Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Þriggja daga keppni í félagsvist hefst 8. október kl. 14. Næst verður spilað 15. og 22. okt. Verðlaun. Bólstaðarhlíð 43 | Haustferð verður farin frá Ból- staðarhlíð 43 miðvikudaginn 10. okt. kl.12.30. Krýsuvíkurleiðin að Strandakirkju, kaffihlaðborð á veitingastaðnum Hafinu bláa. Verð kr. 2.900. Skráning og greiðsla á skrifstofunni í síðasta lagi mánudaginn 8. okt. Uppl. í s. 535-2760. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana- nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Á mánud. og miðvikud. kl. 9-16.30 er tréútskurður og fjölbreytt handa- vinna. Frá kl. 9 á þriðjud. er glerskurður. Á mið- vikud. kl. 10 er dansæfing. Fimmtud. kl. 12.30 myndlist, og á föstud. bókband. Uppl. um starfsemi og þjónustu á staðnum, s. 575-7720 og wwwgerduberg.is. Strætisvagnar 4, 12 og 17. Hæðargarður 31 | Daglegar gönguferðir, Mull- ersæfingar, magadans, almenn leikfimi, Thai Chi og styrktarhópurinn í samvinnu einkaþjálfara hjá World Class í Laugum. S. 568-3132. Kvenfélag Bústaðasóknar | Fundur verður haldinn mánudaginn 8. október kl. 20 í safnaðarheimilinu. Vetrardagskrá kynnt og kaffiveitingar. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverkssýning með fjölbreytilegum munum sem þátttakendur í fé- lagsstarfinu hafa unnið, kynning á starfinu, tónlist og veitingasala. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglu- manna | Vetrarstarfið er hafið. Fyrsti sunnudags- fundur deildarinnar verður á morgun 7. október kl. 10 á Grettisgötu 89, fyrstu hæð. Vitatorg, félagsmiðstöð | Árlegur haustfagnaður verður miðvikudaginn 10. október kl. 17, dans, mat- ur, skemmtiatriði, happdrætti. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu upplýsingar og skráning í síma 411- 9450. Kirkjustarf Grensáskirkja | Fundur verður í safnaðarheimilinu mánudag 8. október kl. 14. Grindavíkurkirkja | Sl. sunnudag var vígt nýtt 25 radda ísl. orgel í Grindavíkurkirkju. Friðrik Vignir Stefánsson organisti heldur tónleika í Grindavík sunnudaginn 7. október nk. kl. 17, þar sem hann leikur verk eftir Bach, Buxtehude, Boëllmann o.fl., á hið nýja orgel. Hallgrímskirkja | Orgelandakt kl. 12. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Háteigskirkja | Erla Guðrún og Páll Ágúst leiða barnaguðsþjónustuna. Organisti Douglas A. Brotc- hie. Prestur Guðbjörg Jóhannesdóttir. Veitingar í safnaðarheimili að messu lokinni. Íslenska Kristskirkjan | Í tilefni 10 ára afmælis kirkjunnar verður fjölskyldusamvera í kirkjunni að Fossaleyni 14, kl. 12. Síðan verður opið hús með hoppukastala, grillað og farið í leiki. Myndir úr sögu kirkjunnar munu prýða veggi. Kl. 20. verður ung- lingasamkoma. Sauðárkrókskirkja | Sunnudagaskóli kl. 11, guðs- þjónusta kl. 14, sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar, organisti Rögnvaldur Valbergsson. 80ára afmæli. BjörnJónsson f.v. prófastur á Akranesi verður áttræður á morgun, sunnudaginn 7. októ- ber. Ennfremur eiga þau hjónin Sjöfn og Björn 50 ára brúðkaupsafmæli. Í tilefni þessara tímamóta verður opið hús og heitt á könnunni í safn- aðarheimilinu Vinaminni, á morgun kl. 16-19. Afþökkuð eru blóm og gjafir en þess í stað vilja þau minna á félagið Þroskahjálp. 70ára afmæli. IngveldurHöskuldsdóttir sem er búsett í Svíþjóð, ætlar ásamt eiginmanni sínum Halldóri Hermannssyni að halda upp á 70 ára afmæli sitt í hópi fjöl- skyldu og vina á veitingahús- inu Tveim fiskum í dag, laug- ardaginn 6. október. 70ára afmæli. Ragnheið-ur Guðmundsdóttir er sjötíu ára í dag og fagnar því brosandi í sólinni. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vef- síðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er laugardagur 6. október, 279. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Hundaræktarfélag Íslandsstendur fyrir Alþjóðlegrihundasýningu um helgina.Sýningin er haldin í Reið- höllinni í Víðidal og verður margt um að vera. Hanna Björk Kristinsdóttir er sýn- ingarstjóri: „Sýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi til þessa, og taka þátt yfir 800 hundar af 82 tegundum,“ segir Hanna Björk, en fimm þaulreyndir dómarar frá Svíþjóð, Finnlandi og Póllandi koma sérstak- lega hingað til lands til að dæma hundana á sýningunni. „Megintil- gangur hundasýninga af þessu tagi er að meta hundana út frá ræktunarmark- miðum hverrar tegundar, og þannig leiðbeina ræktendum í starfi sínu.“ Dagskráin er þétt skipuð báða dag- ana og nær hámarki á sunnudag: „Þá er tekin saman frammistaða hunda á sýningum yfir árið og stigahæstu hund- arnir valdir. Þeir hundar sem náð hafa mestum árangri hljóta viðurkenningu, auk þess sem afreks- og þjónustu- hundar fá sérstaka viðurkenningu,“ segir Hanna Björk, „Einnig verða veittar viðurkenningar bestu sýn- endum í barna- og unglingaflokki, og eiga fjórir stigahæstu möguleika á að taka þátt í norðurlandakeppni ungra sýnenda sem haldin verður í Svíþjóð, auk þess að stigahæsti sýnandinn keppir fyrir Íslands hönd á stærstu hundasýningu heims, Crufts í Eng- landi.“ Fjöldi sölu- og kynningarbása verð- ur á staðnum með ýmis sértilboð. „Auk þess verða í anddyri reiðhallarinnar upplýsingabásar um ólíkar hundateg- undir. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að kynnast hundunum og ræða við hundeigendur og ræktendur en sýningin er líka kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa í hyggju að fá sér hund til að kynnast tegundunum betur,“ segir Hanna Björk Hundaræktarfélag Íslands var stofn- að 1969 og eru félagsmenn nú um 2.500 talsins. Félagið er opið öllum áhuga- mönnum um hundahald, og starfrækir HRFÍ meðal annars hundaskóla, auk þess að standa fyrir virku barna- og unglingastarfi. Finna má nánari upplýsingar á slóð- inni www.hrfi.is. Dýrahald | Stærsta hundaræktarsýningin til þessa haldin um helgina Hundafans í Víðidal  Hanna Björk Kristinsdóttir fæddist í Reykja- vík 1975. Hún stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, Við- skiptaskóla Stjórn- unarfélagsins og Rafiðnaðarskól- ann. Hanna Björk hefur starfað hjá Hundaræktarfélagi Íslands í 9 ár, nú sem skrifstofu- og sýningarstjóri. Hún hefur einnig ritstýrt blaðinu Sámi og sér nú um auglýsingamál útgáfunnar. Eiginmaður Hönnu Bjarkar er Helgi Vattnes nemi, og eiga þau einn son. Tónlist Fella- og Hólakirkja | Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari heldur tónleika kl. 17. Á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, Chopin, Granados og Prokofiev. Nýlega hefur hún flutt þessa efnisskrá á Akranesi, Selfossi, í Kaupmanna- höfn og í Tónlistarhúsinu í Árósum. Organ | Tónleikar með Skátum og Bloodgroup kl. 22, DJ Maggi Lego spilar eftir miðnætti. Myndlist Færeyska sjómannaheimilið | Sámal Toftanes frá Leirvík í Færeyjum verður með myndlistar- sýningu í Færeyska sjómannaheimilinu, Braut- arholti 29, kl. 10-20. Skemmtanir Íþróttamiðstöðin Versalir | Sýning loftfim- leikaflokksins Wuhan kl. 16. Uppákomur Bandalag kvenna í Reykjavík | Bandalag kvenna heldur flóamarkað og hlutaveltu á Túngötu 14, á morgun 7. október kl. 11, til styrktar Starfsmenntunarsjóði kvenna. Mót- taka á varningi frá kl. 14 í dag laugardag á Tún- götu 14. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Spiluð verður félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á morgun sunnudaginn 7. október kl. 14. Breiðfirðingafélagið | Spiluð verður félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 7. október kl. 14. Smáralind | Fjölskylduhátíð í Vetrargarðinum kl. 14. Fyrirlestrar og fundir Askja – Náttúrufræðihús HÍ, stofa 132 | Fyrsta erindi í fyrirlestraröð Raunvís- indadeildar Háskóla Íslands flytur Ingibjörg Gunnarsdóttir dósent í matvælafræði. Erindið fjallar um heilsufarsleg áhrif fisks og fiskiolíu. Niðurstöður benda til margþættra heilsufars- legra áhrifa af fiskneyslu m.a. fyrir megrun (sjá http://undur.hi.is). Salurinn, Kópavogi | Málþing um kínverska menningu kl. 10. Skógræktarfélag Reykjavíkur | Guðjón Frið- riksson rithöfundur verður á söguslóðum sunnudaginn 7. október og segir frá Einari Benediktssyni og Elliðavatni. Mæting kl. 14 í gamla bænum á Elliðavatni í Heiðmörk. Fréttir og tilkynningar Krabbameinsfélagið | Opið hús í Ráðgjaf- arþjónustu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, kl. 13-16. Krabbameinssjúkir, aðstandendur og aðrir geta kynnt sér hina nýju ráðgjaf- arþjónustu og starfsemi stuðningshópanna. Fjölbreytt dagskrá, veitingar og skemmtiatriði fyrir alla. Kringlukráin | Októberfundur Parísar, félags þeirra sem eru einir, verður í dag á Kringlukr- ánni. Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýsku- prófið TestDaF verður haldið í Tungumála- miðstöð Háskóla Íslands 13. nóv. Skráning fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði og lýkur 11. október kl. 18. Prófgjaldið er 13.000 kr. Nánar á: Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði: 525-4593, ems@hi.is, www.hi.is/page/ tungumalamidstod og www.testdaf.de Í GÆR fór fram úthlutun styrkja á vegum Myndstefs. Fimmtán umsækjendur fengu verkefnastyrki að upphæð 200.000 kr. hver og tíu hlutu ferða- og menntunarstyrki að upphæð 100.000 kr. hver. Þetta er sjötta árið sem stjórn Myndstefs veitir styrki af þessu tagi og nema þeir rúmlega 31,5 milljónum á þessu 6 ára tímabili. Morgunblaðið/Sverrir Myndstef veitir styrki FRÉTTIR Í TILEFNI alþjóðlegs geðheilbrigð- isdags halda Hrókurinn og Skák- félag Vinjar hraðskákmót í Perl- unni, sunnudaginn 7. október kl. 16. Heilmikil dagskrá verður í Perl- unni fyrir mót, tónlist, dans, ræðu- höld og myndlistarsýning og hefst hún kl. 14.30. Þátttaka í mótinu er ókeypis og öllum heimil. Glæsilegir vinningar verða í boði Forlagsins. Teflt verður eftir Monrad-kerfi og skákstjóri er Kristian Guttesen. Tvö sl. ár hefur mótið verið haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur en eins og fyrr segir er það nú í Perlunni. Tæplega 40 manns voru með í fyrra og auðvitað er stefnt að því að þátt- takendur verði enn fleiri í ár, segir í fréttatilkynningu. Félagar í skák- félagi Vinjar og Hróknum hvetja allt skákáhugafólk á öllum aldri til að vera með. Hraðskákmót í Perlunni HAUSTFUNDUR VIMA – vináttu- og menningarfélags Mið-Austur- landa verður haldinn í Kornhlöð- unni í Bankastræti sunnudaginn 7. október kl. 14. Nouria Nagi, frumkvöðull og for- stöðukona YERO – Yemeni Educa- tion and Relief Org., segir frá starf- inu sem miðar að því að mennta börn, en í landinu er hlutfall ólæsra gríðarlega hátt. Hún sýnir einnig myndir. Fatimusjóður Vináttu- félagsins hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í þessu starfi og mun á skólaárinu 2007-2008 styrkja yfir eitt hundrað börn, auk kvennahóps í fullorðinsfræðslu. Nouria talar á ensku en mál hennar verður þýtt á íslensku jafnóðum. Gjafakort VIMA verða til sölu. Félagar og gestir eru hvattir til að mæta stundvíslega. Gestur á haust- fundi VIMA KRÓATÍSKIR tónleikar verða í Egilsstaðakirkju í kvöld, laugar- daginn 6. október, kl. 20 og í Frí- kirkjunni í Reykjavík sunnudags- kvöldið 7. október kl. 20.30. Söngsveitin Hljómvinir á Fljóts- dalshéraði stendur fyrir tónleik- unum. Stjórnandi kórsins er Sunc- ana Slamnig sem er fædd og uppalin í Króatíu en hefur búið og starfað við tónlist á Íslandi í þrjátíu ár. Gestir á tónleikunum eru Sam- kór Reykjavíkur undir stjórn Keiths Reed og króatíska söng- konan Kristina Beck-Kukavcic sem heimsækir Ísland í tilefni tón- leikanna. Kristina er fædd í Sagreb og starfar þar sem söngkona og söngkennari. Á efnisskránni eru króatísk þjóð- lög í kórútsetningum og nokkur 20. aldar einsöngslög. Króatískt tónaflóð SUNNLENSKA bókakaffið á Aust- urvegi 22 á Selfossi heldur upp á ársafmæli sitt í dag, laugardaginn 6. október, kl. 14. Fjölmargir munu heiðra afmæl- isbarnið af þessu tilefni og má þar fremstan telja Matthías Johannes- sen skáld sem lesa mun úr nýrri bók sinni. Þá mun Þórunn Valdi- marsdóttir rithöfundur kynna nýja bók sína um hina fornu sunnlensku sakamálasögu Njálu sem hún hefur fært til nútíma og kemur út nú í haust undir heitinu: Kalt er annars blóð. Elín Gunnlaugsdóttir versl- unarstjóri bókakaffisins mun ásamt Kolbrúnu Huldu Tryggva- dóttur flytja dúetta. Kaffiveitingar verða ókeypis þennan eina dag og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ársafmæli Sunnlenska bókakaffisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.