Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 40
40 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GuðmundurGunnlaugsson
Halldórsson fæddist
á Hallbjarnarstöð-
um á Tjörnesi 15.
maí 1923. Hann lést
á Sjúkrahúsinu á
Húsavík 3. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Halldór Gam-
alíel Sigurjónsson
bóndi, f. á Hall-
bjarnarstöðum 30.8.
1880, d. 8.7. 1966, og
Steinþóra Guð-
mundsdóttir húsfreyja, f. í Flögu í
Þistilfirði 22.9. 1887, d. 24.6. 1943.
Bræður Guðmundar voru Gunn-
laugur Jakob, f. 16.7. 1907, d.
17.12. 1907, Sigurmundur Friðrik,
f. 6.2. 1909, d. 29.12. 1975, maki
Kristín Jónasdóttir, látin. Aðal-
steinn Jóhannes, f. 12.11. 1913, d.
13.12. 1996, maki Margrét
Tryggvadóttir, látin.
Hinn 12.7. 1949 kvæntist Guð-
mundur Önnu Benediktu Sigurð-
ardóttur, f. 18.12. 1927, frá Saur-
bæ á Langanesströnd, d. 9.7. 2000.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Árnason og Stefanía Þorgríms-
dóttir. Börn Guðmundar og Önnu
eru: 1) Steinþóra, f. 19.10. 1949,
gift Þórarni Gunnlaugssyni, f. 5.7.
1949, frá Egilsstöðum, búsett á
Húsavík. Synir þeirra eru Gunn-
þór Þórarinn, f. 1971, Þorkell
Lindberg, f. 1975, og Jörundur
Hartmann, f. 1978. Fjögur barna-
hans til Húsavíkur og um það leyti
fer hann í Bretavinnu til Reykja-
víkur og síðan til sjós í Garðinum.
Sjómennsku stundaði hann svo
næstu árin, ýmist á verstöðvum
fyrir sunnan eða á sumrin á Húsa-
vík. Hann var m.a. nokkrar vertíð-
ir á Hagbarði TH 1 frá Húsavík.
Eigin útgerð byrjaði hann svo um
1949, fyrst með bræðrum sínum og
síðar á eigin báti. Árið 1955 kaupa
þau hjónin jörðina Kvíslarhól og
flytja þangað árið 1958. Hafði fjöl-
skyldan þar nokkurn búskap en
alltaf stundaði hann einhverja út-
gerð með og þá orðið aðallega grá-
sleppuútgerð. Það var svo upp úr
1960 sem hófust viðskipti hans
með grásleppuhrogn og voru orðin
töluverð umsvif í kringum það um
1970. Lét hann þá búskapinn í
hendur barna sinna og starfaði eft-
ir það eingöngu að viðskiptum, að-
allega með grásleppuhrogn, allt til
starfsloka árið 1998.
Guðmundur var þekktur hag-
yrðingur og frá unga aldri hafði
hann yndi af því að setja saman
vísur, ljóð og kvæði. Í gegnum tíð-
ina var hann gjarnan beðinn um að
setja saman texta við lög og er sá
þekktasti án efa „Rósin“ sem hann
samdi við lag Friðriks Jónssonar.
Eftir að Guðmundur fluttist á
Dvalarheimilið Hvamm á Húsavík
fór hann að vinna í að safna saman
ljóðum sínum og textum. Afrakst-
ur þeirrar vinnu urðu ljóðabæk-
urnar „Þar sem sólin skín einnig á
nóttunni“ og „Undir kvöldkyrru
mánans“. Einnig gaf hann út bók-
ina „Úr koppalogni í hvirfilbyl“
sem fjallaði um endurminningar
úr ævi hans.
Útför Guðmundar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
börn. 2) Marý Anna,
f. 27.2. 1951, gift
Halldóri Sigurðssyni,
f. 11.9. 1951, frá
Ólafsvík, búsett á
Syðri-Sandhólum á
Tjörnesi. Börn þeirra
eru Pálína Sigrún, f.
1972, Guðmundur
Halldór, f. 1975,
Aðalsteinn Jóhannes,
f. 1979, og Heiðar
Hrafn, f. 1986. Fjög-
ur barnabörn. 3) Að-
alsteinn, f. 28.1. 1955,
giftur Jófríði Halls-
dóttur, f. 20.9. 1955, frá Arndís-
arstöðum í Bárðardal, búsett á
Kvíslarhóli á Tjörnesi. Börn þeirra
eru Hallmar Hugi, f. 1980, Anna
Júlía, f. 1983, Guðmundur, f. 1986,
og Hafsteinn, f. 1993. Áður átti Að-
alsteinn börnin Marinó Jakob, f.
1973, og Sólrúnu Ingu, f. 1974. Tvö
barnabörn. 4) Stefán Mar Brimdal,
f. 14.2. 1958, giftur Láru Ósk
Gunnlaugsdóttur, f. 18.2. 1961, frá
Egilsstöðum, búsett í Reykjavík.
Börn þeirra eru Sigurlaug Eva, f.
1980, og Steinar Aron, f. 1987. Tvö
barnabörn.
Guðmundur ólst upp á Hall-
bjarnarstöðum við bústörf og sjó-
sókn þaðan, bæði með föður sínum
og eldri bræðrum. Lærði hann þar
ungur handtökin við sjómennsku
og m.a. að fara með byssu. Skóla-
ganga hans varð ekki lengri en
nokkrir mánuðir í farskóla á Tjör-
nesi. Árið 1942 flytja foreldrar
Það er komið haust, nýr dagur
upp runninn, heiður himinninn og
sólargeislarnir slá roðagylltum
bjarma á tignarleg Kinnarfjöllin.
Spegilsléttur Skjálfandinn gælir við
fjörusteinana, Húsavíkurfjallið
spannar allt litrófið og umvefur litla
bæinn. Það er allt hljótt og kyrrt,
aðeins örlítið kvak í farfuglunum
sem eru að kveðja og hefja sig til
flugs til hlýrra heimkynna.
Ástkær faðir minn Guðmundur G.
Halldórsson kvaddi þetta jarðneska
líf morguninn 3. október og ég trúi
því að hann sé kominn í faðm ástvina
sinna í himnasæng drottins. Faðir
minn var litríkur persónuleiki, lá
ekki á skoðunum sínum og sagði af-
dráttarlaust meiningu sína hvort
sem mönnum líkaði betur eða verr.
Hann hafði mikinn áhuga á stjórn-
málum allt frá því að ég man fyrst
eftir mér. Skipti þá engu hvort hann
var á spjalli við unga eða aldna.
Hann hafði endalausan áhuga á
landsmálum, hvernig búa mætti bet-
ur að landsbyggðinni svo hún mætti
blómstra og dafna og unga fólkið
hefði val um atvinnu og búsetu.
Pabbi minn var ákaflega hrifnæmur,
kunni að meta fagurt landslag, trjá-
gróður og tindrandi jökla. Í hans
huga var Ísland draumalandið.
Hann unni fagurri tónlist og söng,
hafði sérstakt dálæti á kórsöng.
Sjálfur söng hann með karlakórnum
Þrym á Húsavík á sínum yngri árum
og var einn af stofnendum kirkju-
kórs Húsavíkur sem hann söng
einnig með um tíma. Pabbi minn var
heiðarlegur og traustur maður og
stóð við sitt. Hann var kletturinn í
lífi mínu og systkina minn ásamt
móður okkar. Voru þau samhent um
að skila okkur börnunum sem heið-
arlegum og ábyrgðarfullum einstak-
lingum út í lífið.
Árið 1958 fluttum við fjölskyldan
að Kvíslarhóli á Tjörnesi. Þá var ég
sjö ára og við þrjú systkinin. Það var
mikil breyting að koma í sveitina og
margt nýtt sem fyrir augu bar. Fað-
ir minn fjölgaði kindunum og stund-
aði ýmsa vinnu með búskapnum eins
og grásleppuveiðar, löggæslu á
dansleikjum og öðrum mannamót-
um svo og annað sem til féll. Pabbi
kenndi okkur börnunum að njóta
frelsisins og vera sjálfum okkur nóg,
meta náttúruna og útsýnið og elska
dýrin. Pabbi minn var mikill veiði-
maður. Hann reri ungur að árum
með föður sínum og bræðrum til
fiskjar út á Hallbjarnarstaðarkrók-
inn. Oftast var byssan höfð með og
þar lærði hann að meðhöndla slíkt
verkfæri. Hann þótti fimur með
hólkinn og eru margar sögur til af
veiðiferðunum.
Faðir minn unni sinni heimasveit,
fannst hún falleg og hér væri gott að
búa. Það gladdi hann því mjög að við
tvö börnin hans skyldum setjast hér
að með fjölskyldum okkar. Hann var
ákaflega barngóður og hændust
börn að honum þótt óskyld væru,
sum þeirra kölluðu hann afa. Faðir
minn átti heima á dvalarheimilinu
Hvammi síðustu æviárin. Hann var
ákaflega þakklátur öllu því góða
starfsfólki sem annaðist hann þar.
Börnin mín minnast afa síns sem
besta afa í heimi. Hann var þeim og
hinum barnabörnunum einstakur.
Ég kveð elskulegan föður minn með
söknuði og trega. Við sjáumst þegar
minn tími kemur.
Marý Anna Guðmundsdóttir.
Nú þegar kvaddur er kær tengda-
faðir minn er margs að minnast þeg-
ar litið er til baka yfir þau 37 ár sem
við höfum átt samleið. Fyrir mér er
það þó nánast eins og gerst hafi í
gær er ég kom fyrst í Kvíslarhól,
sumarið 1970, því svo ljóslega stend-
ur Guðmundur mér fyrir hugskots-
sjónum, stór og mikill, hressilegur,
raddmikill, jarphærður og freknótt-
ur á handleggjum. Á borðum
tengdaforeldra minna var stórsteik,
brúnaðar kartöflur og allt tilheyr-
andi á dekkuðu borði í borðstofunni.
Þó var ekki á ferð nema tvítugur
strákur, eitthvað að snúast í kring-
um dóttur hans.
Strax á fyrstu árum mínum innan
fjölskyldunnar fór Guðmundur að
vinna að því að koma mér inn í við-
skiptin hjá sér og kom það til af því
að upp úr fimmtugu, eða um 1974,
fékk hann fyrsta hjartakastið og
fannst ekki annað hægt en að hafa
einhvern sem vissi eitthvað um gang
mála ef snöggt yrði um hann. Þá
voru viðskiptin svolítið öðruvísi en
nú tíðkast, eiginlega allt munnlegt
þá, jafnt smáir sem stórir samning-
ar, og má raunar teljast með ólík-
indum að slíkt gengi. Stundum var
samið um heilan skipsfarm af grá-
sleppuhrognum við erlenda kaup-
endur snemma vetrar í gegnum
síma. Síðan leið vertíðin um vorið og
þá leigt skip, oftast fiskibátur, og
siglt á ströndina og lestað. Þá var
kannski sent skeyti um áætlaðan
komutíma og allt stóð eins og stafur
á bók er út var komið. Mun ég verða
ævinlega þakklátur fyrir það að hafa
hlotnast að fara í eina slíka siglingu
með honum til Danmerkur sumarið
1976. Þetta var fyrir tíma gámavæð-
ingarinnar og plasttunnanna. Er
mér minnisstæð undrun nokkurra
viðskiptajöfra úr Reykjavík, sem við
hittum í Jónshúsi í Kaupmannahöfn,
á þessu áræði ómenntaðs bónda
norðan af Tjörnesi og lítt talandi á
erlendu máli. En svona var Guð-
mundur, hafði enga minnimáttar-
kennd yfir því að tala ekki dönskuna
rétt og lét jafnvel orð falla um það
einhverju sinni er danskir hafnar-
starfsmenn skildu hann ekki alveg,
að þessir væru svo vitlausir að þeir
skildu nú ekki sitt eigið móðurmál!
Sterkar skoðanir hafði Guðmund-
ur á öllum mögulegum málum, svo
sem byggðamálum, kvótamálum og
landbúnaðarmálum. Sagði þær al-
veg umbúðalaust og lét þá oft hátt í
honum. Í fjölskylduboðum mátti
glöggt heyra þegar hann var mætt-
ur og er ég hræddur um að þar verði
eitthvað hljóðlegra í framtíðinni.
Ekki er alveg grunlaust um að
stundum hafi þar verið látinn í ljós
smá efi í tilteknum málum svona til
að fá fram hressilegar umræður.
Þegar Guðmundur lét af sínu
aðalstarfi um 1998 og fluttist í
Dvalarheimilið Hvamm hafði hann
með sér þangað sína pickupbifreið
og hafði þar löngum eitthvað fyrir
stafni svo sem veiðiskap, kartöflu-
rækt og ýmislegt þess háttar. Naut
hann þess að keyra á milli afkom-
endanna gefandi aflann og upp-
skeruna. Árið 2003 fékk Guðmundur
slæmt hjartaáfall og fór líkamlegri
heilsu hans að hraka upp frá því, þó
mest nú síðasta árið.
Með virðingu og þökk kveð ég
tengdaföður minn með þökkum fyr-
ir allt sem hann hefur gert fyrir mig
og mína, blessuð sé minning hans.
Þórarinn Gunnlaugsson.
Meira: mbl.is/minningar
Í minningu afa
Dapur er hugur, sólin er sest,
í sveitinni ríkir kyrrðin.
Á síðkvöldum sumars unir best,
svífur, því horfin er byrðin.
Kvíslarhóls-gilið kallar þig á,
klettafoss syngur þér fallega.
Fjöllin, heiðin og fjólan smá,
faðma og kyssa þig blíðlega.
Á kyrru kvöldi, undir mánans sæng,
kemur nóttin með sefandi hönd.
Almættið breiðir sinn verndandi væng,
og varðveitir ættarbönd.
Elsku afi, við minnumst þín nú,
ætíð svo blíður og góður.
Afrakstur lífs þíns mun hugga og hlú,
í hugskoti minningasjóður.
Með kveðju – barnabarn þitt
Pálína S. Halldórsdóttir.
Okkur bræður langar að minnast
afa okkar, Guðmundar G. Halldórs-
sonar frá Kvíslarhóli, í örfáum orð-
um. Um það leyti sem við vorum að
komast til vits og ára var afi fluttur
til Húsavíkur og var samgangur
ávallt mikill. Við urðum því þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að kynnast
honum og umgangast hann uppvaxt-
arár okkar á Húsavík. Margt bröll-
uðum við með afa og óhætt að segja
að við höfum lært ýmislegt á því að
umgangast hann í gegnum tíðina.
Má segja að það hafi verið skóli utan
hins hefðbundna skólakerfis. Verk-
leg kennsla fólst m.a. í að stússast
með honum í kartöflurækt og veiði-
skap á Sandinum en auk þess hafði
afi mjög gaman af því að segja sögur
og fræða okkur um það sem hann
hafði lært og upplifað á sinni ævi.
Hann var nefnilega sögumaður góð-
ur og stálminnugur. Ófáar sögurnar
sagði hann okkur af veiðiskap og
öllu mögulegu er tengdist sjósókn
en hvort tveggja var honum afar
hugleikið. Sérlega þótti okkur alltaf
merkilegt hvað hann mundi vel
bátanöfn og atburði á Íslandsmiðum
áratugi aftur í tímann. Mátti helst
líkja honum við alfræðiorðabók í
þeim efnum. Ógleymanlegar verða
þær stundir þegar afi kom í heim-
sókn í Háagerðið og sagði sögur frá
löngu liðnum tímum, oft á tíðum
mjög dramatískum s.s. sjóslysum og
öðrum sjávarháska.
Afi mun í huga okkar ávallt verða
ættarhöfðinginn, enda sinnti hann
því hlutverki sínu af mikilli alúð.
Hans helsta áhugamál var fjölskyld-
an og afkomendurnir því hann lét
málefni okkar ávallt sig miklu varða
hvort sem var í leik eða starfi. Afi
fylgdist grannt með allt til loka og
bar hag okkar ávallt fyrir brjósti.
Væntumþykja í garð fjölskyldunn-
ar, örlæti og greiðasemi var nokkuð
sem einkenndi afa og fórum við
bræður ekki varhluta af því, frekar
en svo margir aðrir. Ófáum sinnum
kom afi akandi á „Pikkanum“ í Háa-
gerðið með nýveiddan fisk, harðfisk,
nýuppteknar kartöflur og margt
fleira til þess að gefa fjölskyldunni.
Ekki var þetta gert vegna þess að
fjölskyldan væri á flæðiskeri stödd,
heldur lifði afi eftir gömlum gildum
og leit alltaf svo á að hans hlutverk
væri að draga björg í bú fyrir sitt
fólk. Greinilegt var að það gladdi
hann ætíð að geta gefið af sér til
okkar og naut hann þess að gefa
gott í matinn. Afi var enda matmað-
ur mikill og sælkeri og var alltaf
hægt að stóla á að það sem hann
kom með var fyrsta flokks, „algjört
sælgæti“ eins og hann orðaði það.
Svo ótal margt fleira gerði afi fyrir
okkur sem ber vitni um væntum-
þykju hans að allt of langt mál væri
að rifja það upp hér. Gott dæmi að
nefna er þó þegar hann lánaði einum
okkar bílinn sinn suður til Reykja-
víkur í heilan vetur, hvar sá hinn
sami var við háskólanám. Gat gamli
maðurinn ekki hugsað sér að vita af
barnabarni sínu bíllausu „í þessari
glæpaborg“ eins og hann átti til að
kalla höfuðborgina.
Við bræðurnir munum ætíð hugsa
til afa okkar með þakklæti og hlý-
hug fyrir allt og allt. Megi hann
hvíla í friði.
Gunnþór Þórarinsson.
Þorkell Lindberg Þórarinsson.
Jörundur Hartmann
Þórarinsson.
Af hlaðinu á Kvíslarhóli er útsýn-
ið yfir Skjálfandann svo sannarlega
stórfenglegt og margbreytilegt,
þannig var Guðmundur afabróðir
okkar líka. Fallegur maður, kær-
leiksríkur, mikill húmoristi og lista-
maður. Áberandi var í hans fari hve
hann umgekkst börn af mikilli virð-
ingu og það segir allt um hvern
mann hann hafði að geyma. Það var
eftir honum tekið hvert sem hann
fór því hann var stórmyndarlegur
og það átti til að gusta af honum, þó
sérstaklega þegar stjórnmál voru
rædd og í ófá skipti heyrði maður í
honum í útvarpinu þar sem hann
lýsti skoðunum sínum óspart, oft
með glettni og í bundnu máli.
Hann var maður alþýðunnar og
deildi með öðrum, kom oft færandi
hendi ef honum hafði áskotnast ný-
veidd soðning eða nýupptekið græn-
meti en mátti sjaldan vera að því að
stoppa, hann átti nefnilega eftir að
fara á nokkra staði í viðbót.
Nú er kæri frændi okkar laus við
dýptarmælana, trollin og allt það
sem honum datt í hug að nefna
lækningatæki nútímans enda passar
ekki við svona mikilmenni að ganga
ekki á öllum. Hetja er fallin sagði
góð vinkona okkar þegar henni var
tilkynnt andlátið, það er satt, við
munum sakna „vara-afa“ okkar eins
og hann minnti okkur reglulega á að
hann væri.
Hann var mikill andans maður,
samdi mörg falleg ljóð og minntist
vina sinna og ættingja oft með fal-
legum kveðskap og það er náttúr-
lega skömm að geta ekki hnoðað
einhverju saman í minningu okkar
frábæra vara-afa en útkoman yrði
sjálfsagt eitthvað sem hvorki við né
hann gætum verið stolt af.
Því fáum við að láni In memoriam
eftir Tómas Guðmundsson þar sem
hann minnist annars skálds:
Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið,
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Kæru Kvíslarhólssystkini, þið
eigið okkur alltaf að eins og við ykk-
ur.
Samúðarkveðjur,
Margrét, Elín og Ríkarður
Þórhallsbörn.
Guðmundur G.
Halldórsson
✝
Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur,
ÖNNU SOFFÍU HÁKONARDÓTTUR,
Austurbrún 2,
Reykjavík,
verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík, þriðjudaginn
16. október kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala
Hringsins.
Hákon H. Pálsson, Ingibjörg Hafsteinsdóttir,
Ingólfur Pálsson,
Sigurður Pálsson, Margrét Kristjánsdóttir,
Sigurjón Pálsson,
Halla Pálsdóttir, Sigsteinn Sigurðsson,
barnabörn og langömmubörn,
Haraldur Hákonarson,
Þóra N.H. Hákonardóttir.