Morgunblaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 279. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
SÍGILT ÆVINTÝR
SAGAN UM SPÝTUSTRÁKINN GOSA VERÐUR
SÝND Í BORGARLEIKHÚSINU Í KVÖLD >> 23
Þar sem draumarnir
rætast... >> 56
Leikhúsin í landinu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
MYNDUN nýs borgarstjórnar-
meirihluta vekur spurningar um
hvernig hann bregðist við manneklu
á leikskólum og víðar í umönnunar-
störfum sem mjög hefur verið til um-
ræðu.
Í bókun sem fulltrúar Samfylking-
ar, Vinstri grænna og áheyrnar-
fulltrúi lögðu fram á fundi leikskóla-
ráðs í byrjun október er meðal
annars komið inn á álagsgreiðslur
sem borgarráð samþykkti í ágúst að
renna mættu til starfsfólks leikskóla,
frístundaheimila, skólaliða og al-
mennra grunnskólastarfsmanna –
allt að 30 þúsund krónur á mánuði,
vegna álags. „Vert er að benda á
skjót viðbrögð dómsmálaráðherra
um álagsgreiðslur til handa lög-
regluþjónum vegna manneklu í
þeirra röðum, nú er komið að hinni
stóru kvennastétt sem starfar í leik-
skólum borgarinnar,“ segir í bókun-
inni.
Lullað í kerfinu
Ekki hefur bólað á þessum
greiðslum og segir Margrét Sverr-
isdóttir, fulltrúi F-lista og óháðra,
málið „búið að vera lullandi í borg-
arkerfinu“. Þennan seinagang gagn-
rýndu fulltrúar F-lista og Vinstri
grænna í bókun í borgarráði 20.
september síðastliðinn.
„Ég sé ekki annað en að það væri
hægt að koma strax í gagnið [auka-
greiðslum] sem svigrúm er fyrir í
kjarasamningum,“ segir Margrét.
Dagur B. Eggertsson, verðandi
borgarstjóri, segir að enn eigi eftir
að móta stefnuna að mestu. Um
aukagreiðslurnar segir hann að
„okkur hefur fundist lítið hreyfast í
þessu. Það kæmi mér ekki á óvart að
þetta yrði eitt af okkar fyrstu verk-
efmum“.
Búast má við að fleira en mann-
ekla á leikskólum verði tekið til end-
urskoðunar hjá nýjum borgarstjórn-
armeirihluta. Þannig sagði Björn
Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi fram-
sóknarmanna, á fundi í gær að nú
mætti búast við að aftur yrði farið „á
fullt með gjaldfrjálsa leikskóla vegna
þess að ekki náðist samkomulag við
sjálfstæðismenn um það“.
Verður
manneklu-
vandamálið
leyst?
SÍÐASTI heimaleikur Íslands í
undankeppni Evrópumótsins í
knattspyrnu er í dag gegn Lettum
á Laugardalsvelli. Ísland tapaði
stórt, 4:0, í fyrri leiknum en þrátt
fyrir það segir Eyjólfur Sverrisson
landsliðsþjálfari að stefnt sé á sig-
ur á heimavelli. „Við höfum unnið
vel í því að bæta liðsheildina og
samheldnina og það hefur skilað
sér,“ segir Eyjólfur. Þjálfarinn
hefur ekki gert það upp við sig
hvort Eiður Smári Guðjohnsen
fyrirliði verði í byrjunarliðinu eða
ekki. | Íþróttir
Sigur er
markmiðið
Eiður Smári Guðjohnsen
AF ÞEIM 16 vöruflutningabifreið-
um sem stöðvaðar voru í grennd við
höfuðborgina í sérstöku átaksverk-
efni í gær og fyrradag var ástand sex
bíla með þeim hætti að þeir voru boð-
aðir í bifreiðaskoðun. Athugasemdir
voru einkum gerðar við að á þeim var
of mikið af ljósum og á tengivögnum
voru bremsur lélegar. Að sögn Guð-
brands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra
í umferðardeild lögreglunnar, hefur
hann heyrt þá skýringu á of mörgum
og sterkum ljósum, að vörubílstjórar
vilji með því lýsa upp vegina og ná-
grenni til að forðast árekstur við bú-
fénað. Þetta geti valdið hættu m.a.
vegna þess að þegar ökumaður
lækkar ljósin er hann lengi að venj-
ast ljósbreytingunni. Ágúst Mogen-
sen, formaður rannsóknarnefndar
umferðarslysa, segir að velta megi
því fyrir sér hvort ekki væri þörf á að
skoða vörubíla tvisvar á ári en ekki
einu sinni eins og nú er.
Vörubílar
með ofgnótt
af ljósum
Morgunblaðið/Júlíus
ORKUVEITA Reykjavíkur (OR)
hefur skuldbundið sig til að veita ein-
ungis Reykjavík Energy Invest
(REI) sérfræðiþjónustu á vettvangi
jarðhita, rannsókna, ýmiss konar
áætlanagerðar og markaðsmála. Er
þetta meðal þeirra skyldna sem falla
á OR samkvæmt þjónustusamningi
við REI, sem undirritaður var 3.
október síðastliðinn.
Samningurinn er til 20 ára og felur
í sér ýmiss konar skyldur fyrir OR
gagnvart REI. Fær REI m.a. for-
gangsrétt að öllum erlendum verk-
efnum sem kunna að falla í skaut
Orkuveitunnar á samningstímanum.
Leiti einhverjir aðilar til OR varð-
andi möguleika á hagnýtingu jarð-
hita til orkuvinnslu, annars staðar en
á Íslandi, ber Orkuveitunni að vísa
slíkum fyrirspurnum til REI sem
síðan hefur 60 daga forgangsrétt til
að semja við viðkomandi aðila.
Fá aðgang að gögnum OR
Í samningnum kemur einnig fram
að OR skuldbindi sig til að hafa sér-
fræðinga sína tiltæka á grundvelli
ársfjórðungslegra áætlana sem REI
láti OR í té. Geri REI breytingar á
slíkum áætlunum eru þær bindandi
fyrir OR. Einnig kveður samningur-
inn á um að REI skuli fá þau mark-
aðsgögn sem til eru hjá OR og jafn-
framt fái REI beinan aðgang að
öllum gögnum „um þekkingu“, sem
og upplýsingum á tölvutæku formi,
sem tiltæk eru á hverjum tíma.
Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR,
segir að þjónustusamningurinn sé
grundvöllurinn að því 10 milljarða
verðmati sem lagt var á svokallaðar
óefnislegar eignir sem fyrirtækið
lagði inn við sameiningu REI og
Geysis Green Energy. Hið nýja félag
fær einnig heitið Reykjavík Energy
sem OR hefur notað á erlendum vett-
vangi. Alls lagði OR til 23 milljarða í
hið sameinaða félag. Mun OR fái fullt
endurgjald fyrir vinnu starfsmanna
fyrirtækisins. 5. kafli samningsins er
birtur í heild í Morgunblaðinu í dag.
Víðtækar skyldur Orku-
veitunnar við REI í 20 ár
Í HNOTSKURN
»Samningurinn var und-irritaður 3. október af
Hjörleifi Kvaran, forstjóra
OR og Guðmundi Þórodds-
syni, forstjóra REI.
»Markmið samningsinser að veita REI einka-
rétt á ýmiss konar þjónustu
OR á vettvangi orkuvinnslu
úr jarðvarma erlendis.
Þarf að beina verkefnum, starfsfólki og upplýsingum vegna orkunýtingar til REI
Þjónustusamningur | 4