Morgunblaðið - 13.10.2007, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
CONDOLEEZZA Rice, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sagði
eftir viðræður við rússneska ráða-
menn í Moskvu í gær að Banda-
ríkjastjórn hygðist hvergi hvika
frá áformum sínum um að koma
upp eldflaugavarnakerfi í Póllandi
og Tékklandi þrátt fyrir harða
andstöðu Rússa.
Rice sagði að haldið yrði áfram
viðræðum við stjórnvöld í lönd-
unum tveimur um að koma upp
ratsjárstöð í Tékklandi og tíu
gagnflaugum í Tékklandi til að
verjast hugsanlegum eldflauga-
árásum.
Áður hafði Sergej Lavrov, utan-
ríkisráðherra Rússlands, skorað á
Bandaríkjastjórn að hætta við eld-
flaugavarnirnar og varað við því að
Rússar myndu „gera ráðstafanir
til að eyða ógninni“ sem stafaði af
áformunum ef ekki yrði tekið tillit
til sjónarmiða Rússa.
Robert Gates, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sem tók
einnig þátt í viðræðunum í
Moskvu, sagði að fyrirhugaðar eld-
flaugavarnir beindust ekki að
Rússlandi.
Viðræðurnar í Moskvu hófust
með fundi Rice og Gates með Vlad-
ímír Pútín Rússlandsforseta sem
áréttaði andstöðu sína við eld-
flaugavarnir Bandaríkjanna.
Segir sáttmálann úreltan
Pútín hótaði einnig að rifta INF-
sáttmálanum frá árinu 1987 um
upprætingu meðaldrægra kjarn-
orkueldflauga. Hann sagði að sátt-
málinn væri orðinn úreltur vegna
þess að ríki í grennd við Rússland
ættu nú slík vopn. Pútín nefndi
engin ríki í þessu sambandi en
breska ríkisútvarpið, BBC, hafði
eftir fréttaskýranda að forsetinn
hefði hugsanlega skírskotað til Ír-
ans og Norður-Kóreu. Hótunin var
túlkuð sem nýtt útspil af hálfu Pút-
íns til að auka þrýstinginn á
Bandaríkjastjórn í deilunni um
eldflaugavarnirnar.
Rússnesk stjórnvöld hafa boðið
Bandaríkjamönnum að nota rat-
sjárstöð, sem Rússar reka í
Aserbaídsjan, en bandaríska
stjórnin segir að það komi ekki til
greina þar sem stöðin henti ekki til
eldflaugavarna.
Hart deilt um eldflaugavarnir
Pútín hótar að
rifta samningi
um afvopnun
Reuters
Togstreita Vladímír Pútín ræðir við Robert Gates, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna (t.v.), og Condoleezzu Rice utanríkisráðherra.
ÞÚSUNDIR manna komu saman í Kungsträdgården,
almenningsgarði í miðborg Stokkhólms, í gær til að
sýna andstöðu sína í verki við ofbeldisöldu sem sett
hefur svip sinn á borgarlífið undanfarið. Kornið sem
fyllti mælinn var þegar sextán ára piltur var laminn
svo illa í miðborg sænsku höfuðborgarinnar um síð-
ustu helgi að hann dó. Tugir þúsunda manna hafa
skráð nafn sitt á síðu á netinu til að mótmæla götu-
gengjaofbeldi og einnig fóru fram mótmæli í Gauta-
borg og Malmö í gær.
AP
Svíar mótmæla ofbeldi götugengja
SÉRFRÆÐINGAR hafa gagn-
rýnt stjórnvöld í ríkjum heims fyr-
ir að hafa ekki gert nóg til að
fækka dauðsföllum meðal kvenna
við barnsburð. Ný rannsókn hefur
leitt í ljós að dauðsföllunum hefur
lítið fækkað síðustu tuttugu árin.
Skýrt er frá rannsókninni í
læknablaðinu The Lancet. Þar
kemur fram að á ári hverju deyr
hálf milljón kvenna við barnsburð.
Ken Hill, prófessor við Harvard-
háskóla, og samstarfsmenn hans
komust að þeirri niðurstöðu að
dauðsföllum kvenna við barnsburð
hefði aðeins fækkað um tæpt pró-
sent á ári frá 1990 til 2005. Helm-
ingur dauðsfallanna á sér stað í
Afríku sunnan Sahara og Hill segir
að gera þurfi tafarlaust ráðstafanir
til að bæta mæðraverndina í þró-
unarlöndunum.
Stefnt hefur verið að því að
fækka dauðsföllunum um 75% fyr-
ir árið 2015 en vísindamennirnir
segja að það markmið náist ekki
án tafarlausra aðgerða.
Hálf milljón
deyr við
barnsburð
Dauðsföllunum
hefur lítið fækkað
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
AL Gore, fyrrverandi varaforseti
Bandaríkjanna, og vísindanefnd
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar (IPCC) hljóta friðar-
verðlaun Nóbels í ár fyrir þátt
þeirra í baráttunni fyrir aðgerðum
til að stemma stigu við loftslags-
breytingum af manna völdum.
Gore hefur helgað sig baráttunni
gegn loftslagsbreytingum síðan
hann beið ósigur fyrir George W.
Bush í forsetakosningunum í
Bandaríkjunum árið 2000. Gore
hlaut Óskarsverðlaunin fyrr á
árinu fyrir heimildarmynd sína um
hlýnun lofthjúpsins. Líklegt þykir
að Óskarinn og friðarverðlaun
Nóbels verði til þess að stuðnings-
menn Gore leggi harðar að honum
að gefa kost á sér aftur í forseta-
kosningunum á næsta ári.
Rajendra Pachauri, formaður
vísindanefndarinnar, kvaðst vona
að friðarverðlaunin beindu athygli
þjóða heims að ógninni sem mann-
kyninu stafaði af loftslagsbreyting-
um og hversu brýnt það væri að
stemma stigu við þeim.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin
(WMO) og Umhverfisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna (UNEP) komu
nefndinni á fót 1988 og í henni eru
3.000 sérfræðingar, m.a. á sviði
veðurfræði og haffræði.
Í nýjustu skýrslu sinni komst
nefndin að þeirri niðurstöðu að lík-
legt væri nú að meðalhitinn á jörð-
inni hækkaði um 1,1-6,4 gráður á
Celsíus fyrir lok aldarinnar.
Nefndin telur að líkurnar á því að
loftslagsbreytingar séu að miklu
leyti til komnar vegna gróðurhúsa-
áhrifa af völdum manna séu „meiri
en 90%“.
Verðlaunanefndin hefur á síð-
ustu árum víkkað túlkun sína á um-
leitunum til að tryggja frið í heim-
inum og m.a. verðlaunað fólk fyrir
baráttu í þágu mannréttinda, lýð-
ræðis, umhverfisverndar og bar-
áttu gegn fátækt.
Fær friðarverðlaun Nóbels í ár ásamt loftslagsnefnd SÞ
Nóbelinn eykur líkur
á framboði Gore
2345'367358'9
9:78
!""#$
% (')
*
+,,-
('.
.
+,,/
+,,0
1'(
$
+,,2
'.
+,,+
3'"
+,,4
5
Al Gore Rajendra Pachauri
SOE Win, forsætisráð-
herra Búrma, er látinn
af völdum hvítblæði.
Frá þessu var greint í
Búrma í gær. Thein
Sein, aðstoðarforsæt-
isráðherra, hefur í
reynd sinnt störfum for-
sætisráðherra frá því í
Búrma í fjarveru Soe
Win allt frá því í maí en
dauði Soe kemur örfáum dögum eftir að
herforingjastjórnin í landinu braut á bak
aftur mótmæli sem búddamunkar í land-
inu fóru fyrir. Fréttaskýrendur eiga ekki
von á því að þróun mála í Búrma – þar sem
her landsins hefur stjórnað með harðri
hendi um árabil og ávallt barið niður alla
andspyrnu. Þá segja fréttaskýrendur enn-
fremur að allra mikilvægustu ákvarðanir
séu ætíð bornar undir hershöfðingjana
Than Shwe og Maun Aye en þeir ráða ferð
hjá hernum.
Forsætisráðherra
Búrma látinn
Soe Win
FRANSKA blaðið L’Est
Republicain sagði í gær
á vefsíðu sinni að Nicol-
as Sarkozy, forseti
Frakklands, og eigin-
kona hans, Cecilia,
hygðust sækja um skiln-
að á næstunni. Blaðið
hafði þetta eftir heim-
ildarmönnum í „nánum
tengslum við forseta-
embættið“.
Forsetahjónin hafa sjaldan sést saman
opinberlega frá því að Sarkozy tók við for-
setaembættinu í maí. Cecilia fór t.a.m.
ekki með forsetanum til Búlgaríu í vikunni
sem leið en þarlend stjórnvöld hugðust
heiðra hana fyrir þátt hennar í að fá yfir-
völd í Líbýu til að sleppa búlgörskum
hjúkrunarfræðingum úr fangelsi.
Sarkozy-hjónin
að skilja?
Cecilia Sarkozy
HERFORINGJASTJÓRNIN í Búrma
kvaðst í gær harma ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna þar sem ráðið for-
dæmdi ofbeldisaðgerðir herforingja-
stjórnarinnar gegn friðsömum mótmæl-
endum.
Í ályktuninni, sem samþykkt var í fyrra-
kvöld, er herforingjastjórnin hvött til að
leysa pólitíska fanga úr haldi. Er þetta
fyrsta ályktun öryggisráðsins um Búrma
eftir að herforingjastjórnin braut mót-
mæli búddamunka á bak aftur. Nær þús-
und mótmælendur eru enn í haldi.
Harma ályktun
öryggisráðsins
AL Gore, fyrrverandi varaforseti
Bandaríkjanna, hét því í gær að nota
friðarverðlaun Nóbels til þess að
auka enn viðleitni sína til að vekja
fólk til umhugsunar um þann vanda
sem loftlagsbreytingar fela í sér fyr-
ir mannkyn. Brýnt sé að sem flestir
vakni til vitundar um þá ógn sem í
loftlagsbreytingum felast.
Gore hyggst láta sinn hluta verð-
launafjárins, 750 þúsund dollara,
renna til samtakanna Alliance for
Climate Protection. „Þetta er aðeins
upphafið,“ sagði Gore þegar hann
ræddi stuttlega við blaðamenn.
Gore vildi ekki svara spurningum
fjölmiðlafólks um hvort mögulegt
væri að Nóbelsverðlaunin yrðu til
þess að hann ákvæði að bjóða sig
fram í forsetakosningum í Banda-
ríkjunum á næsta ári. „Ég ætla að
halda áfram að vinna núna,“ sagði
Gore, en sem kunnugt er tapaði
hann fyrir George W. Bush í forseta-
kosningunum árið 2000.
„Þetta er
aðeins
upphafið“