Morgunblaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Soffíu Guðrúnu Jóhannsdóttur
soffiajo@gmail.com
TEIKNINGAR Ingólfs Arnarssonar mynd-
listarmanns eru látlausar, einfaldar og berast
lítið á, þeim hefur verið líkt við ljóðræna kons-
eptlist. Um nálgun
sína sagði Ingólfur
einhverju sinni að
„tóm herbergi væru
í sjálfu sér áhuga-
verð, hlutföll, gólf
og loft, skuggspil og
litbrigði – andblær
þeirra, auk tengsla
við ytri heim. Áhugi
minn beinast að því
að vinna með þessa
eiginleika, að metta
rýmið án þess að
vinna gegn því“.
Rafræn upplifun
„Ég hef áður
unnið með hljóð/
tónlist og hef sýnt með Hilmari Bjarnasyni en
hann vinnur með rafhljóð og áferð tónlistar og
tóna. Ég máta tónlist við verk mín, líkt og ég
gerði á þessari sýningu. Ég hef prófað íhugula
hæga tónlist og svo hef ég á hinn bógin spilað
og mátað hreina japanska noise-tónlist. Sam-
starfið við Stilluppsteypu gengur út á að ná
fram rafrænni upplifun og kalla fram líkamleg
áhrif. Tónleikarnir fyrir opnunina hafa því
áhrif á upplifun og skynjun fólks, en ég er að
leika mér með þennan samanburð. Tónleikar
Stilluppsteypu koma í staðinn fyrir fyrirlestur
um mig og verkin. Í sýningarbæklingnum eru
þrjár lýsandi greinar um verkin, svo fólk getur
tekið hann heim og lesið, fyrirlestur því óþarf-
ur.“
Kubburinn
Hvers vegna er sýningin í Kubbnum?
„Stjórnendur skólans buðu mér að vera með
sýningu í Kubbnum, ég hef verið hér prófessor
undanfarin ár. Hér eru reglulega sýningar en
síðast sýndi Einar Þorláksson verk. Hug-
myndin er að halda áfram að bjóða starfandi
myndlistarmönnum að sýna í Kubbnum. Hér í
Laugarnesinu er einnig hefð fyrir hádegisfyr-
irlestrum og þar kennir ýmissa grasa, mynd-
listarfólk og annað fræðifólk kynnir hug-
myndir sínar, og þessir fyrirlestrar eru opnir
almenningi og vel sóttir.“
Hugsýn
Ertu konseptlistamaður?
„Ég vil ekkert sérstaklega kalla mig kons-
eptlistamann, það er hækja sem fólk vill gjarn-
an nota í daglegu tali. En samt má segja sem
svo að þegar ég byrjaði í myndlist vann ég út
frá grunnhugmynd sem ég vildi koma í efn-
islegt form. Ég verð upptekinn af einhverjum
miðli og það verður til ákveðin löngun að ná ut-
an um hugsýn, og með ákveðnum miðli næ ég
fram þeim hughrifum sem ég lagði af stað með
í upphafi. Efnið tekur við og fer að framfylgja
hugsýninni.
Hengt upp og pælt
í rytmatískum púls teikninga
Línulegan lestur grátóna og mismunandi
rytmatískan púls í uppsetningu kannaði ég um
tíma, en á seinni árum hef ég leyft stökum
teikningum að standa einum í stórum rýmum.
Glíman við teikninguna og tengslin við rýmið
eru mikilvæg og hinn títt umræddi Hvíti kassi
er áhugaverður staður fyrir mig að sýna teikn-
ingar. Í hvíta ferningnum myndast tækifæri til
að nota þagnir líkt og tónskáld gera. Mögu-
leikar til upphengingar eru óendanlegir og það
er áhugavert að hengja upp teikningar og sjá
hvernig þær tala saman. Hvernig Kassinn
hjálpar til við að mynda þessar þagnir ásamt
hvítum lit veggsins. Ef sýningarplássið er óró-
legt snurfusa ég það, það verður að vera lág-
marks hreinleiki og ég reyni að neutralísera
herbergið. Svo raða ég upp myndunum, hengi
kannski upp eina teikningu og skoða hvernig
þessi eina teikning er í rýminu. Svo set ég
kannski aðra á móti eða við hliðina á og leik
mér þannig með þagnir og dýnamík í rými.
Dagljósapera, H#4,
glerplata og núllástand
Til að ná fram ákveðinni mynd þarf papp-
írinn að vera í ákveðnum hvítum hlutlausum lit
og áferðarleysi pappírs er mikilvægt og að
hann glansi ekki. Hvert undirlag þarf að sjást;
ég notast við dagljósaperu og ég teikna ofan á
glerplötu, svo engin önnur áferð trufli teikn-
inguna. Ég þarf blýanta með ákveðna hörku,
ég nota H-blýanta sem eru á bilinu 4-6. Núll-
ástandið er mikilvægt í byrjun en ég byggi
myndirnar upp lag fyrir lag og að lokum verð-
ur flöturinn þakinn. Ég get ekki notað Black
Beauty-blýanta, því þá yrðu teikningarnar of
dökkar. Ég er að ná fram ákveðnum gráskala
sem er nær ljósinu en myrkrinu.“
Er líklegt að þú haldir áfram að teikna grá-
tónamyndir?
„Teikningar á borð við þær sem eru á sýn-
ingunni í Kubbnum hef ég unnið frá 1990. Ég
vinn ekki alla daga við þær enda er líf manns
samsett af mörgum þáttum, ennþá get ég unn-
ið að þessum teikningum, og finn að framlag
mitt til að ná fram ákveðinni hugsýn er enn við
lýði og ég sé möguleika á að vinna áfram að
teikningunum.
Kyrlátur staður-andrúm
Það er afstætt hvort fólk upplifir andrúms-
loft umvefjandi eða kuldalegt, en jú ég vil búa
til ákveðið andrúm. Einu sinni kom á sýningu
til mín myndlistarmaður sem upplifði teikning-
arnar í rýminu sem aggressífar, honum fannst
hvíti liturinn óhugnanlegur og óhugnanlegri
en rauður. Þessi sami myndlistarmaður benti
mér á söguna af Moby Dick þar sem komu
fram kenningar um rauða litinn, um að hann sé
mildari en sá hvíti. Ég var sleginn en ég hafði
fram að þessu frekar hugsað rýmið sem kyrr-
látan stað.“
Glerplata, dagljós og H#4
Úr verkfærakistu
Ingólfs Arnarssonar
Morgunblaðið/Sverrir
Sýning á teikningum eftir
Ingólf Arnarsson stendur nú
yfir í sýningarsal Listahá-
skóla Íslands, Kubbnum.
Ingólfur gegndi prófess-
orsstöðu við Listaháskóla
Íslands 2000-2007. Sýningin
er opin í tengslum við
Sequences-hátíðina milli
kl. 14 og 16 í dag, og er
það síðasti sýningardagur.
IngólfurArnarsson
Listin Teikningar Ingólfs í Chinati Foundation, 1992, verkin eru partur af fastri sýningu stofnunarinnar og því alltaf aðgengileg gestum.
TÓNLISTARFÉLAG Akureyrar
hóf sitt 67. starfsár með tónleikum
sem flokkaðir eru undir heitið
„Föstudagsfreistingar“. Þar er tón-
leikaformið brotið upp með máli
hugar og maga og tónlistinni rennt
niður með góðri súpu og kaffi á eftir.
Miðað við undirtektir og þátttöku
gesta í slíkum tónleikum hefur
stjórn Tónlistarfélagsins tekist að
finna tónleikunum umgjörð, sem
fellur þeim vel í geð. Auðvitað verð-
ur fyrst og fremst að halda góðri
tónlist og vönduðum flutningi henn-
ar vel til skila.
Árið 1942 þegar Peter Pears, ten-
ór, og Britten á píanó frumfluttu út-
setningar á umræddum breskum
þjóðlögum var ýmsum þjóðlagaunn-
endum misboðið og þótti útsetningar
hans skrumskæla söngvana. Slíkar
raddir eru löngu þagnaðar og full-
yrða má að útsetningar Brittens eru
í dag í gimsteinasjóði tónlistar
heimsins. Sambland úr frumleika og
óhefðbundnu tóntaki er alltaf í fyr-
irrúmi og það að styrkja túlkun
texta og sérkenni laggerðar. Þeim
Michael og Daníel tókst með prýði
að hrífa mann með vandaðri og inn-
blásinni túlkun laganna. Strax í upp-
hafi lagsins „O Waly, Waly“ söng
Michael ómþýðri og blæbrigðaríkri
röddu þar sem blóði borin og vönduð
framsögn texta var í fyrirrúmi og
þessu taki hélt Michael alla tón-
leikana vel studdur góðum píanóleik.
Snilld Brittens felst ekki síst í því að
finna til þess að gera einfalda hug-
mynd í útfærslu og að geta beitt
henni markvisst í öllu laginu með
fjölda erinda. Svo tekið sé dæmi. þá
er áhrifamikil tón- og hljómaflétta
flutt tón af tóni upp í laginu „O Waly,
Waly“ og í laginu „The Trees They
Grow … “, þá hefst lagið á uni sono
(söngur án píanós) söng og píanóið
kemur síðan inn með stigmögnun frá
einföldum stefjum og upp í bullandi
tónaflóðið, og þegar í lokin ástin „is
dead and in his grave doth lie“, þá er
styrk söngs og leiks stillt mjög í hóf.
Af öðrum mjög áhrifamiklum flutn-
ingi verkaði þetta lag sterkast á mig.
Þessir tónleikar voru svo sann-
arlega verðugt upphaf á þessu sex-
tugasta og sjöunda starfsári Tónlist-
arfélagsins sem tekist hefur með
sínum Föstudagsfreistingum að
koma með nýjan lit í litróf lífsins í
bænum.
Föstudagsfreistingar
Tónlist
Þjóðlög frá Bretlandseyjum í út-
setningu Benjamin Britten
Tónlistarfélag Akureyrar föstudaginn 5.
okt. 2007 kl. 12.00 í Ketilhúsinu.
Michael J. Clarke – baritón
Daníel Þorsteinsson– píanó
Jón Hlöðver Áskelsson
DREKABÁTABRAGUR og Setið
yfir asnahjörð var meðal lagatitla á
kínverskri þjóðlagasöngskemmtun í
Salnum á miðvikudagskvöldið. Tón-
leikarnir voru hluti af kínverskri
menningarhátíð og að þessu sinni
kom fram ákaflega fagurklæddur
hópur sem kallar sig Þjóðlaga-
hljómsveit Söngleikja- og dansstofn-
unar Wuhan.
Það er gaman að svona tónleikum,
þó að ekki sé nema fyrir það eitt að
þannig fær maður að kynnast ann-
arskonar tónlist en þeirri sem er að
öllu jöfnu flutt á tónleikum og á út-
varpsstöðvum hérlendis. Þarna gat
að sjá allskonar framandi hljóðfæri,
lútu sem ber nafnið pípa, yangqin-
hörpu (sem er slegið á og er þannig
skyld píanóinu), risastórt bjölluspil,
kínverska fiðlu og margt fleira. það
eina sem maður kannaðist við var of-
urvenjulegt selló og svo sungu sumir
söngvararnir í hljóðnema.
Tónlistin var allt frá því að vera
alþýðutónlist í fábrotnum, en afar
smekklegum útsetningum, yfir í
popptónlist sem heyrist helst á kín-
verskum matsölustöðum. En hún
var ávallt skemmtilega fram borin
og sífellt var boðið upp á nýjar og
nýjar hljóðfærasamsetningar. Dag-
skráin var því fjölbreytt og kom
stöðugt á óvart.
Ég vildi óska þess að hægt hefði
verið að kaupa geisladisk með hópn-
um í anddyri Salarins í lok tón-
leikanna!
Drekabátabragur
Tónlist
Salurinn í Kópavogi
Þjóðlagahljómsveit Söngleikja- og dans-
stofnunar Wuhan flutti kínverska alþýðu-
tónlist. Miðvikudagur 3. október.
Kammertónleikar
Jónas Sen