Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 40
■ Í kvöld kl. 19.30 Europa Musicale Spennandi efnisskrá byggð á verkum sem hljómsveitin mun spila á tónleikaferð sinni til Þýskalands í nóvember. Verk eftir Ravel, Nielsen, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Jón Leifs. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir ■ Fös. 2. nóvember kl. 21 Heyrðu mig nú! Stuttir óhefðbundnir tónleikar fyrir alla sem langar að kynna sér klassíska tónlist. Vorblót Stravinskíjs kynnt og leikið – partý á eftir. ■ Fim. 15. nóvember kl. 19.30 Sígaunar og fögur fljóð. Píanókonsert eftir Haydn, fjórða sinfónía Schumanns og nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Segjum bara að ég heiti Martin og leikskólakrakkar séu skarpari en ég… 42 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG ER að vinna í því að gera mína fyrstu kvik- mynd í fullri lengd eftir skáldsögu Braga Ólafs- sonar, Hvíldardögum,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Ef allt geng- ur upp hefjast tökur á myndinni næsta sumar í Reykjavík að sögn Hafsteins sem bæði skrifar handritið að myndinni og mun leikstýra henni. „Ég las Hvíldardaga fyrir löngu og sagan sat mjög í mér, hún er mínimalísk en myndræn svo ég sá strax kvikmyndamöguleikana í henni. Að- alpersónan fer í gegnum mikið ferðalag þótt það sé ekki mikið af ytri atburðum sem endalaust drífa söguna áfram. Það er ögrandi verkefni að koma þessu í kvikmyndaform og ég held að það sé að takast,“ segir Hafsteinn sem hefur unnið að handritinu í rúmt ár. Hafsteinn býr nú í New York þar sem hann stundar masternám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð við Colombia University. Tilnefndur til Eddunnar Hvíldardagar er ekki það eina sem Hafsteinn vinnur að þessa dagana því hann er einnig að skrifa handrit að mynd sem Ari Alexander mun leikstýra um líkfundarmálið í Neskaupstað. „Það verkefni er ekki langt á veg komið, aðeins að verða til fyrstu drög að handriti. Ég hef verið í mikilli rannsóknarvinnu að kynna mér þetta glæpamál og á eftir að gera meira af því.“ Spurður hvort vinnan við þessi tvö verkefni sé ekki ólík svarar Hafsteinn: „Þetta eru ólík verk- efni en að sama skapi er um aðlaganir að ræða. Þótt annað handritið sé byggt á sannsögulegum atburði eru þetta tvær sögur sem ég er að koma í kvikmyndaform.“ Hafsteinn útskrifast úr mastersnáminu í vor og stefnir að því að gera eina stuttmynd með vorinu sem lokaverkefni. Að undanförnu hefur hann ver- ið að fylgja stuttmynd sinni Skröltormum eftir um heiminn en hún var m.a. sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík í október og er tilnefnd til Edduverðlauna í ár í flokki bestu stuttmynda. „Ég fór með Skröltorma til Finnlands í sept- ember á Nordisk Panorama, síðan til Svíþjóðar og svo er ég að fara til Frakklands í desember þar sem hún verður sýnd á virtri skólahátíð en inn á hana eru valin fjörutíu verkefni kvikmynda- skólanema alls staðar að úr heiminum til sýn- ingar.“ Hafsteinn segir Eddutilnefninguna leggjast vel í sig en vill lítið spá um sigurlíkur, segir aðeins hinar myndirnar í flokknum líka vera góðar. „Það hefur verið mjög mikið að gerast í íslensk- um stuttmyndum að undanförnu. Fjármagnið til þeirra hefur verið aukið og fólk hefur verið að koma stærri verkefnum á laggirnar,“ segir Haf- steinn og bætir við að þrátt fyrir auknar vinsældir stuttmyndanna sé hann orðinn mjög spenntur fyr- ir því að gera mynd í fullri lengd enda búinn að vinna að því lengi. Hvíldardagar Hafsteins Nærmynd Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og handritshöfundur, á forvitnilega daga framundan. Tilnefnd Úr stuttmyndinni Skröltormar.  Hafsteinn Gunnar Sigurðsson vinnur að gerð kvikmyndar eftir skáldsögu Braga Ólafssonar  Stundar mastersnám í kvikmyndaleikstjórn í New York Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is JET Black Joe, Páll Rósinkrans, félagar úr Gospelkór Reykjavík- ur og strengjasveit munu halda stórtónleika í Laugardalshöllinni föstudagskvöldið 25. apríl næstkomandi. „Þetta verður sam- antekt af því sem ég hef verið að gera í gegnum tíðina, það mætti kannski segja það,“ segir Páll um tónleikana, en eins og margir eflaust vita er hann söngvari Jet Black Joe. „Ætli þetta verði ekki bara 1⁄3 Jet Black Joe, 1⁄3 gospel og 1⁄3 ég,“ bætir hann við. „Við eig- um þó ennþá eftir að setja saman dagskrá, þetta er enn í vinnslu því það er bara nýbúið að bóka þetta. Þetta krefst mikils und- irbúnings enda mjög mikil vinna í kringum þetta.“ Á tónleikunum verður flutt efni af 15 ára ferli Jet Black Joe, auk laga sem Páll hefur sungið sóló og með Gospelkórnum. Aðspurður segir Páll að hann hlakki mikið til tónleikanna. „Þetta verður örugglega svakalega flott enda verður öllu tjaldað til.“ Miðasala á tónleikana hefst 11. desember og fer hún fram á midi.is. Það er 2B Company sem stendur fyrir tónleikunum, en fyrirtækið stóð m.a. fyrir tónleikum Toto í Höllinni í júlí. Jet Black Joe í Höllinni Morgunblaðið/Ásdís Góður Páll í ham með Jet Black Joe. Koma fram ásamt Gospelkórnum og Páli Rósinkrans í apríl  „Vissir þú að fullnæging svína varir í allt að 30 mínútur? Já, mín- útur. Það er helmingur af klukku- tíma. Hvað var skaparinn að spá? Og það í svínastíu. Grísapungarnir! Hvers eigum við karlmenn að gjalda? Skyldi Guð hafa gert úllen- dúllen-doff, valið á milli manna, svína og fugla? Sá hefur verið í skrýtnu skapi þegar kom að því að ákveða lengd fullnægingar eftir tegundum. Ég hélt að hann væri fyrir löngu búinn að fyrirgefa Adam.“ Úr væntanlegri bók Þor- gríms Þráinssonar, Hvernig ger- irðu konuna þína hamingjusama. Um fullnægingu svína  Þrjár af vin- sælustu popp- sveitum Íslands um þessar mund- ir blása til tón- leika á NASA við Austurvöll föstu- daginn 16. nóvember nk. Um er að ræða sveitirnar Sprengjuhöllina, Motion Boys og Jeff Who?. Sú síð- astnefnda mun væntanlega flytja nokkur ný lög á tónleikunum en sveitin situr nú við í hljóðveri og hljóðritar plötu sem ráðgert er að komi út snemma á næsta ári. Upp- tökur hafa bæði farið fram í Sund- laug Sigur Rósar í Mosfellsbæ og í húsnæði hljómsveitarinnar á höf- uðborgarsvæðinu en henni til halds og traust við upptökurnar er Hrannar Ingimarsson, upptök- umaður og gítarleikari Ske. Miða- sala á tónleikana þann 16. nóv- ember hefst í dag á Miði.is, í Skífunni og BT og er miðaverð 1.500 krónur. Sannkölluð poppveisla á NASA 16. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.