Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 33 Á þriðja áratug höf- um við hjónin verið nánir vinir þeirra Ástu og Halldórs. Það var okkur því reiðarslag, þegar sú harmafregn barst, að Halldór hefði orðið bráðkvaddur við lok vinnudags hinn 18. þ.m. Við minnumst ótal sam- verustunda frá liðnum árum, hvort sem það var við spilamennsku, sigl- ingar, eða bara að eyða tímanum með góðum vinum í góðra vina hópi. Halldór var eftirminnilegur per- sónuleiki. Hann gat verið stífur á meiningunni og stríðinn, en var fyrsti maður á vettvang þegar eitt- hvað bjátaði á og hjálpar var þörf. Hann var sannfærður sósíalisti og var lítt uppnæmur fyrir breytingum í þeim efnum. Við deildum oft um pólitíkina, en skildum alltaf sáttir í lokin, sammála um það að við yrðum ætíð ósammála hvað hana varðar. Hann var trúr upprunanum og var sannur Mýramaður. Þar voru hans rætur og hann var stoltur að vera í þeim ágæta hópi er ólu manninn á Mýrunum. En nú er rödd Halldórs hljóðnuð. Allar áætlanir um það sem við ætluðum að gera hafa riðlast. Við ætluðum m.a. saman á sólarströnd þegar tími gæfist og njóta þess að vera til og rækta vináttuna. Á þess- ari stundu, viljum við þakka sam- veruna og erum þakklát að hafa átt jafnyndislegan vin og félaga sem Halldór var. Við vottum Ástu, Sig- urði, Brynjúlfi og fjölskyldum þeirra innilega samúð, sem og öllum ætt- ingjum hans og vinum. Pétur og Helga. Kirkja er okkur ströndin og hafið og fjallið guðspjall dagsins vanmáttur mannsins í lífi og dauða. (Jón úr Vör) Það dimmdi við þá ógæfufrétt að Halldór Brynjúlfsson frá Brúarlandi væri allur. Halldór Brynjúlfsson ✝ Halldór Brynj-úlfsson fæddist á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi í Mýrasýslu 20. júní 1943. Hann lést 18. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgar- neskirkju 30. októ- ber. Dóri var skapgóður og skemmtilegur mað- ur. Hann var afar gjöf- ull á tíma sinn hvort sem var við að sinna fólki almennt, fé- lagsmálum eða stjórn- málastörfum. Hann var einstakur vinur vina sinna og aufúsu- gestur hvar sem hann kom. Ég hef trú á því að margur sakni nú þeirra stunda er hann leit inn, þáði kaffibolla og spjallaði og léttu þessi innlit yfirleitt allverulega lund þeirra sem urðu heimsóknanna að- njótandi. Þegar á bjátaði var hann fyrsti maður til að bjóða fram aðstoð sína og leggja þeim lið, sem áttu um sárt að binda. Mín fjölskylda, eins og margir aðrir, naut góðs af þessu og það mun ekki gleymast. Hann var samkvæmur sjálfum sér og sínum skoðunum. Aðrir munu án efa verða til að gera starfs- og póli- tískum ferli hans skil. Þó að nöfn þeirra stjórnmálaflokka er hann lagði lið hafi breyst í áranna rás breyttist grunnafstaða hans ekki og samkvæmt henni lifði hann. Hann trúði á lýðræði, samhjálp, sam- ábyrgð og félagslegt réttlæti og fyrir lítil bæjarfélög er sérstakur akkur í að slíkt fólk skuli finnast og vilja starfa að bæjarmálum. Hann var ósérhlífinn og duglegur að hverju sem hann gekk. Minningar okkar, sem þekktum hann eru hlýjar og góðar. Þar fellur enginn skuggi á en sennilega verða sunnudagsmorgnar framtíðarinnar með nokkrum tómleikablæ. Við vinir hans höfum misst mikið en sárari er þó missir eiginkonu hans, Ástu Sigurðardóttur, drengj- anna Sigurðar og Brynjúlfs, fjöl- skyldna þeirra og hinnar stóru og samheldnu Brúarlandsfjölskyldu. Þeim öllum votta ég innilega samúð mína. Vigdís Pálsdóttir. Glaðr ok reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana. Þessar hendingar úr Hávamálum þykja mér lýsa lífsviðhorfum Hall- dórs Brynúlfssonar, sem er nú horf- inn á braut og deilir ekki lengur kjörum með okkur. Glaður og reifur gekk hann til starfa, allt til síðustu stundar. Fundum okkar Halldórs bar fyrst saman á stjórnmálafundi í Borgar- nesi á björtum maídegi árið 1969. Hann var þá farinn að láta að sér kveða í starfi sósíalista í héraðinu. Nokkrum árum síðar var hann kos- inn í sveitarstjórn Borgarneshrepps fyrir Alþýðubandalagið og átti þar sæti í tólf ár samfellt. Um það leyti hóf Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum útgáfu héraðsfrétta- blaðsins „Röðull“. Þessi útgáfa ent- ist í mörg ár og er nú merk heimild um viðfangsefni síns tíma. Halldór var driffjöðrin í þessu starfi og skrif- aði mikið í blaðið, aðallega um sveit- arstjórnarmál. Halldór var framúrskarandi fé- lagsmálamaður og vékst aldrei und- an því að taka að sér verkefni, eða leiða eitthvert starf. Hann var góður ræðumaður og átti auðvelt með að hrífa áheyrendur, hvort heldur flutt var pólitísk barátturæða eða tæki- færisræða innblásin af stemningu stundarinnar. Tveggja slíkra minn- ist ég nú, afmælisræðu til heiðurs mágkonu hans, Snjólaugu á Brúar- landi, flutt í veizlu í Lyngbrekku og þakkarræðu til Sæmundar Sig- mundssonar sérleyfishafa í síðustu áætlunarferð hans, frá Reykjavík til Borgarness, á gamlársdag 2005. Sú ræða, flutt í hátalarakerfi rútunnar, stóð allt frá norðurenda Hvalfjarð- arganga í Borgarnes, krydduð gam- ansögum frá sameiginlegum ferli þeirra og verður ógleymanleg öllum rútufarþegum. Síðasta ævidag Halldórs unnum við saman að dálitlu verkefni, ásamt vinnuflokki hans. Þann dag bar margt á góma, m.a. sagði hann mér að erilsamasta lotan á starfsferlinum hefði verið árin þrettán sem hann stýrði Bifreiðastöð Kaupfélags Borgfirðinga. Ennfremur, að núver- andi starf, verkstjórn í klæðningar- flokki Borgarverks ehf., félli sér vel og hefði m.a. þann kost að árangur starfsins yrði fljótt sýnilegur! Þessu verkefni lauk síðdegis og kvöddumst við með virktum og vorum kátir eftir góðan dag. Næst skyldi haldið í Norðurárdal og öðru verki lokið fyr- ir kvöldið. En honum var ekki ætlað það verkefni. Í þann mund er haldið skyldi af stað hné hann til jarðar og var örendur á samri stund. Ég kveð Halldór sollnum sefa og þakka áratuga kynni og samstarf. Ástvinum færi ég innilegar samúðar- kveðjur. Haukur Júlíusson. Það er með söknuði sem ég kveð sam- starfsmann minn síð- ustu tvö ár. Ásgeir Elíasson þjálfaði Fram í 1. deildinni í fyrra og ég var aðstoðarþjálfari hans og komum við liðinu upp í efstu deild karla. Við tókum síðan við þjálfun meistara og 2. flokks karla hjá ÍR fyrir síðasta tímabil. Ásgeir var sannur vinur og mikill reynslubolti . Hann var óspar á að miðla til mín, og allra sem óskuðu, þekkingu sinni. Samstarf okkar var ætíð gott, þó við værum ólíkir náðum við vel sam- an. Fótbolti var hans ástríða og mun ég alltaf minnast þeirra góðu ráða sem hann gaf mér. Þjálfarastíll hans einkenndist af því að hann vildi spila góða knattspyrnu. Hann naut mik- illar virðingar meðal leikmanna og annarra þjálfara. Það voru ekki læti í Ásgeiri, heldur sagði hann leik- mönnum til með það sem betur mátti fara. Hann var ávallt með lausnir og maður kom ekki að tómum kofanum hjá honum. Hann var taktískt mjög Ásgeir Elíasson ✝ Ásgeir Elíassonfæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1949. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 9. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 17. sept- ember. góður þjálfari og fór vel yfir það sem þurfti að gera. Oftast hafði hann það þannig þeg- ar hann talaði við leik- menn í búningsklefa að hann settist á eitt- hvað mjúkt, t.d. bún- ingatösku, tók taktík- töfluna sína og fór yfir málin í rólegheitunum. Meistara- og 2. flokkur karla tók gríð- arlegum framförum á tímabilinu og er það mikið Ásgeiri að þakka. Það var hrein unun að fylgj- ast með honum segja mönnum til. Einn skapmikill leikmaður sagði við mig: „Það er ekki hægt að verða reiður við Geira. Ef maður ætlar að koma með rök við hann glottir hann bara og maður getur ekki verið reiður yfir því sem hann er að segja við mann“. Fyrir ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik karla sem haldin var í fyrra bað ég hann sem formaður KÞÍ um að halda fyr- irlestur fyrir framan nokkra tugi þjálfara. Hann var tilbúinn til þess að gera það en hringdi svo í mig, fékk bakþanka og sagðist ekki treysta sér til þess. Ég sagði honum að þetta yrði ekkert mál, það verða menn tilbúnir með spurningar ef þú lendir í vandræðum, sagði ég. Hann leysti þennan fyrirlestur vel og það var frekar að það þyrfti að stoppa hann, hann hafði frá svo miklu að segja. Honum fannst mikið mál að tala fyrir framan svona marga en sagði við mig að sér fyndist ekkert mál að tala við leikmenn sína. Ásgeir hafði gaman af því að segja okkur sögur um hitt og þetta sem hann hafði lent í sem fótboltamaður og þjálfari. Í hans síðasta keppnis- ferðalagi sem var um mánaðamótin ágúst/sept., á leiðinni í mikilvægan leik á Siglufirði, stjórnaði hann af mikilli snilld spurningakeppni ÍR- inga. Spurningarnar tók hann úr eldgömlu Trivial Pursuit spili og vakti það mikla lukku. Fráfall hans var skyndilegt og hafði mikil áhrif á okkur ÍR-inga en minning hans mun lifa meðal okkar. Elsku Dedda, Mummi, Doddi og fjölskylda: Guð veri með ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ og þjálfari hjá ÍR. Súkkulaðikaramellugerð í eld- húsinu á Kársnesbrautinni. Pabbi hrjótandi inn í stofunni, liggjandi á grænu, fallegu flauelssófunum. Strætóferð niður Löngubrekku eða niður að Tjörn. Dóttursonur- inn varinn gegn banhungruðum Tjarnarsvönunum. Fallegustu jóla- kjólar allra tíma, skreyttir pífum, púffermum eða hverju því sem dótturdótturinni datt í hug þetta árið. ,,Ekki drekka kók úr gler- flöskum í bíl á ferð. Þú getur brot- ið í þér tönnurnar!“. Fyrsta utan- landsferðin. Tvær Ingur í aftursætinu á bílaleigubílnum. Önnur þeirra situr með ferðakas- settuspilara og syngur með. Kakó í grændoppóttri könnu. Amman sem situr og horfir á barnaefnið með börnunum. Jólaboð á jóladag með hangikjöti og malt-appelsínblöndu. Kók og after-eight í íbúðinni í Sunnuhlíð. Inga Andrésdóttir Straumland ✝ Inga SvavaAndrésdóttir Straumland fæddist í Flatey á Breiða- firði 28. mars 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi sunnudaginn 14. október síðast- liðinn. Útför Ingu fór fram frá Garða- kirkju á Garðaholti á Álftanesi 19. októ- ber sl. Svona birtast minningarnar á sýn- ingartjaldi hugans, eins og handahófs- kenndar skyggnur sýndar með gamal- dags sýningarvél. Hver á eftir annarri; kvikna í stutta stund, vekja bros, sú næsta tekur við. Við áttum margt sameiginlegt en margt var það líka sem ég gat lært af þér. Manngæska var eitt af því. Alltaf var hagur fjöl- skyldu þinnar hafður í fyrirrúmi og vel gert við alla sem að þér sneru. Þolinmæði er annað. Þú hafðir alltaf nógan tíma til að hugsa um okkur systkinin, tala við okkur, leika við okkur. Varfærni. Það er ekki laust við að við, hin fífldjarfa i-pod kynslóð, mættum læra af gætni þinni og muna að kapp er best með forsjá. Ég veit að það er margt fleira sem lærði af þér og hefði getað lært enn fleira, hefði þér enst heilsa til. Auðvitað kveð ég þig með sökn- uði en ég er viss um að þú ert frelsinu fegin. Þendu bara út vængina og svífðu burt frá heilsu- leysi og hjólastólum. Þakka þér fyrir uppeldið, samfylgdina og kakóið. Þitt barnabarn, þín nafna, þinn aðdáandi, Inga Auðbjörg. ✝ Ástkær fósturfaðir okkar og bróðir, SIGURÐUR ALEXANDERSSON frá Suðureyri við Súgandafjörð, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Hilmar Harðarson, Jóhannes Þór Hilmarsson, Jóhann Alexandersson, Björgvin Alexandersson. Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN HALLDÓRSSON gullsmiður frá Nesi í Loðmundarfirði, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Auður Björnsdóttir, Valdimar Sæmundsson, Fríða Frank, Gæflaug Björnsdóttir, Eva, Sara, Björn Eiríkur, Nína Margrét og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR ÁSTVALDUR JAKOBSSON, Maríubakka 32, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 29. október. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Heimahjúkrun Karítasar. Valgerður Guðmundssdóttir, Ómar Reynisson, Aðalheiður Björgvinsdóttir, Ásta Kristín Reynisdóttir, Tómas Sveinsson, Hafþór Reynisson, Guðmundur Haukur Reynisson, Kolbrún Franzdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.