Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 9

Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 9 HEILDARAFLI í september var 44.865 tonn. Það er helmingi minni afli en var í september 2006, þá var aflinn 87.199 tonn. Samdráttur var í afla flestra tegunda en hvað magn varðar munar mest um minni síldar- afla í ár. Þetta kemur fram í bráðabirgðatöl- um Fiskistofu. Botnfiskaflinn í sept- ember 2007 var 28.639 tonn en aflinn var 37.840 tonn í september í fyrra. Þorskaflinn var 40% minni í nýliðn- um september en í sama mánuði árið áður eða 8.601 tonn á móti 14.270 tonnum í fyrra. Samdráttur var í afla flestra annarra botnfisktegunda, þó jókst afli í skötusel og löngu. Ef verðmæti aflans í september er miðað við fast verð, þorskígildi nýlið- ins fiskveiðiárs, þá hefur aflaverð- mæti í september ekki verið minna í marga áratugi Landað var tæplega 14 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld í sept- ember 2007 en aflinn í september í fyrra var tæplega 48 þúsund tonn. 1,1 milljón tonna á árinu Heildarafli íslenskra skipa á árinu var orðinn 1.110 þúsund tonn í lok september 2007. Það er tæplega 55 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma á síðasta ári þegar heildaraflinn janúar-september var 1.055 þúsund tonn. Aukning í afla milli ára stafar af meiri loðnu- og makrílafla í ár. Ef hins vegar verðmæti janúar- september aflans er reiknað til fasts verðs, þorskígilda nýliðins fiskveiði- árs, þá hefur verðmæti aflans dregist lítillega saman frá í fyrra. Reyndar var verðmæti aflans í janúar-septem- ber 2007 miðað við fast verð minna en það hefur verið í marga áratugi á sama tímabili á liðnum árum. Rækjuafli var slakur í nýliðnum september, þó meiri en sama tíma í fyrra. Skýringa á samdrættinum má meðal annars leita í mikilli ótíð í sept- ember. Þá hafa menn farið sér hægt inn í nýtt kvótaár í ljósi þriðjungs skerðingar á þorskafla. Loks má nefna að síldarskipin hafa verið að veiða norsk-íslensku síldina innan norsku lögsögunnar en þar hafa veið- arnar gengið fremur hægt. Minnsta verð- mæti í áratugi Fiskaflinn í sept- ember nú helmingi minni en í fyrra                                    !"#  !! "   ### #$!%%% $ %$ #" "!$ %#  % !" %!! ## %&!" # $" ! !$ &%  ' (   (  )        Í HNOTSKURN »Þorskaflinn var 40% minni ínýliðnum september en í sama mánuði árið áður eða 8.601 tonn á móti 14.270 tonnum í fyrra. »Heildarafli íslenskra skipa áárinu var orðinn 1.110 þús- und tonn í lok september 2007. Það er tæplega 55 þúsund tonn- um meiri afli en á sama tíma á síðasta ári. »Skýringa á samdrættinummá meðal annars leita í mik- illi ótíð í september. Þá hafa menn farið sér hægt inn í nýtt kvótaár í ljósi þriðjungs skerð- ingar á þorskafla. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÞAÐ ER fyllilega raunhæft að börn, sem koma hingað til lands, geti stað- ið fyrir „utan við kerfið“ um talsvert langan tíma. Það er líka fyllilega raunhæft að börn geti verið skilin hér eftir af foreldrum eða forráða- mönnum. Þetta er niðurstaða Barnaheilla sem könnuðu hjá Út- lendingastofnun og dómsmálaráðu- neyti hvernig skráningu útlenskra barna væri hagað við komuna hing- að til lands af forráðamönnum og þar af leiðandi hvort mögulegt væri að hingað til lands kæmu börn sem seld eru til vinnu- eða kynlífsþrælk- unar. Þetta kom fram í erindi Petr- ínu Ásgeirsdóttur, framkvæmda- stjóra Barnaheilla, á ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á fimmtudag. Börn seld til EES-landa Sagði Petrína þekkt að mörg börn, ekki síst í Austur- og Suð- austur-Evrópu, hefðu verið seld í kynlífsþrælkun eða vinnumennsku til annarra landa m.a. til landa á EES-svæðinu. „Getur verið að ein- hver þessara barna séu hér á landi?“ spurði Petrína. Í svörum Útlend- ingastofnunar og dómsmálaráðu- neytisins við spurningum Barna- heilla kemur fram að mjög er mismunandi hvernig útlendingar eru skráðir inn í landið. Allt frá ferðamönnum sem ekki eru árit- anaskyldir og upp í fólk sem sækir fyrst um kennitölu og svo um dval- arleyfi. EES-borgarar sem hingað koma hafa rétt á að dvelja hér í allt að 6 mánuði án nokkurrar skrán- ingar. Dvalarleyfi barna eru alltaf gefin út í tengslum við foreldri. „Út- lendingastofnun er ekki með sér- stakt eftirlit með börnunum, heldur eingöngu í tengslum við foreldra,“ sagði Petrína. Ef barn og foreldri væru hér á útrunnu leyfi og hefðu ekki sótt um aftur, þá færu þau út af þjóðskrá. „En hins vegar er ekkert fylgst með því hvort þau fari af land- inu eða ekki,“ sagði Petrína. Það er því að hennar mati raunhæft að börn geti verið skilin hér eftir af for- ráðamönnum og verið óskráð í land- inu í talsvert langan tíma. „Að þessu sögðu er að okkar mati afar mikil- vægt að Útlendingastofnun, ráðu- neyti, lögregla og félagsmála- og barnaverndaryfirvöld móti skýra stefnu um eftirlit með börnum sem hingað koma og að eftirlitið verði virkt,“ sagði Petrína. „Undir engum kringumstæðum megum við sofna á verðinum og telja eða vona að allt sé í góðu lagi hér.“ Ekkert eftirlit með börnunum Útlensk börn geta dvalið hér á landi í talsvert langan tíma án þess að vera nokkurn tíma skráð Morgunblaðið/G.Rúnar Kynlífsþrælkun „Getur verið að einhver þessara barna séu hér á landi?“ spyr Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af drögtum og stökum jökkum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Stutt gallapils Opið virka daga kl.10-18 Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16 – Eddufelli kl. 10-14                               !"    #$ ! %$  ! &%  $'"  ( $  )$!%  *!  + $$   $ ,   - "     " Opið virka daga frá kl. 10-18, lau. frá kl. 10-16 og Mörkinni 6, sími 588 5518. Nýr haust- litur Frábært úrval yfirhafna M b l 9 16 78 9 Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919 Kringlukast tilboð WMF STEIKARPOTTUR 9.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.