilboð. „Auk þess verða í anddyri reiðhallarinnar upplýsingabásar um ólíkar hundateg- undir. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að kynnast hundunum og ræða við hundeigendur og ræktendur en sýningin er líka kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa í hyggju að fá sér hund til að kynnast tegundunum betur,“ segir Hanna Björk Hundaræktarfélag Íslands var stofn- að 1969 og eru félagsmenn nú um 2.500 talsins. Félagið er opið öllum áhuga- mönnum um hundahald, og starfrækir HRFÍ meðal annars hundaskóla, auk þess að standa fyrir virku barna- og unglingastarfi. Finna má nánari upplýsingar á slóð- inni www.hrfi.is. Dýrahald | Stærsta hundaræktarsýningin til þessa haldin um helgina Hundafans í Víðidal  Hanna Björk Kristinsdóttir fæddist í Reykja- vík 1975. Hún stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, Við- skiptaskóla Stjórn- unarfélagsins og Rafiðnaðarskól- ann. Hanna Björk hefur starfað hjá Hundaræktarfélagi Íslands í 9 ár, nú sem skrifstofu- og sýningarstjóri. Hún hefur einnig ritstýrt blaðinu Sámi og sér nú um auglýsingamál útgáfunnar. Eiginmaður Hönnu Bjarkar er Helgi Vattnes nemi, og eiga þau einn son. Tónlist Fella- og Hólakirkja | Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari heldur tónleika kl. 17. Á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, Chopin, Granados og Prokofiev. Nýlega hefur hún flutt þessa efnisskrá á Akranesi, Selfossi, í Kaupmanna- höfn og í Tónlistarhúsinu í Árósum. Organ | Tónleikar með Skátum og Bloodgroup kl. 22, DJ Maggi Lego spilar eftir miðnætti. Myndlist Færeyska sjómannaheimilið | Sámal Toftanes frá Leirvík í Færeyjum verður með myndlistar- sýningu í Færeyska sjómannaheimilinu, Braut- arholti 29, kl. 10-20. Skemmtanir Íþróttamiðstöðin Versalir | Sýning loftfim- leikaflokksins Wuhan kl. 16. Uppákomur Bandalag kvenna í Reykjavík | Bandalag kvenna heldur flóamarkað og hlutaveltu á Túngötu 14, á morgun 7. október kl. 11, til styrktar Starfsmenntunarsjóði kvenna. Mót- taka á varningi frá kl. 14 í dag laugardag á Tún- götu 14. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Spiluð verður félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á morgun sunnudaginn 7. október kl. 14. Breiðfirðingafélagið | Spiluð verður félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 7. október kl. 14. Smáralind | Fjölskylduhátíð í Vetrargarðinum kl. 14. Fyrirlestrar og fundir Askja – Náttúrufræðihús HÍ, stofa 132 | Fyrsta erindi í fyrirlestraröð Raunvís- indadeildar Háskóla Íslands flytur Ingibjörg Gunnarsdóttir dósent í matvælafræði. Erindið fjallar um heilsufarsleg áhrif fisks og fiskiolíu. Niðurstöður benda til margþættra heilsufars- legra áhrifa af fiskneyslu m.a. fyrir megrun (sjá http://undur.hi.is). Salurinn, Kópavogi | Málþing um kínverska menningu kl. 10. Skógræktarfélag Reykjavíkur | Guðjón Frið- riksson rithöfundur verður á söguslóðum sunnudaginn 7. október og segir frá Einari Benediktssyni og Elliðavatni. Mæting kl. 14 í gamla bænum á Elliðavatni í Heiðmörk. Fréttir og tilkynningar Krabbameinsfélagið | Opið hús í Ráðgjaf- arþjónustu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, kl. 13-16. Krabbameinssjúkir, aðstandendur og aðrir geta kynnt sér hina nýju ráðgjaf- arþjónustu og starfsemi stuðningshópanna. Fjölbreytt dagskrá, veitingar og skemmtiatriði fyrir alla. Kringlukráin | Októberfundur Parísar, félags þeirra sem eru einir, verður í dag á Kringlukr- ánni. Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýsku- prófið TestDaF verður haldið í Tungumála- miðstöð Háskóla Íslands 13. nóv. Skráning fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði og lýkur 11. október kl. 18. Prófgjaldið er 13.000 kr. Nánar á: Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði: 525-4593, ems@hi.is, www.hi.is/page/ tungumalamidstod og www.testdaf.de Í GÆR fór fram úthlutun styrkja á vegum Myndstefs. Fimmtán umsækjendur fengu verkefnastyrki að upphæð 200.000 kr. hver og tíu hlutu ferða- og menntunarstyrki að upphæð 100.000 kr. hver. Þetta er sjötta árið sem stjórn Myndstefs veitir styrki af þessu tagi og nema þeir rúmlega 31,5 milljónum á þessu 6 ára tímabili. Morgunblaðið/Sverrir Myndstef veitir styrki FRÉTTIR Í TILEFNI alþjóðlegs geðheilbrigð- isdags halda Hrókurinn og Skák- félag Vinjar hraðskákmót í Perl- unni, sunnudaginn 7. október kl. 16. Heilmikil dagskrá verður í Perl- unni fyrir mót, tónlist, dans, ræðu- höld og myndlistarsýning og hefst hún kl. 14.30. Þátttaka í mótinu er ókeypis og öllum heimil. Glæsilegir vinningar verða í boði Forlagsins. Teflt verður eftir Monrad-kerfi og skákstjóri er Kristian Guttesen. Tvö sl. ár hefur mótið verið haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur en eins og fyrr segir er það nú í Perlunni. Tæplega 40 manns voru með í fyrra og auðvitað er stefnt að því að þátt- takendur verði enn fleiri í ár, segir í fréttatilkynningu. Félagar í skák- félagi Vinjar og Hróknum hvetja allt skákáhugafólk á öllum aldri til að vera með. Hraðskákmót í Perlunni HAUSTFUNDUR VIMA – vináttu- og menningarfélags Mið-Austur- landa verður haldinn í Kornhlöð- unni í Bankastræti sunnudaginn 7. október kl. 14. Nouria Nagi, frumkvöðull og for- stöðukona YERO – Yemeni Educa- tion and Relief Org., segir frá starf- inu sem miðar að því að mennta börn, en í landinu er hlutfall ólæsra gríðarlega hátt. Hún sýnir einnig myndir. Fatimusjóður Vináttu- félagsins hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í þessu starfi og mun á skólaárinu 2007-2008 styrkja yfir eitt hundrað börn, auk kvennahóps í fullorðinsfræðslu. Nouria talar á ensku en mál hennar verður þýtt á íslensku jafnóðum. Gjafakort VIMA verða til sölu. Félagar og gestir eru hvattir til að mæta stundvíslega. Gestur á haust- fundi VIMA KRÓATÍSKIR tónleikar verða í Egilsstaðakirkju í kvöld, laugar- daginn 6. október, kl. 20 og í Frí- kirkjunni í Reykjavík sunnudags- kvöldið 7. október kl. 20.30. Söngsveitin Hljómvinir á Fljóts- dalshéraði stendur fyrir tónleik- unum. Stjórnandi kórsins er Sunc- ana Slamnig sem er fædd og uppalin í Króatíu en hefur búið og starfað við tónlist á Íslandi í þrjátíu ár. Gestir á tónleikunum eru Sam- kór Reykjavíkur undir stjórn Keiths Reed og króatíska söng- konan Kristina Beck-Kukavcic sem heimsækir Ísland í tilefni tón- leikanna. Kristina er fædd í Sagreb og starfar þar sem söngkona og söngkennari. Á efnisskránni eru króatísk þjóð- lög í kórútsetningum og nokkur 20. aldar einsöngslög. Króatískt tónaflóð SUNNLENSKA bókakaffið á Aust- urvegi 22 á Selfossi heldur upp á ársafmæli sitt í dag, laugardaginn 6. október, kl. 14. Fjölmargir munu heiðra afmæl- isbarnið af þessu tilefni og má þar fremstan telja Matthías Johannes- sen skáld sem lesa mun úr nýrri bók sinni. Þá mun Þórunn Valdi- marsdóttir rithöfundur kynna nýja bók sína um hina fornu sunnlensku sakamálasögu Njálu sem hún hefur fært til nútíma og kemur út nú í haust undir heitinu: Kalt er annars blóð. Elín Gunnlaugsdóttir versl- unarstjóri bókakaffisins mun ásamt Kolbrúnu Huldu Tryggva- dóttur flytja dúetta. Kaffiveitingar verða ókeypis þennan eina dag og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ársafmæli Sunnlenska bókakaffisins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.