Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 38

Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 38
38 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HAUSTIÐ er komið og Mann- ekla Dögg er mætt til starfa á leikskólum höfuðborgarinnar, öflugri en nokkru sinni. Í fyrsta sinn í sögu Grænuborgar þarf að stytta vistunartíma. Foreldrum er gert að stytta vinnudag sinn um klukkutíma. Öflug kona, Mannekla. Á sama tíma er okkur sagt að strákastjórarnir og vinir þeirra fái kauprétt upp á tugi milljóna í Reykjavik Energy Invest. Strák- ar eru í strákaleik en stelpurnar passa börnin. Við erum víst ekki komin lengra inn í framtíðina. Sökum lágra launa fást ekki aðr- ir en Mannekla Dögg til starfa á leikskólunum. Peningarnir eru búnir þegar kemur að börnunum okkar. Verðmætamat tímans, sem og fjárveitingar borgarinnar, eru eins og pýramídi á hvolfi: Ein króna neðst, fyrir „mikilvægasta fólkið“, hundrað milljarðar efst, fyrir þá sem allt eiga. Er ekki tími til kominn að snúa þessu við? Pýramídar á hvolfi eru valt- ir. Nýr meirihluti hlýtur að taka málið föstum tökum. Í stað þess að lána forstjóra Orkuveitunnar til REI mætti til dæmis selja kappann. Samkvæmt eigin mati er forstjórinn 78 milljóna króna virði. Að líkindum fengist þó meira fyrir hann á markaði. Fyrir tvöfalda þessa upphæð má hækka laun 1100 ófaglærðra starfsmanna á leikskólum höf- uðborgarinnar um fjórtán þús- und krónur á mánuði næstu tíu mánuði. Það er auðvitað ekki nóg en gæti samt lagað ástandið þar til Mannekla Dögg mætir til starfa á ný næsta haust. Hallgrímur Helgason Mannekla Dögg Höfundur er rithöfundur og myndlistarmaður. „AF EINHVERRI skelfilegri ein- feldni fjarlægjum við líffærið en krefjumst virkni þess. Við geldum en biðjum geldinginn að bera ávöxt.“ Þessi orð hins kunna rithöf- undar og kristna trú- varnarmanns C.S. Lewis koma mér oft til hugar. Hér er C.S. Lewis réttilega að benda á þá fjarstæðu að búast megi við dyggðugri hegðun í heimi þar sem dyggðir eru á hverf- anda hveli. Sá heimur er að afleiðing þeirrar öfgafullu afstæðishyggju sem virðist hafa mest áhrif á viðhorf fólks í dag og er stundum kennd við „póli- tíska rétthugsun“. Þar virðist mér einkum um að ræða þá tegund af- stæðishyggju sem gengur út á að af- neita sannleikanum, enda má ekkert eiga tilkall til sannleikans á kostnað annars og er nú fátt ef nokkuð heilagt – þetta hefur trúað fólk ekki síst reyna að heyra á síðari árum. Það er ekki sannleikurinn sem frelsar, held- ur skal maður frelsast frá sannleik- anum. Við þessu gengst fólk, því sá sem lætur glepjast af pólitískri rétt- hugsun syndir fremur með straumn- um en á móti og byggir skoðanir sín- ar oftar en ekki á því sem öðrum finnst; ekki síst til að forðast hræ- gammana, sem af „réttlæti“ sínu og „umburðarlyndi“ vaka yfir þeim við- horfum sem viðtekin þykja og éta um- svifalaust þá sem víkja frá þeim. Hér verður þó að greina öfgarnar frá andstæðu sinni. Að gangast við eða hafna rétti fólks til persónu- legrar sannfæringar er annað en að gangast við eða hafna persónulegri sannfæringu þess. Því ruglar hin öfgafulla af- stæðishyggja saman og leggur að jöfnu réttindi fólks og jafnt gildi þeirra skoðana sem það aðhyllist. Með því trosnar hefðarfestan án þess að hugsað er út í hvað komi í staðinn; fortíðin er skrumskæld á kostnað líðandi stund- ar. Þetta leiðir af sér menningarlega og siðferðilega upplausn. Staðreyndin er sú að hér er boð- aður sá „sannleikur“ að enginn sann- leikur sé til. Í því birtast þær öfgar sem einkenna pólitíska rétthugsun af þessum toga og þverstæðan sem í henni er fólgin. „Það er satt og rétt fyrir þér en ekki mér,“ er viðkvæði nútímans. Eða: „Gerðu það sem þér finnst best.“ Svona virkar heimurinn að sjálfsögðu ekki. Prófaðu að segja þetta við lögregluna, skattstjórann eða bankastjórann. Að segja að sann- leikur sé ekki til er staðhæfing þess að sannleikur sé til, þ.e. sá sannleikur að ekki sé til sannleikur. Þú gætir eins svarað dyrabjöllunni með því að kalla að enginn sé heima. Og hvað? Hugmyndir og viðhorf hafa afleiðingar. Tréð má þekkja af ávöxtum þess. Því ættum við að hlusta á nokkuð ef sannleiksgildi þess sem er sagt er háð réttindum, skoð- unum eða hagsmunum hvers og eins. Rangar hugmyndir um sannleika leiða af sér rangar hugmyndir um líf- ið og oft réttlæta þær það sem telja verður siðleysi. Ef við útrýmum sannleikshugtakinu þá útrýmum við líka öllum hugmyndum um rétt og rangt. Og því hafa samfélög hins vestræna heims gengist upp í, m.a. ís- lenskt samfélag. Rétt og rangt virðist ekki lengur til, aðeins vinsælar skoð- anir. Afleiðingarnar blasa við hverj- um sem sjá vill og þarf enginn að undrast, því viðhorf og meðfylgjandi gildismat hafa áhrif. Eitt af því sem afstæðishyggja nú- tímans vill fórna á eigin altari eru áhrif og sýnileiki trúar í samfélaginu. Þótt deila megi um ýmislegt í þessum efnum er hitt óumdeilt að eftir því sem staða kristinnar trúar hefur orð- ið bágbornari á Vesturlöndum og vit- und fólks um tilvist Guðs dofnað þá hafa siðferðisviðmið breyst og losnað hefur um það hald sem þau höfðu á fólki. Með hnignun kristinnar trúar hefur kristnu siðferði hnignað (enda þarf maðurinn ekki lengur að svara til neins sem honum er æðra). Það leiðir ekki af sér siðferðilegt tóma- rúm heldur önnur viðhorf, gildi og siðferði sem verður sýnilegra eftir því sem trúin hopar. Hvað blasir við? Hálfvarnarlaust samfélag sem er á hlaupum undan sjálfu sér? Það er sagt að kirkjan sé að fjarlægjast sam- félagið. Getur verið að því sé öfugt farið? Kirkjan vill sjá og stuðla að um- burðarlyndi, réttlæti og virðingu fólks á meðal. En hún hafnar þeirri þverstæðukenndu afstæðishyggju sem sviptir manninn öllum andlegum og siðferðilegum verðmætum en ætl- ast samt til að hann dragi úr sjóði hjarta síns það sem þarf til að skapa friðsælt og réttlátt samfélag. Andleg og siðferðileg verðmætasköpun ætti ekki að vera á kostnað siðar og hefð- ar heldur í krafti þeirra. Þar hefur kirkjan af miklu að taka og á mikið að gefa, meðal annars þá áminningu að munurinn á réttu og röngu er ekki bundinn viðhorfum heldur er hann raunverulegur og algildur. Ef þú gengst öfgafullri afstæðishyggju á vald og hafnar því, þá má spyrja af hverju ranglætið fari fyrir brjóstið á þér, eða hvernig þú þekkir það yf- irleitt frá réttlætinu. Sumt er rangt og hefur verið það alla tíð, annað er eilíflega rétt, og í þeirri staðreynd er fólginn sá sjóður sem maðurinn þarf að taka af sjálfum sér til heilla. Og kirkjan minnir á að þar tekur mað- urinn hvorki af né á sjálfum sér, held- ur þeim sem „lagði lögmál sitt honum í brjóst og ritaði það á hjarta hans“ (Jer 31.33). Kirkjan reynir ekki að grípa fram í fyrir þeirri röddu heldur hlustar á hana og játast henni. Það skyldu og allir gera. Gjald afstæðishyggjunnar Gunnar Jóhannesson skrifar um afstæðishyggju » Því ættum við aðhlusta á nokkuð ef sannleiksgildi þess sem er sagt er háð rétt- indum, skoðunum eða hagsmunum hvers og eins? Gunnar Jóhannesson Höfundur er sóknarprestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli. MIG langar til að minna hér á eldgos, sem varð á Vestmanna- eyjasvæðinu á stríðsárunum. Þetta gos er ekki talið með þegar gerð er skrá yfir eldgos við Ísland. Þess vegna kalla ég það týnda gosið. Þetta gerðist á miðri vetrarvertíð árið 1941, sennilega í mars eða apríl. Það gerði suðaustan rok, eins og svo oft verður við Suðvesturland. Enginn bátur á sjó í Grindavík. Daginn eft- ir var lægðin gengin yfir og komið logn. Þá kemur í ljós að stórir svartir flekkir af vikri eru á floti um all- an sjó. Þetta olli sumum bátum erfiðleikum vegna þess að fínn vik- ursalli stíflaði inntakið á kælivatn- inu fyrir vélar bátanna. Ég heyrði marga vélamenn kvarta undan þessum vanda. Vikurinn rak á land, svo að allar fjörur voru fullar af honum. Þarna voru allar gerðir af vikri. Stórir svartir hnullungar úr grófum vikri og svo brúnir steinar úr miklu fíngerðari vikri og auk þess fíngerður salli af ýmsum litum, bæði svartur, ljósbrúnn og dökkur. Ég sagði Jóni Jónssyni jarðfræð- ingi frá þessu árið 1968. Hann skrifaði grein um þetta í Nátt- úrufræðinginn 38. árgang 1968: Vikurreki í Grindavík. Hann rakti staðina þar sem vikurinn rak á land og reyndist það vera frá Selvogi að Reykjanestá. Ástæðan fyrir því að hann gat rakið slóðina svo löngu seinna var sú, að árið eftir, 15. jan- úar 1942, gerði ofsaveður á Suð- vesturlandi þegar saman fór mjög djúp lægð og stórstraumsflóð. Sjá: Vindhraðamet í Reykjavík í fárviðr- inu 15. janúar 1942 eftir Flosa Hrafn Sigurðsson, Veðurstofu Ís- lands. Þessi grein gerði mér fært að tímasetja gosið. Þá gekk sjórinn á land miklu lengra en áður hafði gerst, svo að hann fleytti vikrinum langt inn á land svo að hægt er að finna vik- urmola enn í dag þar sem þá var hæsta sjávarmál. Það má benda á að vikur finnst enn við veginn með- fram Húsafelli austan við Hraun í Grindavík. Þar myndaðist gríð- arstórt lón ofan við sjávarkambinn, það náði upp undir Húsafell. Við vorum á skautum á þessu lóni í nokkra mánuði þar til það hvarf. Annar staður, sem enn finnst vik- ur á, er í nánd við veginn hjá Húsa- tóftum í Staðarhverfi. Efalaust má finna vikur miklu víðar ef vel er að gáð. Nú kemur spurningin: Hvaðan kom vikurinn? Jón Jónsson telur helst koma til greina neðansjávargos á svæðinu við Vestmannaeyjar. Þetta gos hefur verið mjög stutt, kannski aðeins ein vik- urgusa, en gos hlýtur það að hafa verið. Vik- urinn sannar það, þó engir séu sjónarvottar eða vitni. Vindurinn, suðaustan rokið, hefur fleytt vikrinum í þessa ákveðnu stefnu svo að hann finnst aðeins vestan Ölfusár. Jón lét rannsaka vikurinn og passar efnafræðin ekki við neitt eldgosasvæði á Íslandi. Athugið að þetta gerðist 42 árum fyrir Surts- eyjargosið. Ég afhenti jarðfræðideild Há- skólans sýnishorn af vikrinum. Það væri fróðlegt að vita hvort vikur frá síðari gosum við Eyjar sé af sömu gerð. Ég veit ekki hvort það hefur verið rannsakað. Ég vona samt að einhverjum jarðfræðingi finnist það þess virði að kanna það. Ég vona að þetta gos, sem áreið- anlega varð á vertíðinni 1941 við Vestmannaeyjar, verði viðurkennt sem staðreynd. Þetta sannar að gosin við Eyjar eru fleiri en áður var talið. Gosið 1941 ætti að vera talið með, þegar rætt verður um eldgos við Eyjar í framtíðinni. Þess er getið í frásögnum af upp- hafi Surtseyjargossins, að þar sem það hófst hafi verið „hóll á sjáv- arbotni, þar sem þorskveiði hafi yf- irleitt verið afar góð“. Var þessi hóll þekktur fyrir 1940, eða eru þarna fundin verksummerki frá gosinu týnda frá árinu 1941. Það væri fróð- legt að fá svar við því! Týnda eldgosið við Vestmannaeyjar Ísleifur Jónsson skrifar um hugsanlegt eldgos á Vest- mannaeyjasvæðinu » Þetta gos er ekki tal-ið með þegar gerð er skrá yfir eldgos við Ís- land. Þess vegna kalla ég það týnda gosið. Ísleifur Jónsson Höfundur er verkfræðingur. VEGNA allra þeirra frétta sem hrynja yfir okkur þessa dagana um uppsagnir í fisk- vinnslu, vegna bátanna sem menn eru byrjaðir að leggja. Því ég veit að þetta er bara byrjunin á ferli sem ég vil helst ekki hugsa um. Almennt finnst mér landinn ekki gera sér grein fyrir því hvernig þetta allt saman endar. Er fólki virkilega sama þó að byggð- arlög landsins leggist smám saman af og eftir standi drauga- þorp, að fólk í þessum byggðarlögum neyðist til þess að flytja það- an vegna þess að aðal- atvinnuvegur stað- arins neyddist til þess að hætta starfsemi vegna niðurskurðar á þorskkvóta? Að þetta fólk neyð- ist til þess að flytja frá verðlausum eign- um sínum sem það kannski skuldar ennþá mikinn pening í? Að þegar fiskverkafólkið og sjó- mennirnir eru flúnir þá er enginn grundvöllur fyrir þjónustustarfsemi eins og verslun, skóla, verkstæði o.s.frv.? Að fólkið sem býr á þessum stöð- um er þar vegna þess að það vill hvergi annars staðar vera, margt af því er fætt og uppalið þarna en aðr- ir hafa flutt þangað vegna þess að þeir vilja búa í litlu samfélagi. Góðar samgöngur og betri nettenging bjarg- ar engu fyrir þessi byggðarlög. Ég vil sjálf ekki búa í litlu samfélagi en styð rétt þeirra sem það vilja. Ég bjó í einu af litlu sjávarþorpunum í fjögur ár, sjávarþorpi þar sem aðalatvinnan er lítil fiskvinnsla og smábátaútgerð. Fólks- flótti þaðan er strax byrjaður og fleiri hugsa sér til hreyfings. Erlendir ferðamenn fylla þennan stað á sumrin, hafa gaman af að upplifa lífið í svona sjávarþorpi, sumir fengu að fara með smá- bátunum í róður meðan margir aðrir lögðu leið sína í beitningarskúr- inn til að fylgjast með. Ef fiskvinnslan þar leggst af þá er stað- urinn dauðadæmdur, búðin dauðadæmd, engin börn verða til að sækja skól- ann, eftir verður draugaþorp. Er þetta sýnin sem við viljum sjá allt í kringum landið? Að Ísland verði þekkt fyrir sukk og djamm í Reykjavík, svo verði skipulagðar ferðir fyrir þá sem vilja út á land til að skoða draugaþorpin og nátt- úruundrin? Ég held að almenningur ætti að fara að vakna upp við að þessi nið- urskurður á þorskkvóta er ekki eitthvað sem kemur okkur ekki við, þetta snertir okkur öll í einu og öllu. Fjárhagslega og félagslega. Við þurfum líka að láta í okkur heyra þegar kemur að þessum mál- um, ekki bara þegar við erum ósátt við dómskerfið, löggæsluna, barna- perra og ég gæti haldið áfram. Ég finn fyrir sorg Til verða draugaþorp um land allt ef ekkert er að gert segir Huld S. Ringsted Huld S. Ringsted »Ef fisk-vinnslan þar leggst af þá er staðurinn dauðadæmdur, búðin dauða- dæmd, engin börn verða til að sækja skólann, eftir verður draugaþorp. Höfundur er snyrtifræðingur Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.