Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 23

Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 23 MENNING SÓPRANSÖNGKONAN Hjördís Elín Lárusdóttur, bet- ur þekkt undir nafninu Dísella, heldur á morgun sína fyrstu einsöngstónleika á Íslandi. Þeir verða haldnir á æsku- stöðvum hennar í Mosfellsbæ, nánar tiltekið í Hlégarði, en Dísella hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðustu ár. Píanóleikarinn Teddy Ker- nizan verður með henni í för og munu þau flytja blandaða efnisskrá, meðal annars verk eftir Jórunni Viðar og Jón Ásgeirsson. Húsið verður opnað klukkan 15. Tónlist Dísella syngur á æskustöðvunum Hjördís Elín Lárusdóttir ANNAÐ kvöld kl. 19.50 verður flutn- ingur Íslensku óp- erunnar á Ariadne eftir Richard Strauss sendur út beint á Rás 1. Fjölmargir söngvarar taka þátt í sýningunni, en með helstu hlutverk fara Hanna Dóra Sturludóttir, Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Kolbeinn Ketilsson og Ágúst Ólafsson. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma, sérstaklega hafa þau Hanna Dóra og Kolbeinn fengið lof fyrir sína frammistöðu í hlutverkum Ariadne og Bakkusar. Tónlist Ariadne í beinni útsendingu á Rás 1 Hanna Dóra í hlutverki Ariadne KRISTALLINN kammer- tónleikaröð, heldur áfram göngu sinni í Þjóðmenning- arhúsinu á morgun þegar hljóðfæraleikarar úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands flytja Ok- tett í F-dúr op. 166 eftir Schu- bert. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Schubert var undir sterkum áhrifum frá Beetho- ven þegar hann samdi verkið, en höfundareinkenni hans sjálfs eru líka auðheyrð. Oktettinn var saminn vorið 1824 og er eitt af síðustu kammerverkunum sem Schubert samdi á ferlinum. Tónlist Schubert í Þjóð- menningarhúsinu Franz Schubert Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is UNGIR sem aldnir þekkja eflaust spýtustrákinn Gosa sem lendir í ýmsum ævintýrum á meðan nef hans stækkar við hverja lygi. Í dag verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins barna- leikritið Gosi. Karl Ágúst Úlfsson skrifaði handritið að verkinu eftir upprunalegri sögu Carlo Collodi um spýtustrákinn frá 1883. Selma Björnsdóttir leikstýrir verkinu og er þetta fyrsta leikstjórnarverkefni hennar í atvinnuleikhúsi. „Það er mér mikill heiður að vera treyst fyrir þessu stóra verkefni. Auðvitað tók ég nokkra daga í að melta þetta starfstilboð þegar fyrst var leitað til mín en ég þekki söng- leikja- og barnaleikhúsformið mjög vel, hef leikið í 20 sýningum og ver- ið choreograph og aðstoðarleik- stjóri slíkra sýninga,“ segir Selma. Í Gosa segir frá þegar leik- fangasmiðurinn barnlausi, Jakob, sker út strengjabrúðu á töfrastund og brúðan lifnar við. Þarna reynist vera ótaminn og óstýrilátur strák- ur, Gosi að nafni. Hann óhlýðnast föður sínum og í stað þess að mæta í skólann stefnir Gosi á vit vafa- samra ævintýra sem reka hann á ótrúlegustu staði. Með þátttöku í ævintýrunum skerpist samviska hans, hann lærir, þroskast og í lok- in fórnar hann lífi sínu fyrir föður sinn. En vegna ástarinnar sem feðgarnir bera hvor til annars öðl- ast Gosi nýtt líf, raunverulegt hjarta sem slær og von um inni- haldsríka ævi. Fallegur ævintýraheimur „Gosi er tímalaust ævintýri sem á alltaf við, þetta er þroskasaga spýt- ustráks sem lærir að fóta sig í ver- öldinni og hann þarf að reka sig á til að læra muninn á réttu og röngu og sannleika og lygi. Fyrir mér er þetta fjölskyldusýning, fullorðnir munu hafa jafn gaman af henni og börn. Ævintýrið er spennandi og hjartnæmt með fullt af glensi og gríni, tónlist og dansi,“ segir Selma og vonar að börn verði fyrir mikilli upplifun í leikhúsferðinni. „Vytautas lagði mikið upp úr því að börnin yrðu fyrir hughrifum,“ segir Selma og vísar þar til leik- myndahönnuðarins Vytautas Narbutas. „Hann hefur skapað ótrúlega fallegan ævintýraheim sem er samt með vísunum í raunveru- leikann. Búningar Maríu Ólafs- dóttur eru líka mjög ævintýra- legir.“ Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samdi tónlist við söngtexta Karls Ágústs. „Þorvaldur samdi fallega klassíska tónlist fyrir sýninguna. Hann fer nýjar leiðir í þessu enda er hann þekktari í poppheiminum en þarna er hann með heila sinfóníu á bak við sig,“ segir Selma en tón- listin er flutt af Búlgörsku sinfón- íuhljómsveitinni. „Við fórum til Búlgaríu og tókum upp 80 manna sinfóníuhljómsveit sem er undir- leikurinn í sýningunni, hann er mjög veglegur og passar vel inn í þennan tímalausa ævintýraheim.“ Með systur sínar með sér Tvær systur Selmu, Birna og Guðfinna Björnsdætur, sjá um dansinn í leiksýningunni og segir Selma mjög gott að hafa þær innan handar. „Við bætum hver aðra upp, þær eru sterkar á einum vettvangi með- an ég er sterkari á öðrum. Ef ég útskýri fyrir þeim hvað ég vil fæ ég nákvæmlega það.“ Selma segist hafa verið Gosa- aðdáendi á yngri árum og nú hafi hún smitað fimm ára son sinn af sama áhuga. „Ég sá teiknimyndina og las söguna sem barn og hún sat mér fast í minni því nefið á honum stækkað sem mér þótti mjög merki- legt. Svo gleypir hvalur hann svo maður gleymir sögunni ekki auð- veldlega,“ segir Selma sem er full eftirvæntingar og gleði fyrir frum- sýninguna í dag. Barnaleikritið um spýtustrákinn Gosa verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins í dag Ótaminn og óstýrilátur strákur Morgunblaðið/Kristinn Gosi Selma Björnsdóttir leikstjóri og Víðir Guðmundsson sem fer með að- alhlutverkið. Þau segja ævintýrið um Gosa vera þroskasögu. MEÐ hlutverk Gosa fer Víðir Guð- mundsson en hann útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006. „Ég las ekki söguna um Gosa sem krakki en þegar ég var í Leiklist- arskólanum unnum við með upp- runalegu söguna sem er mjög ólík Disney-útgáfunni sem allir þekkja. Gosi er miklu óþekkari í henni, eig- inlega óþolandi, en hann er meira alvöru þar og miklu skemmtilegri að mínu mati,“ segir Víðir spurður hvort hann hafi þekkt Gosa vel áður en hann þurfti að fara í gervi hans. – Hvort er Gosi illa innrættur eða sakleysingi sem villist af leið? „Hann er í raun og veru sakleys- ingi sem er plataður hingað og þangað og í sakleysi sínu veit hann ekki betur og leiðist með. Það ættu allir að geta tengt við hann, hvenær sem er á ævinni. Það hafa allir látið plata sig með gylliboðum, enda er nóg af þeim í samfélaginu í dag. Uppáhaldsatriði mitt er þegar hann breytist í alvörustrák undir lokin. Þar kemur boðskapurinn hvað tær- ast í gegn, við fæðumst öll sem spýt- ustrákar. Þetta er þroskasaga drengs sem verður að manni, því miður verðum við ekkert öll að manni, sumir læra aldrei af mistök- unum.“ Víðir segir hlutverk Gosa krefj- ast mikils aga. „Ég þarf að hreyfa mig eins og brúða alla sýninguna, eins og spýtukarl og er þetta hlut- verk meðal annars krefjandi að því leytinu til,“ segir Víðir sem fer einnig með hlutverk í Söngleiknum Gretti þar sem hann vann undir leikstjórn Rúnars Freys Gíslasonar, eiginmanns Selmu. „Fæðumst öll sem spýtu- strákar“ Handrit: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Selma Björnsdóttir. Hljóð: Magnús H. Viðarsson. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnardóttir. Dans: Birna og Guðfinna Björnsdætur. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Búningar: María Ólafsdóttir. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Tónlist og tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikarar: Víðir Guðmundsson, Að- albjörg Þóra Árnadóttir, Davíð Guðbrandsson, Halldór Gylfason, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Sig- urðsson, Kristjana Skúladóttir, Magnús Jónsson, Pétur Einarsson og Sverrir Þór Sverrisson auk dansara og fimleikafólks. Gosi Selvaag Gruppen is announcing the fourth round of our international sculpture competition based on scenes from Henrik Ibsen’s masterpiece, “Peer Gynt”. Sculptors are invited to submit their figurative contributions. Deadline for submission is 1st March 2008. For further information please visit our website: The sculptures will be an integral part of “Peer Gynt- Suiten” at Løren in Oslo. In commemoration of Ibsen, the first six sculptures were installed in 2006. A further two sculptures were added to the suite in 2007. MAGNÚS Bald- ursson, sálfræð- ingur frá Kaup- mannahafnar- háskóla, hefur sent frá sér smásagna- safnið Dögum fóru og nóttum. Þetta er fyrsta bók Magn- úsar en einhverjir lesendur kunna að kannast við útvarpspistla hans um Asíu, en þar dvaldi hann um tveggja ára skeið í Indlandi, Tíbet og Kína. Það er Fámenna bóka- félagið sem gefur út. Smásögur Magnúsar Bókmenntir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.