Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 9 HEILDARAFLI í september var 44.865 tonn. Það er helmingi minni afli en var í september 2006, þá var aflinn 87.199 tonn. Samdráttur var í afla flestra tegunda en hvað magn varðar munar mest um minni síldar- afla í ár. Þetta kemur fram í bráðabirgðatöl- um Fiskistofu. Botnfiskaflinn í sept- ember 2007 var 28.639 tonn en aflinn var 37.840 tonn í september í fyrra. Þorskaflinn var 40% minni í nýliðn- um september en í sama mánuði árið áður eða 8.601 tonn á móti 14.270 tonnum í fyrra. Samdráttur var í afla flestra annarra botnfisktegunda, þó jókst afli í skötusel og löngu. Ef verðmæti aflans í september er miðað við fast verð, þorskígildi nýlið- ins fiskveiðiárs, þá hefur aflaverð- mæti í september ekki verið minna í marga áratugi Landað var tæplega 14 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld í sept- ember 2007 en aflinn í september í fyrra var tæplega 48 þúsund tonn. 1,1 milljón tonna á árinu Heildarafli íslenskra skipa á árinu var orðinn 1.110 þúsund tonn í lok september 2007. Það er tæplega 55 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma á síðasta ári þegar heildaraflinn janúar-september var 1.055 þúsund tonn. Aukning í afla milli ára stafar af meiri loðnu- og makrílafla í ár. Ef hins vegar verðmæti janúar- september aflans er reiknað til fasts verðs, þorskígilda nýliðins fiskveiði- árs, þá hefur verðmæti aflans dregist lítillega saman frá í fyrra. Reyndar var verðmæti aflans í janúar-septem- ber 2007 miðað við fast verð minna en það hefur verið í marga áratugi á sama tímabili á liðnum árum. Rækjuafli var slakur í nýliðnum september, þó meiri en sama tíma í fyrra. Skýringa á samdrættinum má meðal annars leita í mikilli ótíð í sept- ember. Þá hafa menn farið sér hægt inn í nýtt kvótaár í ljósi þriðjungs skerðingar á þorskafla. Loks má nefna að síldarskipin hafa verið að veiða norsk-íslensku síldina innan norsku lögsögunnar en þar hafa veið- arnar gengið fremur hægt. Minnsta verð- mæti í áratugi Fiskaflinn í sept- ember nú helmingi minni en í fyrra                                    !"#  !! "   ### #$!%%% $ %$ #" "!$ %#  % !" %!! ## %&!" # $" ! !$ &%  ' (   (  )        Í HNOTSKURN »Þorskaflinn var 40% minni ínýliðnum september en í sama mánuði árið áður eða 8.601 tonn á móti 14.270 tonnum í fyrra. »Heildarafli íslenskra skipa áárinu var orðinn 1.110 þús- und tonn í lok september 2007. Það er tæplega 55 þúsund tonn- um meiri afli en á sama tíma á síðasta ári. »Skýringa á samdrættinummá meðal annars leita í mik- illi ótíð í september. Þá hafa menn farið sér hægt inn í nýtt kvótaár í ljósi þriðjungs skerð- ingar á þorskafla. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÞAÐ ER fyllilega raunhæft að börn, sem koma hingað til lands, geti stað- ið fyrir „utan við kerfið“ um talsvert langan tíma. Það er líka fyllilega raunhæft að börn geti verið skilin hér eftir af foreldrum eða forráða- mönnum. Þetta er niðurstaða Barnaheilla sem könnuðu hjá Út- lendingastofnun og dómsmálaráðu- neyti hvernig skráningu útlenskra barna væri hagað við komuna hing- að til lands af forráðamönnum og þar af leiðandi hvort mögulegt væri að hingað til lands kæmu börn sem seld eru til vinnu- eða kynlífsþrælk- unar. Þetta kom fram í erindi Petr- ínu Ásgeirsdóttur, framkvæmda- stjóra Barnaheilla, á ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á fimmtudag. Börn seld til EES-landa Sagði Petrína þekkt að mörg börn, ekki síst í Austur- og Suð- austur-Evrópu, hefðu verið seld í kynlífsþrælkun eða vinnumennsku til annarra landa m.a. til landa á EES-svæðinu. „Getur verið að ein- hver þessara barna séu hér á landi?“ spurði Petrína. Í svörum Útlend- ingastofnunar og dómsmálaráðu- neytisins við spurningum Barna- heilla kemur fram að mjög er mismunandi hvernig útlendingar eru skráðir inn í landið. Allt frá ferðamönnum sem ekki eru árit- anaskyldir og upp í fólk sem sækir fyrst um kennitölu og svo um dval- arleyfi. EES-borgarar sem hingað koma hafa rétt á að dvelja hér í allt að 6 mánuði án nokkurrar skrán- ingar. Dvalarleyfi barna eru alltaf gefin út í tengslum við foreldri. „Út- lendingastofnun er ekki með sér- stakt eftirlit með börnunum, heldur eingöngu í tengslum við foreldra,“ sagði Petrína. Ef barn og foreldri væru hér á útrunnu leyfi og hefðu ekki sótt um aftur, þá færu þau út af þjóðskrá. „En hins vegar er ekkert fylgst með því hvort þau fari af land- inu eða ekki,“ sagði Petrína. Það er því að hennar mati raunhæft að börn geti verið skilin hér eftir af for- ráðamönnum og verið óskráð í land- inu í talsvert langan tíma. „Að þessu sögðu er að okkar mati afar mikil- vægt að Útlendingastofnun, ráðu- neyti, lögregla og félagsmála- og barnaverndaryfirvöld móti skýra stefnu um eftirlit með börnum sem hingað koma og að eftirlitið verði virkt,“ sagði Petrína. „Undir engum kringumstæðum megum við sofna á verðinum og telja eða vona að allt sé í góðu lagi hér.“ Ekkert eftirlit með börnunum Útlensk börn geta dvalið hér á landi í talsvert langan tíma án þess að vera nokkurn tíma skráð Morgunblaðið/G.Rúnar Kynlífsþrælkun „Getur verið að einhver þessara barna séu hér á landi?“ spyr Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af drögtum og stökum jökkum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Stutt gallapils Opið virka daga kl.10-18 Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16 – Eddufelli kl. 10-14                               !"    #$ ! %$  ! &%  $'"  ( $  )$!%  *!  + $$   $ ,   - "     " Opið virka daga frá kl. 10-18, lau. frá kl. 10-16 og Mörkinni 6, sími 588 5518. Nýr haust- litur Frábært úrval yfirhafna M b l 9 16 78 9 Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919 Kringlukast tilboð WMF STEIKARPOTTUR 9.900 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.