Morgunblaðið - 13.10.2007, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
"
#
&'
& '#
!!
!
& '%
( '%
$!
% #
( '#
('
#!
%
( '
( '
%"%
& '
&'
*
+
) + + *,-./0
1%! !
'
#'!
!"'%
#'$
$'
!$'$
#'%
%'
!'!
'"
'$"
#'#
'
'#
#'!$
#$"'
#" '
'
'"
"'%%
$$'#
'$"
'
%'"
! '
'
#'"
!"#$%
&
' "( # &)
*+$
,-./-,,
,.-012-.1
-..,-2
,--,/
//-,-,/,
,-21-0
-//.-02
-20-//-20
,/1-,-.00
,-2-.
2-2-,
/-102-/2,
,-/,-
.-2,1-
0-,.-1
1-1
2-,1
/-0-.
-/-
32.
/132
231
,/3.
,.30
203.
,/31
1.3
23,
,30
/3
23
,3/
/32.
/03
/3
3
,,3
3.
003
,,30
13
2203
3
/13/
23.
,/30
,03
3
,/3.
.3
232
,3
/3/,
3
,3/,
/320
/003
/03
3,
,,/3
3..
3
.3
23
3,
/3/
45
!"#$%
2
2,
2/
/
2
,
,
/
0
,
2
&
%&
!"#-!
"
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
-0-,1
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
,--,1
0--,1
,--,1
.--,1
--,1
--,1
,--,1
,,-.-,1
,--,1
1-0-,1
-0-,1
% #6 +$78-
##!56 +$78-
9%78-
:6 +$78-
6%'#78-
8-;#$8<&=
>?
6 +$78-
*+$@&'#78-
: '#= 78-
? 7 78-
%+;+ +"A 4A8-'-78-
B;78-
C+78-
! "
2/78-
8
?78-
%%?D
%
+;DE
##
&6 +$78-
F B#
>?
?6 +$78-
78-
G7
478-
B&&&;"%5"78-
H+%5"78-
# $ ! %&
I
%+B+;+; 6 78-
;$"478-
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í
Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 0,35% og er
8.517 stig. Bréf Alfesca hækkuðu
um 1,43%, bréf Atorku Group um
0,71% og bréf Föroya Banka um
0,68%. Bréf Teymis lækkuðu um
2,08% og Össurar um 1,89%.
Krónan styrktist um 0,04% í dag,
samkvæmt upplýsingum frá Glitni,
en velta á millibankamarkaði nam
15,9 milljörðum króna. Gengi doll-
arans er 59,90 krónur, pundsins
121,97 og evrunnar 84,90.
Lækkun hlutabréfa
EKKERT er hæft í þeim orðrómi að
Iceland Express hafi fest kaup á Air
Atlanta, að sögn forstjóra fyrr-
nefnda félagsins, en í grein í Frétta-
bréfi Félags íslenskra atvinnuflug-
manna segir að sú saga gangi nú
fjöllum hærra að gengið hafi verið
frá kaupunum. Segir þar að for-
svarsmenn beggja félaga hafi boðað
starfsfólki sínu stórar fréttir 20.
október næstkomandi.
Í samtali við Morgunblaðið neitar
Matthías Imsland, framkvæmda-
stjóri Iceland Express, því að félagið
hefði keypt Atlanta. Þá segir Baldur
Guðnason, forstjóri Hf. Eimskipa-
félags Íslands, móðurfélags Atlanta,
sömuleiðis að flugfélagið hafi ekki
verið selt. „Það er ekkert launung-
armál að við viljum gjarnan finna
kaupanda að félaginu og ABN Amro
Bank er með það í sölumeðferð fyrir
okkur. Við höfum átt í viðræðum við
nokkra erlenda aðila vegna þessa en
ekki við eigendur Iceland Express.“
Iceland Express er ekki fyrsta ís-
lenska félagið sem orðað hefur verið
við kaup á Atlanta, en skömmu eftir
að tilkynnt var um það í maí að
ákveðið hefði verið að setja félagið í
sölu sagði Jón Karl Ólafsson, for-
stjóri Icelandair, að verið væri að
skoða kaup Icelandair á Atlanta, en
ekkert varð þó úr kaupum.
Segir engar við-
ræður í gangi
● ASKAR Capital
hafa stofnað nýj-
an 150 milljón
dollara fjárfest-
ingasjóð á sviði
framtaks-
fjármögnunar (e.
private equity) í
samvinnu við
VCM Capital Ma-
nagement og
Resource Am-
erica. Í tilkynningu frá Askar segir
að mikil þróunar- og undirbúnings-
vinna liggi að baki stofnunar sjóðs-
ins af hálfu fulltrúa félaganna
þriggja og verði hann kynntur hér-
lendum fagfjárfestum á næstu vik-
um. Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stjóri Askar Capital, segir sjóðinn
spennandi valkost fyrir lífeyrissjóði
og aðra fagfjárfesta. Með öflugum
samstarfsaðilum hafi tekist að lág-
marka óvissu sem yfirleitt tengist
verkefnum á sviði framtaks-
fjármögnunar og auka líkur á góð-
um árangri og ávöxtun til fjárfesta.
Sjóðurinn er skráður á Írlandi og
starfar eftir þeim reglum sem þar
gilda.
Askar Capital stofna
nýjan fjárfestingasjóð
Tryggvi Þór
Herbertsson
● FL GROUP hefur aukið hlut sinn í
Tryggingamiðstöðinni um rúm 11%
og er komið með 94,96% hlut í fyr-
irtækinu en fyrir átti FL Group
83,74%.
FL Group hefur meðal annars
keypt 9% hlut af félagi í eigu Guð-
bjargar Matthíasdóttur, Kristni ehf.
FL Group heldur hlutunum í Trygg-
ingamiðstöðinni annað hvort beint
eða í gegnum dótturfélag sitt Kjarr-
hólma ehf.
Gerður er fyrirvari um samþykki
Fjármálaeftirlitsins fyrir kaup-
ununum, en FL Group greiðir fyrir
hlutina í Tryggingamiðstöðinni með
nýju hlutafé í FL Group, samkvæmt
tilkynningu til Kauphallar OMX á Ís-
landi.
FL með 95% í Trygg-
ingamiðstöðinni
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
STRAUMUR-Burðarás fjárfesting-
arbanki opnar starfsstöð í Svíaríki á
næstunni og undirbýr nú þá opnun.
Samkvæmt frétt sænska viðskipta-
blaðsins Dagens Industri hefur
bankinn farið mikinn í mannaráðn-
ingum, ryksugar markaðinn eins og
það er orðað, og hefur blaðið eftir
Fredrik Sjöstrand, æðsta manni
starfseminnar í Svíþjóð, að fram-
undan séu kaup á öðrum fjárfesting-
arbönkum. Í heilu lagi eða að hluta
til. Reyndar er það í takt við þá
framtíðarsýn sem William Fall, for-
stjóri Straums, kynnti fyrir íslensk-
um blaðamönnum 10. september sl.
en þá hafði Fall einmitt orð á því að
til þess að ná markmiðum bankans
um að verða fremstur í flokki fjár-
festingarbanka árið 2010 væri ytri
vöxtur nauðsynlegur. Aðspurður
segir Sjöstrand að verið sé að skoða
nokkra banka með kaup í huga en
bætir við að einnig komi til greina að
kaupa starfsfólk í kippum frá keppi-
nautum. Hann gefur þó ekki upp
hvaða banka er verið að skoða en
telur ólíklegt að gengið verði frá ein-
hverjum samningum fyrir áramót.
„Eiginfjárhlutfall Straums er allt
of hátt. Bankinn þarf að ávaxta eigið
fé sitt betur,“ segir Sjöstrand, sem
var ráðinn til Straums í mars á
þessu ári frá Handelsbanken í
Stokkhólmi.
Sækja í áhættu
Höfuðstöðvar Straums í Stokk-
hólmi verða á Jakobsbergsgatan,
sem er í hjarta fjármálahverfis
borgarinnar og skammt frá höfuð-
stöðvum Kaupþings við Stureplan.
„Viðskiptabankarnir hræðast
áhættu og hefðbundnu viðskipta-
bankarnir hafa ekki mjög mikið fjár-
magn. Við hræðumst ekki áhættu og
höfum nóg fjármagn. Aðalatriðið er
að geta unnið eftir íslenska módel-
inu, þ.e. að taka þátt í verkefnum og
taka áhættu með viðskiptavinum
okkar,“ segir hann.
Stendur í stórræð-
um í Stokkhólmi
Morgunblaðið/Kristinn
Forstjórinn William Fall segir ytri
vöxt nauðsynlegan fyrir Straum.
GLITNIR sá um
6,56% viðskipta
á norrænu
OMX-kauphöll-
inni í september
og var í fyrsta
sæti miðlara í
kauphöllinni. Er
það í fyrsta
skipti sem það
gerist. Í næstu sætum voru SEB
Enskilda með 6,21% hlut af velt-
unni, Svenska Handelsbanken með
4,92%, Morgan Stanley með 4,73%
og Goldman Sachs með 4,1%.
Í tilkynningu frá bankanum er
haft eftir Lárusi Welding, for-
stjóra Glitnis, að á síðustu árum
hafi mikil áhersla verið lögð á að
byggja upp verðbréfamiðlun bank-
ans. Það sé ánægjulegt að sjá
markmið bankans verða að veru-
leika.
Þá segir Jóhannes Baldursson,
framkvæmdastjóri markaðsvið-
skipta Glitnis á Íslandi, að nor-
ræna útrásin hafi styrkt stöðu
bankans í íslensku kauphöllinni
þar sem Glitnir var einnig með
mestu veltu í hlutabréfum í sept-
ember.
Stærstur
miðlara
Glitnir umfangs-
mestur í OMX
ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka
stofnfé Sparisjóðs Vestmannaeyja,
en tillaga þess efnis var samþykkt á
fundi stofnfjáreigenda í vikunni. Er
sagt frá þessu í Eyjafréttum.
Tillaga meirihluta stjórnar sjóðs-
ins hljóðaði upp á heimild stjórnar
til að auka stofnfé um allt að einn
milljarð og á hún að gilda til árs-
loka 2009. Var lagt til að bjóða út
350 milljónir króna fyrir lok þessa
árs.
Þá var samþykkt breyting á sam-
þykktum sjóðsins um afnám jafnrar
eignar að stofnfjárhlutum og að hér
eftir verði einn hlutur ein króna. Þá
var ákveðið að hámarkshlutur
hvers stofnfjáreiganda verði fimm
prósent af útgefnu stofnfé.
Stofnfé aukið
um milljarð
BRESKI auðkýf-
ingurinn Richard
Branson hefur
nú bæst í hóp
þeirra sem hafa
hug á að kaupa
fasteignalána-
bankann Nort-
hern Rock. Nái
hann að kaupa
bankann mun
nafnið Northern Rock heyra sög-
unni til og vörumerki Branson
Virgin Money verður límt yfir
gömlu skiltin. Frá þessu greinir
The Times og segir fulltrúa Bran-
son þegar hafa fundað með stjórn-
endum Northern Rock.
Northern Rock hefur sem kunn-
ugt er lent í miklum hremmingum í
kjölfar húsnæðislánakreppunnar í
vestan Atlantsála og hafa margir
lýst áhuga sínum á að kaupa bank-
ann. Meðal þeirra eru vogunar-
sjóðir, bæði evrópskir og banda-
rískir. Frá áramótum hefur gengi
hlutabréfa Northern Rock lækkað
um 78%.
Vill kaupa
Northern
Richard Branson
♦♦♦
♦♦♦
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
KJÖR þau sem Kaupþingi buðust í
nýafstöðnum skuldabréfaútboðum
eru heldur verri en þau sem bankinn
fékk fyrir nokkrum mánuðum, áður
en títtnefnd ólga hófst á alþjóðlegum
lánamörkuðum. Talsmenn bankans
telja þó að kjörin hafi verið góð mið-
að við aðstæður og segja verðhækk-
un á lánsfé hafa gengið nokkuð jafnt
yfir alla aðila á lánamarkaði.
Ávöxtunarkrafa á skuldabréf sem
gefin voru út í Mexíkó var 0,72 pró-
sentustigum yfir libor-vöxtum og
krafan á víkjandi skuldabréf, sem
gefin voru út í Asíu, var 2,75 pró-
sentustigum yfir libor-vöxtum.
Guðni Níels Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri fjárstýringar hjá
Kaupþingi segir að þrátt fyrir að
lánsfé sé nú dýrara en fyrir lána-
kreppuna eigi bankinn ekki í neinum
vandræðum með fjármögnun og að
hún hafi ekki stöðvast.
Segir Guðni að lauslega áætlað
hafi ávöxtunarkrafa á skuldabréf
hækkað um 0,5 prósentustig frá því í
sumar, en það eigi jafnt við um
Kaupþing og stærri banka eins og
Citybank og Deutsche Bank. Asíska
útgáfan var í formi svokallaðra víkj-
andi skuldabréfa að upphæð um 24
milljarða íslenskra króna, en víkj-
andi skuldabréf teljast til A-hluta
eigin fjár banka og með útgáfunni
hækkar eiginfjárhlutfall A bankans
um 0,7%, samkvæmt útreikningum
greiningardeildar Landsbankans.
Guðni segir að áður en til yfirtöku
Kaupþings á hollenska bankanum
NIBC kom hafi Kaupþing verið að
safna lausafé til að geta gripið kaup-
tækifæri þegar það gæfist án þess að
falla niður fyrir lögbundin lausafjár-
mörk. „Í raun má því segja að fjár-
mögnuninni hafi því verið lokið áður
en að yfirtökunni sjálfri kom.“
Kom ekki á óvart
Í Morgunblaðinu í gær var fjallað
um grein Financial Times um ís-
lensku bankana, þar sem áhyggjum
var lýst yfir því að vergar þjóðar-
skuldir og viðskiptahalli séu gríðar-
mikil og það veki upp spurningar um
vaxtastefnu íslensku bankanna í ljósi
hækkandi lánsfjárkostnaðar. Bank-
arnir bendi hins vegar á að eiginfjár-
hlutfall þeirra sé hærra en var fyrir
rúmu ári og að fjármögnunargrunn-
ur þeirra sé öllu breiðari.
Í grein Financial Times er einnig
fjallað um, sem áður hefur verið
greint frá í Morgunblaðinu, að mats-
fyrirtækið Moody’s væri með Kaup-
þing á athugunarlista vegna kaup-
anna á NIBC. Jónas Sigurgeirsson,
forstöðumaður fjárfestatengsla
Kaupþings, segir að í ljósi stærðar
yfirtökunnar hafi það ekki komið á
óvart, enda eðlilegt að matsfyrirtæki
vildu hafa vaðið fyrir neðan sig.
Benti hann á að Fitch Ratings hafi
staðfest lánshæfismat Kaupþings
eftir kaupin á NIBC.
Dýrara lánsfé en
viðunandi kjör
Í HNOTSKURN
» Kaupþing gaf í vikunni útvíkjandi skuldabréf að
fjárhæð 24 milljarða króna.
» Víkjandi skuldabréf eruþess eðlis að komi til gjald-
þrots útgefanda þá víkja hand-
hafar slíkra bréfa fyrir öðrum
kröfuhöfum í búið.
» Þá telst fjármagn, sem afl-að er með útgáfu víkjandi
bréfa, til svokallaðs A-hluta
eigin fjár útgefandans.