Morgunblaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópa- vogi | Opið hús í félagsheim- ilinu Gjábakka 13. október kl. 14, upplestur, sitt af hverju tagi, kaffi og harmoniku- leikur. Félag eldri borgara, Reykja- vík | Menningarhátíð FEB í Borgarleikhúsinu 16. október kl. 14, uppl. og miðasala í Borgarleikhúsinu s. 568- 8000 og á skrifstofu FEB s. 588-2111. Námskeið í fram- sögn hefst 23. október, leið- beinandi Bjarni Ingvarsson, skráning á skrifstofu FEB. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú- ganga kl. 10. Fræðsluerindi um heyrnarskerðingu og heyrnartæki verður 16. okt. kl. 20 og er á vegum íþróttafélagsins Glóðar. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá m.a. opnar vinnu- stofur, spilasalur, sungið, dansað o.fl. Veitingar í há- degi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Á föstud. kl. 10.30 er leikfimi, Ringó-boltaleikur o.fl. í Íþróttahúsi ÍR við Skógarsel. Vetrardagskráin er komin út. S. 575-7720. Hæðargarður 31 | Göngu- ferðir, Müllersæfingar, gler- list, styrktarþjálfunarhópur í World Class, almenn leikfimi, thai chi, útskurður, flos, postulín, bókmenntahópur, bútasaumur, línudans, pakkaskreytingar, myndlist, söngur, skartgripagerð, fé- lagsvist, magadans, skraut- skrift, tölvufræðsla. S. 568- 3132. Kirkjustarf Aglow | Aglow Akureyri verður með fund í þjónustu- miðstöðinni, Víðilundi 22, mánudaginn 15. október kl. 20. Ræðumaður verður Laufey Birgisdóttir, starfs- maður Actavis. 90ára afmæli. IngibjörgBjörnsdóttir frá Stóru- Seylu, Æja, verður níræð 16. október nk. Hún verður í dag á heimili frænku sinnar, Önnu Halldórsdóttur, í Furuhlíð 7 á Sauðárkróki, þar sem ætt- ingjar hennar og vinir fagna tímamótunum með henni. 40ára afmæli. Petrea Kr.Friðriksdóttir verður fertug sunnudaginn 14. októ- ber. Af því tilefni ætlar hún að taka á móti gestum á Classic Rock í Ármúla 5 í kvöld, laug- ardagskvöldið 13. október, frá kl. 21 og vonast til að sjá sem flesta. dagbók Í dag er laugardagur 13. október, 286. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38.) Matvæla- og næring-arfræðafélag Íslandsheldur árlega ráðstefnufélagsins á Matvæladegi MNÍ næstkomandi þriðjudag á Grand Hótel Reykjavik. Ráðstefnan ber yfirskriftina Hver ræður hvað þú borðar? – Þekking á matvælum, upplýsingar og val. „Við viljum vekja athygli á að þekk- ing og fræðsla er undirstaðan til að geta vegið og metið, og valið úr því flóði upplýsinga sem við höfum aðgang að á degi hverjum um matvæli, nær- ingu og heilsu,“ segir dr. Guðrún Ólafsdóttir, einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar. „Mikill áhugi og um- ræða um mataræði og lýðheilsu teng- ist m.a. því að vísindaleg rök liggja fyrir um þátt fæðis og fæðuefna í m.a. hjarta- og æðasjúkdómum, krabba- meini og offitu. En rannsóknir eru í mörgum tilfellum stutt á veg komnar og oft er einungis um að ræða vís- bendingar um jákvæð áhrif einstakra efna en ekki er vitað um heildaráhrif mataræðis á einstaklinginn. Þetta veldur að sjálfsögðu ruglingi fyrir neytendur og oft á tíðum fölskum væntingum um töfralausnir.“ Á ráðstefnunni verða flutt marg- vísleg erindi um matvælaval og þekk- ingu: „Fjallað verður um hvað hefur haft áhrif á breytingar í mataræði undanfarandi ár, ábyrgð framleiðenda, upplýsingamiðlun um samsetningu matvæla og hvort merkingar auðveldi val á hollu fæði,“ segir Guðrún. „Einn- ig um mikilvægi menntunar á hollustu og næringu ásamt umfjöllun um nær- ingu barna í leikskólum og skólum og að lokum viðhorf neytenda.“ Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Richard Shepherd, prófessor við Há- skólann í Surrey á Bretlandi: „Hann mun fjalla um rannsóknir sem leitast við að útskýra þá þætti sem hafa áhrif á fæðuval og hegðun neytenda, t.d. að hvaða marki aldur, uppeldi og fræðsla, auglýsingar og kynningar hafa þar áhrif,“ útskýrir Guðrún. Einnig mun Richard segja frá rannsóknum á við- horfum neytenda varðandi m.a. lífrænt ræktaðar afurðir og hvaða upplýs- ingum neytendur treysta þegar kemur að öryggi matvæla.“ Finna má nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á heimasíðu Matvæla- og næringarfræðafélagsins á slóðinni www.mni.is. Heilsa | Ráðstefna um þekkingu á matvælum á Matvæladegi MNÍ Hver ræður hvað þú borðar?  Guðrún Ólafs- dóttir lauk BS- námi í matvæla- fræði frá HÍ 1980, MS-námi frá Há- skólanum í Wis- consin í Bandaríkj- unum 1985 og dokotorsprófi frá Háskóla Íslands 2005. Hún starfaði sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins undanfarin 18 ár, og er nú sjálfstætt starfandi fræðimaður með aðstöðu við HÍ. Guðrún er gift Magnúsi Sigurðs- syni efnaverkfræðingi og eiga þau þrjú börn. Skemmtanir Húnabúð | Dansleikur í kvöld kl. 22-2. NASA | DJ Páll Óskar spilar í kvöld kl. 23- 5.30. Hann mun spila klassísk partílög alla nóttina og syngja lögin sín m.a. „Int- ernational“ og „Allt fyrir ástina“. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Von, Efstaleiti 7 í dag, laugardag, 13. októ- ber. Vistin hefst kl. 20 og dans að henni lok- inni fram eftir nóttu. Tónlist Bar 11 | Fist Fuckers og The Frontiers koma fram kl. 23. Höfn | Landsmót skólalúðrasveita fer fram á Höfn í Hornafirði dagana 12.-14. október. Tón- leikar verða sunnudaginn 14. okt. kl. 10 í íþróttahúsinu. Þar munu 550 krakkar koma fram í fimm mismunandi hljómsveitum. Norræna húsið | Tónlistarskólinn í Reykjavík stendur fyrir kammertónleikaröð í vetur. Fyrstu tónleikar ársins í þessum flokki verða í dag kl. 14. Nemendur spila verk eftir skand- inavísku tónskáldin Grieg, Sibelius og Niel- sen. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll | Vídalínskirkju í Garðabæ. Bjarni Thor Kristinsson bassi og Gerrit Schuil píanóleikari halda ljóðatónleika kl. 17. Þetta eru þriðju tónleikarnir í röðinni Ljóðasöngur á hausti. Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Tveggja daga ljósmynd- anámskeið á Hótel Hvolsvelli 7. og 8. nóv. kl. 18-22. Fyrir byrjendur og lengra komna. Far- ið er í stillingar á myndavélinni. Myndatökur og tölvumálin útskýrð. Verð kr. 12.900. Leið- beinandi Pálmi Guðmundsson, gsm 898-3911. Nánar uppl. og skráning á www.ljosmynd- ari.is. Myndlist Vor | Ása Óla opnar málverkasýningu á morgun, sunnudag, kl. 16. Þetta er fyrsta sýning hennar eftir nám en hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007. Sýningin stendur til 11. nóvember. Fyrirlestrar og fundir Skriðuklaustur | Aino Grib frá Norður- Noregi heldur fyrirlestur sunnudaginn 14. október kl. 15 um lífið á Svalbarða. Einnig mun hún sýna dvd-mynd er lýsir lífinu, nátt- úrunni og stemningunni á Svalbarða. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 14. októ- ber kl. 14. Fyrsti dagur í þriggja daga keppni. Börn Áttun | Námskeið um gildin í fjölskyldunni verður haldið laugardaginn 20. október kl. 10-17 í Bolholti 4, 4. hæð t.v. Skráning info@life-navigation.com /663-8927. MIKIÐ hefur verið rætt um fjölda hermanna (og ekki-hermanna) í Írak en minna hefur verið fjallað um þá herhunda sem þangað hafa verið sendir. Þessi meðlimur Bandaríkja- hers hefur sérhæft sig í að þefa uppi sprengjur og leitar nú að þeim í borginni Nawhwan. En hvernig lykta sprengjur? Hvernig er lyktin af Írak? Um það er þessi seppi sérfróður. Allt í hers hundum LANDSSÖFNUN Kiwanismanna fór fram um land allt dagana 4.–7. október. Kjörorð söfnunarinnar var Lykill að lífi. Alcan styrkti Kiwanis um 308 þúsund krónur og afhenti Rann- veig Rist forstjóri Alcan á Íslandi Gylfa Ingvarssyni umdæmisstjóra Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar styrkinn í Straumsvík Kiwanismenn styrktir LANDSSÖFNUN Kiwanis- hreyfingarinnar til styrktar geð- sjúkum og aðstandendum þeirra, Lykill að lífi, lauk sunnu- daginn 7. október. Bernhard Jó- hannesson, formaður K-dags- nefndar, segir ljóst að þjóðin hafi brugðist mjög vel við kalli Kiw- anis-manna og þakkar stuðning- inn. Allir Kiwanis-menn sem vett- lingi gátu valdið gengu í hús og verslunarmiðstöðvar um land allt dagana 4.-7. október með góðri aðstoð annars sölufólks, auk þess sem K-lykillinn var seldur í Bónusverslunum og á þjónustustöðvum Olís. Söfnun- arféð rennur til Geðhjálpar, BUGL og Forma. Enn liggur ekki fyrir hversu mikið fé safn- aðist en söfnunarféð verður af- hent um miðjan nóvember. Sparisjóðirnir á Íslandi, Toyota, Olís og Bónus voru bak- hjarlar verkefnisins og Spari- sjóðirnir á Íslandi eru jafnframt fjárvörsluaðili söfnunarinnar. Landssöfnun Kiwanis lokið FYRIRHUGAÐ er að bjóða uppá námskeið dagana 25. okt.–27. okt. fyrir hjón og sambúðarfólk í fallegu umhverfi á Hótel Glymi í Hval- firði. Fjallað verður um hjónabandið, að vera með langvinnan sjúk- dóm, vonir væntingar, vonbrigði, gleði. Einnig verður rætt um leið- ir til þess að efla samskipti innan fjölskyldunnar og njóta sambandsins enn frekar. Leiðbeinendur eru Margrét Sigurðardóttir og Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafar, báðar með sérmenntun í hjóna- og fjölskyldumeðferð. Upplýsingar fást hjá MS-félaginu í síma 568- 8620 Ingdísi og Önnu í síma 861-5407. Námskeið fyrir pör á vegum MS-félagsins BERGMÁL líknar- og vina- félag verður með opið hús sunnudaginn 14. október kl. 16 í Blindraheimilinu í Hamrahlíð 17, 2. hæð. Elín og Elísabet Eyþórs- dætur syngja og leika á gít- ar. Hildur Friðriksdóttir leikur á harmonikku og stjórnar fjöldasöng. Matur verður að hætti Bergmáls. Upplýsingar og skráning hjá Ernu Marteinsdóttur í síma: 557-6546 og hjá Þór- önnu Þórarinsdóttur í síma: 568-1418/820-4749. Opið hús hjá Berg- máli TRYGGVI Helgason barna- læknir heldur erindi um offitu barna hjá Manni lifandi, Borg- artúni 24, þriðjudaginn 16. október kl. 17.30-19. Tryggvi mun ræða um offitu barna og fjalla bæði um orsakir og ekki síður afleiðingar offtu á börnum og síðar meir á fullorð- insárum. Ennfremur mun hann ræða hvað er til ráða og hvernig hægt er að sveigja aftur inn á rétta braut ef þyngd barnsins stefnir í óefni. Nægur tími verð- ur fyrir umræður. Fyrirlestur um offitu barna VEGNA fréttar af forritanlegum dælulykli frá Atlantsolíu til að koma í veg fyrir mistök við dæl- ingu, þ.e. dæla rangri eldsneyt- istegund, sem kynnt var nýlega, vill Stefán Karl Segatta, fram- kvæmdastjóri neytendasviðs Skeljungs, taka fram að við- skiptakort Skeljungs, sem standa öllum viðskiptavinum til boða, eru og hafa verið forrit- anleg um langt árabil, eða síðan 2003. Það sé því ekki rétt að þessi tæknimöguleiki sé nýlunda hér á landi. Athuga- semd frá Skeljungi FÉLAGSFUNDUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Borgarbyggð skorar á Alþingi að fella nú þegar úr gildi heimild í fjárlögum til að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar. Það er Borgfirðingum afar mikilvægt að ráða þeim náttúruauð- lindum sem gera Borgarfjörð jafn fýsilegan búsetukost og raun ber vitni en Deildartunguhver og önnur hitaréttindi HAB í Borgarfirði verði ekki leiksoppar markaðsaflanna líkt og gerst hefur á Suð- urnesjum, segir í fréttatilkynningu. Hlutur í HAB ekki seldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.