Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 46
46 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN
AKUREYRARKIRKJA: | Guðsþjónusta í
kapellu kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson, fé-
lagar úr messuhópi aðstoða. Félagar úr
Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti Eyþór
Ingi Jónsson. Sálmastund í lokin þar sem
kirkjugestir geta valið sálma til söngs.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir.
ÁRBÆJARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Brúað bilið milli sunnudaga-
skóla og hefðbundinnar guðsþjónustu þar
sem fastir messuliðir eru í bland við ein-
faldari söngva og biblíusögur. Veitingar.
ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11 í
umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Messa kl.
14, sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju
syngur, organisti Magnús Ragnarsson.
Kaffisopi eftir messu.
BESSASTAÐAKIRKJA: | Kirkjudagurinn er
haldinn í Bessastaðakirkju á morgun kl.
14. Ólafur G. Einarsson fv. ráðherra pré-
dikar, Gospelkór Jóns Vídalíns og Álft-
aneskórinn syngja, stjórnendur Þóra
Gísladóttir og Bjartur Logi organisti. Sr.
Friðrik og sr. Hans Guðberg Alfreðsson
þjóna, 50 ára fermingarbarn boðið vel-
komið. Kirkjukaffi kvenfél. í hátíðarsal íþr.
BESSASTAÐASÓKN: | Sunnudagaskóli kl.
11 í sal Álftanesskóla, Bolli Már, Matt-
hildur, Snædís og Sunna Dóra stjórna
starfinu. Hátíðarmessa verður kl. 14 í
Bessastaðakirkju. Kaffisala kvenfélags-
ins á eftir í tilefni Kirkjudagsins.
BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11.
Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Julian
Isaacs. Barnaguðsþjónusta á sama tíma.
Málsverður eftir messu.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa kl. 11,
samvera fyrir alla fjölskylduna með söng
og fræðslu. Guðsþjónusta kl. 14, Soffía
Guðmundsdóttir, Berglind og Hanna
Soffía Bergmann Sverrisdætur syngja.
Súgfirðingar aðstoða. Kór Bústaðakirkju,
organisti Renata Ivan. Messukaffi Súgfirð-
ingafélagsins.
DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11, prest-
ur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti
Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju
A-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama
tíma. Veitingar að messu lokinni. Kvöld-
messa á vegum æskulýðsfélags Digra-
neskirkju kl. 20.
DÓMKIRKJAN: | Messa kl. 11, sr. Hjálmar
Jónsson prédikar, Dómkórinn syngur, org-
anisti er Marteinn Friðriksson. Barnastarf
á kirkjuloftinu meðan á messu stendur.
EGILSSTAÐAKIRKJA: | Sunnudagaskóli
kl. 11 og messa kl. 14. Kyrrðarstund 15.
október kl. 18.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta
og altarisganga kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson, organisti er
Guðný Einarsdóttir. Félagar úr kór Fella- og
Hólakirkju leiða almennan safnaðarsöng.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Sig-
ríðar R. Tryggvadóttur.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga-
skóli kl. 11, umsjón hafa Sigríður Kristín
og Örn. Kvöldvaka kl. 20, umfjöllunarefni:
Haustið, einsöngur: Sólveig Sam-
úelsdóttir, Fríkirkjubandið leiðir söng.
Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Guðsþjónusta
kl. 14. Í predikun dagsins verður leitað
svara við spurningunni: Er Guð í raun jafn
afturhaldssamur og kirkjustofnunin?
Hjörtur Magni Jóhannsson predikar. Tón-
listina leiða Anna Sigríður Helgadóttir og
Carl Möller. Nanda Maack guðfræðinemi
mun leiða barnasamveruna.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl.
11. Kennsla, söngur, leikrit og leikir. Al-
menn samkoma kl. 14 þar sem Björg R.
Pálsdóttir prédikar. Á samkomunni verður
lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir.
GRAFARHOLTSSÓKN | Græni dagurinn í
Grafarholti. Fjölskyldumessa kl. 11 í Ing-
unnarskóla. Umhverfismál í brennidepli.
Hist kl. 10.50 v/ grenndargámana við
skólann og gengið til messu. Umhverf-
isráðherra kemur í heimsókn, barnakór
kirkjunnar syngur, stjórn Gróa Hreinsd.,
umsjón séra Sigríður og Þorgeir. Kirkju-
kaffi.
GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar.
Guðsþjónusta kl. 14, sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir kveður söfnuðinn. Allir prestar
safnaðarins þjóna, sr. Anna Sigríður pré-
dikar og kórar kirkjunnar syngja. Organisti
Hörður Bragason, fiðla Hjörleifur Valsson,
kontrabassi Birgir Bragason, kórstjórar:
Gróa Hreinsdóttir og Svava Kr. Ingólfs-
dóttir.
GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholts-
skóli: | Sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr.
Lena Rós Matthíasdóttir, umsjón hafa
Hjörtur og Rúna, undirleikari Stefán Birki-
sson. Sunnudagaskóli kl. 11 í Borg-
arholtsskóla. Prestur sr. Vigfús Þór Árna-
son, umsjón hafa Gunnar og Díana,
undirleikari Guðlaugur Viktorsson.
GRENSÁSKIRKJA: | Morgunverður kl. 10,
bænastund kl. 10.15, barnastarf kl. 11,
messa kl. 11, altarisganga, samskot.
Messuhópur þjónar, kirkjukór Grens-
áskirkju syngur, organisti Árni Arinbjarn-
arson, prestur sr. Ólafur Jóhannsson.
Molasopi eftir messu. Myndlistarsýning
Bjargar Þorsteinsdóttur opnuð formlega í
fordyri.
GRENSÁSKIRKJA: | Tómasarmessa kl.
20, tónlist, orð Guðs, fyrirbæn, heilög
kvöldmáltíð. Molasopi eftir messu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: |
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan
Ólafsson, prestur sr. Hreinn S. Há-
konarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: | Fræðslumorgunn
kl. 10. Lúther og Katrín, sr. Bjarni Þór
Bjarnason. Messa og barnastarf kl. 11,
sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar
ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur, ferming-
arbörn aðstoða. Drengjakór Reykjavíkur í
Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks
S. Kristinss. Organisti Hörður Áskelsson.
HÁTEIGSKIRKJA: | Messa og barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Erla Guðrún og Páll Ágúst
leiða barnastarfið. Prestur Guðbjörg Jó-
hannesdóttir, organisti Douglas A. Brotc-
hie. Veitingar í safnaðarheimili að messu
lokinni.
HJALLAKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11, sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Fé-
lagar úr Kór kirkjunnar syngja og leiða
safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Bæna-
og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18
(www.hjallakirkja.is).
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: |
Sunnudaginn 14. okt. kl. 11 sunnudaga-
skóli. Dagur Heimilasambandsins í um-
sjón kvennanna kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík: | Sam-
koma á morgun kl. 20. Umsjón: Elsabet
Orð dagsins:
Jesús læknar hinn lama.
(Matt. 9)
Morgunblaðið/Ómar
Egilsstaðakirkja.
Kaffisala kristni-
boðsfélags karla
KAFFISALA kristniboðsfélags
karla verður í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60, á morgun kl.
14 -17. Þetta er árleg fjáröflun fé-
lagsins fyrir kristniboðs- og þró-
unarverkefni Kristniboðs-
sambandsins. Karlarnir hella upp
á kaffi og bjóða með því kökur og
hollustubrauð og spjallað verður
um bræður og systur í Afríku.
Lækningadagar
í Veginum
Lækningadagar verða í Veginum
á Smiðjuvegi 5 helgina 26.-28.
október nk. Á lækningadögum
verður fjölbreytt dagskrá m.a.:
kyrrðarstund, fyrirbænir, einka-
viðtöl o.fl.
Myndlistarsýning
í Grensáskirkju
Myndlistarsýning Bjargar Þor-
steinsdóttur verður opnuð í forsal
Grensáskirkju á morgun, sunnu-
dag, að lokinni messu, um hádeg-
isbil. Björg hefur um árabil unnið
að myndlist en myndirnar á sýn-
ingunni eru aðallega nýjar vatns-
litamyndir. Sýningin stendur til
15. nóv. og er opin á sama tíma og
kirkjan sem er fimm daga vik-
unnar kl. 9-15 en einnig kringum
messur, athafnir og aðrar sam-
verustundir í Grensáskirkju. Að-
gangur er ókeypis.
Tómasarmessa
í Grensáskirkju
Fyrsta Tómasarmessan verður
haldin annað kvöld kl. 20 í Grens-
áskirkju. Tómasarmessa er finnsk
að uppruna og er kennd við Tóm-
as postula, þann sem leitaði stað-
festingar á trú sinni. Í messunni
er tónlist, lofgjörð og fyr-
irbænaþjónusta. Orð Guðs er boð-
að og heilög kvöldmáltíð borin
fram. Tómasarmessur verða hér
eftir haldnar mánaðarlega í
Grensáskirkju, annan sunnudag í
mánuði.
Guðsþjónusta
í Skeiðflatarkirkju
Guðsþjónusta verður í Skeiðflat-
arkirkju í Mýrdal á morgun, sunnu-
dag, kl. 14. Kórar Skeiðflatar- og
Víkurkirkju syngja, organisti og
stjórnandi er Kitti Kóvács. Eftir
predikun leika hjónin Balázs Stan-
kowsky og Kitti Kovács saman á
fiðlu og orgel. Þau eru bæði frá
Ungverjalandi og eru nýráðnir
kennarar við Tónskóla og Grunn-
skóla Mýrdalshrepps, auk þess sem
Kitti hefur verið ráðin organisti við
Víkur- og Skeiðflatarkirkju.
Drengjakór Reykjavík-
ur í Hallgrímskirkju
Fræðslustund verður kl. 10 á morg-
un, sunnudag, og hefst dagskráin á
því að sr. Bjarni Þór Bjarnason,
sem er prestur í Grafarvogskirkju
og annast einnig enskar messur
mánaðarlega í Hallgrímskirkju,
segir frá siðbótarmanninum Lúth-
er, konu hans Katarínu frá Bora
og því umhverfi sem mótaði þau.
Fræðslunni verður lokið fyrir
messu.
Messan og barnastarfið er kl. 11,
sr. Birgir Ásgeirsson, predikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu
Ágústdóttur. Fermingarbörn
verða messuþjónar, en Drengjakór
Reykjavíkur syngur undir stjórn
Friðriks S. Kristinssonar kór-
stjóra. Organisti er kantor kirkj-
unnar og söngmálastjóri þjóðkirkj-
unnar, Hörður Áskelsson. Í
Suðursal kirkjunnar verður kaffi í
messulok.
Kirkjudagurinn í
Óháða söfnuðinum
Kirkjudagurinn í Óháða söfn-
uðinum verður haldinn hátíðlegur
á morgun, sunnudag, kl. 14. Kven-
félagið verður með sína árlegu
kaffisölu að lokinni messu og kost-
ar 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500
kr. fyrir börn. Þetta er fjöl-
skyldumessa, prestur er sr. Pétur
Þorsteinsson og mun hann m.a.
vera með töfrabrögð. Organisti er
Kári Allansson og sér hann um
tónlistina ásamt kórnum.
Kvennakirkjan
í Árbæjarkirkju
Kvennakirkjan heldur guðþjón-
ustu í Árbæjarkirkju á morgun,
sunnud., kl. 20.30. Yfirskrift mess-
unnar er: Hann er hún sem kom og
frelsar okkur – líka frá streitunni.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
prédikar. Frumflutt verður mess-
ustef eftir Ragnheiði Ragn-
arsdóttur. Kór Kvennakirkjunnar
leiðir söng við undirleik Að-
alheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir
verður kaffi í safnaðarheimilinu.
Fimmtudaginn 18. október kl. 20
verður örþing í Kvennagarði,
Laugavegi 59, gengið inn frá
Hverfisgötu. Þar verða framhalds-
umræður um efni messunnar.
Hvað er streitan? Kemur hún að
innan eða utan? o.fl. Almennar um-
ræður verða um þetta og kaffi.
Kvöldmessa í Hásölum
Kvöldmessa verður í Hásölum,
Strandbergs safnaðarheimilis
Hafnarfjarðarkirkju á morgun,
sunnudag, kl. 20. Hljómsveitin
,,Léttir strengir“ leikur og syngur
undir stjórn Arnar Falkner hljóm-
borðsleikara. Messan verður með
kaffishúsasniði þar sem setið er við
borð og boðið upp á veitingar. Um
morguninn kl. 11 fer fram fjöl-
skylduhátíð í Hásölum.
Fríkirkjan í Reykjavík
Í sunnudagsguðsþjónustu Fríkirkj-
unnar kl. 14 verður leitað svara við
spurningum sem æ fleiri spyrja sig
þessa dagana. Hvað veldur því að
hefðbundin trúarstofnun skuli ein
og sér standa í vegi fyrir jafnræði
Guðs barna þegar samfélagið
sjálft, Alþingi og guðfræðin mæla
með jafnræði? Er Guð í raun jafn
afturhaldssamur og kirkjustofn-
unin sem telur sig tala í hans
nafni? o.fl. Hjörtur Magni Jóhanns-
son predikar og þjónar fyrir altari.
Tónlist leiða þau Anna Sigríður
Helgadóttir og Carl Möller. Börnin
taka þátt í upphafi guðsþjónust-
unnar en síðan mun Nanda Maack,
guðfræðinemi og kirkjuvarða, fara
með börnin í safnaðarheimilið og
leiða þar barnasamveruna í söng
og leik.
Kvöldmessa
í Laugarneskirkju
Við kvöldmessu í Laugarneskirkju
á morgun, sunnudag, kl. 20 mun
Halldór Gylfason leikari segja ög-
ursögu úr eigin lífi og frumflytja
eigið lag og ljóð. Djasskvartett
Gunnars Gunnarssonar leikur en
með honum skipa kvartettinn þeir:
Matthías M.D. Hemstock á tromm-
ur, Sigurður Flosason á saxófón og
Tómas R. Einarsson á kontra-
bassa. Bjarni Karlsson sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt Sigurbirni Þorkels-
syni meðhjálpara. Messukaffi
Gunnhildar Einarsdóttur kirkju-
varðar að messu lokinni.
Morgunblaðið/Arnaldur
Grensáskirkja.
KIRKJUSTARF