Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 28

Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 28
ren – sem alla jafna kalla sig Viktor&Rolf. Viðbrögð viðskiptavina hafa verið á sama veg er kom að því að selja afrakstur þessara sam- starfsverkefna; færri fengu keyptar flíkur en vildu og flestir fengu færri flíkur en þeir vildu. Trygging fyrir spennutitringi Í ár hefur Marg- aretha Van Den Bosch ákveðið að tefla djarf- ar en áður með vali sínu á hátískuhönnuði til samstarfs. Næstur í röðinni er nefnilega hinn ítalski Roberto Cavalli. Cavalli er að sönnu ástmögur fræga fólksins nú um stundir fyrir hönnun sína, svo valið virðist við fyrstu sýn snjallt hjá Van Den Bosch: nafn hans eitt er trygging fyrir talsverðum spennutitringi hjá vongóðum viðskiptavinum H&M. Hitt er svo aftur annað mál að föt Cavalli eru alla jafna lúxusinn uppmálaður og efnin sem hann kýs helst að nota eru silki, slöngu- og krókó- dílahúð, dýrindis loðfeldir og dýrustu ullartegundir á borð við vicuña og alpaca. Munaður, glys og glamúr eru leiðarljós Cavalli við listsköpun hans, og því kemur ekki á óvart að hann falli í kramið hjá hinum ríku og frægu. Það leynir sér sjaldnast að flíkur hans kosta skildinginn. En þá kemur að því sem gæti orðið honum talsverð áskorun, og það er að hanna flíkur sem hafa sjarmann en kosta ekki nema í mesta lagi tíunda Vinsæl Hönnun Stellu McCartney fyrir H&M féll kaupendum hvarvetna í geð. Reuters |laugardagur|13. 10. 2007| mbl.is daglegtlíf Eysteinn Fjölnir Arason var orðinn þreyttur á hefðbundnum sumarfríum en fisflug hljómaði spennandi. » 34 daglegt Þrúðvangur er glæsilegt nafn á hlýlegum heimkynnum þeirra Eddu Kjartansdóttur og Sig- urjóns Gunnarssonar. » 30 innlit Velgengni tískuverslanaH&M hefur verið með ólík-indum undanfarin ár ogvex vegur keðjunnar með ári hverju. Eins og gefur að skilja skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem starfar í tískugeiranum að hafa innan sinna raða flinkan hönnunarstjóra sem áttar sig tímanlega á dyntum og duttlungum tískunnar og gerir búð- unum kleift að bjóða upp á varning í takt við nýjustu línurnar hverju sinni. Þarna er yfirhönnuði H&M rétt lýst, en hún heitir Margaretha Van Den Bosch og er að flestra mati höf- uðástæða þess að H&M hafa á til- tölulega skömmum tíma færst úr því að vera ódýrar en um leið tilþrifalitlar fatabúðir og yfir í sanna tískuverslun sem er ekki aðeins með skjótan við- bragðstíma gagnvart óskum mark- aðarins heldur líka, þegar best lætur, mót- andi afl á stefnur og strauma. Van Den Bosch sannfærði ennfremur stjórnendur um að fjár- festa í fokdýru auglýs- ingaplássi í tímaritum á borð við Vogue og opna verslanir við götur þar sem algengara var að sjá rándýrar hátísku- verslanir. Ekki hefur heldur sakað í þessu samhengi að keðjan hefur fengið of- urfyrirsætur til að kynna herferðir sínar – Gisele Bündchen var andlit fyrirtækisins 2006 og í ár er það Daria Werbowy. Með þessum snjalla hætti laumaði H&M sér hálfpartinn í „úrvalsdeild“ tískuverslana. Það er sjálfsagt þessari ímyndar- tilfærslu að þakka að H&M hefur tekist að fá til liðs við sig virta og vin- sæla hátískuhönnuði til að hanna línu af tískufötum sem aðeins er seld í takmörkuðu magni. Karl Lagerfeld reið á vaðið síðla árs 2004 með prýði- legum árangri; viðbrögðin báru vott af múgæsingu og æstur mannfjöldinn sem beið þess að verða hleypt inn áð- ur en búðirnar voru opnaðar keypti allt sem hönd á festi um leið og dyr- unum var upp lokið. Ári síðar gekk Stella McCartney til liðs við H&M í sama tilgangi og haustið 2006 var röðin komin að hollensku sérvitring- unum Viktor Horsting og Rolf Snoe- hluta af því sem hann rukkar venju- lega; hann þarf að heimfæra töfrana en skilja verðmiðann að langmestu leyti eftir. Þetta hefur ekki verið tiltakanlegt áhyggjuefni hingað til, þó að hátísku- hönnuðirnir sem hingað til hafa hann- að línu fyrir H&M séu fjarri því að vera ódýrir alla jafna. Hönnun Karls, Stellu, Viktors og Rolfs er hinsvegar ekki jafn lúxusdrifin og hjá hinum ítalska kollega þeirra, Cavalli. Lag- erfeld sigldi enda tiltölulega lygnan sjó við gerð sinnar línu. Enda dag- farsprúður hönnuður alla jafna sem helgast mikið til af langtíma hönn- unarstjórnun hans fyrir tískuhúsin Chanel og Fendi, sem bæði eru frek- ar í íhaldssamari kantinum. Bítils- dóttirin komst líka skammlaust frá sinni línu og meira að segja hinir tilraunaglöðu Viktor&Rolf snöruðu fram klæðilegum flíkum fyrir bæði kyn sem ruku út eins og heitar lumm- ur. En stíll Roberto Cavalli – syndsamlegur munaðurinn sem hann gerir alla jafna út á – gæti reynst erf- iðari í afgreiðslu á ódýra mátann. Hver tekur við að ári? Flestir veðja þó að eftirspurn eftir flíkum úr línunni „Roberto Cavalli for H&M“ verði langt umfram framboðið og sama geggjunin og undanfarin ár muni grípa um sig hinn 8. nóvember næstkomandi í þeim verslunum H&M sem munu bjóða upp á herleg- heitin. Svo spurningin virðist ekki hvort samstarfið gangi upp í ár, held- ur frekar hvaða hönnuður verður það sem tekur slaginn í nóvember 2008? Sannað telst að samstarfið við H&M gefur hátískuhönnuðum færi á að breiða fagnaðarerindi sitt talsvert víðar út en venja er til og ætti því að vera auðsótt mál að fá enn einn spá- manninn í slíkt samkrull. Undirrit- aður ætlar að leyfa sér að spá því að næsti hátískuhönnuður sem hannar línu fyrir H&M verði Ann Demeule- meester, Alber Elbaz eða Behnaz Sa- rafpour. Í millitíðinni er svo að bíða þess sem Roberto Cavalli ætlar að bjóða okkur upp á. jonagnar@mbl.is Reuters Reuters Næstur á dagskrá H&M Roberto Cavalli, sem hér er ásamt konu sinni Evu, býr sig undir hasarinn Hátíska á lágvöruverði Sænska tískuverslanakeðjan Hennes & Mauritz, H&M, hefur enn aukið á vinsældir sínar undanfarin misseri með árvissu samstarfi við hátískuhönnuði, segir Jón Agnar Ólason. Ítalski glyskóngurinn Roberto Cavalli er næstur og verður fatalína hans sett í sölu hinn 8. nóvember nk. Munaður, glys og glamúr eru leiðarljós Ca- valli við list- sköpun hans og því kemur ekki á óvart að hann falli í kramið hjá hin- um ríku og frægu. Lágtíska? Það var slegist um flíkur eftir Lag- erfeld hjá H&M. AP Roberto Cavalli hannar fyrir H&M Grallararnir Viktor&Rolf hönnuðu klæðlegar fĺíkur fyrir H&M sem ruku út eins og heitar lummur. Að hætti Cavalli Fyrir- sætan Alek Wek sýnir pels frá Roberto Cavalli. Kóngur klár Karl Lager- feld var fyrsti hátísku- hönnuðurinn til að ganga til samstarfs við H&M. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.