Morgunblaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 45 TAFLFÉLAG Reykjavíkur og Hellir náðu ekki að blanda sér í bar- áttu efstu liða á Evrópumeistaramóti taflfélaga sem fram fór í Kemer í Tyrklandi á dögunum. Kannski ekki nema von þar sem margir af fremstu skákmönnum heims bera uppi bestu liðin. Sigurvegarinn Linex Magic frá Merida á Spáni hafði innanborðs m.a. Kamsky, Adams, Rublevsky og Sargissian. Sveitin vann sex af sjö viðureignum og gerði eitt jafntefli, hlaut samtals 13 stig. Við upphaf fimmtu umferðar gekk nýbakaður heimsmeistari í salinn við mikið lófaklapp. Wisvanathan An- and, sem tefldi þrjár skákir fyrir þýsku sveitina Baden Baden, hefur enn ekki snúið heim til Indlands, en á næstu dögum verður mikið um dýrðir þar í landi þegar hann snýr heim. Í 2. sæti í Kemer varð rússneska sveitin Ural Sverdlovskya með 12 stig, en fyrir sveitina tefldu m.a. Radjabov, Shorov, Grischuk og Akopjan. Í þriðja sæti varð önnur rússnesk sveit, Tomsk, með 11 stig en fremstu menn þar voru Morose- vich og Karjakin. Taflfélag Reykjavíkur varð í 18. sæti af 56 sveitum með 25½ vinning en Hellir varð í 35. sæti með 6 stig og 19½ vinning. Taflfélag Reykjavíkur hefur feng- ið Hannes Hlífar Stefánsson til liðs við sig, en hann hefur mörg undan- farin ár teflt á 1. borði fyrir Hellis. Jóhann Hjartarson hefur hinsvegar gengið til liðs við Helli en hann var ekki með í Tyrklandi. Bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnsson héldu uppi merki Hellisbúa en aðrir í sveit- inni voru Sigurður Daði Sigfússon, Robert Lagerman, Kristján Eð- varðsson og Rúnar Berg. Igor Nataf, sem áður tefldi fyrir Taflfélag Vestmannaeyja, hefur einnig gengið til liðs við TR, náði bestum árangri TR-inga en einnig stóð Stefán Kristjánsson sig vel, hlaut 5 vinninga úr 7 skákum. Aðrir í sveit TR voru Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Arnar Gunnarsson og Snorri G. Bergsson sem jafnframt var liðsstjóri. Sigurskák Stefáns yfir Ivan Soko- lov vakti mikla athygli en þetta er í annað sitt á stuttum tíma sem Stefán leggur öflugan stórmeistara að velli í ítalska leiknum. Tíundi leikur Stefáns, Rh4, er at- hygliverður og honum tekst að fá Ivan til þess að leggja of mikið á stöðu sína og má glíma við veikingu á svörtu reitum. Með 29. Df2 hótar hvítur máti á h4 og ræður í fram- haldinu yfir e-línunni. Það eru ekki góð tíðindi fyrir Soklov, hinn snjalli leikur 38. He8 gerir í raun út um tafl- ið því 39. … gxh3 strandar á 40. d5! og svartur verður að gefa mann fyrir frípeðið. Peðastaða svarts splundr- ast og eftirleikurinn er auðveldur fyrir Stefán. EM í Tyrklandi; 2. umferð: Stefán Kristjánsson – Ivan Sokolov Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 d6 6. Rbd2 0-0 7. Bb3 a6 8. h3 Ba7 9. Rf1 Re7 10. Rh4 Rd7 11. Rg3 Rc5 12. Bc2 d5 13. 0-0 c6 14. Be3 Re6 15. Bxa7 Hxa7 16. Rf3 f6 17. d4 dxe4 18. Rxe4 f5 19. Rc5 e4 20. Rxe6 Bxe6 21. Rg5 Bc8 22. f3 exf3 23. Rxf3 Rg6 24. Bb3+ Kh8 25. Dd2 b5 26. Hae1 Dd6 27. Re5 c5 28. Rxg6+ hxg6 29. Df2 c4 30. Bd1 g5 31. He5 He7 32. Hfe1 Hxe5 33. Hxe5 Dh6 34. De3 Dg6 35. Df3 Kh7 36. Dh5+ Dxh5 37. Bxh5 g4 38. He8 Hxe8 39. Bxe8 Kg8 40. hxg4 Kf8 41. Bc6 fxg4 42. Kf2 Be6 43. Bb7 a5 44. Bc6 b4 45. d5 Bf5 46. g3 – og svartur gafst upp. Snorri G. Bergsson tefldi aðeins tvær skákir í Grikklandi og vann þær báðar. Hann hélt úti bloggsíðu sinni á meðan á mótinu stóð og kom þar fram að góður liðsandi hafi verið með TR-ingum og almennt í íslenska hópnum. En auðvitað gat Snorri ekki stillt sig um að stríða Hellismönnum örlítið: „Annars var lánið misskipt. Ég kom í gær í fyrsta skipti í herbergi þeirra Löngumýrarbræðra, en það var ca. helmingi minna en mitt, og loftræstingin í ólagi. Þar var sem- sagt nær ólíft. Furðulegt, en hótel- starfsmennirnir hafa greinilega tek- ið eftir greinilegum yfirburðum okkar TR-inga – skákaðals Íslend- inga – yfir Hellisbúana og látið okk- ur hafa bestu herbergin. Mjög eðli- legt, en vísast sárt fyrir Hellismenn. Sig. Daði og Kristján fengu svipað herbergi og bræðurnir, en gömlu kallarnir, Trölli og Stóritími, fengu herbergi, sem var næstum því eins flott og okkar TR-inga. Snorri mætti sænska stórmeistar- anum Tómasi Ernst í sjöttu umferð og fór Svíinn niður í logum, svo notað sé orðfæri bræðranna. Ernst er þekktur fyrir mikla teóríuþekkingu en menn spyrja hvort þarna hafi skrattinn hitt ömmu sína. Staðan eft- ir 12 leiki er þekkt en í stað þess að hirða peðið á e5 varð svartur að leika 12. … b4 með óljósri stöðu. Ernst virðist ekki hafa tekið fórn Snorra í 15. leik með í reikninginn. Þó er hún þekkt í svipuðum stöðum, 16. … Dc5 strandar á 17. Hxe6+! fxe6 18. Bg6+ og vinnur. Svartur má vitanlega ekki taka á b5 í 18. leik. 19. leikur Snorra, Rc7+ er virkilega snotur en þó 20. Be2 vinni auðveldlega gat hann fært taflmennskuna upp á hærra plan með því að leika 20. Hxe6+!! Kxe6 21. De3+ Kf6 22. De5+ Kg6 23. Bd3+ f5 24. Bxf5+ Kf7 25. Hd7+ Kg8 26. Be6+ og mátar. EM í Tyrklandi; 6. umferð: Snorri G. Bergsson – Thomas Ernst Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 h6 9. Be3 Bd7 10. f4 b5 11. Bd3 Dc7 12. Hhe1 Ra5 13. e5 dxe5 14. fxe5 Dxe5 15. Rxe6 Bxe6 16. Bf4 Dh5 17. He5 g5 18. Rxb5 Rd5 19. Rc7+ Rxc7 20. Be2 Be7 21. Bxh5 Svartur gafst upp. Íslandsmót taflfélaga hafið Íslandsmót taflfélaga hófst í gær í íþróttasal Rimaskóla í Reykjavík. Teflt er í fjórum deildum og er al- mennt búist við að TR og Hellir muni berjast um Íslandsmeistaratitilinn en Hellir sem er núverandi Íslands- meistari hefur misst Hannes Hlífar Stefánsson til TR-inga sem hafa einnig bætt sig með Igori Nataf sem áður tefldi fyrir TV. Búist er við að á fjórða hundrað manns tefli í Rima- skóla um helgina. Þegar dregið var um töfluröð varð niðurstaðan þessi: 1. deild: 1. Hellir, b-sveit. 2. Haukar 3. SA, b-sveit. 4. TR 5. Fjölnir 6. SA, a-sveit. 7. TV 8. Hellir, a-sveit. TR skákar Helli í Tyrklandi Góð frammistaða Stefán Kristjánsson að tafli í hátíðarsal MH. SKÁK EM taflfélaga 2.-10. október Helgi Ólafsson helol@simnet.is Bridsfélag Kópavogs Tveggja kvölda tvímenningi lauk með stórsigri Sigurðar og Ragnars. Ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Lokastaðan: Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 260 Ármann J. Láruss. – Bernódus Krist.s. 237 Hrund Einarsdóttir – Vilhjálmur Sig jr. 230 Erla Sigurjónsd. – Guðni Ingvarsson 216 Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánsson 215 Næsta fimmtudag kl. 19.30 hefst þriggja kvölda Board a Match, sem er svona „Long time no see“-keppni í Kópavogi. Gaman að því. Spilað er í Hamraborg 11, 3. hæð. Spilað á átta borðum í Borgarfirði Mánudaginn 8. október var spil- aður tvímenningur hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar og það verður áfram í október. Spilað var á 8 borðum. For- maðurinn Jónsi á Kópa hafði verið frekar slappur fyrsta kvöldið en sannaði nú ásamt makker sínum Baldri í Múlakoti að fall er fararheill. Engin hafði roð við þeim nema þá helst Guðmundur á Grímsstöðum og Ásgeir á Þorgautssöðum. Við feng- um heimsókn frá Akranesi og Borg- nesingar mættu vel eins og alltaf. Veri þeir sem flestir velkomnir, enda öndvegisfólk á ferð. Úrslit urðu annars sem hér segir: N-S Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 150 Jón Á. Guðm. – Jón H. Einarsson 145 Einar Guðmss. – Sigurgeir Sveinsson 144 A-V Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 162 Guðm. Kristinss. – Ásgeir Ásgeirsson 156 Karvel Karvelss. – Ingimundur Jónss. 136 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Við Helga vorum að skoða myndir úr gömlum albúmum frá þér, frændi, og áttuðum okkur ekki á því hvern þremilinn mynd af mér var að þvæl- ast þar með. Og þarna var ekki bein- línis um ókunnugt fólk að ræða heldur dóttur þína og mig sjálfan. Svo snarlíkir erum við á ákveðnum tímapunkti í lífinu að það verður ekki undan vikist að viðurkenna frændskapinn. Enda hefur það aldr- ei verið vandamál að vera stoltur af Simma frænda. Hluti af því var að drekka í sig þessa lífsýn ykkar bræðra, sem hefur að gera með samstöðu og baráttuþrek til síðasta manns. Að ganga á bak orða sinn eða gefast upp, var meðal þess sem var ekki í orðabókinni. Auk þess ótakmörkuð trú á sínu fólki, sem til dæmis endurspeglaðist í því að Sæmundur Óskarsson ✝ Sæmundur Ósk-arsson stór- kaupmaður fæddist á Akureyri 10. ágúst 1924. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 10. september síðastlið- inn. Sæmundur var jarðsunginn frá Bú- staðakirkju 20. sept. sl. Haukur frændi var ekki bara bestur held- ur langbestur í hverj- um einasta leik hjá Þrótti, jafnvel þótt það kæmi fyrir að hann gæti ekki neitt. Í þessum samstöðu- anda fékk ég snemma taugar til KA, enda fé- lagið ykkur bræðrum hugleikið. Náðum við nokkrum sinnum að æsa okkur saman á stórum stundum hjá félaginu og var mér alveg sama þótt menn væru hissa á því hvern andsk. fyrirliði Þróttar væri að vilja uppá dekk hjá KA. Heiti ég þér því, og tel það beinlínis hluta af arfleifðinni, að halda með stolti í þessa taug. Svo framarlega sem einstök augnablik krefjast þess ekki, að aðrar taugar séu þeim mun þandari. Stór kafli í þínu lífi snerist um þinn eigin bissness. Einhvern þráð virðist maður sjálfur hafa tekið upp frá þér og líklega lengra aftur til að fara út á þessa einkaframtaksbraut. Ég vona því að þú hafir auga með þessu hjá mér, því þeir segja, að það sé æskilegt að einhver horfi á rekst- urinn úr fjarlægð. Með kveðju, Haukur Magnússon, frændi. Kæri vinur. Mér er það ljúft, að setja nokkur orð á blað til minningar um þig. Mér eru minnisstæð okkar fyrstu kynni hjá B.M. Vallá árið 1993. Þar sá ég fara mann með einstakan húmor, dugnað og sam- viskusemi. Vinnan var þér allt og ekki síst velferð fyrirtækisins, sem þú varst búinn að starfa svo lengi fyrir. Oft áttum við tal saman um fjölskylduna þína, sem var þér mik- ils virði og ekki síst Helgu Lind, sem þú kallaðir alltaf dúlluna þína og eins og það er oft orðað, brjóstið í lífi þínu. Oft fórstu þreyttur eftir lang- an vinnudag að sinna vinum, hest- unum þínum, meira af mætti en getu. Síðustu árin voru þér erfið, Guðni Guðni W. Kristjánsson ✝ Guðni WilhelmKristjánsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1940. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 3. september síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. minn, vegna veikinda þinna, en alltaf komstu aftur. Ég er þér þakklátur fyrir þann stuðning, sem þú sýndir mér í erfiðleik- um mínum í sumar. Þá fann ég að ég átti vin í þér, þótt þér væri ekki tamt að kalla menn vini þína. Kæri vinur, nú ertu farinn frá okkur, saddur lífdaga. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra þeirra vinnufélaga sem þú kynntist hjá B.M. Vallá. Kæri vinur, hafðu kæra þökk fyrir samfylgdina. Elsku Vala Dóra og fjölskylda, Guð og gæfan fylgi ykkur, minning- in um vin minn Guðna mun lifa með okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hafsteinn Sigurðsson. Það eru forréttindi að hafa kynnst ömmu Rikku. Alltaf var gott að koma á heimili ömmu og afa í Dalalandi 10. Við systurnar eigum margar góðar minningar þaðan, þar dvöldum við reglulega um helgar. Þá var fjör á bæ. Amma hugsaði alltaf vel um nöfnuna sína, passaði uppá að ég fengi bolla og skeið sem hún hafði fengið sem smá stelpa, eftir hennar dag. Einnig var hún dugleg að safna snyrtiumbúðum fyrir mig í gulu töskuna svo ég gæti farið í snyrti- Friðrikka Bjarnadóttir ✝ FriðrikkaBjarnadóttir fæddist á Höfn í Hornafirði 29. mars 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, fimmtudaginn 27. september síðastlið- inn. Friðrikka verður jarðsungin 4. októ- ber sl.. leiki. Liður í því að vera með ömmu var líka að hjálpa henni að skúra niðri í ráðu- neyti, sem var skemmtilegt verkefni fyrir unga stúlku. Amma Rikka var mik- ill höfðingi, allir alltaf velkomnir til hennar og alltaf nóg að bíta og brenna. Um það heyrði ég margar sög- ur utan úr bæ þegar fólk var á ferðinni fyr- ir vestan stóðu allar dyr opnar fyrir gestkomandi. Hún var alltaf sanngjörn við alla, hvort sem um var að ræða gjafir eða ann- að. Ég leit mikið upp til hennar, dugn- aður, kærleiki, þrautseigja og þakk- læti eru orð sem lýstu henni. Ég er mjög stolt að hafa átt svona góða ömmu. Takk fyrir alla góðu stundirnar, elsku amma Rikka. Anna Friðrikka Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.