Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 15 SAMFYLKING- ARFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur fund um nýtt meirihluta- samstarf í Reykjavík í dag, laugardaginn 13. október, kl 11 á Hallveigarstíg 1. Gestur fund- arins er Dagur B. Eggertsson verðandi borgarstjóri í Reykjavík. Fundarstjóri er Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi. Ræða nýja meirihlutann Dagur B. Eggertsson VERIÐ er að skoða hugmyndir um að koma fót dönskum lýðháskóla á Núpi í Dýrafirði á vegum Ung- mennafélags Íslands í samstarfi við systursamtök UMFÍ í Danmörku og stjórnvöld á Íslandi. Þetta kom fram í Bæjarins Besta nýlega. Þar kemur einnig fram að Lista- háskóli Íslands og viðskiptaháskól- inn á Bifröst hefðu haft hug á því að nýta sér húsnæði gamla héraðsskól- ans á Núpi, en hafi nú dregið í land. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Frá Núpi í Dýrafirði. Lýðháskóli? BLEIKA tennis- mótið verður haldið í Tennis- höllinni í Kópa- vogi í dag, laug- ardag. Mótið er fyrir allar konur á öllum aldri á hvaða hæfileika- stigi sem er í tennis. Mótið hefst kl. 15 og verða allir þátt- takendur að klæðast ein- hverju bleiku á meðan á móti stendur. Allur ágóði mótsins rennur til styrkt- ar Krabbameinsfélagi Íslands. Boðið verður upp á mat og drykk fyrir þátttakendur og Lára Rúnars- dóttir söngkona kemur og syngur nokkur lög. Helstu stuðningsaðilar mótsins eru Kaupþing og Veislan veitingaeldhús. Bleikur tennis Soumia Islami Íslandsmeistari í tennis Í MORGUNBLAÐINU í gær var sagt að samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgar- stjórn hefði staðið í 486 daga, talið frá 13. júní 2006 til dagsins í fyrra- dag. Bent hefur verið á að þessi daga- fjöldi sé ekki réttur, þar sem ekki hafi verið reiknað með hlaupári. Dagafjöldinn sé því 485 en ekki 486. Ekki réttur dagafjöldi Í TILEFNI afhjúpunar Friðarsúlu Yoko Ono á afmælisdegi Johns Lennons hinn 9. október hafa leikskóla- og grunnskólabörn í japönsku borg- inni Chiryu og reykvísk börn úr leikskólunum Hálsakoti, Fálkaborg og Steinahlíð og grunn- skólanum Víkurskóla velt fyrir sér „friði“ og teiknað og málað myndir sem þeim hefur fundist lýsa friði best. Myndirnar verða til sýnis í Borgarbókasafni Grófarhúsi, fyrstu hæð, út mánuðinn. Verkefnið kemur upphaflega frá starfs- mönnum japanska sendiráðsins á Íslandi og er unnið í samstarfi við leikskólasvið Reykjavíkur- borgar og Höfuðborgarstofu, segir í fréttatil- kynningu. Friðarmyndir barna List Mynd eftir Auði sem er 5 ára og á Hálsakoti. „Ég sit á stól, þá er friður“. SKRIFAÐ hefur verið undir kaup- samning milli væntanlegs hluta- félags og skiptastjóra rækjuverk- smiðjunnar Miðfells á Ísafirði og hófst rækjuvinnsla því á ný á Ísa- firði í gærmorgun. 22 starfsmenn mættu til vinnu. Stofnendur félags- ins eru Byggðastofnun og útgerð- arfélagið Birnir. Fleiri aðilar koma til með að gerast stofnfélagar næstu daga, samkvæmt frétt Bæj- arins besta. Vinna hafin hjá Miðfelli á Ísafirði Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. þráðlausa síma, eldunartæki, kæli- og frystitæki, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, smátæki og mikið úrval af alls kyns lömpum til heimilisnota. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Skoðið öll Tækifæristilboðin á www.sminor.is. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni! Í dag frá 10 til 16Sölusýning Falleg birta með ljósum frá Smith & Norland. Fjarskiptin heppnast vel með símabúnaði frá Siemens. Við eldum með Siemens. Bjóðum nú þessa glæsilegu þvottavél með íslensku stjórnborði. Þetta er vélin handa þér!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.