Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 49
Toyota Touring 1991 til niðurrifs.
Með ónýta tímareim, mjög heillegur
bíll að öðru leyti, ekinn u.þ.b. 215
þús. km. Óryðgaður. Er í Reykjavík.
Uppl. í síma 471 2027.
Toyota LC VX diesel, árg. '99.
Ek. 156 þ. km, svartur, leður og rafm.
í öllu. Fjarstart. Verðtilboð. Ásett
1990 þ. Uppl.: jgj@snilli.is, 896 8989.
MMC Pajero, árg. 1998,
upphækkaður 35". Sjálfskiptur,
topplúga, góður bíll.
Kaldasel, s. 544 4333 og 820 1071.
Iveco Eurocard ókeyrður til sölu
Með fullt af aukahlutum, glæsilegur
bíll. Sími 693 3730.
Camac jeppadekk - útsala
235/75 R 15 kr. 7900.
30x9.5 R 15 kr. 8900.
Kaldasel ehf, dekkjaverkstæði
Dalvegur 16 b, Kópavogur,
s. 544 4333.
Volvo árg. '05 ek. 41 þús. km
Volvo S60 Turbo 20v með ríkulegum
aukapakka, t.d. Xenon aðalljós, 13
hátalara hljóðkerfi, fjarlægðar-
skynjarar, kastarar, leðuráklæði, litað
gler, sætaminni og m.fl. Uppl. í síma
820 6141.
Toyota Previa, árg. '04, ek. 70 þús.
km. Vel með farinn 7 manna fjöl-
skyldubíll. Dökkblár. Kr. 2.350.000.
Hagstætt lán getur fylgt með.
Uppl. í síma 659 8709.
Toyota, árg. '92, ek. 205 þús. km.
'92 árg. af ssk. bensínjeppa á 32"
dekkjum. Skoðaður '08. Fengið topp-
viðhald. Selst ódýrt vegna útlitsgalla.
Uppl. í s. 561 5545 e. kl. 17 eða um
helgar, Þórður.
Nissan Almera, árg. ´00.
Ek. 113 þ. km. Yfirtaka á láni. Uppl. í
síma 691 5427.
2004 Jeep Grand Cherokee
Limited, 4.7L 8 cil., ekinn 39.800 km.
með leðri og öllum aukahlutum, Verð
staðgr. 2.5 millj. Glæsilegur bíll,
uppl. s. 421 3656 og 690 3656. Einar.
Bílar
FRÉTTIR
STJÓRN nýstofnaðs Orkurannsóknasjóðs Lands-
virkjunar kom saman í fyrsta sinn 11. október sl.
Í fréttatilkynningu segir að markmið sjóðsins séu
að auka áhuga vísindamanna og háskólasamfé-
lagsins á umhverfis- og orkumálum og hvetja há-
skólanemendur til starfsframa á því sviði auk þess
að gera framlög Landsvirkjunar til grunnrannsókna
sýnilegri. Stofnfé sjóðsins er 100 milljónir króna.
Starfsemi sjóðsins má skipta upp í tvo flokka:
Annar flokkurinn varðar almennar rannsóknir á
sviði umhverfis- og orkumála en úr honum verður
úthlutað fé til einstakra rannsóknaverkefna og í
námsstyrki til nemenda í framhaldsnámi á há-
skólastigi. Hinn flokkurinn tengist grunnrann-
sóknum Landsvirkjunar á sviði virkjana- og veitu-
framkvæmda. Rannsóknir í þessum flokki eru t.d.
lífríkis-, gróður- og efnarannsóknir, jarðfræði-,
jarðskjálfta- og háhitarannsóknir, vatna-, veður- og
jöklarannsóknir, mannvirkjagerð og orkukerf-
isrannsóknir.
Auglýst verður eftir umsóknum vegna verkefna
og námsstyrkja í nóvember og fyrsta úthlutun úr
sjóðnum fer fram í byrjun árs 2008.
Stjórn sjóðsins er skipuð sex aðilum. Formaður
sjóðsstjórnar er Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræð-
ingur. Aðrir stjórnarmenn eru Axel Björnsson, pró-
fessor í Háskólanum á Akureyri, Sigurður Brynj-
ólfsson, prófessor í Háskóla Íslands, Guðrún
Gauksdóttir, dósent í Háskólanum í Reykjavík, Óli
Grétar Blöndal Sveinsson, deildarstjóri rann-
sóknadeildar Landsvirkjunar og Ragnheiður Ólafs-
dóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar.
Frá fyrsta fundi Stjórn Orkurannsóknasjóðs LV. Talið frá vinstri: Guðrún Gauksdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir,
Sveinbjörn Björnsson, Óli Grétar Blöndal Sveinsson, Axel Björnsson og Sigurður Brynjólfsson.
Landsvirkjun stofnar Orkurannsóknasjóð
GERVIGREINDARHÁTÍÐ Háskól-
ans í Reykjavík verður haldin í Borg-
arleikhúsinu í dag, laugardag. Hátíðin
verður sett kl. 13. Í fréttatilkynningu
segir að margt forvitnilegt verði að
sjá, bæði til fróðleiks og skemmtunar.
Má þar m.a. nefna að nýkrýndur
heimsmeistari í gervigreind, dr.
Yngvi Björnsson, heldur erindi um
hvernig maður verði heimsmeistari í
gervigreind. Fyrirlestur verður um
gervigreind í gervilimum. Fyrirlestur
um gervigreind í geimnum, Ari K.
Jónsson, deildarforseti tölv-
unarfræðideildar HR, sem starfaði í
10 ár hjá bandarísku geimferðastofn-
uninni, NASA, flytur fyrirlestur um
gervigreind í geimnum. Fyrirlestur
verður um hvernig gervigreind nýtist
í iðnaði og framleiðslu og loks verða
tónleikar þar sem landskunnir tónlist-
armenn leika tónlist ásamt „vélmenn-
um“.
Verðlaun verða afhent í gervi-
greindarkeppni Háskólans í Reykja-
vík (fyrir hagnýtustu, bestu og viða-
mestu gervigreindina).
Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á
slóðinni http://ru.is/?Pa-
geID=65&NewsID=1827
Gervigreind-
arhátíðin 2007
HÁDEGISFYRIRLESTUR verður
í Norræna húsinu, mánudaginn
15. október, kl. 12-13.
Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís-
lands og ASÍS – Asíuver Íslands
standa saman fyrir hádegisfyr-
irlestri um samskipti Bandaríkj-
anna og Kína. Dr. Henry Rose-
mont, Jr. flytur erindi sem ber
heitið „Bandaríkin og Kína –
hver ógnar hverjum?“ (The US
and China – Who Threatens
Who?).
Erindið verður haldið á ensku.
Aðgangur er ókeypis og öllum
opinn.
Bandaríkin og Kína –
hver ógnar hverjum?
Hörður er Arnarson
Hörður Arnarson, forstjóri Marel
Food Systems, var ranglega sagður
Árnason í frétt á viðskiptasíðu blaðs-
ins í gær og er beðist velvirðingar á
þeim mistökum.
LEIÐRÉTT
♦♦♦
EITT ár er síðan IKEA opnaði stór-
verslun sína í Kauptúni í Garðabæ og
varð þar með fyrst fyrirtækja til að
hefja starfsemi á svæði sem hefur
verið sérstaklega skipulagt fyrir
verslunarrekstur á þessum stað
sunnan Reykjanesbrautar.
Í fréttatilkynningu segir að það
hafi þótt stórhuga skref og ekki laust
við áhættu að flytja starfsemina úr
Holtagörðum yfir í Garðabæ. Við-
tökur neytenda hafa hins vegar farið
fram úr björtustu vonum.
Í tilefni þess að IKEA hefur nú
verið í eitt ár í Kauptúni og til að
þakka fyrir frábærar móttökur ætl-
ar starfsfólk IKEA að gera sér og
viðskiptavinum dagamun í dag, laug-
ardaginn 13. október, kl. 10-18, og á
sunnudag, 14. október, kl. 12-18.
Ýmislegt verður gert til skemmtun-
ar fyrir börnin, Lína langsokkur og
Emil í Kattholti koma í heimsókn,
andlitsmálun verður í boði, trúðar
skemmta og fjörið liggur í loftinu.
Auk þess verður öllum boðið í ókeyp-
is morgunmat; á laugardeginum kl.
9-11 og á sunnudeginum kl. 11-12.
IKEA fagnar árs-
afmæli í Garðabæ
IÐNAÐARÁÐUNEYTIÐ auglýsir
eftir umsóknum um styrki úr
verkefninu Átak til atvinnusköp-
unar. Veittir eru styrkir til smærri
viðfangsefna og vegna snjallra ný-
sköpunarhugmynda. Fimmtíu
milljónir króna voru til ráðstöf-
unar á þessu ári en samkvæmt
fjárlögum verður 75 milljónum
króna úthlutað á næsta ári.
Í fréttatilkynningu segir að iðn-
aðarráðherra hafi ákveðið að
„Átak til atvinnusköpunar“ verði
rekið með svipuðu sniði og und-
anfarin ár. Starfsreglur verða
óbreyttar og verður stuðningur
fyrst og fremst veittur verkefnum
sem leitt geta til nýsköpunar í at-
vinnulífinu og falla ekki undir
verksvið annarra sem veita sam-
bærilega fyrirgreiðslu. Lögð er
áhersla á að „Átak til atvinnusköp-
unar“ verði kynnt á vettvangi at-
vinnuþróunarfélaganna í þeim til-
gangi að það nýtist sem best þeim
byggðarlögum sem orðið hafa fyrir
áföllum vegna skertrar aflaheim-
ilda og byggðaröskunar.
Ráðuneytið hefur gert samning
um rekstur „Átaks til atvinnusköp-
unar“ við IMPRU – þjónustumið-
stöð fyrir frumkvöðla og lítil og
meðalstór fyrirtæki – hjá Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands.
Átak til atvinnusköpunar
Á FUNDI bæjarstjórnar Horna-
fjarðar 4. október er ítrekuð fyrri
ályktun um björgunarþyrlu og þeim
eindregnu tilmælum beint til yfir-
valda að björgunarþyrla verði stað-
sett á Hornafirði.
„Ferjuflugvélar hafa oft viðkomu
á Hornafirði, enda gegnir flugvöll-
urinn mikilvægu hlutverki fyrir
þær.
Frá Hornafirði er stutt á fjölfarna
ferðamannastaði og ætla má að á
næstu árum muni verða mikil aukn-
ing ferðamanna á svæðinu í
tengslum við stofnun Vatnajökuls-
þjóðgarðs.
Í ljósi umræðu undanfarið um
aukið eftirlit með ferðum skipa og
flugvéla til landsins teljum við að
gera þurfi endurbætur á öryggis- og
eftirlitsþáttum á Hornafjarðarflug-
velli svo hægt sé að taka á móti
minni farþegavélum og ferjuflugvél-
um auk þess að björgunarþyrla sé
staðsett á svæðinu svo björgunar-
og eftirlitsmál séu viðunandi,“ segir
í bókun bæjarstjórnar Hornafjarð-
ar.
Björgunarþyrla verði
staðsett á Hornafirði
!"
#
$%
% &
'