Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 36

Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 36
36 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í BLAÐINU, 5. september 2007, fjallar Þórður Snær Júlíusson á mjög skýran hátt um þá sjálfheldu sem upp er komin vegna sölu og kaupa á landi sem nú er orðin þjóðlenda, þ.e. land sem Orkuveita Reykjavíkur nýtir og ætlar sér að nýta fyr- ir Hellisheiðarvirkjun. Þegar þetta mál er skoðað vakna margar spurningar sem tengj- ast rétti landeigenda og rétti til landnýt- ingar, hvort einhver geti átt auðlindir og því hvort þjóðin hafi eitthvað um það að segja hvernig farið er með land. Þjóðlendulögin Fram kemur í grein Þórðar Snæs að þjóðlendulögunum hafi þrívegis verið breytt frá gildistöku þeirra 1. júní 1998. Tilgangur þeirra hafi verið að leysa úr óvissu um eignarhald á ýmsum hálend- issvæðum Íslands. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að þessi lög hafa lítinn vanda leyst. Ástæðuna fyrir því tel ég vera að grundvallarhugmyndir um eign- arhald og rétt til nýtingar lands séu á villigötum. Svo hefur reynd- ar verið um langa tíð. Því má þó ekki gleyma að bændur hafa ekki meinað fólki að fara um lönd þeirra svo framarlega sem það er gert í samráði og vel um gengið. Öðru máli gegnir um fólk sem kaupir sér griðlönd og er fljótt að setja upp skilti þar sem óviðkom- andi er bannaður aðgangur. Það sem nú hefur hins vegar gerst, og er frábrugðið eldri tíma, er að græðgin hefur tekið völd og siðferðisgildi víkja fyrir peninga- legum hagsmunum landeigenda, sveitarfélaga og orkufyrirtækja, fyrirtækja sem eru að hverfa úr al- mannaeigu og skynsamleg og sjálf- bær nýting víkur fyrir gróðafíkn fárra. Slíkt fyrirkomulag mun leiða til ófarnaðar og ótækt er að ein- staka landeigendur eða sveit- arfélög geti haft úrslitaáhrif um hvort landi verður fórnað í stórum stíl. Hins vegar á að virða eignarrétt og ekki vaða yfir eigur annarra bótalaust. Um slíkt þarf að semja áður en framkvæmdir hefjast, og ef það ekki tekst þarf hlutlausan úrskurð um bætur, varði fram- kvæmdin almanna- heill. Við hvað skal þá miða? Því verður ekki svarað til hlítar hér, en þó hlýtur að koma til álita til hvers land hefur verið nýtt og hvaða möguleika land- eigandi hefur til nýt- ingar. Spaugstofan Melhóll í landi bónda, ekki ljótur, ekkert sér- staklega fallegur og til einskis nýt- ur. Hann er bara þarna og hefur verið alla tíð, en skyndilega snýst allt um þennan hól. Almannaheill krefst þess að efnið í hól bónda verði nýtt til vegagerðar, öllum vegfarendum til hagsbóta. Bóndi heldur áfram að nytja jörð sína á hefðbundinn hátt, en er eðlilegt að bóndinn geri hól sinn að féþúfu, annað hvort með því að selja land- ið fjársterkum aðila eða að krefjast offjár fyrir efnið í hólnum? Hvað þá með stórframkvæmdir þar sem auðlindir eru nýttar í almanna- þágu, auðlindir sem landeigandi hefur enga möguleika á að nýta sér sjálfur og hafa af tekjur, t.d. heitt vatn djúpt í jörðu eða stórar vatnsaflsvirkjanir sem ekki er á færi einstaklinga að standa fyrir og í sumum tilvikum valda auk þess gríðarlegum landspjöllum? Við hljótum að vera sammála um það að landeigendum skal bætt það tjón og það óhagræði sem þeir verða fyrir og gera það mynd- arlega þegar svo ber undir. Sá sem hefur keypt eittvað hlýtur að vera eigandi þess, en á að vera hægt að kaupa allt? Það var gert í spaug- stofunni um daginn. „Þrjúhundruð kúlur (milljónir) og málið er dautt,“ sagði sá fjársterki. Hann keypti m.a. undan fjölskyldu flott einbýlishús til að rífa það, að því er virtist án tillits til afleiðinga. Þannig gerast kaupin á eyrinni í dag og við horfum upp á stuðning við vafasamar framkvæmdir svo framarlega sem nógu margar kúl- ur koma í vasann. Kröfur um eðli- legar bætur hafa snúist upp í and- hverfu sína. Það skiptir t.d. máli fyrir afstöðu sveitarfélags til land- spjalla hvorum megin ár stöðv- arhús mun rísa og hver fær að- stöðugjöldin. Mætti ekki snúa fleiru á haus og telja eðlilegt að landeigendur við Jöklu hættu þessu væli og greiddu okkur eig- endum Landsvirkjunar stórfé fyrir að losna við þetta voðalega fljót og fá þessa yndislegu laxveiðiá í stað- inn? Að öllu gráu gamni slepptu Í mínum huga ætti enginn að geta átt auðlindir, ekki einu sinni ríkið. Meira að segja þjóðareign er orðin til sölu. Nær væri að tala um rétt til nýtingar og varinn atvinnu- rétt þegar um auðlindir er að ræða, t.d. óveiddan fisk í sjónum. Ég hef aldrei skilið hvernig hægt er að tala um slíkt sem eign. Sá er kostar einhverju til við nýtingu og tekur áhættu verður hins vegar að standa og falla með framkvæmd sinni, en ef um er að ræða nýtingu varanlegra auðlinda, svo ekki sé nú talað um óafturkræf náttúruspjöll sem geta fylgt, þá þarf þjóðin að samþykkja leikreglurnar fyrirfram. Það er lýðræði. Þrjúhundruð kúlur og málið dautt Snorri Sigurjónsson skrifar um nýtingu auðlinda og eignarrétt » Í mínum huga ættienginn að geta átt auðlindir, ekki einu sinni ríkið. Meira að segja þjóðareign er orð- in til sölu. Snorri Sigurjónsson Höfundur er lögreglufulltrúi og félagi í Íslandshreyfingunni. Í GREIN í Morg- unblaðinu hefur Birgir Dýrfjörð allt á horn- um sér varðandi hugs- anleg netþjónabú á Ís- landi. Hann telur þau vera álíka tálsýn og loðdýraeldið hafi verið á sinni tíð og auk þess noti þau mikla orku en skapi fá störf. Birgi hefði verið nær að sauma beint að álver- unum því að þau nota minnst tvisvar sinnum meiri orku á hvert starf en netþjónabúin. Má því segja að grein Birgis hafi verið dulin árás á álverin enda fylgir þeim í ofanálag stórfelld loftmengun en engin slík mengun er af netþjóna- búunum. Munurinn á netþjónabúunum og loðdýraeldinu er líka sá að menn héldu að hægt væri upp úr þurru að keppa við gamalgróinn og þraut- reyndan rekstur loðdýrabúa hjá margfalt stærri þjóðum en um net- þjónabúin þarf hins vegar ekki að efast, – erlend stórfyrirtæki keppast þegar um að reisa þau hér. Úr því að Birgi finnst orku okkar sóað ef hún verður nýtt fyrir netþjónabú má nærri geta hvað honum finnst um álverin. Er ekki ónýtt að fá slíkan liðsmann í baráttunni fyrir því að hætta að bjóða dýrmæta orku landsins á lægsta verði með ómældum spjöllum á mesta verðmæti landsins, einstæðri náttúru. Forsætisráð- herra sagði á dögunum að við byðum orkuna á „samkeppnishæfu verði“. Það þýðir að við bjóðum lægra verð en aðrir og skjótum þjóð- um þriðja heimsins ref fyrir rass, ekki satt? Við stöndum þá vænt- anlega enn við loforðið fræga sem við sendum til allra helstu álfyr- irækja heims á sínum tíma um „lowest engergy prizes“, lægsta orkuverðið. Birgir Dýrfjörð ræðst óvart á álverin Ómar Ragnarsson er ánægður með nýjan liðsmann í baráttunni gegn nýjum álverum Ómar Ragnarsson »Ef Birgifinnst dýr- mætri orku sóað fyrir netþjóna- bú má nærri geta hvað hon- um finnst um ál- verin sem nota meira en tvöfalt meiri orku á hvert starf. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar. Kæru landar. Vegna athugasemda Péturs Tyrfingssonar sálfræðings við óhefð- bundnum lækningum langar mig til að leggja orð í belg. Framkoma hans er þannig, að orð kenn- ara míns, Óskars Hall- dórssonar í barna- og unglingaskóla, komu upp í huga minn. Þeg- ar honum mislíkaði framkoma okkar sagði hann: „Þú ert sjálfum þér til skammar og öðrum til leiðinda.“ Svokallaðar óhefðbundnar lækningar hafa verið stundaðar frá örófi alda. Öll sú læknisfræði sem stunduð er í dag hefur þróast frá forfeðrum okkar um víða ver- öld. Því miður hefur það viðgeng- ist, að vissar tegundir þessara læknisfræða hafa fengið meiri hjálp og peninga til að þróa sínar kenningar og haft forgang til skóla á æðri stigum. Einnig segi ég, að því miður hefur skapast hroki og mismunun hjá mörgum þeim sem hafa fengið að ganga menntaveginn í gegnum háskóla. Við þjóðfélagsþegnar höfum skap- að þessu fólki aðgang að mjög vönduðum skólum og kostað miklu til fjárhagslega, til að það geti menntað sig á ábyrgan og vísinda- legan hátt. Það er því mjög sorg- legt að einhverjir einstaklingar sem hafa lokið svo stórkostlegri skóla- göngu séu svo þröng- sýnir og hrokafullir að þeir koma fram við aðrar stéttir af mikilli vanvirðingu. Ég hef samúð með þeim skól- um sem þurfa að horfa upp á að nem- endur frá þeirra skól- um séu ekki betur undir lífsstarf sitt búnir, eftir lokapróf frá háskólum innan- lands og utanlands. Á meðan við vorum undir stjórn Danaveldis voru margir grasa- læknar starfandi á Íslandi við hlið lækna sem höfðu sín próf frá há- skólum. Vil ég nefna hér að Jón Jónsson (f. 1772, d. 1866) prestur, síðast á Grenjaðarstað í Eyjafirði, stundaði einnig grasalækningar. Hann fékk leyfi hjá Tómasi Klog til að stunda sínar lækningar með því skilyrði að hann héldi dagbækur um starfsemi sína. Síðar fékk hann konungsleyfi árið 1816. Hann átti að senda landlækni árlega skýrslur um starfsemina. Sonur hans, Magnús, tók síðan við prestsemb- ættinu en stundaði jafnframt grasalækningar í sátt og samlyndi við héraðslækninn. Hann var einn- ig fyrsti smáskammtalæknirinn á Íslandi, ásamt Jóni Austmann kollega sínum. Því miður voru Ís- lendingar ekki eins víðsýnir og danskir ráðamenn því síðan þeir tóku við sjálfstjórninni hefur verið barátta hjá þeim sem stunda óhefðbundnar lækningar að fá réttmæta viðurkenningu. Sem bet- ur fer er að birta til í þeim málum nú. Vona ég að allir sem hafa hug á að létta undir með þeim sem eiga erfitt, fái frið til að vinna að sínum málum en um leið sé stuðlað að mjög vönduðum vinnubrögðum og að þekking allra byggist á góðri menntun og heiðarlegum vinnu- brögðum. Óhefðbundnar lækningar Selma Júlíusdóttir skrifar í til- efni athugasemda Péturs Tyrf- ingssonar sálfræðings » Það er sorglegt aðeinstaklingar sem hafa lokið svo stórkost- legri skólagöngu séu svo þröngsýnir og hroka- fullir að þeir koma fram við aðrar stéttir af mik- illi vanvirðingu. Selma Júlíusdóttir Höfundur er skólastjóri Lífsskólans ehf. Aromatherapyskóla Íslands. Netf. lifsskolinn@simnet.is EITT af áherslu- verkefnum Kópavogs- deildar Rauða kross- ins er að vinna gegn einsemd og fé- lagslegri einangrun, sem virðist því miður vera vaxandi vandi í samfélaginu. Deildin sinnir þessu með öflugri heimsóknaþjón- ustu og rekstri Dvalar, athvarfs fyr- ir geðfatlaða. Þjónustan eflist jafnt og þétt og nú eru um 70 sjálf- boðaliðar í reglubundnum verk- efnum heimsóknavina. Gestgjafarnir eru karlar og konur á ýmsum aldri. Heimsóknirnar fara fram á einka- heimilum, sambýlum aldraðra, sam- býlum og athvarfi geðfatlaðra, sam- býli heilabilaðra, skammtímavistun fyrir langveik börn og í Sunnuhlíð. Yfirleitt er um að ræða klukku- stundar heimsókn hverju sinni og þá gjarnan einu sinni í viku. Fjölbreyti- leiki og tíðni heimsókna fer eftir ósk- um og þörfum gestgjafa og heim- sóknavinar. Samveran er gjarnan notuð til að spjalla, spila, lesa, syngja, tefla, föndra, fara saman út að keyra, í bíó, á kaffihús, í göngu- túra eða hvað annað sem tveir vinir koma sér saman um að gera. Hver heimsókn er vel undirbúin og hittir fulltrúi deildarinnar bæði sjálf- boðaliða og gestgjafa fyrir fyrstu heimsókn. Kópavogsdeild leitast sífellt við að efla og þróa þjónustuna og það nýj- asta eru heimsóknir sjálfboðaliða með hunda. Í Kópavogi eru níu hundar að störfum við mikinn fögn- uð gestgjafa sem njóta samvista við þá. Heimsóknaþjónusta Rauða kross- ins kemur ekki í stað þeirrar þjón- ustu sem opinberar stofnanir og að- ilar eiga að sinna heldur lítum við á hana sem kærkomna viðbót sem hef- ur það að markmiði að gefa lífi við- komandi meiri lit. Meirihluti þeirra sem þiggja heimsóknir eru aldraðir en yngri gestgjöfum hefur fjölgað á síðustu misserum. Ungt fólk og fólk á miðjum aldri sem hefur lent í erf- iðleikum, til dæmis vegna veikinda, leitar til okkar í auknum mæli. Inn- flytjendur og fólk með geðraskanir er meðal þeirra sem við viljum gjarnan að nýti sér þjónustuna. Dæmi eru um að fólk hringi sjálft og óski eftir heimsóknavini en ábendingar koma oftast frá fjöl- skyldu, vinum, starfsfólki fé- lagsþjónustu og heimahjúkrunar. Við biðjum þá sem telja sig þurfa á heimsóknavini að halda eða þekkja einhvern sem gæti haft gagn af þjónustunni að hika ekki við að hafa samband við okkur. Heimsóknavinir gegn einsemd og einangrun Garðar H. Guð- jónsson og Linda Ósk Sigurðardóttir fjalla um heim- sóknir til fólks sem býr við einsemd og einangrun Linda Ósk Sigurðardóttir » Þjónustan eflist jafntog þétt og nú eru um 70 sjálfboðaliðar í reglu- bundnum verkefnum heimsóknavina. Garðar er formaður og Linda Ósk er framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar Rauða krossins. Garðar H. Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.