Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VEGIR í Heiðmörk eru svo slæmir
að stjórn Skógræktarfélags Reykja-
víkur, sem hefur umsjón með Heið-
mörk, hefur sent borgarstjóra
neyðarkall um úrbætur, að sögn
Helga Gíslasonar framkvæmda-
stjóra. Helgi segir gesti Heiðmerk-
ur kvarta látlaust undan ástandi
veganna, en um þá fer liðlega hálf
milljón gesta á ári.
„Maður keyrir hvergi á landinu
eftir malarvegum sem eru í jafn-
skelfilegu ástandi,“ sagði Helgi. Í
sumar þegar var sem þurrast var
rykmengun mjög mikil. Eins sagði
Helgi holótta malarvegina stórkost-
lega slysagildru og að einn til tveir
bílar hafi keyrt út af í viku hverri
eftir að hafa lent í holum og lausa-
möl. Auk eignatjóns valdi þessi tíðu
óhöpp hættu á mengunarslysum.
Helgi vill að gengið verði frá veg-
um í Heiðmörk með bundnu slitlagi.
Vandinn sé sá að vegirnir heyri ým-
ist undir ríki eða borg.
„Vegurinn sem líklega er verstur
liggur frá Suðurlandsvegi og heim
að Elliðavatnsbænum,“ sagði Helgi.
Sá vegur heyrir að mestu undir
Vegagerðina og var um hann rætt á
Alþingi 16. nóvember 2005 í svari
þáverandi samgönguráðherra,
Sturlu Böðvarssonar, við fyrirspurn
Valdimars I. Friðrikssonar alþing-
ismanns um hvort ráðherrann
hygðist leyfa Vegagerðinni að
leggja bundið slitlag á veg í Heið-
mörk.
Sveitarfélög mótfallin malbiki
Í svari Sturlu kom m.a. fram að
Heiðmerkurvegur hefði verið tek-
inn á vegaskrá sem landsvegur
nokkrum árum fyrr, að beiðni bæj-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
einkum Reykjavíkurborgar, til að
tryggja aðkomu ríkisins. Veitt var
fé til vegarins á vegaáætlun 2005-
2008 og miðað við að leggja bundið
slitlag á veginn. Þegar sótt var um
framkvæmdaleyfi til heilbrigðiseft-
irlits Hafnarfjarðar og Kópavogs-
svæðisins og til umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar haustið 2005 til
að malbika um 4 km kafla í norður
frá Vífilsstaðahlíð var þeirri beiðni
hafnað og m.a. óskað eftir frekara
skipulagi og rökstuðningi fyrir þörf
á framkvæmdum. Sturla sagði sam-
gönguráðuneytið ekki líta svo á að
ríkið ætti að skipuleggja Heiðmörk.
„Það er því skoðun mín að fresta
beri framkvæmdum, a.m.k. þar til
spurningum varðandi skipulag hef-
ur verið svarað og viðkomandi yf-
irvöld hafa komist að niðurstöðu um
að leggja megi veg í Heiðmörk. Í
því sambandi er rétt að fram komi
að Vegagerðin metur það svo að
ekki sé unnt að halda við malarveg-
um á svæðinu, m.a. vegna meng-
unarhættu,“ sagði Sturla m.a.
Neyðarkall um úr-
bætur í Heiðmörk
„Maður keyrir
hvergi á landinu
eftir malarvegum
sem eru í jafn-
skelfilegu ástandi“
Morgunblaðið/Júlíus
Möl Vegir í Heiðmörk eru holóttir og er mikið undan þeim kvartað.
MARGT er vel gert í viðbúnaði Ís-
lendinga vegna mögulegs heimsfar-
aldurs inflúensu. Sérstaklega er til
fyrirmyndar samvinna sóttvarna-
læknis og almannavarnadeildar ríkis-
lögreglustjóra og einnig sú mikla
áhersla sem lögð væri á samvinnu við
önnur ráðuneyti, stofnanir, fyrirtæki
og félög í landinu. Hins vegar þarf að
efla enn frekar samskipti við sótt-
varnalækna í héraði og viðkomandi
lögregluyfirvöld og huga betur að
upplýsingamiðlun, einkum til almenn-
ings á farsóttartímum. Þetta kemur
fram í nýrri bráðabirgðaskýrslu um
viðbúnað hér á landi.
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðu-
neytinu kemur fram að fulltrúar frá
Sóttvarnastofnun Evrópubandalags-
ins (ECDC) dvöldu hér á landi dagana
9. til 11. október og tóku út viðbúnað
Íslendinga vegna heimsfaraldurs
inflúensu.
Þetta er gert að ósk Markosar Kyp-
rianous, heilbrigðisráðherra Evrópu-
sambandsins, en könnun á viðbúnaði
allra aðildarríkja bandalagsins, auk
Íslands, Noregs og Liechtenstein
stendur nú yfir og sér ECDC, sem er
ráðgefandi stofnun um sóttvarnir í
ESB, um könnun þessa.
Dvöl fulltrúanna lauk með fundi
með heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra og starfsmönnum ráðuneyt-
isins sem unnið hafa að viðbragðsmál-
unum.
Margt
vel gert í
viðbúnaði
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
ÁÆTLAÐ er að vinna 27 milljónir
rúmmetra á næstu þrjátíu árum úr
stækkaðri malarnámu Árvéla sf. í
Lambafelli við Þrengslaveg sam-
kvæmt drögum að tillögu að mats-
áætlun vegna mats á umhverfis-
áhrifum sem eru nú til kynningar.
Heildarflatarmál áætlaðrar efn-
istöku er um 18 hektarar.
Tilgangur framkvæmdarinnar,
samkvæmt skýrslu sem Línuhönnun
hefur gert fyrir Árvélar, er að mæta
framtíðarefnisþörf fyrir fram-
kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og
nágrenni þess. Í námunni er unnið
bögglaberg, en það hentar vel sem
burðarhæft fyllingarefni undir vegi,
götur og byggingar.
Efnisnám og námuvinnsla hefur
verið í Lambafellsnámu um langa
hríð en vinnsla er talin hafa hafist í
námunni um 1960. Árvélar sf. hafa
verið með nýtingarrétt á námunni
síðan 1982.
Áberandi kennileiti
Lambafell er áberandi kennileiti
þegar farið er um Þrengslin. Fjallið
er 546 m.y.s. og oft lýst sem fjallinu
á hægri hönd með stóra malarnám-
inu, segir í skýrslu Línuhönnunar.
Aðalvalkostur framkvæmdaraðila
samkvæmt skýrslunni er að halda
austurhlíð fjallsins ósnortinni en
vinna sig inn í fjallið á bak við hlíðina
með það í huga að minnka sýnileika
námunnar.
Í skýrslunni kemur fram að jarð-
rask sem fylgir efnistökunni geti
haft í för með sér skerðingu á grónu
landi, búsvæðum fugla og muni
breyta ásýnd fellsins.
Eldborgir við Lambafell eru á
náttúruminjaskrá og eru jafnframt í
tillögum Umhverfisstofnunar vegna
náttúruverndaráætlunar.
Athugasemdir til 20. október
Drögin eru nú birt til kynningar
um tveggja vikna skeið, frá 6. októ-
ber til 20. október 2007 og má finna
þau á vef Línuhönnunar, lh.is. Á
þessu tímabili gefst almenningi
tækifæri til að senda inn at-
hugasemdir við tillöguna.
Að auglýsingatíma loknum verða
drögin, ásamt athugasemdum al-
mennings, send Skipulagsstofnun til
umfjöllunar.
Vilja vinna 27 millj-
ónir m³ úr Lambafelli
Í HNOTSKURN
»Lambafellsnáma er í eigujarðanna Hjalla, Bjarna-
staða, Lækjar, Bakka, Gerða-
kots, Þorgrímsstaða og Króks
í Ölfusi.
»Eigendur námunnar erueigendur þessara jarða.
»Árvélar sf., sem er í eiguÍslenskra aðalverktaka,
hafa samning við landeig-
endur um jarðefnavinnslu úr
námunni.