Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 279. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SÍGILT ÆVINTÝR SAGAN UM SPÝTUSTRÁKINN GOSA VERÐUR SÝND Í BORGARLEIKHÚSINU Í KVÖLD >> 23 Þar sem draumarnir rætast... >> 56 Leikhúsin í landinu FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is MYNDUN nýs borgarstjórnar- meirihluta vekur spurningar um hvernig hann bregðist við manneklu á leikskólum og víðar í umönnunar- störfum sem mjög hefur verið til um- ræðu. Í bókun sem fulltrúar Samfylking- ar, Vinstri grænna og áheyrnar- fulltrúi lögðu fram á fundi leikskóla- ráðs í byrjun október er meðal annars komið inn á álagsgreiðslur sem borgarráð samþykkti í ágúst að renna mættu til starfsfólks leikskóla, frístundaheimila, skólaliða og al- mennra grunnskólastarfsmanna – allt að 30 þúsund krónur á mánuði, vegna álags. „Vert er að benda á skjót viðbrögð dómsmálaráðherra um álagsgreiðslur til handa lög- regluþjónum vegna manneklu í þeirra röðum, nú er komið að hinni stóru kvennastétt sem starfar í leik- skólum borgarinnar,“ segir í bókun- inni. Lullað í kerfinu Ekki hefur bólað á þessum greiðslum og segir Margrét Sverr- isdóttir, fulltrúi F-lista og óháðra, málið „búið að vera lullandi í borg- arkerfinu“. Þennan seinagang gagn- rýndu fulltrúar F-lista og Vinstri grænna í bókun í borgarráði 20. september síðastliðinn. „Ég sé ekki annað en að það væri hægt að koma strax í gagnið [auka- greiðslum] sem svigrúm er fyrir í kjarasamningum,“ segir Margrét. Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri, segir að enn eigi eftir að móta stefnuna að mestu. Um aukagreiðslurnar segir hann að „okkur hefur fundist lítið hreyfast í þessu. Það kæmi mér ekki á óvart að þetta yrði eitt af okkar fyrstu verk- efmum“. Búast má við að fleira en mann- ekla á leikskólum verði tekið til end- urskoðunar hjá nýjum borgarstjórn- armeirihluta. Þannig sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi fram- sóknarmanna, á fundi í gær að nú mætti búast við að aftur yrði farið „á fullt með gjaldfrjálsa leikskóla vegna þess að ekki náðist samkomulag við sjálfstæðismenn um það“. Verður manneklu- vandamálið leyst? SÍÐASTI heimaleikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu er í dag gegn Lettum á Laugardalsvelli. Ísland tapaði stórt, 4:0, í fyrri leiknum en þrátt fyrir það segir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari að stefnt sé á sig- ur á heimavelli. „Við höfum unnið vel í því að bæta liðsheildina og samheldnina og það hefur skilað sér,“ segir Eyjólfur. Þjálfarinn hefur ekki gert það upp við sig hvort Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði verði í byrjunarliðinu eða ekki. | Íþróttir Sigur er markmiðið Eiður Smári Guðjohnsen AF ÞEIM 16 vöruflutningabifreið- um sem stöðvaðar voru í grennd við höfuðborgina í sérstöku átaksverk- efni í gær og fyrradag var ástand sex bíla með þeim hætti að þeir voru boð- aðir í bifreiðaskoðun. Athugasemdir voru einkum gerðar við að á þeim var of mikið af ljósum og á tengivögnum voru bremsur lélegar. Að sögn Guð- brands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra í umferðardeild lögreglunnar, hefur hann heyrt þá skýringu á of mörgum og sterkum ljósum, að vörubílstjórar vilji með því lýsa upp vegina og ná- grenni til að forðast árekstur við bú- fénað. Þetta geti valdið hættu m.a. vegna þess að þegar ökumaður lækkar ljósin er hann lengi að venj- ast ljósbreytingunni. Ágúst Mogen- sen, formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa, segir að velta megi því fyrir sér hvort ekki væri þörf á að skoða vörubíla tvisvar á ári en ekki einu sinni eins og nú er. Vörubílar með ofgnótt af ljósum Morgunblaðið/Júlíus ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) hefur skuldbundið sig til að veita ein- ungis Reykjavík Energy Invest (REI) sérfræðiþjónustu á vettvangi jarðhita, rannsókna, ýmiss konar áætlanagerðar og markaðsmála. Er þetta meðal þeirra skyldna sem falla á OR samkvæmt þjónustusamningi við REI, sem undirritaður var 3. október síðastliðinn. Samningurinn er til 20 ára og felur í sér ýmiss konar skyldur fyrir OR gagnvart REI. Fær REI m.a. for- gangsrétt að öllum erlendum verk- efnum sem kunna að falla í skaut Orkuveitunnar á samningstímanum. Leiti einhverjir aðilar til OR varð- andi möguleika á hagnýtingu jarð- hita til orkuvinnslu, annars staðar en á Íslandi, ber Orkuveitunni að vísa slíkum fyrirspurnum til REI sem síðan hefur 60 daga forgangsrétt til að semja við viðkomandi aðila. Fá aðgang að gögnum OR Í samningnum kemur einnig fram að OR skuldbindi sig til að hafa sér- fræðinga sína tiltæka á grundvelli ársfjórðungslegra áætlana sem REI láti OR í té. Geri REI breytingar á slíkum áætlunum eru þær bindandi fyrir OR. Einnig kveður samningur- inn á um að REI skuli fá þau mark- aðsgögn sem til eru hjá OR og jafn- framt fái REI beinan aðgang að öllum gögnum „um þekkingu“, sem og upplýsingum á tölvutæku formi, sem tiltæk eru á hverjum tíma. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir að þjónustusamningurinn sé grundvöllurinn að því 10 milljarða verðmati sem lagt var á svokallaðar óefnislegar eignir sem fyrirtækið lagði inn við sameiningu REI og Geysis Green Energy. Hið nýja félag fær einnig heitið Reykjavík Energy sem OR hefur notað á erlendum vett- vangi. Alls lagði OR til 23 milljarða í hið sameinaða félag. Mun OR fái fullt endurgjald fyrir vinnu starfsmanna fyrirtækisins. 5. kafli samningsins er birtur í heild í Morgunblaðinu í dag. Víðtækar skyldur Orku- veitunnar við REI í 20 ár Í HNOTSKURN »Samningurinn var und-irritaður 3. október af Hjörleifi Kvaran, forstjóra OR og Guðmundi Þórodds- syni, forstjóra REI. »Markmið samningsinser að veita REI einka- rétt á ýmiss konar þjónustu OR á vettvangi orkuvinnslu úr jarðvarma erlendis. Þarf að beina verkefnum, starfsfólki og upplýsingum vegna orkunýtingar til REI  Þjónustusamningur | 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.