Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 2

Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is E FT I R DAG A www.jpv.is Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞÓTT Margrét K. Sverrisdóttir hafi ekki náð kjöri sem borgarfulltrúi í síðustu borgarstjórn- arkosningum er hún fyllilega bær til þess að gegna starfi forseta borgarstjórnar, að sögn Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar. Ástæðan er sú að þegar hún tók sæti Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa sem varaborgar- fulltrúi öðlaðist hún öll réttindi og skyldur borg- arfulltrúa og heldur þeim þar til Ólafur snýr aftur til starfa. Margrét K. Sverrisdóttir var í 2. sæti á lista Frjálslyndra og óháðra í borgarstjórnarkosning- unum vorið 2006. Hún, líkt og Ólafur F. Magn- ússon og fleiri sem buðu sig fram undir merkjum Frjálslyndra og óháðra, sagði síðar skilið við Frjálslynda flokkinn. Þetta hefur þó í sjálfu sér engin áhrif á stöðu þeirra í borgarstjórn, því líkt og alþingismenn eru borgarfulltrúar einungis bundnir af lögum og sannfær- ingu sinni í sínum störfum. Ólafur hefur verið í leyfi vegna veikinda samfellt frá því í febrúar á þessu ár og hef- ur Margrét setið sem borgar- fulltrúi í hans stað síðan. Að sögn Gunnars Eydal skiptir í raun ekki máli hvort vara- borgarfulltrúi situr um skemmri eða lengri tíma sem aðalmaður í borgarstjórn, um leið og fulltrúinn tekur sæti í borgarstjórn er hann fullgildur borgarfulltrúi. Snúi Ólafur aftur til starfa í borgarstjórn þarf annaðhvort að kjósa nýjan forseta, því varaborg- arfulltrúi getur ekki gegnt því embætti, eða að annar hvor varaforseti borgarstjórnar taki sæti hans. Varaforsetar fráfarandi borgarstjórnar eru þeir Björn Ingi Hrafnsson og Júlíus Vífill Ingv- arsson. Getur setið sem forseti borgarstjórnar Margrét K. Sverrisdóttir TÖLUVERÐAR umræður fóru fram á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í gær en í ályktun sem þar var sam- þykkt var lýst yfir miklum vonbrigðum með óvænt slit meirihlutasamstarfs Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þá lýsti stjórn Varðar yfir fullu trausti og stuðningi við borgar- stjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins undir stjórn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, segir fundinn hafa verið góðan. Bæði hann og Vilhjálmur hafi fullvissað fund- armenn um að mikill einhugur ríkti í hópnum, nú sem endranær, hvað sem liði því að menn hefðu ekki verið sammála um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og REI. Gísli sagði að fundarmenn hefðu haft margs að spyrja og gagnrýni hefði líka komið fram, bæði á borgarstjórann og borg- arfulltrúana. Það hefði hins vegar allt verið á uppbyggilegum nótum. „En svo fannst mönn- um engan veginn öll kurl vera komin til graf- ar í þessu REI-máli og það kom oft fram á fundinum að mönnum þótti skrýtið hversu gríðarlega og óeðlilega mikla áherslu Bingi [Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins] leggur á þetta mál. Þær raddir heyrðust á fundinum að það væri líkast því að hann væri að verja einhverja hagsmuni sem ekki væru uppi á yfirborðinu,“ sagði Gísli. Hafa fullt traust og stuðning Varðar Gísli Marteinn Baldursson ÍSLANDSMÓT skákfélaga hófst í Rimaskóla í Grafarvogi í gærkveldi þegar um 400 skákmenn alls staðar að af landinu settust að tafli. Þetta er fjölmennasta skákmótið sem haldið er hér á landi í ár og meðal keppenda er að finna jafnt unga skákmenn sem aldnar kempur, al- þjóðlega meistara og stórmeistara, innlenda sem erlenda. Meðal þeirra sem settust að tafli í gærkvöldi var Friðrik Ólafsson, stórmeistari, en hann hefur ekki tek- ið þátt í þessu móti í fjölda ára. Hann tefldi á 4. borði fyrir sveit Taflfélags Reykjavíkur, sem keppti við Fjölni, og lauk skák hans með jafntefli. Núverandi Íslandsmeistarar skákfélaga er sveit Hellis, en auk hennar eru sveit Taflfélags Reykja- víkur og sveit Fjölnis taldar sig- urstranglegar. Fjórar umferðir verða tefldar um helgina, tvær í dag og ein á morgun og síðustu þrjár umferðirnar verða tefldar í mars í vetur. Alls taka 48 sveitir þátt í mótinu alls staðar að af landinu og er teflt í fjórum deildum. Friðrik gerði jafntefli Morgunblaðið/Golli Jafnt Íslandsmót skákfélaga hófst í gærkvöldi í Grafarvogi. Meðal keppenda var Friðrik Ólafsson, stórmeistari, sem tekur þátt í þessu móti í fyrsta skipti í mörg ár. Hann teflir fyrir sveit TR og lauk skák hans með jafntefli. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra segir að það komi ekki á óvart að Olli Rehn, fram- kvæmdastjóri stækkunarviðræðna Evrópusambandsins, meti það þann- ig að Króatía verði næsta aðildarríki ESB, það 28. í röðinni. Það blasi við og á fundi sem hún hafi átt með Rehn á dögunum hafi hann upplýst að við- ræður við Króatíu hafi gengið vel og í sama streng hafi sendiherra Króat- íu tekið á fundi með henni nýverið. Rehn situr fyrir svörum um sam- einingarviðræður við Króatíu og Tyrkland undanfarin tvö ár og eru svörin birt á heimasíðu sendinefndar ESB í Króatíu. Þar kemur hann lítil- lega inn á Ísland og segir meðal ann- ars að Króatía verði 28. ríkið í ESB nema Ísland komi á óvart og sæki um aðild. Ef það gerist á sama tíma þá muni stafrófs- röð ráða því hvort ríkið verði það 28. í röðinni. Rehn er spurð- ur áfram hvort það séu einhver merki um að Ís- land sæki um að- ild. Hann segist hafa hitt utanrík- isráðherra og hún styðji aðild Íslands og það geri einn- ig tveir helstu stjórnmálaflokkarnir. Sá þriðji sé einnig að skoða málið. „Ég tel, þar sem ég á nokkra vini á Íslandi, að þeir myndu vilja taka upp evruna án þess að gerast aðildar- ríki,“ segir hann síðan. Ingibjörg sagði að það þyrfti ekki að koma á óvart að Rehn hefði áhuga á að Ísland gerðist aðili að ESB, hann hefði marglýst því yfir og með- al annars sagt fyrir rúmu ári að að- ildarviðræður við Ísland myndu ekki taka nema eitt ár. Á fundi sínum með Rehn hefði hún spurt hann hvort hann væri enn sömu skoðunar, en hann hefði talið að það myndi taka styttri tíma, jafnvel hálft ár. Mat Rehn á stöðunni Ingibjörg sagðist ekki vita til hvers Rehn væri að vísa með um- mælum um afstöðu einstakra flokka á Íslandi. Það væri auðvitað bara hans mat á stöðunni. Hún hefði sagt honum á fundi þeirra að í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar væri ekki kveðið á um það að sækja um aðild, en hins vegar fylgdumst við vel með því sem gerðist á þessum vettvangi og legð- um mat á okkar stöðu og hagsmuni í ljós þess. Hún hefði einnig gert hon- um grein fyrir þeirri umræðu sem átt hefði sér stað hér á landi um upp- töku evrunnar. Það væru ýmsir þess fýsandi að taka hana upp án aðildar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Aðildarviðræður að ESB gætu tekið hálft ár HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa valdið dauða karlmanns á fimmtugsaldri í íbúð við Hringbraut í síðustu viku, sæti gæsluvarðhaldi til 15. október. Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms, að maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi, hafi tilkynnt lög- reglu að vinur hans og nágranni lægi rænulaus í rúmi sínu. Sagðist mað- urinn hafa farið inn í opna íbúðina og komið að nágrannanum þar. Lögregla fann manninn í rúminu og var hann með mikla áverka á and- liti. Þá mátti sjá duft úr slökkvitæki á vanga hans og í rúminu og blóð- slettur á veggnum ofan við höfða- gaflinn. Maðurinn var fluttur á slysadeild en lést þar síðar um kvöldið af sárum sínum. Talið er að maðurinn hafi ver- ið barinn í höfuðið með slökkvitæki, sem fannst í íbúðinni. Sá sem hringdi í lögregluna var handtekinn, grunaður um árásina. Hann var verulega ölvaður, var með nýlegt hrufl á fingri og á höndum hans var duft úr slökkvitæki. Við húsleit á heimili mannsins fannst úlpa með blóðblettum á, duft úr slökkvitæki og blóðkám á vaski, raf- magnsrofa og útidyrahurð. Gæsluvarð- hald staðfest

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.