Morgunblaðið - 13.10.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 33
unnið skyldi að friðlýsingu 14 svæða
á tímabilinu 2004-2008. Þetta kom
m.a. fram í máli Ellýjar Katrínar
Guðmundsdóttur, forstjóra Um-
hverfisstofnunar, þegar hún kynnti
stöðu og framkvæmd Náttúru-
verndaráætlunar 2004-2008.
Að sögn Ellýjar er aðeins búið að
friðlýsa eitt þessara 14 svæða og eru
það Guðlaugstungur, Svörtutungur
og Álfgeirstungur, en það var gert í
desember 2005. Sagði hún óljóst
hvaða friðlýsingar næðist að klára
fyrir árið 2008, en tók fram að frið-
lýsing í Vestmannaeyjum væri langt
komin og kláraðist vonandi fljót-
lega.
Að sögn Ellýjar er í friðlýsingar-
ferlinu lögð áhersla á góða sam-
vinnu við hagsmunaaðila svo ná
megi sátt um friðlýsinguna og hún
nái þeim markmiðum sem lagt er
upp með. „Þessi vinnubrögð, sem ég
tel að hljóti að vera þau einu réttu,
taka hins vegar tíma og upp geta
komið viðkvæm tímabil sem krefj-
ast þess að staldrað sé við. Þetta er
ekki forrit sem sett er í gang og
klárar á fyrirfram ákveðnum tíma.
Reynslan sýnir að tímasett fram-
kvæmdaáætlun fer oft úr skorðum
vegna ófyrirséðra atvika.“ Að sögn
Ellýjar eru níu af þeim 14 svæðum
sem Alþingi ályktaði um til með-
ferðar hjá Umhverfisstofnun en
fimm svæðanna eru í umsjón um-
hverfisráðuneytis. Segir Ellý vinn-
una við svæðin níu vera í farvegi en
mislangt á veg komna.
sþings.
ál að stilla
llt í ferða-
náttúru og
jölbreytni
r ágangur
fregnir úr
endis gefa
hafnafólks
kulindum
á að nýta
ðýtum og
menn hafi
hafi kort-
u hennar,
viti hvers
klárir með
ætlun að
órslys og
vart kom-
tín Helga.
ag að gera
dum um
i nema til
eitt af
nar
andi nátt-
u unnar
gar. Um-
þeirra til
unarinnar
004-2008,
mhverfis-
. Af þess-
ti Alþingi
tillögu að
amótum
ruvernd
Morgunblaðið/G.Rúnar
kvæmd Náttúruverndaráætlunar 2004-2008.
u Árósasamningsins
m vernd votlendissvæða
rfa á
ka ætti
hagslega
mda-
a að
hlyti að
ætti
jórn-
hin um-
-
rir,“
að í síð-
allan
yllingar
svæði á
gt í þessi
ngu
eta þeir
erið að
iri
r
Í HNOTSKURN
»Samkvæmt lögum umnáttúruvernd skal um-
hverfisráðherra láta vinna
náttúruverndaráætlun fyrir
landið allt á fimm ára fresti og
leggja fyrir Alþingi.
»Náttúruverndaráætlun erfyrsta skref í átt að því að
koma á skipulögðu neti vernd-
arsvæða hérlendis til að
tryggja lágmarksvernd líf-
fræðilegrar og jarðfræðilegr-
ar fjölbreytni.
»Við undirbúning núgild-andi náttúruverndaráætl-
unar voru unnar 119 tillögur
um friðlýsingar og valdi Um-
hverfisstofnun 77 þeirra til
birtingar í skýrslu sinni.
»Af þeim samþykkti Al-þingi með þingsályktun-
artillögu að unnið skyldi að
friðlýsingu 14 svæða.
»Enn er aðeins búið að frið-lýsa eitt þessara 14 svæða.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„MÉR hefur fundist á undanförnum árum, og
kannski einhverjum fleirum, að Framsóknaflokk-
urinn hefði oftar mátt standa í lappirnar í erfiðum
málum og segja hingað og ekki lengra.“ Þetta
sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins, á opnum fundi á vegum borg-
arstjórnarflokks Framsóknar í gær, en þar var
farið yfir atburði í borgarmálum síðustu daga.
Alfreð Þorsteinsson var fundarstjóri og sagði
við upphaf fundar að hann teldi „að Björn Ingi
Hrafnsson borgarfulltrúi okkar hafi sýnt pólitískt
hugrekki að stíga þetta skref sem ég tel að hafi
verið nauðsynlegt. Það verður að segja hverja
sögu eins og hún er og það var komið þannig fyrir
borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að það
var ekki hægt að vinna með honum lengur.“
Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi tók til máls
og sagði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks greini-
lega hafa haft í hyggju að leika sama leik við
Björn Inga og þeir gerðu við borgarstjóra og snúa
hann niður.
Sjálfur rakti Björn Ingi atburðarásina síðustu
daga.
„Hvað er það sem gerir að verkum að skyndi-
lega verður þessi grundvallarstefnubreyting [hjá
borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna]?“ spurði
Björn Ingi um vilja borgarstjórnarflokks sjálf-
stæðismanna til að selja hlutinn í REI: „Er þetta
kannski engin grundvallarstefnubreyting. Er
kannski eitthvað miklu meira annað í gangi sem
við vitum ekki um?“ bætti hann við. Sér hefði
sýnst síðustu daga að miklar innbyrðis deilur
ættu sér stað innan Sjálfstæðiflokksins. Það sæist
m.a. á fundi borgarfulltrúanna með formanni og
varaformanni Sjálfstæðisflokksins án þess að Vil-
hjálmur væri með.
„Og hvernig datt forsætisráðherranum og for-
manninum í hug að taka á móti þeim án þess að
hafa oddvitann með. Hvaða ástand ríkir þegar
menn taka slíkar ákvarðanir?“
Skynja mátti á fundinum að mikill stuðningur
var hjá fundarmönnum með ákvörðun Björns
Inga um að slíta samstarfi við sjálfstæðismenn.
Svaraði salurinn hátt og snjallt „nei“ þegar Björn
því eins og margt annað held ég að það hafi al-
gjörlega verið gert á bak við hann. Og það
kannski sýnir hvernig málið hefur verið vaxið, því
miður,“ sagði Björn Ingi.
Einn fundarmanna benti á að fram hefði komið
í fjölmiðlum að Björn Ingi tengdist tilteknum fyr-
irtækjum eða auðmönnum í sambandi við málefni
REI. Sagði Björn Ingi svo ekki vera, engin bein
tengsl væru við auðmenn í málinu. „Ef Sjálfstæð-
isflokkurinn ætlar að fara að spila gömlu, rispuðu
Baugsplötuna sína aftur veit ég ekki hvort það
verður þeim til mikillar farsældar. En það kann
að vera í þessu efni að kaupendurnir hinum megin
hafi ekki verið réttir, að Jón Ásgeir og Hannes
Smárason séu ekki nógu huggulegir partnerar.“
Björn Ingi sagði að mikilvægt væri að íslensku
veiturnar yrðu áfram í samfélagslegri meirihluta-
eigu. „Ég skal viðurkenna að ég hef ekki alltaf
verið sáttur við flokkinn minn í þessu máli,“ sagði
Björn Ingi. Hann hefði verið ósammála þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar í vor að opinberir að-
ilar mættu ekki kaupa í Hitaveitu Suðurnesja,
þegar ákveðið var að selja 15% hlut í henni.
Ingi spurði hvort fólk hefði orðið ánægt með það
ef hann hefði farið að vilja sjálfstæðismanna um
söluna á REI. Hins vegar varð fundarmönnum
einnig ljóst að síðustu dagar hafa ekki verið
átakalausir hjá Birni Inga sem klökknaði þegar
hann ræddi um ákvörðun sína. „Þið kannski sjáið
það að þetta er ekki alltaf auðvelt. Stundum er
hreinlega geðshræring í gangi af því að þetta er
búið að vera mjög erfitt. Og þegar maður gerir
sitt besta og stendur með sinni sannfæringu og
hefur fólkið með sér, gerir maður það sem maður
þarf að gera og gerir rétta hluti.“ sagði Björn
Ingi.
Ræddu við Vinstri græn
Í fyrirspurnum að lokinni ræðu Björns Inga
kom meðal annars fram hjá honum að hann hefði
vitað til þess að þreifingar hefðu verið á milli
Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna áður en
slitnaði upp úr samstarfi meirihlutans, þótt borg-
arstjóri hefði sagt í fjölmiðlum að svo hefði ekki
verið. „Mér er kunnugt um að svo var og það er
kannski ekkert skrýtið að borgarstjóri hafi neitað
Hefur fundist að framsóknarmenn
mættu oftar „standa í lappirnar“
MorgunblaðiðRAX
Mikill áhugi Fjölmenni var á fundi framsóknarmanna í Reykjavík í gær. Alfreð Þorsteinsson
sagði, að Björn Ingi hefi sýnt pólitískt hugrekki.
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
STAÐA okkar hefur styrkst umfram kjörfylgi í
aðdraganda þessara breytinga. Hún hefur
styrkst það mikið að við stöndum í fremstu víg-
línu. Okkar mál munu vega þungt í þessu sam-
starfi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á félagsfundi
Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í gærkvöldi.
Fundarmenn lýstu tortryggni sinni í garð Fram-
sóknarflokksins sem þó var yfirgnæfð af gleði
með að búið væri að koma Sjálfstæðisflokknum
frá völdum í Reykjavík.
Til fundarins var boðað til að Svandís Svav-
arsdóttir gæti rætt atburðarás síðustu daga og
framhald meirihlutastarfsins í borginni. Hún hóf
ræðu sína á því að rekja upphaf atburðarásar-
innar og þá gagnrýni sem hún hefði haft uppi í
stjórn Orkuveitunnar vegna málefna Reykjavík
Energy Invest. Fagnaði hún þeirri umræðu sem
fór af stað í kjölfarið. „Sú umræða snerist ekki
bara um Orkuveitu Reykjavíkur heldur líka um
opin og lýðræðisleg vinnubrögð og um að stöðva
þyrfti einkavæðingarbrjálæðið sem hefur verið
við lýði.“ Benti Svandís á að enn væru að koma
fram athugaverðir hlutir varðandi sameiningu
Reykjavík Energy Invest og Geysis Green
Energy.
Valhöll getulaus þegar
kemur að erfiðum málum
„Eftirleikurinn var með slíkum ólíkindum í
ráðhúsi Reykjavíkur að hann náði hámarki þegar
að sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, án
borgarstjóra, fóru til að sækja sér ráðgjöf í Val-
höll. Þau fóru til að hitta sinn leiðtoga, sitt skarp-
asta fólk, til að vita hvernig þau ættu að snúa sig
útúr þessari stöðu.“ Sagði Svandís að þau ráð
hefðu ekki dugað. „Kom þá í ljós endanlega, að
Valhöll er vanhæf í þessu máli. Getulaus þegar
kemur að erfiðum málum.“
Varðandi framhaldið í málefnum Orkuveitu
Reykjavíkur sagði Svandís það ekki rétt að um-
ræðan snerist um hvort selja ætti hlut Orkuveit-
unnar í Reykjavík Energy Invest hratt eða hægt.
„Nú verður að rannsaka og kanna allt ferlið í
þaula. Það verður að skoða málin algjörlega ofan
í kjölinn. Við verðum að vera óhrædd við að velta
við hverjum einasta steini í þessu máli. Það verk
verður væntanlega eitt af þeim mikilvægustu hjá
nýjum meirihluta og það er merkilegt að sú
könnun hefur verið falin oddvita VG.“ Að þeirri
skoðun lokinni yrði hægt að taka ákvarðanir um
hvort ætti að selja, hve mikið og hvenær. „Vinnu-
hópurinn mun jafnframt móta framtíðarsýn fyrir
Orkuveitu Reykjavíkur. Heildarstefnumótun
þar sem hagsmunir almennings og náttúru verða
hafðir að leiðarljósi.“
Mikil ánægja með Svandísi
Almennir félagsmenn sem tóku til máls á fund-
inum lýstu töluverðum efasemdum um samstarf
við Björn Inga Hrafnsson. Einn fundarmanna
lýsti stöðunni sem „siðferðisklípu“ og bætti við
að VG yrði að „fletta ofan af þeirri spillingu sem
hefur viðgengst“. Margir kölluðu eftir málefna-
samningi hins nýja meirihluta og gerðu fyrirvara
við stuðning sinn við samstarfið. Birna Þórðar-
dóttir, einn fundarmanna, tók afar djúpt í árinni
og spurði hvort verið væri að „bjóða yfirsukkara
Reykjavíkur í nýtt rúm,“ og gekk því næst af
fundi.
Nær allir fundarmanna tóku hins vegar þá af-
stöðu að eini möguleikinn í stöðunni hefði verið
að taka þátt í samstarfinu til að koma stefnu-
málum flokksins til framkvæmda og lýstu mikilli
ánægju með framgöngu Svandísar Svavarsdótt-
ur síðustu daga. Var í lok fundarins samþykkt
einróma ályktun þar sem nýjum meirihluta var
fagnað og sérstakri ánægju lýst með „vasklega
framgöngu Svandísar Svavarsdóttur, oddvita
VG, sem hefur staðið vörð um hagsmuni borg-
arbúa trú stefnu Vinstri grænna um umhverf-
isvernd, auðlindastefnu og jafnrétti.“
Sjálf sagði Svandís að í þeim leiðangri sem nú
væri lagt upp í væru flokkar sem kjósendur VG
myndu aldrei kjósa. Hún, og fleiri sem til máls
tóku, töldu hins vegar að hlutverk VG í hinum
nýja meirihluta yrði stórt. Sagði Þorleifur Gunn-
laugsson, borgarfulltrúi VG í Reykjavík, að
Svandís hefði tryggt það að hið nýja meirihluta-
samstarf yrði meira í anda vinstristefnu og fé-
lagshyggju en R-lista samstarfið hefði verið.
Vinstri græn ætla að kafa ofan í
málefni Orkuveitu Reykjavíkur
Morgunblaðið/Golli
Oddvitinn Svandís Svavarsdóttir sagði á fundinum að borgarbúar gerðu þá kröfu til VG að flokk-
urinn tryggði lýðræðisleg og heiðarleg vinnubrögð í nýjum borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík.