Morgunblaðið - 13.10.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 31
alla glugga og sitthvað fleira. Fátt er
því orðið upprunalegt nema fjalirnar í
gólfinu. Við fengum parket sem líkt-
ist fjölunum á viðbygginguna og
hvíttuðum allt gólfið svo lítið sem
ekkert ber á samskeytunum. Sigur-
jón byrjaði að grafa fyrir sökklum ný-
byggingarinnar árið 2004 og nú er
hún tilbúin.“
Efri hæðin er öll hvítmáluð, nema
eldhúsið en þar er meiningin að taka
næst til hendinni því 12 ár eru síðan
það var fært í núverandi búning.
Skápar eru blámálaðir og Edda seg-
ist gera ráð fyrir að þar eigi hvíti lit-
urinn einnig eftir að verða ráðandi.
Á hæðinni eru stórir gluggar, eng-
in gluggatjöld sem skyggja á útsýnið
og gesturinn fær tilfinningu fyrir
mikilli vídd og frelsi.
„Það er eins og maður vilji fara að
hafa meira rými, meira andrými, með
aldrinum. Við eigum þrjá stráka, sem
eru nánast allir orðnir fullorðnir og
kannski er ekki langt í að þeir tveir
sem enn búa heima fari að flytjast í
burtu. Sumir eru því að hneykslast á
að við skulum vera að stækka húsið.
Hvers vegna ekki? Það er fullt eftir af
lífinu. Við létum okkur reyndar ekki
nægja að stækka heldur tókum við
okkur líka til og hentum heilmiklu.
Við vorum t.d. með mikið af bókum.
Við höfðum þá aðferð að taka hverja
einustu bók og horfa á hana. Ef hvor-
ugt okkar fann fyrir neinni tengingu
fór bókin í kassa og í Góða hirðinn.
Þangað fóru sjö eða átta bókakass-
ar.“
Varðandi gluggatjöldin segir Edda
að þau hafi gert tilraun til að vera
með gluggatjöld aðallega vegna þess
að þeim fannst þau ættu að vera. „Svo
gáfumst við upp á því og nú erum við
bara með rimla götumegin. Það
hvarflar stundum að manni að það sé
kannski leiðinlegt fyrir nágrannana
að þurfa að horfa svona beint inn til
okkar, en þeir geta auðvitað dregið
fyrir hjá sér. Hér er lítil umferð nema
af gangandi fólki og skokkurum.“
Veikur fyrir því sem
er nýtt og fallegt
Ekki er hægt að segja að mikið sé
af húsgögnum hjá Eddu og Sigurjóni
en þar er sitt lítið af hverju, nýju og
gömlu. „Við vorum með fleiri hús-
gögn þegar við vorum yngri. Fólk gaf
okkur gjarnan sitt af hverju en smátt
og smátt fórum við að kaupa okkar
eigið. Í rauninni erum við fyrir gam-
alt, en samt ekki mjög þung hús-
gögn.“
Í stofuloftinu hanga tvö þekkt
dönsk ljós og eitt í eldhúsinu. Þau
keypti Edda á dönskum uppboðsvef,
www.lauritz.com þar sem oft er hægt
að fá fína hluti fyrir brot af því sem
þeir kosta í verslunum. Í stofunni eru
hvítar bókahillur sem ná milli veggja í
nýju viðbyggingunni og eru þær verk
Sigurjóns. „Það er gagnlegt að búa
með laghentum manni. Við förum líka
stundum í Góða hirðinn og þar keypt-
um við t.d. sófa og stól fyrir nokkru.
Auðvitað er maður líka veikur fyrir
því sem er nýtt og fallegt.“
Alls staðar sjást þess merki að
hjónin hafa áhuga á fallegum og sér-
stæðum hlutum. Úti í stofuglugga
stendur gamalt gluggafag með gleri
og öllu tilheyrandi. Það er upprunnið
úr kirkju sem Sigurjón vann við að
endurnýja. Í öðrum glugga er heil
sveitafjölskylda með tveimur kúm.
Þetta eru verk Guðjón heitins Sig-
urðsson frá Fagurhólsmýri. „Segja
má að við séum veik fyrir naivistalist.
Lengi var hægt að kaupa verk Guð-
jóns en svo var hann uppgötvaður af
þeim sem hafa vit á list og þá varð
erfiðara að fá þessa fallegu hluti. Það
er svo skemmtilegt að horfa á litla
fólkið. Allir eru skælbrosandi og lit-
irnir eru svo glaðlegir.“
Áhrif náttúru og
víðáttu gætir hér
Edda er töluverð ferðakona og fer
á hverju sumri í eina eða tvær göngu-
ferðir með stórfjölskyldunni, aðallega
á Vestfjörðum. Föðurætt hennar er
frá Súgandafirði og faðir hennar, sem
þekkir vel til fyrir vestan, stjórnar
ferðunum. Hann var reyndar vanur
að fara með dætur sínar í gönguferðir
í nágrenni Reykjavíkur en Edda fékk
nóg af labbinu og hvíldi sig í mörg ár.
Áhuginn er vaknaður á ný. Það má
ímynda sér að náttúran og víðáttan
hafi haft töluverð áhrif á Eddu og
þess megi jafnvelsjá merki á heim-
ilinu þar sem allt er svo bjart og vítt
og tengslin út í garðinn um óbyrgða
glugga eru mikil.
Enn er eftir að taka til hendinni,
m.a. í kjallaranum, og Edda segir að
fjölskyldan kalli þetta „Work in pro-
gress“ og svo bíður eldhúsið. „Sumir
fara í golf eða veiði en við dundum í
þessu og finnst það ekki leiðinlegt,
nei, þetta er svo sannarlega skemmti-
legt.“
Textílhönnuður Edda er upphaflega textílhönnuður en hefur lagt sitthvað fleira fyrir sig, m.a. kennir hún á tölvur.
Frá Fagurhólsmýri Þessar litlu fígúrur eru svo brosmildar
og litríkar að fólk gleðst við að horfa á þær.
Sköpunargleði Þessi litríku og skemmtilegu listaverk er eftir son
þeirra hjóna og frá þeim tíma þegar hann var í leikskóla.
Geitungabú Þetta geitungabú fannst í garðinum.
Skemmtilegt er það svona í ramma.
Við höfðum þá aðferð
að taka hverja einustu
bók og horfa á hana.
Ef hvorugt okkar fann
fyrir neinni tengingu
fór bókin í kassa og í
Góða hirðinn.
Þegar borið er á Eddu að hún sé sögð góður kokkur
skellir hún upp úr og segir það teygjanlegt hugtak. Hún
þekki miklu betri kokka en sjálfa sig. Hún býður okkur
að smakka mjög merkilega böku sem komin er frá móð-
ur hennar og hét þá frönsk laukterta. Þá var laukur, ost-
ur og egg í sósunni en Edda hefur bætt í hana grænmeti.
Bakan er sannkallað lostæti með góðu salati. Nú er bara
að prófa því hér koma uppskriftirnar:
Laukterta sem varð að grænmetisböku
Botn:
200 g hveiti
100 g smjör
1 tsk. salt
4 msk. kalt vatn
Hnoðað saman og sett í botninn á eldföstu móti og lát-
ið ná upp á brúnir þess.
Fylling:
½-¾ kg laukur (5-6 laukar), minnka má laukinn og
setja annað grænmeti í staðinn
75 g smjör
200 g ostur
2 egg
Allt nema eggin soðið saman. Potturinn tekinn af
pönnunni og eggin hrærð út í blönduna sem hellt er yfir
botninn.
Sé þetta grænmetisbaka er gott að raða tómat-
sneiðum ofan í blönduna en því er sleppt ef einungis er
notaður laukur. Bakað við 200°C í 30-40 mín.
Salat
1 poki „Frísche blanda“
1 bréf hráskinka
1 ferskja
parmesanostur í sneiðum
ristaðar furuhnetur
Öllu blandað saman. Ólívuolía, salt og pipar hrært
saman og hellt yfir salatið.
Laukbaka mömmunnar
Baka og salat Salatskálin eru með skemmtilega kúpt-
an botn svo hún veltur um borðið.
NG UM HELGINA
OPIÐ:
LAUGARDAG KL. 12-16
SUNNUDAG KL. 13-16
BLÖÐRUR OG FÁNAR FYRIR BÖRNIN!