Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 27
Neytendavitund Íslendinga hef- ur hingað til verið aftarlega á merinni miðað við nágrannalöndin enda þykir það ófínt og pínlegt að kvarta á Íslandi. „Væluskjóður“ eiga oft ekki upp á pallborðið í verslunum og því hefur lenskan verið sú að menn bara bíta á jaxl- inn og borga, henda „ónýta“ drasl- inu, sem ekki virkar, og kaupa nýtt. Ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar hafa íslenskar verslanir almennt ekki séð sér hag í að koma sér upp sérstakri kvört- unaraðstöðu nema í undan- tekningartilvikum heldur eru óánægðir viðskiptavinir dæmdir til að standa í kassaröðinni og skammast við kassadömuna sem er afskaplega vandræðalegt á meðan aðrir viðskiptavinir standa í röð, misóþreyjufullir eftir af- greiðslu. Verslanir eiga auðvitað í ríkari mæli að sjá sér hag í sér- stökum þjónustuborðum og nota þær ókeypis upplýsingar, sem þangað berast með kvörtunum, til að bæta vörur og þjónustu. Hið sama gildir til dæmis um endur- greiðslu peninga við vöruskil því þegar fólk verður vart við góða þjónustu leiðir það til aukinna við- skipta.“ Hægt er að prútta á Íslandi Íslendingar fengu ýmsa löggjöf á neytendasviðinu í gegnum EES- samninginn þó að margt megi enn betur gera á þessu sviði þó að breytingarnar, sem viðskiptaráð- herra hefur boðað nýlega, séu mjög þarfar. „Það kemur útlendingnum til dæmis svolítið spánskt fyrir sjónir að á Íslandi er hægt að prútta. Það er svo sannarlega ekki hægt á hinum Norðurlöndunum. Þar eru verðmerkingar gagnsæjar og segja til um hvað hlutirnir kosta í raun og veru. Lögum samkvæmt er hægt að beita sektarákvæðum ef verslanir eru ekki með verð- merkingarnar í lagi, en mér er ekki kunnugt um að gripið hafi verið til slíkra ráða síðan árið 2002,“ segir Liselotte, en þess má geta að Neytendastofa fer með eftirlitið hér á landi. Hún segist enn ekki vita hvað taki við hjá sér þegar Leiðarkerfi neytenda hefur verið tekið í notkun í ársbyrjun á næsta ári. „Það er hinsvegar af nógu að taka og vonandi bankar eitthvað skemmtilegt upp á.“ join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 27 Ískalt íslenskt vatn - hvenær sem ervilbo rg a@ ce nt ru m .is GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir GE kæliskápar á tilboðsverði *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. Kr. 199.570*stgr GCE21LGTFSS Stærð: h 176 x b 90,9 x d 60,7 sm 381 ltr. kælir og 173 ltr. frystir Með ryðfríum stálhurðum Verð áður kr. 285.100 stgr. AFSLÁTTUR 30% þegar maður skoðar hlutina í víðara sam- hengi. Umræddir gluggar voru í „gömlu“ íbúð Víkverja, en „nýja“ íbúðin er mun betri – þótt hún sé reyndar 50 árum eldri, byggð 1935. x x x Þótt Víkverji sé ekkifótbolta- áhugamaður, (hefur farið á þrjá landsleiki, 1976, 1995 og 2002) er hann samt allt í einu orðinn áhugasamur um hvernig nýjum lands- liðsþjálfara muni takast upp með landsliðið. Þetta er spurning um að fylgjast með frá byrjun. Nú verður líka fylgst með því hvaða leikmaður verður frá vegna meiðsla hverju sinni, hvernig þjálfarinn velur menn í liðið og svo framvegis. Það getur al- veg verið gagnlegt og jafnvel gaman að fylgjast með íþróttum. Um 1980 átti t.d. handboltalið Víkings hug og hjarta Víkverja. Þá var Þorbergur Aðalsteinsson leikmaður Víkings hetja Víkverja. Það var líka vegna þess að Þorbergur var á þessum tíma kokkur á dvalarheimili aldraðra sem Víkverji heimsótti oft á þessum ár- um. Víkverji fer oft áveðurvefi þessa dagana til að fylgjast með helstu breytingum og sviptingum í veðri. Helst eru það þrír vefir sem víkverji notar, belgingur.is og vedur.is en einnig norskur vef- ur, yr.no. Framsetn- ingin er mismunandi frá einum vef til annars en allir eru þeir mæta- góðir. Yr.no hefur t.d. athyglisverða hitaspá með þar til gerðu línu- riti, skýjahuluspáin hjá veðri.is er sniðug nýj- ung, en vindaspána hjá belgingi hefur Víkverji notað mest. Yr.nor er líka með góða framsetn- ingu á rigningarskúrum, eða öllu heldur steypiregninu sem skolar göt- ur og torg um þessar mundir. Rigningunni viðvíkjandi, sýnir Víkverji eigendum lekra húsa hlut- tekningu. Það er varla hægt að ímynda sér ergilegri hlut en míglekt hús. Eitt er gluggaræfill sem orðinn er lúinn og fúinn, en það eru smá- munir miðað við míglek hús í réttri merkingu þess orðs. Víkverji barm- aði sér aðeins fyrir tveimur árum þegar hann þurfti að punga út tvö- hundruðþúsundkalli fyrir nýja glugga, en hvílíkir smámunir eru það            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Íoktóber var vakin sérstök athygliá brjóstakrabbameini, m.a. með bleiku slaufunni. Af því tilefni voru starfsmenn Ráðhússins á Akureyri hvattir til að klæðast einhverju bleiku. Davíð Hjálmar Haraldsson þakkaði fyrir áminninguna með vísu: Alltaf þegar falla menn í mók er mikilsvert að hinir veki þá. Ég skal koma í minni bleiku brók en blessuð farið samt ekki að gá. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal svaraði: Kannske rósbleik karlmannsbrók kveiki á bláum hugsunum. Ég spái að einhver kona klók klæði þig úr buxunum. Og Davíð Hjálmar yrkir að vetri: Fennir inni búð og bar, borgin kvíðir hörðum vetri. Mjallardýpt þá mæld hún var í morgun reyndist sentímetri. Hörður Björgvinsson brást skjótt við: Davíð yrkir inni á bar, með áhyggjur af hörðum vetri. Fram á nótt er fastur þar því fönn er víða sentimetri. Í Vísnahorninu í gær var talað um að Bónus vildi byggja á Akureyri og auðvitað átti þar að standa á Akur- eyrarvallarsvæðinu, þ.e.a.s. fótboltavallarsvæðinu í miðbænum, en ekki flugvallarsvæðinu. VÍSNAHORNIÐ Af fönn og bleikri brók pebl@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.