Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 15

Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 15 SAMFYLKING- ARFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur fund um nýtt meirihluta- samstarf í Reykjavík í dag, laugardaginn 13. október, kl 11 á Hallveigarstíg 1. Gestur fund- arins er Dagur B. Eggertsson verðandi borgarstjóri í Reykjavík. Fundarstjóri er Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi. Ræða nýja meirihlutann Dagur B. Eggertsson VERIÐ er að skoða hugmyndir um að koma fót dönskum lýðháskóla á Núpi í Dýrafirði á vegum Ung- mennafélags Íslands í samstarfi við systursamtök UMFÍ í Danmörku og stjórnvöld á Íslandi. Þetta kom fram í Bæjarins Besta nýlega. Þar kemur einnig fram að Lista- háskóli Íslands og viðskiptaháskól- inn á Bifröst hefðu haft hug á því að nýta sér húsnæði gamla héraðsskól- ans á Núpi, en hafi nú dregið í land. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Frá Núpi í Dýrafirði. Lýðháskóli? BLEIKA tennis- mótið verður haldið í Tennis- höllinni í Kópa- vogi í dag, laug- ardag. Mótið er fyrir allar konur á öllum aldri á hvaða hæfileika- stigi sem er í tennis. Mótið hefst kl. 15 og verða allir þátt- takendur að klæðast ein- hverju bleiku á meðan á móti stendur. Allur ágóði mótsins rennur til styrkt- ar Krabbameinsfélagi Íslands. Boðið verður upp á mat og drykk fyrir þátttakendur og Lára Rúnars- dóttir söngkona kemur og syngur nokkur lög. Helstu stuðningsaðilar mótsins eru Kaupþing og Veislan veitingaeldhús. Bleikur tennis Soumia Islami Íslandsmeistari í tennis Í MORGUNBLAÐINU í gær var sagt að samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgar- stjórn hefði staðið í 486 daga, talið frá 13. júní 2006 til dagsins í fyrra- dag. Bent hefur verið á að þessi daga- fjöldi sé ekki réttur, þar sem ekki hafi verið reiknað með hlaupári. Dagafjöldinn sé því 485 en ekki 486. Ekki réttur dagafjöldi Í TILEFNI afhjúpunar Friðarsúlu Yoko Ono á afmælisdegi Johns Lennons hinn 9. október hafa leikskóla- og grunnskólabörn í japönsku borg- inni Chiryu og reykvísk börn úr leikskólunum Hálsakoti, Fálkaborg og Steinahlíð og grunn- skólanum Víkurskóla velt fyrir sér „friði“ og teiknað og málað myndir sem þeim hefur fundist lýsa friði best. Myndirnar verða til sýnis í Borgarbókasafni Grófarhúsi, fyrstu hæð, út mánuðinn. Verkefnið kemur upphaflega frá starfs- mönnum japanska sendiráðsins á Íslandi og er unnið í samstarfi við leikskólasvið Reykjavíkur- borgar og Höfuðborgarstofu, segir í fréttatil- kynningu. Friðarmyndir barna List Mynd eftir Auði sem er 5 ára og á Hálsakoti. „Ég sit á stól, þá er friður“. SKRIFAÐ hefur verið undir kaup- samning milli væntanlegs hluta- félags og skiptastjóra rækjuverk- smiðjunnar Miðfells á Ísafirði og hófst rækjuvinnsla því á ný á Ísa- firði í gærmorgun. 22 starfsmenn mættu til vinnu. Stofnendur félags- ins eru Byggðastofnun og útgerð- arfélagið Birnir. Fleiri aðilar koma til með að gerast stofnfélagar næstu daga, samkvæmt frétt Bæj- arins besta. Vinna hafin hjá Miðfelli á Ísafirði Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. þráðlausa síma, eldunartæki, kæli- og frystitæki, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, smátæki og mikið úrval af alls kyns lömpum til heimilisnota. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Skoðið öll Tækifæristilboðin á www.sminor.is. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni! Í dag frá 10 til 16Sölusýning Falleg birta með ljósum frá Smith & Norland. Fjarskiptin heppnast vel með símabúnaði frá Siemens. Við eldum með Siemens. Bjóðum nú þessa glæsilegu þvottavél með íslensku stjórnborði. Þetta er vélin handa þér!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.