Morgunblaðið - 13.10.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 13.10.2007, Síða 35
snemma með „ground check“ og svo flogið upp úr sjö um morguninn og svo aftur um kvöldið því þá eru bestu flugskilyrðin. Um miðjan dag getur verið talsverð ókyrrð vegna hitauppstreymis,“ segir Eysteinn. Svæðið er enn í uppbyggingu og var íslenski hópurinn á meðal fyrstu gesta til að nýta sér aðstöðuna. „Kaffiterían var í byggingu þegar við vorum þarna en þar er m.a. að finna nettengingu og kvikmyndasal þar sem stöðugt eru sýndar gamlar bíómyndir. Þeir sem eru að bíða eft- ir flugi geta þá horft á bíó á meðan. Áfengi er bannað á svæðinu, enda flug og áfengi ekki góð blanda. Góð- ur matur fæst svo í næsta þorpi, Rodeo Tavern, sem er eldgamall bær með 60 íbúum. Þar er að finna eina krá og tvær verslanir og í bæn- um er allt mjög upprunalegt ásýnd- ar. Í annarri búðinni er svo veit- ingasala þar sem hin mexíkóska Auxy eldar þann besta mexíkóska mat sem við höfum prófað.“ Fjölbreytt flóra fólks Katrín segir að flugið sjálft hafi verið æðislegt og öryggistilfinningin verið góð þrátt fyrir að í raun sé bara hangið neðan í miklu vænghafi. „Maður er bundinn í sætið fyrir aft- an flugmanninn og þarna svífur maður um loftin blá og útsýnið er meiriháttar. Mögnuð tilfinning, ekki síst að taka á loft og lenda, því á tímabili í lendingunni fer maður nánast beint niður.“ Samstarfsfólk McAfee er fjöl- breyttur hópur sem virðist eiga það eitt sameiginlegt að hafa yndi af fis- flugvélum og kunna að njóta lífsins. „Einn af starfsmönnum McAfees var erfðafræðingurinn Bruce sem vissi allt um deCode og Kára. Hann er sennilega um sextugt, ákaflega glaðlegur maður og alltaf með kaffi- krúsina í hendinni,“ segir Katrín. „Hann sagðist ekki hafa nennt að vinna á rannsóknarstofu lengur og þegar honum bauðst að vera með í þessu ævintýri í eyðimörkinni í Nýju Mexíkó ákvað hann að hætta.“ Síðasta kvöldið var hópnum svo boðið í mat hjá McAfee, sem hefur byggt sér forláta villu á svæðinu. „Eftir matinn stóð McAfee á fætur og sagðist ætla að bjóða okkur í bíó. Hann var reyndar búinn að velja myndina sjálfur, grínmynd frá Bollywood og hló manna mest þó hann væri að sögn Kristofs örugg- lega búinn að sjá hana fimm sinn- um.“ Eysteinn segir McAfee hafa mikil plön fyrir svæðið. „Í framtíðinni hefur hann hug á að vera með allt að 8 velli sem hægt sé að fljúga á milli og jafnvel yfir til Mexíkó. Og þarna í nágrenni Rodeo er ekkert. Maður er algjörlega í auðninni, það er ekkert GSM-samband, í raun ekkert nema auðvitað kráin og svo er um klukkutíma keyrsla í næsta bæ.“ ingvarorn@mbl.is Airstream Forláta hjólhýsi af Air- stream gerð bíða gesta og hafa þau verið gerð upp. Til að tíðarandinn komist til skila eru gamlir bílar við hvert hjólhýsi. heilsa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 35 ríkisráðuneytið sendi frá sér lýsingu á því, sem ráðuneytið hefur kallað „diplómatískt óhapp“, þannig að öll- um megi ljóst vera, að starfsmaðurinn hefur hreinan skjöld. Geri ráðuneytið það mun koma skýrt í ljós, að ekki var við þennan starfsmann ráðuneyt- isins að sakast á einn eða annan veg. Mál þetta er líka skýrt dæmi um hversu varasamt er fyrir fjöl- miðla að treysta orðum starfsmanna í stjórn- kerfinu, sem vilja ekki tjá sig undir nafni um mál sem þetta. Það er auð- velt að vega að öðrum undir nafn- leynd. Þegar um opinbera aðila er að ræða er hægt að gera kröfu til þess að öll mál, sem á annað borð koma til opinberrar umfjöllunar séu skýrð að fullu. Ekki að hálfu. Það á við um utanríkisráðuneytið jafnt sem aðra opinbera aðila. Þann- ig er dæmalaust, að í gær skuli hafa komið fram nýjar upplýsingar um samninga, sem gerðir hafi verið um málefni Orkuveitunnar án þess að margir hafi vitað af. Ætla mætti að þeir hefðu komið fram í dagsljósið um leið og umræður hófust um fyr- irtækið. Svo var ekki. Bjarni Vestmannstarfsmaður í ut- anríkisráðuneyti varð með ýmsum hætti fyrir aðkasti, sem átti rætur í ráðuneytinu vegna fundar, sem hann átti með fulltrúa Tamíl- tígra á Sri Lanka fyrir nokkru. Í gær sagði Morg- unblaðið frá dreifi- bréfi, sem ráðuneyt- isstjórinn hafði sent til starfsmanna í ráðu- neytinu, þar sem fram er tekið, að Bjarni Vestmann njóti fulls trausts utanrík- isráðherra og annarra samstarfs- manna í ráðuneytinu en að málið kalli á, að farið verði yfir ákveðna vinnu- og verkferla í ráðuneytinu. Samkvæmt þessu dreifibréfi en jafnframt á grundvelli annarra upp- lýsinga er ljóst, að Bjarni Vestmann braut ekkert af sér og fundur hans með fulltrúa Tamíl-tígra átti sér eðlilegar ástæður og var í samræmi við „verkferla“. Það er ekki lítið mál að gefa í skyn, að nafngreindur starfsmaður, hvort sem er í utanríkisráðuneyti eða annars staðar hafi á einn eða annan veg brotið af sér. Þegar það hefur verið gert er mik- ilvægt að borðið sé hreinsað alveg. Þess vegna er nauðsynlegt að utan-      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is EF ÞIG langar hreint ekkert að taka til hendinni heima hjá þér um helgina þá er hér komin læknis- fræðileg undankomuleið. Niður- stöður nýrrar rannsóknar á tengslum astma við kemískan þátt húsverkanna eru hins vegar ekkert til að hlakka yfir en nú hefur kom- ið í ljós að ef maður þrífur heimili sitt í hverri viku er mögulegt að astmi verði fylgifiskur þrifanna. Vefmiðill BBC segir frá þessum niðurstöðum en rannsóknin var gerð í Barcelona á Spáni með þátt- töku 3.500 einstaklinga. Sýnt er fram á að notkun hreinsiúðabrúsa og lyktareyðandi úðabrúsa einu sinni í viku eykur líkurnar á því að fólk fái astma. Mikil notkun á slíkum efnum hefur þegar verið tengd við astma sem atvinnusjúkdóm en nú eru líka komin fram tengsl á milli notkunar á hreinsiefnunum á heimilum fólks og sjúkdómsins. Eftir því sem efnin eru oftar notuð og tegundirnar fleiri, því meiri eru líkurnar á astmatilfelli. Ertandi fyrirbæri Loftfrískandi efni og húsgagna- og speglahreinsiefni koma verst út í téðu samhengi. 15% astmatilvika má rekja til hreinsiefnanna, eða hjá einum af hverjum sjö astma- sjúklingum. Áhættan er 30-50% meiri hjá þeim sem ráðast reglu- lega í húsverkin, sem eru sem sagt duglegri en margurinn. Þeir sem stóðu að rannsókninni segja það þó enn ekki hafa komið fram hver sé eiginleg orsök þess- ara tengsla. Hugsanlegt sé að efnin hafi sérstök ertandi áhrif á astm- ann en þegar er vitað að astma- sjúklingar eru viðkvæmir fyrir loftfrískandi efnum og bleikiefn- um. Ertu haldinn astma- valdandi þrifnaðaræði? Morgunblaðið/Golli Heimilisþrif Notkun hreinsiúða- brúsa einu sinni í viku eykur lík- urnar á að fólk fái astma. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn             Að lokinni messu í Bústaðakirkju sunnudaginn 14. október nk. (prestur sr. Pálmi Matthíasson) verður hið árlega kirkjukaffi Súgfirðingafélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar. Að venju óskar viðlagasjóðsnefndin eftir því að félagsmenn verði nú duglegir eins og alltaf áður við kökugerðina! Öll framlög eru vel þegin og má koma með kökurnar frá kl 11.00 að morgni sunnudagsins í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Súgfirðingar, vinir og velunnarar eru hvattir til að mæta vel í kirkjuna og kaffið á eftir og sýna með því samhug í verki, styrkja sjóðinn og njóta í leiðinni kræsinganna og hins góða félagsskapar, sem þar er að finna. Viðlagasjóðsnefndin Kirkjukaffi Súgfirðingafélagsins -hágæðaheimilistæki Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 15.990 Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er fáanlegt með vélini. Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele ryksugurnar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Miele ryksugur – litlar og liprar. www.eirvik.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.